Morgunblaðið - 12.11.1996, Side 16

Morgunblaðið - 12.11.1996, Side 16
16 E ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚTLITSTEIKNING af húsinu. Fjölbýlishúsið stendur við Fálkahöfða 2-4 í Mosfellsbæ og í því verða sextán íbúðir, ýmist 3ja eða 4ra herbergja. Allar íbúðirnar eru með sér inngangi. Mjög stórar svalir eru á íbúðunum og ná þær fyrir horn á endaíbúðunum. Svalirnar snúa í suðvestur en inngangurinn í íbúðirnar er norðaustan megin. Ibúðirnar eru til sölu hjá fasteignasölunni Hóli. Morgunblaðið/Ásdís ELÍAS Haraldsson, sölumaður hjá fasteignasölunni Hóli og Guðjón Þorvaldsson múrarameistari. Mynd þessi er tekin fyrir framan fjölbýlishúsið, sem Guðjón er með í byggingu við Fálkahöfða 2-4. í baksýn er Esjan. Framkvæmdir standa nú yfir af fullum krafti og ætlunin er að steypa tvær hæðir upp fyrir áramót. Síðan verður lokið við íbúðirnar og þær afhentar í vor. Framboð hefur veríð lítið á nýjum íbúðum í fjölbýlishúsum í Mosfellsbæ. Magnús Sig- urðsson kynnti sér íbúðir, sem Guðjón Þor- valdsson múrarameistari hefur hafíð bygg- ingu á í flölbýlishúsi við Fálkahöfða. Allar íbúðirnar eru með sér inn- gangi, en gengið er inn í opið stiga- hús inn á pall og síðan inn í þijár íbúðir á hveijum palli. Mjög stórar svalir eru á íbúðunum og ná þær fyrir horn á endaíbúðunum. Svalirn- ar snúa í suðvestur. en inngangurinn í íbúðirnar er norðaustan megin. Þvottahús er í hverri íbúð og góðar sér geymslur á 1. hæð fyrir hveija íbúð. íbúðirnar eru ýmist 3ja eða 4ra herbergja. Þriggja herb. íbúðirnar eru mismunandi að stærð, þær minni eru 87 ferm. fyrir utan sameign og geymslu. en þær stærri 97 ferm. Fjögurra herb. íbúðimar eru svo 117 ferm. nettó. Sala á íbúðunum er þegar hafin. Verð á minni 3ja herb. íbúðunum tilbúnum undir tréverk er 6,4 millj. kr. en 6,8 millj. kr. á þeim stærri og á 4ra herb. íbúðunum er verðið 7,6 millj. kr. Það er einnig hægt að fá íbúðirn- ar fullbúnar en án gólfefna og þá er verð á minni 3ja herb. íbúðunum 7,3 millj. kr. en 7,8 millj. kr. á þeim stærri og 8,7 millj. kr. á 4ra herb. íbúðunum. Átta bílskúrar verða byggðir við húsið og er hægt að fá þá keypta sérstaklega. Bílskúrarnir verða 25 ferm. og eru þeir seldir tilbúnir að utan en fokheldir að innan. Kaup- verð þeirra er 750.000 kr. Sameign- arlóð verður skilað fullfrágenginni, bílastæði malbikuð og gangstéttar hellulagðar eða steyptar. Vænlegur staður — Það hefur lítið verið úthlutað af lóðum í Mosfellsbæ undir fjölbýlis- hús, enda þótt mörgum finnist bær- inn mjög vænlegur staður til að búa í, segir Guðjón Þorvaldsson. — Þann- ig var mjög góð eftispurn eftir þeim íbúðum, sem ég byggði fyrir nokkr- IMýjar íbúðir við Fálka höfða í Mosfellsbæ MOSFELLSBÆR hefur yfir sér sérstakt yfirbragð. Útivist- armöguleikar er óvíða meiri, útsýni er mikið og fjallahringurinn gefur umhverfmu sérstakan blæ. Urbæn- um er ekki nema stundarfjórðungs akstur upp i Skálafell, eitt bezta skíðasvæði landsins. Aðstaða er enn- fremur afar góð fyrir hestamenn, enda eru þeir margir í bænum. í Mosfellsbæ er einnig mjög góður golfvöllur, sem er mikið notaður. í bænum er ennfremur gott íþróttahús og sundlaug og stór íþróttaleikvang- ur. Mosfellsbær hefur því haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Bæjarbú- um hefur fjölgað verulega á undan- förnum árum, en þeir eru nú um 5000. Lengst af hefur fjölgunin ver- ið um 3% á milli ára eða talsvert fyrir ofan landsmeðaltai. Aðal ný- byggingasvæðið er á svokölluðu Höfðasvæði, en þar er búið að út- hluta lóðum við tvær götur. Einnig eru hafnar byggingaframkvæmdir við Hjallahlíð. Aherzla hefur verið lögð á að hafa rúmt á milli húsa, þannig að byggðin verði ekki of þétt. Miðbærinn í Mosfellsbæ hefur fengið á sig svipmeira yfirbragð en var, en þar er búið að reisa mikið stórhýsi, sem setur svip á umhverfi sitt og gefur því meiri miðbæjarblæ. Þarna verður ráðhús Mosfellsbæjar, en bærinn hefur keypt þrjár hæðir undir bóksafn og bæjarskrifstofur. Þarna verður ennfremur verzlunar- og þjónustumiðstöð með aðstöðu fyrir margs konar fyrirtæki, sem veitt geta fjölbreytta þjónustu. í bænum eru stórir atvinnurek- andur eins og Reykjalundur, bygg- ingafyrirtækið Álftárós og svo auð- vitað bæjarfélagið sjálft vegna þeirr- ar þjónustu, sem það veitir. Engu að síður sækja margir bæjarbúar atvinnu út fyrir bæjarfélagið, enda þótt þeir séu líka margir annars stað- ar að á höfuðborgarsvæðinu, sem sækja atvinnu sína í Mosfellsbæ. Sextán íbúðir Sérbýlið hefur lengi sett mikinn svip á Mosfellsbæ, en fjölbýlishús verið þar í miklum minnihluta. Eftir- spurn eftir góðum íbúðum í fjölbýlis- húsum þar hefur þó verið töluverð. Við Fálkahöfða 2-4 er byggingafyr- irtækið Guðjón Þorvaldsson hf. nú að reisa þriggja hæða fjölbýlishús með 16 íbúðum. Framkvæmdastjóri þess og aðaleigandi er Guðjón Þor- valdsson múrarameistari, en hann hefur unnið að húsbyggingum í ára- tug. Fyrir nokkrum árum byggði hann 18 íbúða fjölbýlishús við Bjartahlíð í Mosfellsbæ og í fyrra lauk hann við Qölbýlishús við Gull- engi í Engjahverfi. Húsið við Fálkahöfða er stein- steypt og einangrað að innan á hefð- bundinn hátt, en allir milliveggir eru hlaðnir og múraðir. Það er hannað af Kjartani Sveinssyni. Framkvæmd- ir standa nú yfir af fullum krafti og ætlunin er að steypa tvær hæðir upp fyrir áramót. Síðan verður lokið við íbúðirnar og þær afhentar í vor. um árum við Bjartahlíð í Mosfellsbæ og það gekk mjög vel að selja þær. Nú er ég einnig að byggja á mjög góðum stað, en lóðin, sem ég fékk úthlutað, stendur á mjög skemmti- legum stað við götuna Fálkahöfða. Þessi gata er í beinu framhaldi af svonefndu Tangahverfi, sem liggur skammt fyrir ofan golfvöllinn í Mos- fellsbæ. — Þetta er tvímælalaust eitt skemmtilegasta nýbyggingasvæðið í Mosfellsbæ, heldur Guðjón áfram. — Þaðan er útsýni í suðvestur yfir Grafarvog, borgina og flóann og síð- an allan hringinn vestur á jökul og til norðurs yfir sundin og til Esju og fjallanna þar. Viðbrögð við auglýsingu um þess- ar íbúðir hafa verið góð og tilboð þegar farin að berast. — Það er bæði yngra og eldra fólk, sem sæk- ist eftir þessum íbúðum, segir Guð- jón. — Félagsleg aðstaða verður þarna mjög góð, en það á að reisa barnaskóla og verzlun rétt hjá. Sú spurning kemur upp, hvort fjarlægðin frá Reykjavík upp í Mos- fellsbæ sé ekki til trafala, einkum í ófærð og myrkri á veturna? — Fólk setur fjarlægðina ekki fyrir sig, seg- ir Guðjón. — Ég tel, að þáttaskil hafi orðið í samgöngum með Höfða- bakkabrúnni og allt annað en var að aka frá borginni upp í Mosfellsbæ. Nú er þetta bein og greið leið, því að það þarf ekki lengur að nema staðar við Höfðabakka. Þaðan er varla nema 10 mínútna akstur upp í Mosfellsbæ og vegurinn er raflýst- ur. Snjór er hreinsaður eldsnemma á morgnana, áður en fólk fer al- mennt til vinnu, þannig að vegurinn er mjög greiðfær á veturna. Fjar- lægðin úr borginni upp í Mosfellsbæ er því ekki lengri en svo, að hún aftrar engum manni frá því að setj- ast þar að. Þar við bætist, að gatan Fálkahöfði er vestast í Mosfellsbæ. Það er því styttra þangað en í önnur hverfi í bænum og ekki þarf að aka í gengum bæinn til þess að komast þangað. Rúmgóð eldhús — Ég tel, að þessar íbúðir séu mjög vel hannaðar og að það eigi sinn þátt í, hversu góðar móttökur þær hafa fengið úti á markaðnum, segir Elías Haraldsson hjá fasteigna- sölunni Hóli, þar sem þessar íbúðir eru til sölu. Eldhúsin eru lokuð en mjög rúm- góð og með góðum borðkrók, en ekki opin við stofu, eins og nú tíðk- ast í mörgum nýjum íbúðum. Rýmið er nýtt á mjög skemmtilegan hátt og ég tel, að það hafi ráðið úrslitum HORFT út yfir sundin. Frá Fálkahöfða er gott útsýni í suðvestur yfir Grafarvog, borgina og flóann og síðan allan hringinn vestur á jökul og svo til norðurs til Esju og fjallanna þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.