Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÚ færð sko ekkert að stinga af til útlanda í eitthvert fínt djobb góði. Þú fannst þetta bévaða nag upp, og það er bara gott á þig að enda sem nagari. . . Davíð Oddsson ræddi auðlindir hafsins á leiðtogafundi FAO Ríkisstyrkir iðnríkjanna veikja sjávarútveginn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gerði nýtingu auðlinda hafsins að umfjöllunarefni á leiðtogafundi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um fæðuöryggi, en fundurinn var hald- inn í Róm. Hann gagnrýndi um- fangsmikla ríkisstyrki iðnríkjanna til sjvávarútvegs og sagði þá stuðla að rányrkju og eyðingu fiskistofna. í ræðu sinni lagði forsætisráð- herra sérstaka áherslu á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á auðlindum hafsins fyrir fæðuöflun þjóða heims og sagði þær gegna stóru hlutverki við að binda enda á fæðuskort. Hann sagði að nýta bæri allar auð- lindir hafsins, ekki síður hvali en aðrar tegundir, annað væri í ósam- ræmi við stefnumörkun um sjálf- bæra nýtingu náttúruauðlinda. „ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikilvægrar reynslu á stjórnun auðlinda sjávar og hvernig er að byggja efnahag þjóðar á nátt- úruauðlindum. Hluta þessarar reynslu hefur verið aflað með stjórnun á fiskveiðum bæði innan- lands og einnig með alþjóðlegri samvinnu. Við höfum t.d. komist að því að rannsóknir á lífríki hafs- ins og einstökum fiskistofnum eru ómissandi ef viðhalda á sjálfbærri þróun. Reynslan hefur einnig kennt okkur að ákvarðanir um hámarks- veiði verði að taka með hliðsjón af vísindalegri ráðgjöf og að slíkum ákvörðunum verði að fylgja fast eftir bæði hvað varðar stjómun og eftirlit." Rányrkja og eyðing fiskistofna Davíð sagði umfangsmikla ríkis- styrki iðnríkja til sjávarútvegs standa greininni fyrir þrifum og stuðla að rányrkju og eyðingu fiski- stofna. Veiðar á fiskistofnum á út- hafinu yrðu að vera undir stjórn svæðisstofnana og ná yrði sam- komulagi um heildarveiði á grund- velli vísindarannsókna og skiptingu milli aðildarríkja. „I mörgum iðnvæddum ríkjum er litið á fiskveiðar sem hluta af félagslegum vandamálum og aðeins mikilvægar fyrir fátæk byggðarlög. Afleiðingin er sú að fískveiðiflotinn og fiskiðnaður fær umtalsverðan ríkisstyrk og alls kyns hömlur og tollar koma í veg fyrir alþjóðleg viðskipti með fisk,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra greindi í ræðu sinni frá stofnun sjávarútvegshá- skóla Sameinuðu þjóðanna, sem tekur til starfa hér á landi á árinu 1998, og sagði það von íslenskra stjórnvalda að skólinn myndi stuðla að ábyrgri nýtingu auðlinda sjávar og aukinni fagmennsku í sjávarút- vegi í heimalöndum þeirra nem- enda sem sækja munu nám við skólann. Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson ÓÐINN Einarsson og Sigurður Einarsson virða fyrir sér dauð laxaseiði. Tilfinnanlegt tjón á stofnlaxi Borgarfirði. Morgunblaðið. MIKIÐ tjón varð þegar vatn fór af fiskeldisstöð- inni að Laxeyri í Hálsasveit að morgni föstudags með þeim afleiðingum að um 400.000 laxseiði dráp- ust. Það var um nóttina að vatn fór af stöðinni og eingöngu heitt vatn fór í kerin, strax var skrúfað fyrir heita vatnið. Við athugun á inntaksmannvirkj- um kom í Ijós að vatnið hafði grafið sig undir steyptan vegg og rann allt út. Fljótlega fór að bera á súrefnisskorti og var reynt að gefa súrefni um leið og hafist var handa um að laga inntaksmann- virkið. Slökkviliðið var kallað til að dæla vatni en það reyndist of seint því seiðin eru viðkvæm og fljót að drepast. Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi, sem á og rekur fiskeldisstöðina á Laxeyri og Húsafelli, sagði að tjón- ið væri tilfinnanlegt, sérstakleg.' þar sem stofnlaxa- seiði drápust. Þau áttu að fara i borgirsku árnar næsta sumar en önnur seiði í Lárós á Snæfellsnesi til hafbeitar. Seiðin voru ekki tryggð og áætlar Óðinn að tjónið sé á bilinu 8-10 milljónir króna. IMordiske Tegnere Samvinna á al- netinu brýn- asta verkefnið Halla Helgadóttir Halla Helgadóttir var kjörin formaður Samtakanna Nor- diske Tegnere er þau héldu aðalfund sinn í Reykjavík í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingur er kjörinn til forystu í samtök- unum, en innan vébanda þeirra eru félög grafískra hönnuða og myndskreyta á Norðurlöndum. Halla telur að félagar innan samtak- anna séu um 6.000 talsins, en hóparnir séu misstórir og starf þeirra misöflugj; frá einu landi til annars. Sem dæmi er starfsemi Norðmanna mjög öflug, en minni kraftur er t.d. í Dön- um. íslendingar eru fá- mennir, aðeins um 150 fé- lagar, en starfsemin hefur verið í sókn. Félag íslenskra teiknara er ekki nýtt af nálinni, þvert á móti var félagið stofnað árið 1954. En á hveiju byggist starfsemi norrænna sam- taka í þessum fögum og hvernig er uppbyggingu NT háttað? Því svarar Halla. „NT eru regnhlífarsamtök grafískra hönnuða og mynd- skreyta á Norðurlöndum. Hlut- verk samtakanna er að gæta fag- legra og lagalegra hagsmuna fé- lagsmanna sinna og vera vett- vangur skoðanaskipta þeirra á milli. Félög teiknara á öllum Norðurlöndunum eiga fulltrúa í stjórn NT og formannsstaðan flyst milli landa á tveggja ára fresti. Að þessu sinni fór fundur- inn fram í Reykjavík og komu hingað ellefu manns frá hinum Norðurlöndunum, en þrír sátu fundinn af íslands háifu. Hlutverk samtakanna er að marka nokkurs konar yfirstefnu sem unnið er eftir fram að næsta aðalfundi. Verkefnin eru af ýms- um toga og stjórnin sér til þess að þeim sé fylgt eftir. Stjórnar- menn hittast tvisvar á ári og halda fasta aukafundi. Bera þá saman bækur sínar og meta stöð- una. Það má kannski segja að þetta séu ekki beinlínis vinnu- brögð sem bjóði upp á skjóta af- greiðslu mála enda hefur talsverð gagnrýni verið síðustu ár þess eðlis að hagsmunamálum miði hægt, en ég er ákveðin í því að hleypa meiri krafti í starfsemi koliega minna erlendis." - Hvaða verkefni og hags- munamál eru ofarlega á baugi og verða á þinni könnu? „Aðalmálið sem nú er í gangi og það mál sem ég ætla að fylgja eftir og leggja sérstaka áherslu á meðan ég sit sem formaður, varð- ar alnetið, þ.e.a.s. að nýta þá miklu möguleika sem það hefur upp á að bjóða. Sú stefna hefur verið mörkuð að tengja alla nor- ræna faghópa í greininni á netinu og hafa þá alla þar und- ir einum hatti. Málið er á byijunar- stigi og mikið verk óunnið, en vonandi komum við því í gegn fljótlega. Af öðrum málum sem eru einnig í deiglunni má nefna höfundaréttarmál. Þar þarf að vinna að samræmingu sjónarmiða og reglna og koma á fót upplýs- ingamiðlun. Einnig er verk að vinna varðandi afhendingarskil- mála svo eitthvað sé nefnt.“ ► Halla Helgadóttir útskrifað; ist úr auglýsingadeild MHÍ vorið 1988. Hún hóf nokkru síðar störf við auglýsingastof- una „Svona gerum við“ og síð- ar þjá Islensku auglýsingastof- unni. Þar kom að hún stofnaði ásamt öðrum auglýsingastof- una Grafít, en í dag er hún einn eigenda auglýsingastof- unnar Fíton. Sambýlismaður Höllu er Bjarni Þór Júlíusson tölvumaður og eiga þau eitt barn, drenginn Arnald. - Á hvern hátt starfar FÍT og er mikil samvinna norrænu hóp- anna landa á milli? „FÍT er með um 150 félaga innan sinna vébanda. Það er leit- ast við að efla ágæti þess starfs sem fram fer á þessu sviði og færni þeirra sem að því vinna. Félagið stendur fyrir fræðslu- fundum og námskeiðum, sýning- um og fyrirlestrum. Og það á einnig samstarf við erlend félög teiknara. Dæmi um slíkt sam- starf er norræn sýning á barna- bókaskreytingum sem hefst í Gerðubergi 23. þessa mánaðar. Hvað varðar samskipti landa á milli, þá hefur sýnt sig að finnska félagið og það íslenska eru mjög lík og eiga góða samleið. Sam- skiptin þar eru á faglegum nótum á meðan samskipti annarra fé- laga eru ýmist á faglegum eða hagsmunalegum nótum. Þetta fer nokkuð eftir áherslum á hveijum stað og tíma. Eftir sem áður eiga hóparnir samleið, t.d. með því að halda sameiginlegar sýningar. Reynt er að halda þær annað hvert ár og þá haft ákveðið þema hveiju sinni. Með því að nýta okkur alnetið aukast möguieik- arnir á samstarfi af næsta fund stjórn- arinnar. Þá munum við bera sam- an bækur okkar um stöðu ein- stakra mála. Þá fer einnig fram afhending sérstakra verðlauna NT. Tveir eru útnefndir frá hveiju aðildarlandi og dómnefnd- ina skipa fulltrúar frá öllum aðild- arlöndum NT. Að þessu sinni hlýtur grafískur hönnuður frá Finnlandi, Mikko Tarvonen, verð- launin. Eg er ákveðin í því að hrista upp í kollegum mínum erlendis tagi gífur- þessu lega.“ - Hvað næst á sviðinu? „Það er stutt gerist norræna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.