Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Brezki Verkamannaflokkurinn
Lofar þjóðarat-
kvæði um EMU
London. Reuter.
BREZKI Verkamannaflokkurinn
hét því á sunnudag að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðild Bret-
lands að Efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópu (EMU), kæmist flokk-
urinn til valda í kosningunum
næsta vor. Þetta þýðir að allir
stærstu stjórnmálaflokkar Bret-
lands munu ganga til kosninga
með þjóðaratkvæðagreiðslu um
EMU á stefnuskránni.
Verkamannaflokkurinn hefur
bent á kosti sameiginlegrar Evr-
ópumyntar. Hann hefur hins veg-
ar, líkt og íhaldsflokkurinn, lagt
áherzlu á að innganga í EMU
kæmi aðeins til greina við hagstæð
efnahagsleg skilyrði og hefur hald-
ið öllum möguleikum opnum.
Fram til þessa hefur Verka-
mannaflokkurinn sagt að hann
myndi leita samþykkis þjóðarinnar
við EMU-aðild, annað hvort í þing-
kosningum eða með því að
boða til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Nú segir Gordon
Brown, talsmaður flokks-
ins í ríkisfjármálum og
efnahagsmálum, hins veg-
ar að ýmsir þættir í þeirri
mynd, sem EMU muni
endanlega taka á sig, séu
enn óljósir og muni ekki
skýrast fýrir þingkosning-
amar, sem verða í síðasta
lagi 22. maí á næsta ári.
Verkamannaflokkurinn
geti því ekki gert upp hug
sinn fyrir kosningar.
„Smáatriðin munu ekki
liggja ljós fyrir áður en gengið
verður til kosninga og þess vegna
er rökrétt að segja að verði ákvörð-
un [um EMU-aðild] tekin á meðan
næsta þing situr, eigi brezkur al-
menningur að fá að taka ákvörðun
með þeim hætti, sem ég legg til —
í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði
Brown í viðtali við BBC.
Vilja ekki slá EMU-aðild fastri
Samkvæmt skoðanakönnunum
er meirihluti brezks almennings á
móti því að leggja niður sterlings-
pundið og taka upp evró. Verka-
mannaflokkurinn hefur því óttazt
að það muni draga úr forskoti
hans á íhaldsflokkinn að heyja
kosningabaráttu, þar sem svo virt-
ist sem EMU-aðild væri slegið
fastri. Verkamannaflokkurinn hef-
ur nú 20 prósentustiga forskot á
stjómarflokkinn í skoðanakönnun-
um.
Ákvörðun flokksforystunnar nú
******
/ROPA^
ætti að kveða niður deilur um'
málið í skuggaráðuneyti Verka-
mannaflokksins, en þar hafa Gor-
don Brown og Robin Cook, tals-
maður flokksins í utanríkismálum,
verið á öndverðum meiði um ágæti
EMU. Ákvörðunin mun einnig gera
Ihaldsflokknum erfíðara fýrir að
notfæra sér ótta kjósenda við missi
brezks „fullveldis" með því að
benda á að Verkamannaflokkurinn
sé staðráðinn í að ganga í Efna-
hags- og myntbandalagið, hvað
sem það kostar.
Þetta gæti leitt til þess að ESB-
andstæðingar í íhaldsflokknum
ylqu enn þrýsting sinn á John
Major forsætisráðherra að útiloka
algerlega EMU-aðild Bretlands, til
þess að greina Evrópustefnu
flokksins aftur rækilega frá áherzl-
um Verkamannaflokksins.
Brown neitaði því að stefna
stóru flokkanna í Evrópumálum
væri nú nokkum veginn sú sama
og vísaði því sömuleiðis á bug að
Verkamannaflokkurinn þættist
hafa meiri efasemdir um Evrópus-
amrunann en áður. Hann sagði að
Verkamannaflokkurinn væri Evr-
ópusinnaður, en íhaldsflokkurinn
hefði tekið afstöðu gegn Evrópu-
sambandinu. „Við styðjum sameig-
inlega mynt og teljum hana hafa
marga kosti, en við höfum alltaf
sagt að ákvörðun þurfí að taka út
frá efnahagshagsmunum þjóðar-
innar þegar þar að kemur," sagði
hann.
Gordon Brown
Dagur íslenskrar tungu
Verðlaun Jónasar
til Vilborgar
Áhyggjur af
tungunni á mál-
ræktarþingi
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR,
skáld og kennari, hlaut verðlaun Jón-
asar Hallgrímssonar í Listasafni ís-
lands á Degi íslenskrar tungu en
samkvæmt reglum verðlaunanna
skyldu þau veitt „einstaklingum sem
hafa með sérstökum hætti unnið ís-
lenskri tungu gagn í ræðu og riti,
með skáldskap, fræðistörfum eða
kennslu og stuðlað að eflingu henn-
ar, framgangi eða miðlun meðal
nýrrar kynslóðar".
Vilborg sagðist í samtali við Morg-
unblaðið vera hrærð og stolt yfir því
að hafa fengið verðlaunin. „Ég var
satt að segja hissa á þessu þegar
hringt var í mig en afskaplega glöð.
Mér þykir það fallegt að tekið skuli
tillit til þeirra sem vinna og skrifa
fyrir böm eins og ég hef gert tölu-
vert. Mér þykir þetta ekki síst vera
viðurkenning fyrir bamamenninguna
í landinu."
Aðspurð sagðist Vilborg ekki ótt-
ast um íslenskukunnáttu barna. „ís-
lensk börn tala gott mál og ég held
BJÖRN Bjarnason talar
á Málræktarþingi.
að við þurfum ekki að hafa svo mikl-
ar áhyggjur af ásókn enskunnar.
Þekking á öðru tungumáli gerir börn-
unum bara gott auk þess sem nú er
farið að talsetja ailt sjónvarpsefni
fyrir böm. íslensk börn lesa líka
mikið og ég tek sérstaklega eftir því
hér í Austurbæjarskóla þar sem við
höfum gott bókasafn að þau hafa
ekki síður gaman af að lesa gamlar
bækur en nýjar og það er gott.“
Einnig voru veittar tvær sérstakar
viðurkenningar til orðanefnda raf-
magnsverkfræðingadeildar og bygg-
ingaverkfræðingadeildar Verkfræð-
ingafélags íslands fyrir ómetanlegt
framlag þeirra til viðgangs íslenskrar
tungu eins og sagði við afhending-
una. Báðar þessar orðanefndir hafa
unnið ötullega að því að gefa erlend-
um tækniorðum íslensk heiti. Einar
B. Pálsson prófessor tók við viður-
kenningunni fyrir hönd orðanefndar
byggingaverkfræðinga en Gísli Júl-
íusson yfirverkfræðingur fyrir hönd
orðanefndar rafmagnsverkfræðinga.
Áhyggjur en bjartsýni á
málræktarþingi
Á Degi íslenskrar tungu var hald-
ið málræktarþing íslenskrar mál-
nefndar í Háskólabíói. Á þinginu var
fjallað um stöðu tungunnar og þeirri
spumingu varpað fram hvort Islend-
ingar væru að verða tvítyngdir. í
samtali við Morgunblaðið sagði
Heimir Pálsson sem stýrði málþing-
inu að þar hefðu menn verið sam-
mála því eins og fyrr að íslendingar
þyrftu að hafa tök á erlendum mál-
um. „Það sem menn hafa hins vegar
áhyggjur af er ef enskan yrði eina
Flutnmgsréttar-
greiðsluglíma
MIKIÐ hefur verið fjallað um út-
gáfumál, kostnað og hagnað, í fjöl-
miðlum víða um heim, ekki síst þar
sem heldur virðist halla undan fæti
hjá ýmsum útgáfufyrirtækjum sem
helga sig sígildri tónlist. í löngu
lesendabréfi í nýjasta tölublaði
Gramophone sem Ted Perry, eig-
andi Hyperion-útgáfunnar ritar
undir fyrir hönd ýmissa útgefenda
annarra hamast hann að flutnings-
réttarfyrirtækjum og segir þau
Þránd í Götu eðlilegrar útgáfu á
seinni tíma tónlist.
Hyperion-útgáfa Teds Perrys er
margverðlaunuð og hefur sérhæft
sig í að gefa út breska tónlist, þótt
fyrirtækið hafí einnig gefíð út mörg
helstu verk eldri tónbókmennta.
Hann ritar undir bréfið í umboði
fleiri frammámanna lítilla útgáfu-
fyrirtækja, þar á meðal Brians
Couzens hjá Chandos, Roberts von
Bahrs hjá BIS, en bæði þau fýrir-
tæki hafa gefið út nokkuð af ís-
lenskri tónlist, Hywels Davies hjá
ASV, Dieters Heulers hjá Hoch
Schwann, Helmuts Konigs hjá
Thorophon og Gerharts Ortmanns
hjá CPO, en öll eru þau fyrirtæki
í fremstu röð í útgáfu á nýrri tón-
list og gleymdum tónverkum seinni
tíma tónskálda.
í bréfinu segir Perry að svo virð-
ist sem flutningsréttarfyrirtæki
hafí bundist samtökum um að
kreista út úr þessum smáfyrirtækj-
um sem mest fé án tillits til sölu-
vænleika þeirra verka sem þau
gefa út. Þannig hafi meðal flutn-
ingsréttargreiðslur hækkað um
meira en helming á síðustu fimm
árum meðan sala á plötum dregst
saman. Perry segir að dæmi séu
um að slík fyrirtæki krefjist þess
að fá greiddar rúmlega 6.500 kr.
fyrir hveija mínútu af uppteknu
verki, sem þýði það að fyrir klukku-
stundar disk, sem sé algengasta
útgáfulengd, þurfi að greiða ná-
lægt 400.000 kr. óháð því hve disk-
urinn á eftir að seljast. Einnig
kvartar hann yfír því að fyrirtækin
heimti æ fleiri kynningareintök af
viðkomandi diskum, nefnir sem
dæmi að flutningsréttarfyrirtækið
Schott hafí krafíst þess að fá 20
eintök af diski frá Chandos með
verkum Percys Graingers, þótt
réttur fyrirtækisins hafí aðeins náð
til hálfrar þriðju mínútu á disknum.
Einnig séu dæmi um að fyrirtækin
heimti allt að 200 diska fyrir sinn
snúð. Þetta bætist ofan á ósann-
gjarnar greiðslur, en flutningsrétt-
arfyrirtækin eigi hvort eð er flest
V