Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
INIEYTENDUR
ERLEIMT
Varasamar bakteríur
í eldhúsinu
Morgunblaðið/Halldór
LENGI hefur verið álitið
að bakteríumengun á
heimilum sé helst að
finna í baðherberginu.
Margrét Þorvalds-
dóttir komst að því að
eldhúsin eru óhreinni.
BANDARÍSKIR vísindamenn í
Arizona hafa rannsakað fyrirbær-
ið og segjast aldrei hafa fundið
bakteríur eins og E coli og salmon-
ella á salernissetum en í eldhúsum
virðist þær vera alls staðar - í
svampi, á eldhúsklútum, í vaski
og borðplötunum. Þessar bakteríur
er vert að taka alvarlega þar sem
þær geta orsakað alvarlegar sýk-
ingar og valdið dauðsföllum, sér-
staklega hjá ungum börnum, öldr-
uðum og fólki með bælt ónæmis-
kerfi. Þær valda 9 þúsund dauðs-
föllum á ári í Bandaríkjunum. Hér
á landi hafa einnig komið upp
sýkingar og er skemmst að minn-
ast hinnar víðtæku salmonellusýk-
ingar frá ijómabollum á liðnum
vetri.
Matarsýkingar í heimahúsum
Þó að meira sé vitað um fjölda-
sýkingar eru sýkingar hjá ein-
staklingum í heimahúsum, sem
koma fram í magaverkjum, niður-
gangi og uppköstum ekki síður
algengar. Slíkar sýkingar eru tald-
ar mun algengari en fólk almennt
gerir sér grein fyrir. I rannsókn
sem gerð var í Bretlandi og Wales
á árunum 1989-91 kom í Ijós að
rekja mátti um 89% sýkingatilfella
af völdum saimonella til eldhúsá-
halda. Nú er verið að rannsaka
hvar sýkingavaldar í eldhúsi halda
sig aðallega og hvernig best sé
að útrýma þeim.
Vaskur og pottasvampur
gróðrarstíur
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
vatnslásinn í vaskinum og eldhús-
klúturinn og plastsvampar sem nú
eru mikið notaðir í eldhúsum, eru
miklar gerlastíur fyrir mengandi
bakteríur og hafa E coli bakter-
íur, salmonella, pseudomonas, og
staphylococcar verið greindar á
þessum eldhúsáhöldum. Vísinda-
menn athuguðu eitt heimili í 6
daga og komust að því að bakter-
íurnar voru bókstaflega alls stað-
ar, allt frá borðplötum að hurð
ísskápsins. En svo varð snögglega
breyting á og engar bakteríur
fundust, í ljós kom að fjölskyldan
hafði tekið nýjan svamp í notkun.
Svampurinn virðist vera sér-
stakleg hagstæður bakteríum, þar
er fæða yfirleitt fyrir hendi og
raki. í rökum svampi geta bakter-
íur haldist lifandi í allt að tvær
vikur. En á þurru yfirborði lifa þær
aðeins í nokkrar klukkustundir.
Bakteríur á stályfirborði
Þó að bakteríur uni sér vel í
svampinum þá heillar stálið þær
líka. Stálið virðist hafa slétt yfir-
borð en á því eru bæði rispur og
dældir og þar sem bakteríur finna
raka og fæðu eru þær fljótar að
hreiðra um sig og fjölga sér. Ef
þær eru ekki fjarlægðar fljótt geta
þær spunnið sig áfram sem fínir
þæðir á yfirborði stálsins og nán-
ast sementað sig við stálflötinn -
nægjanlega vel til standa af sér
lélegan þvott þ.e. létt skol, létta
burstun og veikt sápuvatn. Smám
saman bætast aðrar örverur í hóp-
inn og mynda lífræna þynnu sem
ver bakteríusamfélagið enn frekar.
Hreinsun mataráhalda
Matarbrettin með sínum skorn-
ingum og örum bjóða bakteríum
heim, en gerlamengun á plast- og
trébrettum ræðst af rakastiginu.
Góðu fréttirnar eru þær að fremur
auðvelt er að fjarlægja þessar
bakteríur með ýmsum hreinsunar-
aðferðum. Þvottaefni leysir upp
bæði fæðu og bakteríugróður á
stáláhöldum og með bursta og
nuddi má ná mestu af því í burtu
°g fylgja síðan eftir með góðu
skolvatni. Til að koma í veg fyrir
að bakteríur setjist að aftur að
skal gæta þess að halda hreinsuðu
yfirborði þurru. Rannsóknir hafa
leitt í ljós að nægjanlegt er að
nota sápuvatn og bursta til að
hreinsa viðarfleti,. Bakteríur geta
þó lifað undir yfirborði í nokkrar
klukkustundir eftir þvott. Jafnvel
þó að þær mengi ekki fæðu sem
kemst í snertingu við brettið, þyk-
ir nauðsynlegt að fjarlægja þær.
Örbylgjan drepur bakteríur
I tímaritinu „Journal of Food
Protection" er greint frá árangurs-
ríkum aðferðum til að eyða E coli
bakteríum og staphylococcus aur-
eus af viðaráhöldum með örbylgju.
Meðalstórt viðarskurðbretti var
laust við bakteríur á báðum hliðum
eftir 10 mínútur í örbylgjunni,
væri þrettið rakt nægði skemmri
tími. í örbylgjuofni er einnig hægt
að sótthreinsa aðra eldhúshluti
eins og svampinn og nægðu 30
sekúndur í örbylgjunni ef hann var
þurr, en 1 mínúta ef hann var
rakur. Borðklútur þurfti 30 sek-
úndur ef hann var þurr en 3 mínút-
ur ef hann var rakur.
Örbylgjan nær ekki að sótt-
hreinsa plastbretti þar sem hún
nær ekki að hita yfirborð plastsins
nægjanlega vel til að drepa bakter-
íur. Aftur á móti hafa aðrar rann-
sóknir sýnt fram á að uppþvotta-
vél nær að sótthreinsa jafnvel
slitnustu plastbretti.
Hreinlæti við matargerð
nauðsynlegt
Hreinlæti er mjög mikilvægt
þegar unnið er við matargerð jafnt
í heimahúsum sem annars staðar.
Nauðsynlegt er að vera á verði,
fjölmargir gera sér t.d. ekki grein
fyrir því að nauðsynlegt er að þrífa
vel bæði skurðbretti og hníf eftir
meðhöndlun á hráu kjöti og kjúkl-
ingum. Salmonella og E coli bakt-
eríur geta valdið mjög slæmum
matareitrunum og eru sum af-
brigði þeirra beinlínis lífshættuleg.
Því er vert að hafa ætíð hugfast
að heilsan er í okkar eigin höndum.
UNDIRBÚIÐ JÓLIN
MEÐ LA BAGUETTE
Heildsöluverð í nóvember:
10 smjörhom 335 kr. 10 smjörbrauð/súkkulaði 370 kr.
8 snúðar 370 kr. og á frönskum kökum
LA BAGUETTE
Frystiverslun og heildsölubirgðir
GLÆSIBÆ, SÍMI 588 2759.
OPIÐ MÁNUD. -FIMMTUD. KL. 12 -18. FÖSTUD. 12 -19. LAUGARD. KL. 10 -14.
Nýtt
Fituminna
súkkulaði
KOMIÐ er á markað súkkulaðið
Halo sem framleitt er í Bretlandi.
Það var sett á markað árið 1993 og
fæst nú víða um heim. Súkkuiaðið
er hægt að fá með þremur bragðteg-
undum, appelsínu-, hunangs-, og
karamellubragði. í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu i&d segir að Halo
innihaldi 97 hitaeiningar og sé helm-
ingi fituminna en sambærilegt súkk-
ulaði. í stað fitu og sykurs er notað
efnið litesse sem unnið er úr glú-
kósa. Halo er fáanlegt í mörgum
lyfjaverslunum, heilsubúðum, á lík-
amsræktarstöðvum, í 10-11
verslununum, á bensínstöðvum og í
sölubúðum Rauða krossins á sjúkra-
húsum.
HERTOGAYNJAN af Jórvík með nýju sögu sína, Mín hlið.
Fergie í blaðaviðtali
Blá og marin
eftir barsmíðar
l
I
>
>
í
i
)
\
London. Reuter.
SARAH Ferguson, hertogaynja af
Jórvík, öðru nafni Fergie, sagði í
viðtali við blaðið Independent on
Sunday, að bandarískur fjármála-
ráðgjafi hennar, John Bryan, hefði
lamið hana illilega er hún neitaði
honum um að skoða dagbók hennar
að loknu kvöldverðarboði í mars í
fyrra.
Fergie kvaðst hafa verið blá og
marin á báðum handleggjum eftir
meðferðina. Æði hefði runnið á
Bryan er hún neitaði honum að
skoða dagbókina. Bar hún hana
fyrir sig og er hann náði taki á
bókinni reif Bryan hana í tætlur
og fleygði um salinn.
Hertogaynjan átti samtal við
blaðið til að kynna nýja ævisögu
sína, Mín hlið, þar sem dregin er
upp fremur niðrandi mynd af
bresku konungsfjölskyldunni. Einn-
ig kom hún fram í viðtalsþætti hjá
BRC-sjónvarpsstöðinni á sunnudag
í sama tilgangi.
Ást bresku þjóðarinnar á Fergie
hvarf sem dögg fyrir sólu dag nokk-
urn árið 1992 er myndir af henni
fáklæddri á sólbekk í Suður-Frakk-
landi í faðmlögum með Bryan birt-
ust í einu bresku blaðanna. Á einni
myndanna var að sjá sem Bryan
væri að sjúga á henni tærnar.
Ruglaðist af megrunarpillum
Sarah Ferguson skildi að lögum
við mann sinn, Andrew prins, í maí
sl. Hún sagði í samtölunum, að
Elísabet drottning hefði veitt sér
mikilvægan stuðning í erfiðleikum
sínum - og gerði enn. „Við ræð-
umst við. Ég elska hana, alveg inn
að beini,“ sagði hún. Fergie gaf
drottningarmanni, Filippusi prins,
hins vegar ekki háa einkunn og
sagði hann hafa sent „ótrúlega
hrottafengin" bréf þar sem hann
sakaði hana um að hafa sett blett |
á konungsfjölskylduna með kenj- |
óttri hegðan sinni.
í sjónvarpssamtalinu hélt Fergie *
því fram, að megrunarpillur, sem
hún tók í fjóra daga í heimsókn hjá
móður sinni í Argentínu, hefðu
brenglað dómgreind hennar varan-
lega. Hún var 16 ára á þessum tíma
og leið kvalir álappaleg og klunna-
leg í vexti við hlið grannra og glæsi-
legra argentínskra kynsystra. Að
ráði vinkpnu tók hún megrunarpill- |
urnar. „Ég gjörbreyttist, persónu-
leikinn varð annar. Ætli þetta hafi |
ekki verið það sem kallast eitur- ■
verkun," sagði Fergie. Hún sagði
pillurnar hafa ruglað sig í ríminu.
Fergie sagðist hafa náð niður lík-
amsþyngd sinni að undanförnu með
sérstakri drykkjarblöndu sem gerð
væri úr aspas, spínati, vætukarsa
og seljurótarsafa.
Aftur í eina sæng?
í samtalinu við Independent on
Sunday gaf hertogaynjan af Jórvík l
til kynna, að mögulegt væri að þau 1
Andrew prins tækju saman á ný.
„Jú, við gætum búið aftur saman,"
sagði hún. En er nánar var gengið
á hana kom Fergie sér hjá því að
útskýra frekar hvað hún ætti við
og svaraði: „Ég er ekki viss hvort
ég ætti að segja meira.“
Snegur með forystu i
Chisinau. Reuter.
MIRCEA Snegur, forseti Moldovu,
hafði örugga forystu eftir fyrri
umferð forsetakosninga, sem fram
fóru á sunnudag. í seinni umferð-
inni, 1. desember nk., verður kosið
milli hans og Petru Lucinschi, hóf-
sams miðjumanns.
Snegur var sigri hrósandi í gær
og sagðist ekki efast um hveijar
lyktir seinni umferðarinnar yrðu.
„Atkvæði greidd mér eru áfall fyrir
vinstri öflin. Okkur duga tvær vikur
til viðbótar til að tryggja sigur í
eftir tvær vikur,“ sagði Snegur.
Lucinschi sagði dæmin frá öðrum
ríkjum sýna, að sá sem er í öðru
sæti eftir fyrri umferðina vinnur á
endasprettinum. Bráðabirgðaúrslit
sýndu, að Snegur hefði fengið 39%
atkvæða á sunnudag, Lucinschi
28%, Vladimir Voronin, frambjóð-
andi kommúnista 10%, Andrei L
Sangheli forsætisráðehrra 9% og *
þjóðernissinninn Valeriu Matei 9%.