Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 23
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
Danto um heimspekinginn Warhol
FIJLLT var út úr dyrum á fyrir-
lestri bandaríska heimspekings-
ins Arthurs C. Danto, sem hann
hélt á vegum Heimspekideildar
Háskóla Islands og Listasafns
Reykjavíkur í Lögbergi á
fimmtudag. Fyrirlesturinn hét
Warhol sem heimspekingur og
fjallaði um þær spurningar um
listina og stöðu hennar sem
verk popplistamannsins Andys
Warhols hafa vakið, til dæmis
um það hvers vegna einn hlutur
er listaverk en ekki annar, jafn-
vel þótt hlutirnir tveir séu ná-
kvæmlega eins. Danto fjallaði
meðal annars um „Brillo box“
Warhol, sem einmitt kveikti
þessa spurningu í huga margra
þegar það var sýnt árið 1964 í
New York, og komst að þeirri
niðurstöðu að Warhol hefði allt-
af reynt að storka hefðbundn-
um skilgreiningum á listinni, að
hann hefði alltaf dansað á
landamærum listar og ekki list-
ar, eða veruleika. Sagði Danto
að Warhol hefði verið heim-
spekingur í list sinni, verk hans
gæfu kannski engin svör en þau
vektu allar erfiðustu spurning-
arnar.
Vegna plássleysis í allt of lít-
illi kennslustofunni í Lögbergi
þurftu fjölmargir frá að hverfa
á fimmtudaginn og misstu þar
með af þessu eina tækifæri til
að hlýða á erindi Dantos.
Einnig vakti það athygli og
gremju meðal áheyrenda að
Danto var ekki búin nægilega
góð aðstaða til að halda fyrir-
lesturinn; þannig fóru skyggn-
ur sem Danto sýndi með fyrir-
lestrinum fyrir ofan garð og
neðan að miklu leyti vegna
vandræðagangs með ljósin í
salnum.
Góðar og slæmar
fyrirmyndir
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
MARGRÉT Kr. Pétursdóttir og Ólöf
Sverrisdóttir í hlutverkum sínum.
LEIKLIST
Furðulcikhúsið
MJALLHVÍT OG
DVERGARNIR SJÖ
Höfundar: Margrét Kr. Pétursdóttir
og Ólöf Sverrisdóttir. Leikstjóri:
Gunnar Gunnsteinsson. Leikarar:
Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf
Sverrisdóttir. Leikmynd: Aslaug
Leifsdóttir. Tónlist úr ýmsum áttum
en lokalag eftir Ingólf Steinsson.
Aðstoð: Geir Magnússon.
Sunnudagur 29. september.
TOVE Jansson skrifaði eftirfar-
andi skilgreiningu á leikhúsi í bók
sinni Örlaganóttinni: Leikhús er
þýðingarmest allra heimsins stofn-
ána, því að þar er sýnt hvernig fólk
ætti að vera, hvernig það gæti ver-
ið ef það þyrði, og hvernig það er
í raun og veru. Það er ekki nema
von að múmínmamma drægi þá
ályktun að þarna væri átt við betr-
unarhús. Sýning furðuleikhússins á
Mjallhvíti og dvergunum sjö fellur
innan þessarar skilgreiningar. Þar
er verið að kenna börnunum ákveð-
in sannindi og verðmætamat sem á
að búa þau betur undir lífið.
Leikkonurnar tvær, sem einnig
semja verkið, byggja á ýmsum út-
gáfum af sögunni um Mjallhvíti,
m.a. teiknimynd Disneys, og tekst
mjög vel að koma sögunni á svið
og að ná til barnanna í áhorfenda-
hópnum. Þær héldu hugum áhorf-
enda föngnum, sérstaklega í hlut-
verkum Mjallhvítar og stjúpunnar.
Börnin tóku þátt í sýningunni af
öllu hjarta, réðu veiðimanninum
heilt, sungu með Mjallhvíti og lögðu
til leikhljóð, andmæltu stjúpunni
hástöfum auk þess sem eitt þeirra
sló til hennar eitt andartak þegar
hún uggði ekki að sér.
Margt er sniðuglega gert með
einfalda leikmuni og búninga, t.d.
eru leikkonurnar klæddar undra-
pilsum sem koma að góðum notum
við að skapa nýjar persónur. Verkið
hefur mjög ákveðinn boðskap fram
að færa; lögð er áhersla á mikil-
vægi góðmennsku og kurteisi en
dýrkun ytra útlits fordæmd. Einnig
eru skýrð út erfið orð og hugtök í
samvinnu við börnin og lögð áhersla
á að orðið „stjúpa" þýðir alls ekki
norn hejdur bara nýja konan hans
pabba. í heild er þetta skemmtileg
saga, fallega og spennandi fram
færð af öryggi og útsjónarsemi.
Börnin tóku þátt í þessu af lífi
og sál, þau frökku kölluðu fram í
svo glumdi í salnum en þau hægu
og þægu sungu undurlágt með lög-
unum. Foreldrarnir stóðu sig hins
vegar ekki nógu vel: margir þeirra
komu allt of seint á staðinn svo að
sýningunni seinkaði og aðrir komu
einir með hóp barna sem þeir gátu
ekki eða reyndu ekki að hemja.
Þetta olli því er líða tók á leikritið
að fínlegri drættirnir í leiknum fóru
fyrir ofan garð og neðan hjá flest-
um. Það þýðir víst lítið að ala börn-
in upp við góða siði ef foreldrarnir
eru ákveðnir í að vera þeim sem
verst fyrirmynd!
Sveinn Haraldsson
• NÝJASTA verk breska leik-
skáldsins Harolds Pinters var
frumsýnt fyrir skömmu í Lond-
on, en það hef-
ur hlotið frem-
ur dræmar
undirtektir, að
því er segir í
International
Herald Tri-
bune. Verkið
kallast „Ashes
to Ashes“.
Leikdómari
blaðsins fer
hins vegar lofsamlegum orðum
um það og segir spennuna í
salnum, þær 60 mínútur sem
verkið tekur í flutningi, magn-
aða.
Tvær persónur eru í sýning-
unni, kona sem hefur verið beitt
ofbeldi og karl sem hefur ef til
vill verið kvalari konunnar og
þjóðar hennar, í pólitískum og
kynferðislegum skilningi.
Pinter leikstýrir verkinu, en
með hlutverkin tvö fara Lindsay
Duncan og Stephen Rea.
• í ÁRÓSUM fór fyrir
skemmstu fram alþjóðleg
keppni um besta söngleikinn. í
keppnina, sem kostaði sem nem-
ur um 200 milljónum ísl. kr.,
bárust um 300 söngleikir frá
tuttugu löndum. Þau verk sem
báru sigur úr býtum voru úr
hinum enskumælandi heimi, tvö
bandarísk og eitt breskt, og var
um 30 mínútna hluti úr þeim
settur á svið í Árósum. Um var
að ræða verk eftir Bretann
George Stiles; „Pétur Pan og
„Skyttumar þijár". Þá var lífs-
hlaup skoska skáldsins Robert
Burns fært í söngleikjabúning
undir heitinu „Rauð, rauð rós“
og að siðustu uppfærsla kanda-
dísku hjónanna Craig Bohlmer
og Marion Adler á „Varðmann-
inum“ eftir Molnar.
• BANDARÍSKA leikskáldið
Edward Albee er einn þeirra
sem fá heiðursverðlaun
Kennedy-mið-
stöðvarinnar
þetta árið, fyr-
ir framlag sitt
til listsköpun-
ar í Bandaríkj-
unum. Bill
Clinton
Bandaríkja-
forseti veitir
verðlaunin 8.
desember.
Aðrir verðlaunahafar að þessu
sinni eru leikarinn Jack Lemm-
on, sveitasöngvarinn Johnny
Cash, saxófónleikarinn Benny
Carter og ballettdansarinn
Maria Tallchief.
• DAVID Bowie verður einn
þeirra sem sýnir verk sín á Flór-
ens-tvíæringnum sem er nýhaf-
inn, en Bowie
hefur hingað
til fyrst og
fremst höfðað
til rokkunn-
enda. Verk
Bowie á sýn-
ingunni nefn-
ist„Hvaðan
koma þau?
Hvert fara
David Bow.e þau?« og er
um sex metra hátt. Tveir ljós-
fræðilegir kassar hanga neðan
úr loftinu og á milli þeirra nokk-
urs konar mannsmynd. Hefur
listamaðurinn lýst verkinu svo:
„Tíminn flöktir um eilífðina
eins og mynt sem snýst.“
Helgarferð
London
,24.930
10. október
HEIMSFERÐIR
Lundúnaferðir Heimsferða njóta ótrúlegra vinsælda og fyrstu
flugin okkar eru uppseld. Nú bjóðum við nýjan gististað, rétt hjá
Oxford stræti, frábærlega vel staðsettur með góðum aðbúnaði.
Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baðherbergi.
Síðustu sætin 10. október.
Verð kr.
16.930
Flugsæti. Verð með flugvallarsköttum,
mánudagur til fimmtudags í okt.
24.930
M.v. 2 í herbergi, Invemess Court með
morgunverði, 10. okt., 4 nætur.
Skattar innifaldir.
Verð kr.