Morgunblaðið - 10.10.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.10.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 21 ERLENT Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði Breti og fimm Banda- ríkjamenn heiðraðir Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA vísindaakademían kunngerði í gær að þrír banda- rískir vísindamenn, David Lee, Douglas Osheroff og Robert Ric- hardson, fengju Nóbelsverðlaun- in í eðlisfræði í ár. Tveir Banda- ríkjamenn til viðbótar, Robert Curl og Richard Smalley, fá efnafræðiverðlaunin ásamt Bret- anum Sir Harold Kroto. Eðlisfræðingarnir þrír fengu verðlaunin fyrir að uppgötva hvern- ig helíum streymir án núningsmót- stöðu þegar það er kælt niður í um tvo þúsundustu úr gráðu yfir al- kuli. Vísindaakademían sagði að þeir hefðu uppgötvað „ofurstreymi helíums-3“ þegar þeir störfuðu saman við Cornell-háskóla í New York í byrjun áttunda áratugarins og sú uppgötvun hefði markað tímamót í lághitaeðlisfræði. David Lee, sem fæddist árið 1931 í New York-ríki, og Robert Richard- son, fæddur 1937 í Washington, starfa báðir við eðlisfræðideild Comell-háskóla. Douglas Osheroff, fæddur i Washington-ríki árið 1945, starfar nú við Stanford-háskóla i Kalifomíu. Vísindamenn hafa notfært sér uppgötvun eðlisfræðinganna þriggja til að sannreyna kenningar um sköpun alheimsins. Robert Richardson David Lee Douglas Osheroff VERÐLAUNAHAFAR í efna- fræði, f.v.: Richard E. Smal- ley, Robert F. Curl og Harold W. Kroto. Uppgötvuðu „fullerín" Efnafræðingamir fengu Nó- belsverðlaunin fyrir að upp- götva nýja samsetningu kolefn- is, sem nefnd hefur verið „Buckminsterfullerín“ eða „ful- lerín“ og er kennd við banda- ríska arkitektinn Richard Buck- minster Fuller. Verðlaunahaf- arnir uppgötvuðu fmmeinda- samsetningu sem líkist hvolf- húsi er Fuller hannaði fyrir heims- sýninguna í Montreal í Kanada árið 1967. Robert Curl, sem fæddist árið 1933 í Texas, hefur verið prófessor við Rice-háskóla i Houston frá árinu 1967. Richard Smalley, fæddur 1943 í Ohio, er prófessor í efna- og eðlisfræði við sama háskóla. Sir Harold Kroto, fæddur í Englandi 1939, er efnafræðiprófessor við Sussex-háskóla í Brighton. Uppgötvun þeirra var gerð árið 1985 og Carl-Olof Jacobson, ritari sænsku vísindaakademíunnar, sagði það mjög sjaldgæft að vís- indamenn fengju nóbelsverðlaun svo skömmu eftir uppgötvanirnar. Enn ætti eftir að koma í ljós að fullu hversu mikilvæg uppgötvun þeirra væri en hún hefði leitt til nýrrar greinar efnafræðirannsókna. Reuter Lík grafin upp í Bosníu 17 LÍK hafa fundist í fjöldagröf nálægt þorpinu Ahatovici í Bosníu og talið er að serbneskir hermenn hafi grafið þar alls 60 múslima, sem voru drepnir í júní árið 1992. Hafist var handa við að grafa upp líkin á þriðju- dag undir eftirliti alþjóðlegra lögreglusérsveita. Teng'daforeldrar læknis Jeltsíns myrtir oskvu. Reuter. •/ TENGDAFORELDRAR læknis Bo- rísar Jeltsín Rússlandsforseta vom myrt í vikunni en þau fundust með dagsmillibili, tengdamóðirin á þriðju- dag en tengdafaðirinn í gær. Ekki er vitað hveijir frömdu ódæðin en skammt er síðan einkalæknir Viktors Tsjemomyrdíns, forsætisráðherra, var myrtur. Tengdafaðir læknisins, Vladilens Vtomshíns, hafði hlotið þungt höfuð- högg en eiginkona hans var stungin til bana. Að sögn rússneskrar sjón- varpsstöðvar mátti minnstu muna að böm þeirra næðu banamanni móður sinnar en þau horfðu á eftir honum stökkva niður af svölum íbúð- arinnar. Lögregla kveðst telja að ætlunin hafí verið ræna hjónin. Talsmaður rússnesku stjómarinn- ar sagði Vtorushín hafa sterk bein, hann myndi komast yfir áfallið og væri fullfær um að sinna Jeltsín. ORT-sjónvarpsstöðin rifjaði í gær upp að einkalæknir Tsjernomyrdíns hefði verið myrtur og varpaði fram þeirri spurningu í kjölfarið, hvort að ekki væri ástæða til að halda leynd- um nöfnum þeirra sem framkvæma eiga hjartaaðgerð á Jeltsín en búist er við að hann verði skorinn upp innan tveggja mánaða. Rússneski hjartaskurðlæknirinn Renat Aktsjúr- ín, mun stjórna aðgerðinni. • vjnnsluminni. mest 256MB • Skyndiminni. 16KB innra og 256KB ytra. mest 1MB • Uppfæranleg með framtíðar Pentíum Overdrive örgjörva • Enhanced IDE dual channel á PCI og ISA braut • miroVIDEO 22SD PCI skjákoit med S3 Trio64V+hraðli • 2MB EDO myndminni 1280x1024x256litir 7HHz • 2xPCI local Bos, 3xlSA. IxPCDISA • Tvö radtengi (UART 16550). hlidartengi (ECP og EPP) og PS/2 músatengi • Kassi rómar þrjú drif (CD-Rom ofl.) • Windnws 95 lyklabord med ibrenndom táknum • Fylgibúnadur- Windows 95 og mús • Plug'n Play, EPA Energy Star. hljúðlát vifta • MPEG og AVI afspilun í fullrí stærð Hafðu samband við sölumenn okkar eða í verslunina. Við setjum saman með þér Intel pentium 120 Mhz örgjörvi 16MB innra minni 1090MB IDE diskur 256 KB skyndiminni 14“ skjár Windows 95 lyklaborð 2 PCI og 3 ISAtengiraufar lausar míro miroVideo 22SD skjákort með 2MB EDO 8x geisladrif SoundBlaster Vibra 16 hljóðkort Hátalarar 134.900 stgr. m. vsk. Með: Intel Pentium 133 Mhz örgjörva 15“ skjá 8x geisladrifi 155.900 stgr. m. vsk. komdu pakka sem hæfir óskum og verðhugmyndum þínum. RAÐGREIÐSLUR ‘ Grensásvegur 10 , bréfasími 568 7115 http: '. WWW.eis.is/tilbod • saia@ejs.is Sími 563 3050 HbUNÓ:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.