Morgunblaðið - 19.11.1996, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nordsol -
tónlistar-
keppni Norð-
urlanda 1997
í SAMVINNU við Ólafsdagana
í Þrándheii gengst Norræna
tónlistarháskólaráðið fyrir
Nordsol, keppni ungra einleik-
ara og einsöngvara dagana
9.-13. júní 1997 í Þrándheimi,
en Þrándheimur heldur upp á
1000 ára afmæli á næsta ári
og er keppnin liður í hátíð-
arhöldum borgarinnar.
Hér á landi mun Tónlistar-
skólinn í Reykjavík, sem er að-
ili að Norræna tónlistarháskól-
aráðinu, sjá um forkeppnina,
sem verður haldin sunnudaginn
23. mars 1997, en frestur til
að senda inn umsóknir er til
31. janúar 1997.
LEIKLIST
Lcikíclag Sclíoss
OTTO NASHYRNINGUR
eftir Ole Lund Kirkegaard Leikgerð
og söngtextar: Hörður Sigurðarson
Tónlist: Þorgeir Tryggvason Leik-
stjóri: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson
Aðalleikendur: Guðmundur K. Sig-
urdórsson, Dagmar Gunnarsdóttir,
Júlía Þorvaldsdóttir, Ingólfur Þórs-
son, Ogmundur Magnússon, Orri
Þrastarson, Maríanna Ó. Sigfúsdótt-
ir, Baldvin Ámason, Sigrún S. Skúla-
dóttir, Kristinn Pálmason. Frumsýn-
ing á Selfossi 14.11.
ALLIR virðast þekkja Otto. Þetta
er bleikur nashyrningur sem lík-
amnast af rissi sem strákur nokkur
dregur á vegg af prakkaraskap sín-
um. Dagsatt. Allir í þorpinu taka
honum eins og sjálfsögðum hlut.
jafnvel þótt hann detti niður um
eitt gólfið af öðru í þriggja hæða
ÆFT fyrir tónleikana í Fella- og Hólakirkju.
Bleikur, með
langt nef
timburhúsi sem hýsir kaffihús á
jarðhæðinni. Helst er það kaffihúsa-
eigandinn sem amast við þessu
dýri og furðar engan, því sá maður
bindur trúss sitt við rökhyggju og
kanelsnúða og það kann ekki góðri
lukku að stýra. Að minnsta kosti
ekki rökhyggjan. Svo kann hann
ekki einu sinni að laga aimennilegt
kaffi. Það kann hins vegar ungfrú
Flóra og ávinnur sér með því hylli
allra og hug herra Hólm. En fleiri
draga sig saman í þessu þægilega
litla verki fyrir unga áhorfendur.
Toppur er skotinn í Sillu sem held-
ur því statt og stöðugt fram að
hann sé bilaður.
Uppsetning Selfyssinga á þessu
vinsæla verki telst varla tii tíðinda.
Guðmundur Kari, Dagmar, Júlía,
Ingóifur og Kristinn fara öll ljúflega
og hnökralítið með sín hlutverk,
enda reyndir leikarar öil og Ög-
mundur og Orri eru að þreifa fyrir
sér á sviðinu sem pjakkarnir tveir.
Ögmundur þarf að gæta að fram-
sögninni og tala skýrar og Orri sem
er ágætlega skýrmæltur, þarf að
gleyma áhorfendum í salnum og
hafa hugann allan við hlutverkið.
Tvær íjórtán ára stúlkur, þær Silja
og Bryndís, gáfu sér tíma til að sjá
sýninguna með mér (þótt báðar séu
í óða önn að smíða sér fagra fram-
tíð) og þær skemmtu sér ágætlega
og ekki síst yfir ungfrú Flóru sem
er orðin meiri frú en ung og hefur
efni á því að vera gæskan uppmál-
uð. Ekki dró það úr skemmtun
þeirra að hafa lesið bókina og séð
myndina og segir það nokkuð um
efnið. Leikmynd er einföld og nýtist
vel.
Þorgeir Tryggvason samdi tón-
listina sérstaklega fyrir Leikfélag
Selfoss og lætur hún vel í eyrum.
Yfir öllu saman trónir svo Sigur-
geir Hilmar Friðþjófsson. Hann
gerir hér ásamt félögum á Selfossi
og dreifðum byggðum þar um kring
nokkuð sem æviniega skal berast
milli bæja: Til er fólk sem unir ekki
kverkataki myndbandavæðingar-
innar á unga fólkinu og býður hinn
sanna og varanlega valkost leiklist-
arinnar: Að vera maður sjálfur með
því að vera, á sviðinu, annar en
maður er, og njóta í salnum nándar-
innar við þann ljúfa galdur.
Guðbrandur Gíslason
SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA í OKTÓBER 1996. UNNIÐ
FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA-
OG RITFANGAVERSLANA.
Bóksölulisti
1ÁTTU VON Á GESTUM?
Þýð. Guðrún H. Hilmarsdóttir.
Útg. Setberg
2ÍSLAND - FRAMANDI LAND
Sumarliði ísleifsson. Útg. Mál og menning
6LITLI PRINSINN
Antoine de Saint-Exupéry. Útg. Mál og menning
7FYRSTU KYNNI AF TÖLVUM
Margrete Stephens. Útg. Nesútgáfan
Nákvæmni og*
þéttur ritháttur
ENGLAR ALHEIMSINS
Einar Már Guðmundsson. Utg. Mál og menning
HÍBÝLI VINDANNA
Böðvar Guðmundsson. Útg. Mál og menning
8
ÆVINTYRI LISU í UNDRALANDI
Lewis Carroll. Útg. Mál og menning
0 DAGUR í LÍFI SKARPA
Birgir Svan Símonarson. Útg. Barnabókaútgáfan
KVENNAFRÆÐARINN
Miriam Stoppard. Útg. Forlagið
10
LIFSKLUKKAN TIFAR
Skúli Björn Gunnarsson. Útg. Vaka-Helgafell
TONEIST
Fella og Ilólakirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Guðmund Haf-
steinsson. Laugardagurinn 16. nóv-
ember, 1996.
FLUTT voru fímm verk, samin á
árunum 1989-96, Tvö fyrstu verkin
eru fyrir málmblásara og heitir það
fyrra Brum, er minnir á, að af smáu
brumi getur vaxið hátt tré. Verkið
er fýrir 2 alt-, tenór- og baríton sax-
ofón, flóra trompetta, hom, baríton-
hom, básúnu og túpu. Verkið sprettur
upp af smá tónfrymi er fær síðan
blómstrandi samhljóman allra hljóð-
færanna. Verkið er vel unnið og gott
en á því er einn galli, það er of stutt.
Þama var efniviður og sá hljóðfæra-
Qöldi, að miklu meira hefði mátt gera,
með þessa skemmtilegu hljóðfæra-
samsetningu. Flytjendur léku verkið
mjög vel og sama má segja um næsta
verk, sem er fyrir sópran, orgel, tvo
trompetta, hom og básúnu, við texta
Iesnum hjá Jesaja spámanni og hefst
á orðunum Hann veitir kraft hinum
þreytta. Það er margt fallega hljóm-
andi í þessu sérkennilega verki en
síðari hluti textans var yfírflæddur
miklum hljómi orgels og málmblásara
og þó Marta Halldórsdóttir syngi
ágætlega, náði hún ekki í gegnum
seinni hluta söngverksins. Höfund-
urinn stjómar báðum verkunum.
Spuni I er fyrir einleiksfíðlu og þar
fór Sigrún Eðvaldsdóttir á kostum í
þessu frábæra tónverki. Þama er
Guðmundur að glíma við ýmis leik-
tæknileg og túlkunaratriði en eitt af
því er einkennir tónmál hans, er þétt-
leiki í hugsun og má segja, að í þessu
verk slitni aldrei hin samfellda hugs-
un. Leikur Sigrúnar var glæsilegur
og sannfærandi og hafði hún auð-
heyrilega fullt vald á tæknivandamáli
verksins og ekki síður músíklegu in.ii-
haldi þess.
Trúlega hefur Guðmundur ekki
mikið fengist við sönglagagerð og
einhvem veginn voru tvö lög við
kvæðin, Lauffall og Veturgrið, eftir
Snorra Hjartarson, ekki margbrotnar
tónsmíðar. Undirleikurinn í höndum
höfundar, voru þungleiknar hljómar-
aðir en lagferlið, þ.e. söngröddin, var
skýr. Hugsanlega falla þessi lög betur
að dökkleitari rödd, en hjá Mörtu, sem
söng lögin samt sem áður af öryggi.
Síðasta verkið, Borgarkveðja, er
sérkennilegt og fallegt. Hljóðfæra-
skipanin er víbrafónn, harpa, píanó
og cimbalon og veit undirritaður ekki
til þess, að leikið hafí verið oftar á
cimbalon en tvisvar hér á landi. I
fýrsta skipti með Sinfóníuhljómsveit
íslands af ungverskri tónlistarkonu
og nú er Guðmundur lék á þetta
skemmtilega hljóðfæri en stjómandi
var Snorri Sigfús Birgisson.
Verkið er nákvæmnislega samið,
úthugsað og sérlega skemmtilega
hljómandi og var athyglisvert hversu
vel þessi hljóðfæri blönduðust. Á köfl-
um var samspilið eins hjá einu hljóð-
færi, enda margt sameiginlegt þess-
um hljóðfærum og tónn þeirra oft á
tíðum glitrandi fallegur. Ekki væri
langt til séð, að ætla þessu verki
nokkrar vinsældir, svo fallega hljóm-
andi er það. Stjórnandi var Snorri
Sigfús Birgisson.
Það sem sérlega einkennir vinnu-
brögð Guðmundar er nákvæmni, fín-
leg vinnubrögð og þéttur ritháttur.
Það má heyra ýmislégt í tónmáli hans
sem skírskotar til heimspeki og jafn-
vel dulúðar, eins og t.d. í söngverkun-
um og hvemig hann merkir verk sín
t.d Brum, Hugur minn líður, Spuni
og Borgarkveðja. Bæði Spuni I og
Borgarkveðjan eru sérlega áhugaverð
tónverk og einnig var frysta verkið,
Brum, skemmtilegt áheyrnar. Ein-
hvern veginn var undirritaður ekki
sáttur við söngverkin, þó raddskipan
í því fyrra, Hann veitir kraft hinum
þreytta, væri um margt áhugaverð.
Jón Ásgeirsson
Einstakir flokkar:
Skáldverk
1 ENGLAR ALHEIMSINS
Einar Már Guðmundsson.
Útg. Mál og menning
2 HÍBÝLI VINDANNA
Böðvar Guðmundsson.
Útg. Mál og menning
3 LÍFSKLUKKAN TIFAR
Skúli Björn Gunnarsson.
Útg. Vaka-Helgafell
4 ENGAR SMÁ SÖGUR
Andri Snær Magnússon.
Útg. Má! og menning
5 ÞAR SEM DJÖFLA-
EYJAN RÍS
Einar Kárason.
Útg. Mál og menning
6 TÍUNDA INNSÝNIN
dames Redfield.
Utg. Leiðarljós
7-8 SNÁKABANI
Kristján B. Jónasson.
Útg. Mál og menning
7-8 VÍSNABÓKIN
Útg. Iðunn
9-10 bósasagaog
HERRAUÐS
Útg. Mál og menning
9-10 STÓRBÓK EINARS
KÁRASONAR
Útg. Mál og menning
Almennt efni
1 ÁTTU VON Á GESTUM?
Þýð. Guðrún H. Hiimarsdóttir.
Útg. Setberg
2 ÍSLAND - FRAMANDI LAND
Sumarliði ísleifsson.
Útg. Mál og menning
3 KVENNAFRÆÐARINN
Miriam Stoppard.
Útg. Forlagið
4 FYRSTU KYNNI AF TÖLVUM
Margrete Stephens.
Útg. Nesútgáfan
5 AF BESTU LYST
Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir.
Útg. Vaka-Helgafell í samvinnu við
Hjartanefnd, Krabbameinsfélagið
og Manneldisráð
8 SNJALLYRÐI - TILVITNANIR
OG SPAKMÆLI
FRÁ ÝMSUM TÍMUM
Kjartan Örn Ólafsson tók saman.
Útg. Vaka-Ilelgafell
7 SÆLIR ERU ÞEIR SEM ÞYRSTIR
ísak Harðarson.
Útg. Mál og menning
8 HVERNIG BÚA Á TIL FALLEG
VINABÖND
Þýð. Áslaug Benediktsdóttir.
Útg. Skjaldborg
9 GÓÐAR STELPUR KOMAST
TIL HIMNA
Ute Ehrhardt.
Útg. Bókaútgáfan Brandur
10 FRÖNSK/ÍSLENSK -
ÍSLENSK/FRÖNSK ORÐABÓK
Þór Stefánsson.
Útg. Orðabókaútgáfan
Börn og unglingar
1 LITLI PRINSINN Antoine de Saint-Exupéry. Útg. Mál og menning
2 ÆVINTÝRI LÍSU I UNDRALANDI Lewis Carroll. Útg. Mál og menning
3 DAGUR í LÍFI SKARPA Birgir Svan Símonarson. Útg. Bamabókaútgáfan
4 GAGGALA GAGGALA GÚ Steve Lavis. Útg. Mál og menning
5 HJÖRDÍS Arni Árnason. Útg. Barnabókaútgáfan
6 DANNI HEIMSMEISTARI Roald Dahl. Utg. Mál og menning
Sj I 00 FÍLON FRÁ ALEXANDRÍU Gunnar Harðarson. Útg. Barnabókaútgáfan
I 00 SOKKI OG BOKKI Daniela Kulot-Frisch. Útg. Mál og menning
9 VEÐURTEPPTUR Hjörleifur Hjartarson. Útg. Barnabókaútgáfan
10 ÍSLENSKU DÝRIN Myndir. Halldór Pétursson. Útg. Setberg