Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 4

Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta á Húsavík Minnihlutínn með meiri- hluta í helmingi nefnda BÆJARFULLTRUAR Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa myndað nýjan meirihluta um stjórn bæjarmála á Húsavík. Meirihlutinn er þó ekki starfliæfur að mati foringja sjálfstæð- ismanna því núverandi minnihlutaflokkar eru með meirihluta í bæjarráði og helmingi nefnda og hafa ekki lýst sig reiðubúna til að láta kjósa í nefndirn- ar á nýjan leik. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins slitu meiri- hlutasamstarfl við fulltrúa Alþýðubandalags og óháðra í bæjarstjóm fyrir viku vegna deilna um sameiningu Fiskiðjusamiags Húsavíkur og útgerð- arfélagsins Höfða og sölu á hiuta af bréfum bæjar- ins í hinu sameinaða félagi. Meirihlutinn var mynd- aður eftir síðustu kosningar en áður höfðu sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn lengi verið í meirihlutasamstarfi. Meirihlutinn krefst valda Fulltrúar flokkanna kynntu myndun meirihlutans á fundi bæjarráðs í gær. Þar kom fram að Katrín Eymundsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður forseti bæjarstjómar og Stefán Haraldsson, foringi framsóknarmanna, formaður bæjarráðs. Siguijón Benediktsson, foringi sjálfstæðismanna, verður einnig í bæjarráði ásamt Kristjáni Ásgeirs- syni foringja G-listans. Siguijón verður annar full- trúi Húsavíkurbæjar í stjóm Fiskiðjusamlags Húsa- víkur ásamt fulltrúa frá minnihlutanum. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa fimm fulltrúa af níu í bæjarstjórn. Þeir eru hins vegar í minnihluta í helmingi nefnda bæjarins, meðal annars í bæjarráði, og þar sem þeir hafa meiri- hluta eru fulltrúar G-listans í formannssæti. Síð- ast var kosið í bæjarráð í maí, til eins árs, en margar nefndanna voru kosnar til fjögurra ára eftir síðustu kosningar. Foringjar meirihlutaflokk- anna kynntu myndun meirihlutans á bæjarráðs- fundi síðdegis í gær og óskuðu eftir að endurkos- ið yrði í nefndir og ráð. Minnihlutinn ljáði ekki máls á þessu í gær. Kristján Ásgeirsson segir að nefndir og ráð geti setið nema brýnustu ástæður krefjist en segir matsatriði hvort myndun nýs meirihluta teljist svo mikilvæg. Siguijón Benediktsson lítur svo á að meirihlut- inn verði ekki starfhæfur fyrr en hann hafi tök á nefndum og ráðum bæjarins. Stefán Háraldsson segir að meirihlutinn eigi að geta fengið kosið aftur í nefndir en þeir Siguijón telja að aldrei hafi á það reynt því flokkar sem lendi í minnihiuta standi venjulega kurteislega upp úr stólum sínum. Ljóst er að meirihlutaflokkamir munu leggja til á næsta bæjarstjórnarfundi, sem væntanlega verður haldinn 28. nóvember, að umboð allra nefnda verði dregið til baka og kosið í þær aftur á bæjar- stjómarfundi viku síðar. Valdaskiptin geta þó dregist enn lengur ef ágreiningsefni verða send til úrskurðar félagsmálaráðuneytis. Eina staðan sem meirihlutinn treystir sér ekki til að hreyfa við er forseti bæjarstjórnar, Valgerður Gunnars- dóttir bæjarfulltrúi G-lista ■ getur gegnt því emb- ætti fram á vor ef hún kýs að gera það í trássi við vilja meirihiutans. Einar Njálsson bæjarstjóri hefur verið formaður bæjarráðs, stjórnarformaður Fiskiðjusamlags Húsavíkur, formaður héraðsnefndar og Eyþings. Hann mun láta af öllum þessum störfum og póli- tískt kjömir fulltrúar taka sæti hans eins og áður er greint frá eða varamenn þar sem það á við. Landsfundur um slysavarnir Slysakostnaður breytir arðsemi um- ferðarmannvirkja Morgunblaðið/Ásdís HLYTT á umræður á landsfundi um slysavarnair í gær. UMFERÐARMANNVIRKI sem ekki virðast þjóðhagslega arðbær þegar hefðbundnar arðsemisaðferðir eru notaðar kunna að reynast arðbær þegar áhrif af kostnaði við umferð- arslys eru tekin með í reikninginn. Þessi ályktun er dregin í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands á kostnaði vegna umferðarslysa á Islandi sem kynnt var á landsfundi um slysavamir í gær. í skýrslunni kemur fram að heiidarkostnaður vegna umferðarslysa á íslandi á næstu 2-3 árum jafngildi 3-4% af áætlaðri landsframleiðslu ársins 1996 og verði 14-20 milljarðar króna. I máli Tryggva Þórs Her- bertssonar forstöðumanns Hag- fræðistofnunarinnar kom fram að fyrir hvert prósentustig sem hægt sé að draga úr umferðarslysum megi því spara 140-200 m.kr. Á biaðamannafundi sem aðstand- endur landsfundarins héldu sagði Ólafur Ólafsson landlæknir að 17-21 árs gamlir drengir væru í um það bil 5 sinnum meiri hættu á að lenda í umferðarslysum en fólk á aldrinum 25-65 ára. Ökuhermir í grunnskóla Landlæknir, sem ræddi um raun- hæfar leiðir til að draga úr umferð- arslysum meðai ungmenna, sagði að ásamt Umferðarráði, trygginga- félögum, Slysavarnafélagi Islands og slysadeild Borgarspítalans væri hann nú að vinna að því að afla um 10 milljóna króna til þess að kaupa ökuhermi til að nota við ökukennslu í efri bekkjum grunnskóla. Stefnt er að því að 4-500 ungling- um verði gefinn kostur að taka kennslu í ökuhermi sem valgrein í tveimur efstu bekkjum grunnskóla. Landlæknir segir að með því að auka ökukennslu fyrir ökupróf úr 30 í 50-60 klst. megi draga verulega úr slysatíðni ungs fólks. Kjartan Þórðarson hjá Umferðar- ráði sagði að íslenskir ökumenn væru villtari en flestir aðrir öku- menn. Aukin þjálfun og leikni í akstri sé ekki líkleg til að draga úr siysum heldur fyrst og fremst ábyrg- ara viðhorf og betra umferðarlegt uppeldi, sem megi m.a. veita með aukinni þjálfun í skólum eða hjá ökukennara. Á landsfundi um slysavarnir kom einnig fram að 60% þeirra sem látið hafa lífið eða slasast alvarlega í umferðarslysum hér á landi undan- farin 2 ár notuðu ekki öryggisbelti. Hins vegar notuðu 60% þeirra sem hlutu minni háttar meiðsli í umferð- arslysum öryggisbelti. Helmingur þeirra sem lenda í alvariegum bif- hjólaslysum eru ökumenn á hjólum sem fengin eru að láni. Líkams- meiðingar barnaog unglinga TÓLF tilkynningar um líkams- meiðingar bárust lögreglunni í Reykjavík um helgina. I nokkr- um þessara tilvika kom mjög ungt fólk við sögu. Fimm ungir drengir veittust | að 12 ára dreng við Kringluna i síðdegis á laugardag. Hann j hlaut blóðnasir og kvartaði um [ eymsli. Um svipað leyti veittust þrír I ungir piltar að jafnaldra sínum | nálægt Miklubraut, spörkuðu | og kýldu hann í höfuðið. Á sunnudagskvöld veittust nokkrir unglingar að stúlku inni í stigagangi fjölbýlishúss við Hraunbæ og börðu hana í höf- » uðið. Engir sjáanlegir áverkar hlutust af, en stúlkan kvartaði í undan höfuðverk. » I Arásarmað- ur ófundinn MAÐUR, sem réðst á fullorðinn f mann í Keflavík um helgina, var ófundinn í gær. Maðurinn fór inn á heimili hjóna á sjötugsaldri, sem hann i var ókunnugur. Hann sló hús- bóndann í höfuð og handleggi og er hann nokkuð marinn. Þá gerði hann sig líklegan til að ráðast að húsfreyjunni, en hætti í við og fór á brott. Jóhannes Jensson, rannsókn- \ arlögreglumaður í Keflavík, sagði í gær að maðurinn hefði ekki fundist, en rannsókn yrði fram haidið. Alþýðubandalagið Margrét frá þingstörfum í nokkrar vikur INGIBJÖRG Sigmundsdóttir, vara- þingmaður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi, hefur tekið sæti Mar- grétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðubandalagsins, á Alþingi vegija veikindaforfalla Margrétar. Margrét gegnir áfram störfutn sem formaður í flokknum og mun taka sæti á Alþingi á nýjan leik að fjórum til sex vikum liðnum. Bera Nordal tekur við Malmö Kunsthallen í vor BERA Nordal, forstöðumaður Lista- safns íslands, mun taka við stjómun á Malmö Kunsthallen í Svíþjóð næst- komandi vor en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Málmey í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði Bera, sem var stödd í Málmey, að það legðist mjög vel í hana að taka við stjórn Malmö Kunsthallen sem væri virtasti sýningarsalur á Norð- urlöndum. „Það er mikill heiður fyr- ir mig að taka við þessum sal, en þetta er í fyrsta skipti sem útlend- ingur fer með stjóm hans. Þegar mér bauðst þetta taldi ég að það gæti verið spennandi að skipta um umhverfi og takast á við verkefni á Norðurlöndum. Mér þótti líka starfið áhugavert vegna þess að í Malmö Kunsthallen er einungis unnið með sýningar; þetta er ekki listasafn heldur sýningarsalur. Hér hafa á undanfömum árum verið settar upp sýningar í mjög háum gæðaflokki og náð alþjóðlegri viður- kenningu. Á safni fer tíminn að miklu leyti í kaup á listaverkum, varðveislu þeirra og rannsóknir, en í sýning- arsal eins og þessum getur maður einbeitt sér að hverri sýningu óskiptur sem er mjög skapandi." Bera sagði að Mál- mey væri að færast nær miðjunni í menn- ingarlífí Evrópu og væri að taka forystu sem menningarborg í Svíþjóð. „Með brúnni yfir Eyrarsundið til Kaupmannahafnar mun staða Mál- meyjar styrkjast mjög, þetta svæði verður að einni heild og miðpunktur- inn mun færast frá Stokkhólmi til Suður-Svíþjóðar. Það er óskaplega spennandi að koma inn í þá upp- byggingu sem fylgir þessum breyt- ingum; samvinna á milli sýningarsala verður til að mynda meiri og öll samskipti blómlegri. Ég hef líka fundið fyrir mjög miklum áhuga á málum Kunsthallen hér.“ Bera sagði að það væru mjög blendnar tilfinningar sem bærð- ust með henni við að þurfa að hverfa af vett- vangi heima á íslandi. „Mér hefur liðið mjög vel í starfi mínu sem forstöðumaður Lista- safns íslands og það fylgir því óneitanlega ákveðin sökn- uður að þurfa að fara þaðan en ég er jafnframt full eftirvæntingar vegna nýja starfsins." Fyrsta sýningin sem Bera mun setja upp í Malmö Kunsthallen verð- ur opnuð í september á næsta ári. Bera Nordal • • Ný bók Ossurar Skarphéðinssonar Þingvallaurriðmn sá stórvaxnasti í heimi URRIÐASTOFNINN í Þingvalla- vatni var sá stórvaxnasti í heimi, samkvæmt niðurstöðum rann- sókna Össurar Skarphéðinssonar, líffræðings og alþingismanns, sem hann setur fram í nýrri bók, Urr- iðadansi, sem út kom hjá Máii og menningu í gær. í bókinni rökstyður Össur þá kenningu sína, að urriðinn í Þing- vallavatni hafi greinzt í 20-30 að- greinda stofna, sem ekki hafi hrygnt innbyrðis. Þá færir höfund- ur rök að því að urriðinn hafi ekki orðið kynþroska fyrr en óvanalega seint, eða 8-9 ára, og hafí að auki aðeins hrygnt annað hvert ár. Þetta hafi gefið fiskinum aukið svigrúm til að vaxa. Össur telur þetta eina helztu orsök þess að Þingvallaurriðinn hafi líklega orðið stórvaxnasti urriði veraldar. Össur rekur allar heimildir, sem til eru um stórurriða erlendis, og ber saman við upplýsingar um stór- fiska úr Þingvallavatni. Niðurstað- an er sú að eftir 1930, er stang- veiði hófst að ráði í vatninu, hafí hvergi verið að finna stærri urriða en þar. Höfundur birtir dæmi um feiknastóra urriða, ailt upp í 36 pund. Steingrímsstöð verði lögð niður Össur telur að virkjun Efra- Sogs við Steingrímsstöð sé mesta umhverfisslys lýðveldissögunnar, þar sem hún hafi eytt langstærsta stofni urriðans. Hrun urriða- stofnsins hafi síðar leitt af sér sveiflur í murtustofninum og aflfi- brest í murtuveiðum. Össur telur biýnt að Steingrímsstöð verði lögð niður til að byggja megi urriða- stofninn upp að nýju, eða a.m.|k. rofið skarð í stífluna, sem lokar Efra-Sogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.