Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÖBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Afram Silf-
ur í Þjóð-
minjasafni
SÝNINGIN Silfur í Þjóðminja-
safni hefur verið framlengd tii
13. október. Á sýningunni sem
er í Bogasalnum getur að líta
valda silfurgripi úr eigu safns-
ins. Þar eru munir sem fundist
hafa í jörðu eins og Þórsham-
arinn frá Fossi og næla í Úr-
nesstíl sem fannst hjá Trölla-
skógi, borðsilfur, tarínur, púns-
skeiðar og margs konar bún-
ingasilfur. Þá er á sýningunni
18. aldar faldbúningur sem átti
Vaigerður Jónsdóttir bisk-
upsfrú í Skálholti með tilheyr-
andi skarti.
Silfursmíðaverkstæði Krist-
ófers Péturssonar er uppsett í
Bogasalnum en hann var einn
síðasti _ silfursmiður gamia
tímans. í tengsium við sýning-
una gaf Þjóðminjasafnið út
bókina Silfur í Þjóðminjasafni
eftir Þór Magnússon þjóðminja-
vörð og er í henni birt skrá um
íslenska silfursmiði sem eiga
verk sín varðveitt í söfnum og
kirkjum.
Þjóðminjasafn íslands er opið
þriðjudaga, fimmtudaga, laug-
ardaga og sunnudaga kl. 12-17.
Nýr meðlim-
ur Listakots
NÝR meðlimur Listakots,
Hrönn Vilhelmsdóttir hönnuður
í Textílkjallaranum, hefur
gengið til liðs við listakonurnar
á Laugavegi 70 og opnað sýn-
ingu í litla sal Listakots sem
er á efri hæð gallerísins. Þar
verða til sýnis silkitreflar fyrir
konur, karla og krakka.
Margskonar silki fær mis-
munandi meðhöndlun hjá lista-
konunni og síðan er silkið fóðr-
að með ullarefni, auk annarra
textílverka sem verða til sölu
í galleríinu framvegis. Textíl-
kjallari Hrannar verður þó op-
inn á sama hátt og áður.
Sýning Hrannar í Listakoti
verður opin frá 1. til 10. októ-
ber frá kl. 12-18 virka daga
og kl. 10-16 laugardaginn 5.
október.
Fyrirlestur
í Nýlista-
safninu
KÍNVERSKI myndlistarmað-
urinn Albert Ka Hing Liu heldur
fyrirlestur í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 3b í Reykjavík, mið-
vikudaginn 2. október kl. 20.30.
Fyrirlesturinn nefnist „Mun-
urinn á engu og hinu smæsta"
(The Difference between Noth-
ing and the Smallest Thing).
Albert Ka Hing Liu er fædd-
ur í Hong Kong en nú búsettur
í Toronto í Kanada. Þar er
hann starfandi myndlistarmað-
ur og listgagnrýnandi. í fyrir-
lestrinum fjallar hann um sín
eigin verk og sýnir litskyggnur.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
og aðgangur ókeypis.
Fjöllista
fyrirlestur
I DAG kynnir fjöllistamaðurinn
Alastair Maclennan list sína kl.
16-17 í Barmahlíð, Skipholti
1. yngra 4. hæð.
Alastair Maclennan kom
hingað til lands á vegum fjöi-
tæknideildar MHI. Hann verð-
ur gestakennari þar í stuttan
tíma. í dag, miðvikudag, fjallar
hann um verk sín og svarar
fyrirspurnum um þau.
Enginn aðgangseyrir er og
allir áhugamenn eru velkomnir
á meðan húsrúm leyfir.
Fjölbreytt útgáfa hjá Vöku-Helgafelli
LÁVARÐUR HEIMS
OG FJÖLL NIÐURLANDA
V AKA-HELG AFELL
gefur út svipaðan fjöida
bóka á þessu ári og í
fyrra eða um 70 titla.
Meðal þeirra eru þrjár
íslenskar verð-
launabækur, skáldsaga
eftir Ólaf Jóhann Ólafs-
son, bók eftir Elínu
Páimadóttur og rit eftir
Val Ingimundarson
sagnfræðing um sam-
skipti Islands og Banda-
ríkjanna eftir síðari
heimsstyrjöld.
Ólafur Jóhann Ólafs-
son sendir nú frá sér
nýja skáldsögu. Sagan
hefur hlotið nafnið Lá-
Ólafur Jóhann
Ólafsson
varður heims og kemur Óiafur Jó-
hann þar að lesendum sínum úr
óvæntri átt, segir í kynningu. Er-
lendir útgefendur hafa þegar sýnt
nýju bókinni áhuga en önnur skáld-
saga hans, Fyrirgefning syndanna,
hefur nú verið geftn út í sex þjóð-
löndum.
Með fortíðina í farteskinu er ný
bók eftir Elínu Pálmadóttur. Þetta
er saga sem Elín spinnur í kringum
þrjár konur úr ætt sinni, raunar eru
þar í aðalhlutverki amma höfundar,
langamma og langalangamma.
Valur Ingimundarson sagnfræð-
ingur fjallar um samskipti íslands
og Bandaríkjanna á árunum eftir
síðari heimsstyrjöld. Valur hefur um
árabil rannsakað samband þjóðanna
á þessum tíma, m.a. farið í gegnum
skjalasöfn vestra sem nýlega voru
opnuð.
Saklaus í klóm réttvísinnar eftir
Jónas Jónasson fjallar um Magnús
Leópoldsson og 105 daga gæslu-
varðhaldsvist í Síðumúlafangelsi fyr-
ir tveimur áratugum. Lögreglan sótti
hann á heimili hans árla morguns
og var hann sakaður um að hafa
myrt Geirfinn Einarsson.
Séra Pétur Þórarinsson og Ingi-
björg Siglaugsdóttir í Laufási hafa
gengið í gegnum mikla erfiðleika,
hann misst báða fætur vegna syk-
ursýki,_ hún fengið bijóstakrabba-
mein. í nýrri bók, sem Friðrik Erl-
ingsson skrifar, lýsa þau því hvernig
þau hafa tekist á við mótlætið.
Bókmenntaverðlaun
Halldórs Laxness
Bókmenntaverðlaun Halldórs
Laxness verða afhent í fyrsta sinn
í haust en samkeppni um þau lauk
fyrr á þessu ári. Verðlaunabókin
kemur út hjá Vöku-Helgafelli sama
dag og þau verða afhent. Ekki verð-
ur upplýst hver þöfundurinn er fyrr
en á þeim degi. í haust verða einnig
afhent íslensku barnabókaverðlaun-
in fyrir myndskreytta bók fyrir
yngstu lesendurna og kemur verð-
launabókin út sama dag hjá Vöku-
Helgafelli. I vor kom út verðlauna-
bókin Grillaðir bananar en hún er
fyrri bókin sem hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin á þessu ári.
Höfundar bókarinnar eru mæðgurn-
ar Ingibjörg Möller og Fríða Sig-
urðardóttir.
Að öðrum íslenskum skáldverkum
má nefna tvær nýjar kiljuútgáfur
með verkum Halldórs Laxness, Vef-
arann mikla frá Kasmír og Söiku
Guðrún
Helgadóttir
Vöiku. Pétur Már Ólafsson bók-
menntafræðingur ritar formála að
báðum bókunum en texti þeirra hef-
ur verið endurunninn í tölvu. Þá
endurútgaf Vaka-Helgafell fyrr á
þessu ári Sjálfstætt fólk, íslands-
klukkuna og Barn náttúrunnar, auk
enskrar útgáfu af Kristnihaldi undir
Jökli, Under the Glacier, en nú er
unnið að því að koma öllum skáld-
verkum Halldórs Laxness á tölvu-
tækt form.
Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar
kom út í fyrra og seidist upp. Safn-
ið hefur nú verið endurprentað og
sett í nýja öskju.
Elías Snæland Jónson gefur út
fyrstu skáldsögu sína í haust en
áður hefur hann meðal annars sent
frá sér heimildabækur um kreppuár-
in og nokkrar unglingabækur.
Skáldsagan ber nafnið Draumar
undir gaddavír. Umgjörð sögunnar
er sjávarþorp á Suðurnesjum árið
1959. Lítið samfélag er hlaðið
spennu kalda stríðsins og einkennist
af nábýlinu við bandaríska herinn,
auk þess sem rokkið er hvarvetna í
eyrum.
Guðrún Helgadóttir sem hlotið
hefur Norrænu barnabókaverðlaun-
in sendir frá sér nýja bók nú í haust
sem er sjálfstætt framhald metsölu-
bókarinnar Ekkert að þakka! sem
út kom í fyrra. Guðrún Eiríksdóttir
sem hlaut íslensku barnabókaverð-
launin fyrir sögu sína Röndóttir spó-
ar fyrir nokkru hefur skrifað nýja
bók fyrir börn og unglinga sem nefn-
ist Saltfiskar í strigaskóm. Þá heldur
Vaka-Helgafell áfram endurútgáfu
sinni á sögunum um Jón Odd og Jón
Bjarna. Nú kemur önnur bókin út í
þessum flokki sem nefnist Meira af
Jóni Oddi og Jóni Bjarna.
Þá má geta bókarinnar Vér ungl-
ingar sem fjallar í gamni og alvöru
um það hvernig er að vera unglingur
og helstu áhyggjuefni sem leita á
hugann. Þórey Friðbjörnsdóttir, rit-
höfundur þýddi og staðfærði bókina.
Hátíðarréttir, snjallyrði
og þjóðsögur
Vaka-Helgafell gefur út nokkrar
íslenskar bækur almenns efnis á
þessu ári. Nú kemur út þriðja bókin
í flokknum íslenskar gæðauppskrift-
ir og nefnist hún Hátíðarréttir. Rit-
stjórar bókarinnar eru Björg Sigurð-
ardóttir og Hörður Héðinsson sem
kunn eru fyrir umsjón með mat-
reiðsluklúbbnum Nýir eftirlætisrétt-
ir. Áður hafa komið út í þessum
Cees
Nooteboom
Robert James
Waller
flokki bækurnar Grillréttir og Pasta-
réttir
Símon Jón Jóhannsson og Axel
Ammendrup hafa tekið saman Stóru
tilvitnanabókina. Þar safna þeir
saman um sex þúsund tilvitnunum,
innlendum og erlendum.
í haust kemur út hjá Vöku-Helga-
fell bókin Siglfirskar þjóðsögur og
sagnir sem Þ. Ragnar Jónsson, fyrr-
verandi bæjargjaldkeri á Siglufirði,
hefur tekið saman. í bókinni er að
finna á annað hundrað þjóðsögur og
sagnir frá ýmsum tímum sem tengj-
ast hinum fornu Siglufjarðarbyggð-
um.
Fyrr í sumar gaf Vaka-Helgafell
út tvær bækur um jarðfræði ís-
lands. Önnur er á ensku og þýsku
og nefnist Earth in Action og land
im Werden en hin er á ensku og
nefnist Volcanoes in Iceland.
Þá eru ótaldar fimmtán bækur
sem nefndar eru „Smábókasafn
Vöku-Helgafells“ og út komu
snemma sumars en það voru eftir-
taldar bækur: Fugl á garðstaurnum
og fleiri smásögur eftir Halldór
Laxness, Stjórnari himintunglanna
og fleiri smásögur eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson, Hrafnkels saga Freys-
goða í útgáfu Halldórs Laxness,
Hávamál, Ljóðaperlur eftir Jónas
Hallgrímsson, Hlini kóngsson og
fleiri íslensk ævintýri, Djákninn á
Myrká og fleiri íslenskar drauga-
sögur, Púkinn og fjósamaðurinn og
fleiri íslenskar þjóðsögur, Snjall-
yrði, Samkvæmisleikir, Hvað segja
stjörnurnar um þig?, Hvenær gerð-
ist það? Atburðir og ártöl úr íslands-
sögunni eftir Jón R. Hjálmarsson,
Stjórnarskrá Lýðveldisins íslands,
Nýju fötin keisarans og fleiri ævin-
týri eftir H.C. Andersen og Hvern
dreymdi þig?
Þýdd skáldverk
Vaka-Helgafell gefur út fjölda
þýddra bóka í ár. Frásögn úr fjöllum
Niðurlanda eftir Holiendinginn Cee
Nooteboom kemur út fyrir jólin en
Nooteboom hlaut Evrópsku bók-
menntaverðlaunin 1992 fyrir Sög-
una sem hér fer á eftir en hún kom
út í fyrra í tengslum við komu hans
á bókmenntahátíð í Reykjavík.
Sverrir Hólmarsson þýddi. Hann
þýðir einnig skáldsöguna Svikinn
veruleiki eftir Danann Michael Lars-
en. Larsen hefur verið líkt við landa
sinn Peter Höeg en Svikinn veruleiki
kemur nú út í um tuttugu löndum.
Kona Eldhúsguðsins eftir Amy
Tan kemur út hjá Vöku-
Helgafelli í_ár í þýðingu
Sverris. Áður hefur
komið út á íslensku
bókin Leikur hlæjandi
láns eftir hana.
Erlendar bækur
almenns efnis
Súpa fyrir sálina er
bandarísk bók sem setið
hefur á metsölulistum
þar í landi í tvö ár.
Aðeins eitt barn er
sönn saga sem fjallar
um unga konu í Kína
sem tekur þátt í að
þvinga konur í fóstur-
eyðingu allt fram á
níunda mánuð því að þær mega að-
eins eignast eitt barn.
Arabíudætur er sjálfstætt fram-
hald metsölubókarinnar / fjötrum
sem kom út fyrir nokkru hjá Vöku-
Helgafelli. Hér segir frá prinsessu í
Sádi Arabíu og þeim hlekkjum sem
hún býr við.
Meðal haustbókanna er handbók-
in Börn og skyndihjálp frá breska
útgáfufyrirtækinu Dorling Kinders-
ley. Þar er að finna Ieiðbeiningar
um það hvernig bregðast skuli við
þegar hættu ber að höndum og er
bókin gefin út í samvinnu við Rauða
kross Islands.
Vaka-Helgafell gefur út framhald
bókarinnar Konan sem man en hún
kom út í fyrra og var meðal sölu-
hæstu skáldsagna eins og í flestum
nálgæum löndum. Nýja bókin nefn-
ist Rödd arnarins og segir frá lífi
indjána í Ameríku fyrir nokkur
hundruð árum.
Metsölubókin Hestahvíslarinn eft-
ir Bretann Nicholas Evans var seld
fyrir metfé um víða veröld áður en
höfundurinn hafði lokið við að skrifa
hana! Nú er verið að kvikmynda
söguna með Robert Redford í aðai-
hlutverki.
Andlit óttans eftir Minette Walt-
ers er sakamálasaga sem hlaut
Gullrýtinginn í Bretlandi þegar hún
kom þar út.
Vaka-Helgafell gefur út nýja bók
eftir höfund skáldsögunnar Brýrnar
í Madisonsýslu, Robert James Wall-
er, og nefnist hún Tónlist tveggja
heima.
Brúðuhúsið er önnur bók metsölu-
höfundarins Evelyn Anthony sem
út kemur á íslensku en hún er þekkt
fyrir spennandi sögur þar sem konur
eru í aðalhlutverki.
Vaka-Helgafell gefur út nýja bók
eftir Ken Follett, og nefnist hún
Brotnir hlekkir. Þá kemur út ný bók
eftir Victoriu Holt sem nefnist I
skugga fortíðar.
Þýddar barna- og
unglingabækur
Hjá Vöku-Helgafell koma einnig
út þýddar barna- og unglingabækur.
Þar má nefna tvær barnabækur um
Hringjarann frá Notre Dame sem
tengjast nýrri bíómynd frá Walt
Disney fyrirtækinu sem frumsýnd
verður hér á landi um næstu jól. Þá
gefur bókaforlagið út tólf nýjar
barnabækur í flokknum Ævintýra-
heimurinn en það eru ýmis sígild
ævintýri í búningi Disneys.
Japönsk listaverkagjöf til
Listasafns Islands
LISTASAFN íslands hefur eign-
azt verk eftir japanska myndlist-
armanninn Atsuo Ishii.
Á samsýningun íslenskra og
japanskra myndlistarmanna í
Norræna húsinu voru meðal ann-
ars nokkrar höggmyndir eftir
einn af þekktustu myndlistar-
mönnum Japans, Atsuo Ishii. í
framhaldi af sýningunni ákvað
Ishii að afhenda Islensk-japanska
félaginu á íslandi til varðveislu
stóra höggmynd úr grásteini sem
hann vann hjá Steinsmiðju Sig-
urðar Helgasonar í Kópavogi, í
þakklætisskyni fyrir þær ágætu
viðtökur sem hann og verk hans
hlutu meðan á dvöl hans stóð.
Islensk-japanska félagið hefur
nú afráðið að færa Listasafni ís-
lands höggmyndina til eignar.
Listamaðurinn bætti síðan um
betur og afhenti Listasafni ís-
lands að gjöf tvær höggmyndir
úr travertínmarmara sem einnig
voru á sýningunni í Norræna hús-
inu.
„Listasafn íslands er ákaflega
þakklátt íslensk-japanska félag-
inu og listamanninum Atsuo Ishii
fyrir þessar höfðinglegu lista-
verkagjafir sem eiga eftir að veita
Islendingum ómetanlega innsýn í
japanska nútímamyndlist og hug-
arheim frábærs myndhöggvara,"
segir í kynningu safnsins.
Höggmyndir Atsuo Ishiis, sem
allar nefnast „Tími og rými“,
verða til sýnis á neðri hæð Lista-
safns íslands á næstu vikum.
L