Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Góð staða byggingariðnaðar á Akureyri
Enginn flótti iðnaðarmanna
en ótti við launaskrið
STAÐA byggingariðnaðarins á Akureyri er al-
mennt góð en sumir verktakanna sjá fram á verk-
efni allt að ár fram í tímann. Þetta kemur fram
í könnun sem unnin var á Atvinnumálaskrifstof-
unni meðal stærstu fyrirtækjanna í byggingariðn-
aði í bænum.
Helgi Jóhannesson forstöðumaður skrifstofunn-
ar segir að ekki sé um að ræða fiótta iðnaðar-
manna af svæðinu, en verktakar óttist þó launa-
skrið í kjölfar mikilla framkvæmda á suðvestur-
landi. „Menn búast ekki við mikill þenslu hér á
þessu svæði, en gera eins ráð fyrir að til launa-
hækkunar komi í kjölfar framkvæmdanna syðra
þar sem halda þurfí í mannskapinn," segir Helgi.
Stór verkefni sem nú er unnið að eru m.a. við
Giljaskóla, Sundlaug Akureyrar, íbúðir í félagslega
kerfínu og verslunar- og skrifstofubygging í mið-
bænum. Þá sjá menn fram á framkvæmdir við
viðbyggingu við Ráðhús bæjarins, að brú verði
byggð yfír Glerá og eins líta verktakar til væntan-
legra framkvæmda við Háskólann á Akureyri.
Einhæft lóðaframboð
Verktakar telja brýnt að úthluta lóðum á suð-
urbrekku, eftirspurn sé eftir lóðum á því svæði
og byggingaiðnaður rr.yndi örvast við það. Bygg-
ingaverktakar telja að lóðaframboð í bænum sé
ekki nægilegt og einhæft, en m.a. vanti lóðir
undir raðhús á einni hæð og fyrir minni íbúðir.
Einnig var í könnuninni spurt um iðnaðarhús-
næði og virðist að sögn Helga vera komið að
nokkrum þröskuldi hvað það varðar. Nánast allt
iðnaðarhúsnæði sem fyrir er í bænum er fullt,
en verktakar hyggjast ekki á þessari stundu
mikið spá í að bæta við sig slíku húsnæði.
Eitt af því sem fram kom í könnuninni er að
verktakar telja gæðastjórnun Akureyrarbæjar
vegna verka ófullnægjandi og að þörf sé á að
bæta skipulag framkvæmda, m.a. telja þeir að
ekki sé nægiiega vel staðið að útboðum bæjarins.
Fyrirtæki á Akureyri hafa lítið leitað út fyrir
bæinn í leit að verkefnum og ekki virðist vera
stemmning fyrir því meðal verktaka eins og stað-
an er nú að sameina krafta sína og bjóða í stærri
verk utan bæjarins.
Kynningar-
fundur hjá
Kiwanis-
klúbbnum
Emblu
VETRARSTARF Kiwanis-
klúbbanna á Akureyri er að
hefjast, en þeir eru tveir, Kald-
bakur sem er karlaklúbbur og
Embla sem er kvennaklúbbur.
Kynningarfundur á vegum
Emblu verður í kvöld, þriðju-
dagskvöldið 19. nóvember, kl.
20.30, en almennir fundir hjá
Kiwanisklúbbnum Emblu er í
verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð
á þriðjudagskvöldum í vetur.
Þær konur sem áhuga hafa á
starfinu eru velkomnar á fund-
inn í kvöld. Kiwanis er þjónustu-
hreyfing þeirra sem áhuga hafa
á að bæta samfélagið.
Morgunblaðið/Kristján
SULAN EA, sem hér siglir fánum prýdd inn Eyjafjörðinn, hefur tekið mikium breytingum og er
hið glæsilegasta skip á að líta.
Súlan E A til
heimahafnar
eftir breytingar
NÓTASKIPIÐ Súlan EA-300 kom til heimahafnar
á Akureyri sl. sunnudag, eftir umfangsmiklar
breytingar í Póllandi. Skipið var lengt um 6 metra
og byggður hvalbakur, skipt var um brú og hún
hækkuð, skipt um allar spillagnir og settir tankar
í lest. Auk þess var skipið sandblásið og málað,
rafkerfið var endurnýjað, settur nótaniðurleggj-
ari, auk minni verkþátta.
Breytingarnar kostuðu um 120 milljónir króna
og tók verkið um 80 daga. Súlan fór til Siglufjarð-
ar í gærkvöldi, þar sem sett verður ný loðnuskilja
og rennur í skipið. Eftir breytingarnar ber Súlan
um 1.000 tonn af loðnu en áður bar skipið tæp 800
tonn.
BJARNI Bjarnason skipstjóri t.v. og Sverrir
Leósson útgerðarstjóri í nýju brúnni.
Bjarni Bjarnason skipstjóri var að vonum ánægð-
ur er hann kom með skipið til Akureyrar. Hann
segir að Pólveijarnir sem unnu við breytingarnar
hafi staðið sig vel og skilað góðu verki. Ferðin
heim tók tæpa 7 sólarhringa en Bjarni sagði að
leiðindaveður og bræla hafi verið á móti alla leið-
ina. Hann segir að stefnt sé að því að halda til
loðnuveiða í næstu viku en þó verði alveg örugg-
lega ekki byijað á mánudaginn.
Andlát
FINNUR EYDAL
FINNUR Eydal, kenn-
ari og tónlistarmaður á
Akureyri, lést síðastlið-
inn laugardag, 16. nóv-
ember.
Finnur fæddist á Ak-
ureyri, 25. mars 1940.
Foreldrar hans voru Pál-
ína Indriðadóttir og
Hörður Eydal. Bræður
hans voru Ingimar tón-
listarmaður sem lést árið
1993 og Gunnar, skrif-
stofustjóri Reykjavík-
urborgar og hálfbróðir
samfeðra Kristbjöm
fiskmatsmaður.
Finnur kvæntist Helenu Eydal
söngkonu og tryggingafulltrúa og
eignuðust þau þrjú börn.
Finnur lauk einleikaraprófi á klari-
nett frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík árið 1956 og prófi í
prentiðn frá Iðnskólan-
um á Akureyri 1974.
Hann lék í áraraðir í
hljómsveit Ingimars
bróður síns auk eigin
hljómsveitar. Hann
samdi nokkur lög og út-
setti íjölda laga á hljóm-
plötum, þeirra þekktust
eru Útlaginn, Einsi kaldi
úr Eyjunum og Bjórkjall-
arinn. Finnur lék um það
bil 200 lög inn á hljóm-
plötur.
Auk starfa sinna sem
hljómlistamaður var hann
prentari hjá Prentsmiðju Björns Jóns-
sonar og Skjaldborg á Akureyri, feld-
skeri hjá mokkadeild SÍS á Akureyri
og var kennari við Tónlistarskólann á
Akureyri.
Sýningum á Sigrún Ástrósu hætt
Ekkert lát á aðsókn
á Dýrin í Hálsaskógi
SÝNINGUM á leikritinu Sigrún
Ástrós, hefur verið hætt, í bili að
minnsta kosti. Alls sáu um 1.000
manns verkið á 13 sýningum hjá
Leikfélagi Akureyrar. Mjög góð
aðsókn hefur verið að hinu sígilda
barnaleikriti Dýrin í Hálsaskógi og
um 3.800 gestir hafa séð verkið á
18 sýningum. Að sögn Trausta
Ólafssonar leikhússtjóra er ekkert
lát á aðsókn á Dýrin í Hálsaskógi
og viðbúið að það verði á sviðinu
eitthvað lengur.
Leikfélag Akureyrar stóð fyrir
samkeppni um nafn á nýja leiksvið
félagsins í Gránufélagshúsinu við
Strandgötu. Fyrir valinu varð
nafnið Renniverkstæðið en í þessu
húsnæði var einmitt renniverk-
stæði Vélsmiðjunnar Odda á sínum
tíma. Það var gamall starfsmaður
Odda, Guðmundur Hjaltason renni-
smiður, sem átti hugmyndina að
nafninu.
Þann 29. desember nk. verður
leikritið Undir berum himni eftir
Steve Tesich frumsýnt á Renniverk-
stæðinu en þar fara Arnar Jónsson
og Þráinn Karlsson með aðalhlut-
verkin.
I
o
5
„Gleymdust nýju
skíðaskórnir
fyrir sunnan?
Engar áhyggjur,
þeir komast með
bílnum í kvöld.
A hverjum degi klukkan 17:00 aka bílar frá Landflutningum-Samskipum
til Akureyrar. Farmurinn er allt frá smápökkum til þungavöru. Strax næsta
morgun keyra bílstjórar FMN, samstarfsaðila Landflutninga, vörur til
viðtakanda á Akureyri og Dalvík, og um hádegið er farið til Ólafsfjarðar
með viðkomu á Dalvík og Ársskógsströnd. Daglegar ferðir eru einnig til
Hríseyjar. Þrisvar í viku er ekið til Siglufjarðar og á aðra staði á Norður-
landi eru 1-2 ferðir á viku.
Skútuvogi 8, Reykjavík.
Sími: 569-8400. Fax: 569-8657.
Afgreiáslutími: Mánudaga-Jimmtudaga 8-17,föstudaga 8-16