Morgunblaðið - 10.10.1996, Page 27

Morgunblaðið - 10.10.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ Þvert á vilja skálds- ins ÓSKIR skáldsins hefðu vart getað verið skýrari. „Ég bið þig einlæglega að að halda þeim fyrir þig og sjá til þess að þau verði aldrei birt.“ Þetta var árið 1922 og skáldið var T.S. Eliot sem seldi kunningja sín- um bók með ljóðum sem höfðu aldrei birst. Nú, 74 árum síðar, eru ljóðin komin fyrir almenn- ingssjónir en ekki eru allir á eitt sáttir um útgáfuna, sem hlýtur að teljast þvert á vilja skáldsins, sem lést árið 1964. Eliot hefur líklega litið á ljóðin sem nokkurs kon- ar bemsku- brek, en þau eru af ýmsum toga. Nokkur þeirra eru klámfengin, m.a. berorðar lýsingar á sjó- ferðum Kristófers Kólumbusar, í öðrum fer skáldið niðrandi orðum um svertingja. Tvö ljóð- anna eru á frönsku, í sumum tilfellum er aðeins um brot úr ljóðum að ræða og einnig er að finna uppkast að nokkrum af þekktustu ljóðum hans, t.d. „Ástarsöng J. Alfred Prufrock". Áhugamenn um ljóð Eliots munu einnig þekkja ein- staka setningar úr seinni ljóð- um skáldsins. Ljóðin eru um fjörutíu talsins, samin á árun- um 1909-1917. Ósk Eliots um að ljóðin yrðu ekki birt var að mestu leyti virt í sjö áratugi. Handritið að ljóðunum skaut upp kollinum á bókasafni í New York seint á sjöunda áratugnum. Frá þeim tíma hefur fræðimönnum verið heimilt að lesa ljóðin og vísa til þeirra en ekki að vitna beint í þau. „Ekki þess virði að lesa þau“ Ýmsir hafa lýst óánægju sinni með útgáfu ljóða Eliots. Einn þeirra er Anthony Julius, sem nýverið gaf út ævisögu Eliots, þar sem hann segir skáldið hafa verið gyðingahat- ara. Julius segir ljóðin ekki þess virði að lesa þau, þau „ýti á afar barnalegan hátt undir hugmyndir kynþáttahatara um kynferðislega yfirburði svartra." Skáldið Craig Raine segir hins vegar enga ástæðu til að kippa sér upp við útgáfuna. Fólk sem sé uppi á tímum kvik- mynda Tarantinos eigi ekki að þykjast hneyksiað á fáeinum klúrum ljóðum. Þau dragi ein- faldlega fram mannlega hlið Eiiots. Christopher Ricks, gagnrýn- andi og prófessor í ensku við háskólann í Boston, sem rit- stýrði útgáfunni, bendir enn- fremur á að oft hafi ljóð og önnur verk skálda og rithöf- unda, sem aldrei hafí verið ætluð til birtingar, verið gefin út að þeim látnum. Vilji skáld ekki að verk þeirra verði birt, eyðileggi þeir þau. Þá hefur verið bent á að Valerie, ekkja Eliots, sem hefur látið sig allar útgáfur og smábreytingar á verkum hans varða, gaf leyfí fyrir þessari útgáfu fyrir nokkrum árum. Byggt á International Herald Tribune. T.S. Eliot LISTIR_________ Ormstunga vekur áhuga erlendis LEIKVERKIÐ Ormstunga, sem sýnt hefur verið í Skemmtihúsinu undanfama tvo mánuði, hefur vakið áhuga erlendis. í frétt frá Skemmtihúsinu segir, að réttur til uppsetningar á verk- inu hafi verið seldur til Svíþjóðar, fyrirspumir hafí borizt frá norska ríkissjónvarpinu og í Japan er áhugi á að sýna verkið á víkinga- hátíð, sem haldin verður næsta sumar í tilefni af opnun Disney- heims skemmtigarðs í Tokyo. Skemmtihús Brynju Benedikts- dóttur og Erlings Gíslasonar var vígt í júlílok með tveggja manna spunaverki unnu upp úr Gunn- laugs sögu Ormstungu og flutt af Benedikt Erlingssyni og Halldóru Geirharðsdóttur í leikstjóm Peter Engkvist. Ormstunga hefur verið sýnt við mjög góða aðsókn og er 26. sýn- ingin á föstudaginn. FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 27 Kynnum haustlitina í dag og d morgun. Glæsileg snyrtitaska ásamt vöru fylgir þegar keyptir eru 2 eða fleiri hlutir af haustlitunum. Fjöldi annarra tilboða. Hamraborg 16 Kóp, sími 564 2011 GE ÞVOTTAVÉL 800 snúninaa kostar kr. 67.900.- TILBOÐ Kr. 54.900.- GE ÞVOTTAVÉL 1000 snúninqa kostar kr. 74.500.- TILBOÐ Kr. 59.000. GE ÞVOTTAVÉL 1200 snúninqa kostar kr. 79.900.- TILBOÐ Kr. 65.000.- GE SAMB. ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI kostar kr. 103.000.- TILBOÐ Kr. 85,000.- GE ÞURRKARI 3 kq kostar kr. 29.900.- TILBOÐ Kr. 25.900,- GE ÞURRKARI 5 ka kostar kr. 43.000.- TILBOÐ Kr. 35,000.- GE ÞURRKARIÖkq kostar kr. 45.000.- TILBOÐ Kr. 37.000.- I / 1 ■ ■ s .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.