Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR LÝÐRÆÐIS í RÚMENÍU SIGUR Emils Constantinescus í forsetakosningunum í Rúmeníu um helgina markar þáttaskil í sögu lands- ins og raunar í fyrrverandi kommúnistaríkjum Austur- Evrópu. Kommúnistar ríghéldu þar um stjórnvölinn, og foringja þeirra, Ion Uliescu, var komið frá völdum í lýð- ræðislegum kosningum en ekki með byltingu eða aftöku. Með sigri Constantinescus má ætla að valdakerfi komm- únista verði upprætt. Það var áfram við lýði þrátt fyrir byltinguna um jólin 1989, þegar harðstjóranum Nikolai Ceausescu og konu hans var komið fyrir kattarnef. Sigur lýðræðisaflanna i Rúmeníu nú táknar endalok Ceausescu tímabilsins. Fyrr í mánuðinum vann kosningabandalag miðju- og hægriflokka undir forustu Constantinescus meirihluta á þingi og sigur hans í forsetakosningunum í kjölfarið sýn- ir, að Rúmenar vilja gjörbreytta stjórnarstefnu og hraðar umbætur. Enda engin furða, því örbirgð ríkir í landinu og má m.a. benda á, að meðallaun eru innan við 7.000 krónur á mánuði. Öll opinber þjónusta er í molum og hafa landsmenn t.d. mátt þola rafmagnsskort langtímum saman. Fylgi sitt sækir Constantinescu fyrst og fremst til fijálslyndra afla í borgum og bæjum, en stuðningur við Illiescu er mestur í sveitum landsins. Forsetaefnið lofar kjósendum ekki gulli og grænum skógum heldur þvert á móti hefur hann gert þeim grein fyrir því, að efnahagsöngþveitið í landinu kalli á erfiðar efnahagsaðgerðir og aukið vinnuálag. Hann boðaði skjót- ar aðgerðir til að koma landinu á réttan kjöl og vill inn- leiða fijálst markaðskerfi, afnema hindranir á erlendum fjárfestingum, lækka skatta, bæta lánafyrirgreiðslu þeirra verst settu, svo og bæta félagslega þjónustu. Const- antinescu hefur einnig heitið því að uppræta spillingu í stjórnkerfinu og víkja vanhæfum og þjófóttum embættis- mönnum. Hann hefur hins vegar lýst því yfir, að fyrri valdhafar verði ekki ofsóttir, en hins vegar þurfi að leiða sannleikann í ljós um fyrri stjórnarhætti, m.a. þurfi að skýra dauða 1.200 Rúmena í kjölfar byltingarinnar 1989. Sigur Constantinescus og lýðræðisaflanna í Rúmeníu er fyrsta skæra ljósið í myrkviðum stjórnmála þar í landi. Arfur kommúnismans og harðstjórnar Ceausescus verður vonandi upprættur sem fyrst. BARNASPITALI BARNASPÍTALI Landspítalans tók til starfa árið 1957. Hann hefur lengi búið við ónógt húsnæði. Álag á spítalann hefur vaxið gífurlega á nær þijátíu ára starfs- tíma. Því veldur fjölgun landsmanna og fjölþættari heil- brigðisþjónusta. Um fjögur þúsund börn leita til bráða- móttöku barnaspítalans á ári hveiju og þijú þúsund eru lögð inn til rannsókna og meðferðar. Áætlanir, sem nú eru uppi um byggingu nýs barnaspítala, eru löngu tíma- bærar. Mikið er lagt upp úr því nú orðið, að foreldrar geti dvalið hjá veikum börnum sínum á sjúkrahúsum, einkum langveikum börnum. Eins og sjá má á myndum hér í blaðinu sl. sunnudag er aðstaða foreldra hin ömurleg- asta. Þeir liggja á dýnum á gólfinu hjá rúmum barna sinna. Leikaðstaða fyrir börnin er fátækleg. Ónógt hús- næði háir og starfsemi spítalans á ýmsan veg. Hinn nýi barnaspítali mun kosta um átta hundruð milljónir króna. Þar af leggur Kvenfélagið Hringurinn, sem stutt hefur barnaspítalann með rausnarlegum fram- lögum frá fyrstu tíð, fram á annað hundrað milljónir króna. Ríkisspítalar munu og selja hluta af landi sínu við Vífilsstaði til að fjármagna bygginguna að hluta til. Sameiginlegur sjóður landsmanna ber, sem lög standa til, bróðurpart kostnaðarins. Hann fær á hinn bóginn hluta heildarbyggingarkostnaðar til baka í formi ýmiss konar skatta. Stefnt er að stækkun dag- og göngudeildar. Legurúm- um fjölgar lítt eða ekki. Stækkun dagdeildar skapar fleiri slösuðum og sjúkum börnum möguleika til að nýta þjón- ustu spítalans en dvelja heima milli heimsókna þangað. Það er almenn sátt um það í þjóðfélaginu að barnaspít- alinn hafi forgang sem nýbygging í heilbrigðiskerfinu. Handritasafn Halldórs Laxness afhent Landsbókasafni Is- lands - Háskólabókasafni á Degi íslenskrar tungu „Get skrifað veröldina á enda“ Dagur íslenskrar tungu í Landsbókasafni ís- lands - Háskólabókasafni á laugardaginn var helgaður Halldóri Laxness. Auður Laxness af- henti safninu formlega handritasafn eiginmanns síns og við sama tækifæri var opnuð sýning á verkum hans. Margrét Sveínbiömsdóttir ræddi við safnamenn og eiginkonu skáldsins. EINAR Sigurðsson, Ólafur Ragnar Grimsson, Skúli Björn Gunnars- son, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og Rut Ingólfsdóttir virða fyrir sér handrit Nóbelsskáldsins á sýningunni í Þjóðarbókhlöðunni. AUÐUR Laxness afhenti handritadeild Landsbóka- safns íslands - Háskóla- bókasafns handritasafn Halldórs Laxness við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á degi íslenskrar tungu síðastliðinn laugardag. Þar var ennfremur opnuð sýning á úrvali af bréfum, minniskompum og handritum skáldsins. „Þetta var falleg athöfn þar sem Auður afhenti handrit eiginmanns síns formlega til varðveislu hér á safninu og í rauninni má segja að hún hafi afhent þau þjóðinni til varðveislu, því að við erum auðvitað ekkert annað en vörslumenn þjóðardýrgripa," segir Ög- mundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar. Engin leyndarmál Megnið af handritum skáldverka Halldórs var raunar þegar komið í vörslu safnsins og hafði hann sjálfur haft frumkvæði að því allt frá því upp úr 1960, að sögn Ögmundar. Auður segist hafa verið að smámjatla bréfum, minnisbókum og handritum Halldórs í safnið. „Ég hef sent þetta svona eftir hendinni, það sem ég hef viljað láta fara. Ég læt nú eiginlega allt fara, því það eru engin leyndarmál svoleiðis," segir hún en bætir svo við: „nema hvað ég er ekkert að láta bréfm sem hann skrifaði til mín — einhveiju verður maður að halda eftir.“ Auður segir að dætur þeirra hjóna hafí verið svolítið hissa á henni að láta þetta allt frá sér. „En mér finnst bara að þessi gögn eigi hvergi annars staðar heima. Maður nennir ekkert að fara að græða peninga á því að gefa þetta út. Það er að minnsta kosti ekki í anda Halldórs, ég veit það.“ Skáldinu helgaður staður í Þjóðarbókhlöðunni í setningarræðu sagði Einar Sig- urðsson landsbókavörður meðal annars að Landsbókasafnið og Halldór Lax- ness hefðu lengi átt samleið. Þannig hefði safnið í tímans rás dregið saman geysimikið efni sem tengdist höfundin- um, bæði hans eigin rit og rit um hann og verk hans. Á vegum safnsins hefðu verk hans, prentuð jafnt sem óprentuð, verið kynnt þjóðinni með sýningum og ýmsum öðrum hætti. Halldóri hefur verið helgaður sérstakur staður í Þjóð- arbókhlöðunni þar sem verkum hans á íslensku og erlendum málum hefur verið komið fyrir í sérsafnarými húss- ins á fyrstu hæð, ásamt bijóstmynd af skáldinu eftir norska listamanninn Nils Aas en hún var afhjúpuð í Lands- bókasafninu í október 1989 í tilefni af því að liðin voru 70 ár frá útkomu fyrstu bókar Halldórs, Bams náttúr- unnar. Einar sagðist í samtali við Morg- unblaðið enn og aftur vilja tjá þakkir sínar til Auðar Laxness og fjölskyld- unnar allrar fyrir langt og mjög gott og ljúft samstarf. AUÐUR Laxness afhenti Einari Sigurðssyni landsbókaverði safn handrita, bréfa og minnisbóka eigin- manns sins, Halldórs Laxness. „Sískrifandi allan guðslangan daginn“ Þegar Auður hafði afhent handrita- safnið og flutt stutt ávarp las Baldvin Halldórsson leikari upp úr áður óbirtu bréfi sem Halldór skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn árið 1919, þá 17 ára gamall. „Halldór var svo innilegur í bréfum til móður sinnar og skrifaði henni alla tíð afskaplega löng og inni- haldsrík bréf,“ segir Auður. Til að gefa örlítið sýnishom grípum við niður í bréf- ið sem Baldvin las úr. „Elsku mamma mín! Þú mátt nú til að skrifa mér hið ailra fyrsta, því ég hef ekki frétt nokkum skapaðan hlut af ykkur í hálfan þriðja mánuð, og veit ekki einu sinni hvort þið eruð lif- andi eða ekki. Og þú verður að segja mér allar helstu fréttir, af smáu og stóru sem við ber heima, hvemig hey- skapurinn og heimtumar gangi, hvem- ig tíðin sé, og hvemig þú hafir komist út af því öllu með búsáhyggjumar og hvemig ykkur Iíði og hvemig I axi hafí það. Þú þarft náttúrlega ekki að skrifa eins langt og ég, sem er alltaf sískrif- andi allan guðslangan daginn og get skrifað veröldina á enda og dreymir svo um skriftir á nóttunni. Bara að segja mér það mesta og skrifa eins og þú mátt vera að.“ „Eins og steiktur engill“ í niðurlagi bréfsins stendur ennfrem- ur: „Skilaðu kveðju minni til kunningj- anna á bæjunum í kring, þú getur gjam- an sagt þeim að ég hafi það eins og steiktur engill, ef þá langar nokkuð til að vita hvemig mér líður, þá geta þeir brotið heilann um hvemig steiktur eng- ill muni hafa það.“ í ávarpi sínu rakti Ögmundur Helga- I Morgunblaðið/Golli SÝNISHORN af bókum og handritum Halldórs Laxness á sýningu Landsbókasafns ís- lands - Háskólabókasafns. son í stuttu máli sögu handritasafns Landsbókasafnsins og ræddi um hversu mikill fengur það væri fyrir safnið að fá handrit Halldórs Laxness til varð- veislu og rannsókna. Ekkert hefur varðveist af bemsku- skrifum skáldsins, enda kveðst hann hafa brennt þeim öllum tólf ára að aldri þegar hann fór í fyrsta skipti að heim- an í skóla. Elstu skrif hans sem varð- veitt eru í safninu em bréf frá honum til Höllu Jónsdóttur, kennslukonu hans, frá 1915 og fyrmefnt bréf til móður hans eftir að hann hleypti heimdrag- anum og hélt til útlanda árið 1919. Næst er að nefna dagbók frá dvölinni í Saint Maurice klaustrinu í Clervaux í Lúxemborg frá 1923, sem gefín hefur verið út undir nafninu Dagar hjá munk- um. Handrit fyrstu bóka Halldórs, frá Bami náttúmnnar 1919 til Kvæða- kvers 1930, hafa ekki varðveist, nema ef vera skyldi örlítil brot þeirra. Árið 1931 kom út fyrri hluti Sölku Völku og frá þeim tíma em til handrit af flest- um ef ekki öllum verkum skáldsins. Kröfuharður nákvæmnismaður í bæklingi sem út kom í tilefni af sýningu handritanna segir Ögmundur Helgason m.a.: „Af handritum Halldórs, sem varð- veist hafa frá og með Sölku Völku, má glöggt sjá hversu gífurlegur af- kasta- og jafnframt kröfuharður ná- kvæmnismaður hann hefur verið við ritun verka sinna. Hann er þrotlaust að semja upp og fága texta sinn og er svo að sjá, að hann verði aldrei full- komlega ánægður með verk sitt. Sem dæmi um þessa stílfágun má nefna að hér em varðveittar í handritageymsl- unni fjórar gerðir íslandsklukkunnar og fiórar eða fimm Gerplur bíða rann- sóknar bókmenntafræðinga." Yngri kynslóðin kom einnig við sögu á hátíðinni. Skúli Bjöm Gunnarsson, sem nýlega hlaut bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, las úr bók sinni, Lífsklukkan tifar, og Kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð söng lög við ljóð Halldórs undir stjóm Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Má þar meðal annars nefna nýfundið Maríukvæði, íslenskt vöggu- ljóð á Hörpu og Hjá lygnri móðu. Sýningin á handritum Halldórs Lax- ness er í sýningarrými í anddyri annarr- ar hæðar Þjóðarbókhlöðunnar og stendur í hálfan mánuð eða út nóvem- ber. Sýningin er opin á opnunartíma .bókasafnsins. VR vill breyta samningsforminu, semja um lágmarkslaun og fella niður launataxta Lægri laun hækki í fyr- irtækja- samningum Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vill skipta næstu kjarasamningum í grunnkjara- samning, þar sem kveðið sé á um lágmarks- laun, og samningsgerð í fyrirtækjum og starfs- greinum, en launataxtar falli niður. Áhersla er lögð á kaupmáttaraukningu, styttingu vinnutíma og viðhald stöðugleikans. Omar Friðriksson kynnti sér kröfugerð VR. Laun VR-félaga 1996 VR-félagar sem hafa starfað a.m.k. 6 mán. hjá sama vinnuveitanda og... með laun lægri en kr. 65.000 á mán. 2.042 eða 13,4% með laun kr. 65.000-70.000 346 eða 2,3% « • með laun yfir kr. 70.000 ámán. ~~-------------► Mánaðariaun 1996, með yfirvinnu, en án aksturs og hlunninda Kr. 156.133 Kr. 134.899 VR-félagarsem hafa starfað minna en. 6 mán. hjá sama vinnuveitanda Félagsvísindastofnun: Viðhorfskönnun meðal félaga í VR, nóv. 1996 Vilt þú að lögð verði áhersla á eftírfarandi atriði í komandi kjarasamningum? Mikil áhersla Nokkur, lítil eða engin áhersla og neitaraðsvara, veit ekki eða á ekkl við. Viðhald stöðugieika Hækkun launa Styttri vinnuviku Starfgreinasamninga Fækkun eingreiðlna Fjölgun orlofsdaga Aukin veikindarétt Urtak var 1.500 þar af svöruðu 1.080. Morgunblaðið/Ásdís FORSVARSMENN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur kynntu helstu áhersluatriði félagsins í kjarasamningum á fréttamannafundi í gær. FORYSTA Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, sem i eru rúmlega 15 þúsund félagsmenn, átti fyrsta við- ræðufundinn með viðsemjendum sín- um í gær vegna komandi kjarasamn- inga. Þar kynnti VR kröfugerð fé- lagsins en megináhersla VR er lögð á að kjarasamningi verði skipt ann- ars vegar í almennan grunnkjara- samning og hins vegar í fyrirtækja- eða starfsgreinasamninga. Markaðslaun í fyrir- tækjasamningum Áhersla er lögð á aukinn kaup- mátt, styttingu vinnutíma og að stöð- ugleika verði haldið. Við útfærslu kauphækkana verði reynslan af síð- ustu samningum höfð til hliðsjónar. Samið verði um almenna prósentu- hækkun, en VR hefur þó ekki að svo komnu máli sett fram hvað farið verður fram á miklar hækkanir í almennum grunnkjarasamningi. Þá vill VR að lægri laun hækki sérstak- lega með gerð fyrirtækjasamninga. Svokölluð markaðslaun verði notuð sem viðmiðun við gerð samninga innan fyrirtækja eða á vegum starfs- greina. „Launataxtar hafa ekki fylgt launaskriði sem er mismunandi eftir starfsgreinum og er svo komið að grundvallarlaun launataxta VR eru einungis um helmingur af meðal- launum VR félaga. Launaskrið um- fram umsamdar kauphækkanir ræðst af framleiðniaukningu og að- stæðum í mismunandi starfsgrein- um. Því er lagt til að einungis sé kveðið á um lágmarkslaun í grunnkjarasamningi, að launataxtar falli að öðru leyti niður og að samnings- aðilar beiti sér fyrir vönd- uðum launakönnunum til að hafa til viðmiðunar við ákvörðun launaþrepa og launahækkana," segir í kröfugerð VR. Félagið er reiðubúið að gera samn- ing til lengri tíma en hingað til hef- ur tíðkast og á fréttamannafundi i gær sagði Magnús L. Sveinsson, for- maður VR, að félagið væri reiðubúið að skoða gerð samnings til þriggja ára. Hann benti á að með gerð fyrir- tækjasamninga ætti að vera unnt að hækka lægstu launin sérstaklega, og þá yrði ekki hægt að nota það sem forskrift að almennum launa- hækkunum í landinu. Framleiðniráð og ábataskiptakerfi „VR telur mjög þýðingarmikið og leggur þunga áherslu á, að kjara- samningar séu gerðir með þeim hætti, að þeir hvetji til framleiðni- aukningar. Jafnframt verður að tryggja að launþegar njóti réttlátrar hlutdeildar af framleiðniaukning- unni. Óskað er eftir að í kjarasamn- ingum verði ákvæði um framleiðni- ráð og ábataskiptakerfi. Jafnframt að sérhver starfsmaður eigi rétt á mati og endurskoðun á launakjörum að minnsta kosti einu sinni á ári. Laun skulu endurspegla vinnuframlag, hæfni og menntun einstaklingsins, svo og innihald starfsins í samanburði við markaðs- laun,“ segir í kröfugerð Lagt er til að gerðar verði áætlan- ir um menntun starfsmanna innan hvers fyrirtækis, þar sem þeir hafi áhrif á ákvarðanatöku. „Með teng- ingu launa við markaðslaun og við færslu kjarasamninga í starfsgrein- ar/fyrirtæki getur launaþróun orðið mismunandi eftir starfsgreinum. Því er gerð krafa um ákvæði í kjara- samningi um lágmarks kaupmáttar- breytingu,“ segir þar ennfremur. VR býður upp á viðræður um alla þá þætti sem geti leitt til hagræðing- ar og framleiðniauka. Settar verði upp viðmiðunartöflur sem gildi innan fyrirtækja eða starfsgreinar, tekið verði til athugunar að færa vægi yfirvinnuálags yfir á dagvinnulaun og VR lýsir sig reiðubúið að ræða sveigjanlegan vinnutíma, færa frí- daga í miðri viku að helgi og skipta orlofi í sumar- og vetrarorlof. „Brotið blað í gerð kjarasamninga" Magnús L. Sveinsson sagði að VSÍ hefði nú fallist á að hverfa frá þeirri miðstýringu, sem ráðið hefur gerð kjarasamninga aðila vinnumarkaðar- ins og minnti Magnús á að VR hefði lengi barist fyrir því að tek- ið verði mið af afkomu ein- stakra starfsgreina við launabreytingar. Hann sagði að ef leið fyrirtækja- eða starfsgreinasamninga verður farin, eins og VR leggur til, sé brotið blað í gerð kjarasamninga á íslandi. Forystumenn VR benda á að launa- taxtar séu mjög lágir en vinnutíminn sé lengri hér en í nokkru öðru Evrópu- landi. Því sé nauðsynlegt að færa kjarasamninga að raunveruleikanum og endurmeta störf svo þau endur- spegli vinnuframlag, hæfiii, menntun og fæmi einstaklinganna. Jafnframt muni framleiðni i fyrirtækjunum auk- ast og launþegar verði þátttakendur í hagræðingunni og tryggt verði að þeir njóti ávaxtanna af henni. 93% leggja mikla áherslu á stöðugleika Við undirbúning kröfugerðarinn- ar fékk VR Félagsvísindastofnun til að gera viðhorfskönnun meðal fé- lagsmanna sinna og var hún unnin fyrr í þessum mánuði. í könnuninni kom fram að félagar í VR leggja mesta áherslu á stöðugleika í kom- andi kjarasamningum en 93,2% sva- renda sögðust vilja að lögð yrði mikil eða nokkur áhersla á að við- halda stöðugleika. 56,8% vilja að lögð verði mikil áhersla á hækkun launa og 25% vilja að lögð verði nokkur áhersla á það. 42,3% vilja að lögð verði mikil áhersla á stytt- ingu vinnuvikunnar. Einnig var að því spurt í könnun- inni hvað félagsmenn væru tilbúnir að breyta eða gefa eftir af núgild- andi rétti sínum til að ná fram kröf- um í komandi samningum. í ljós kom að stærsta hlutfall svarenda sögðust vera reiðubúnir að skipta orlofsdögum í vetrar- og sumarorlof en 42,4% segjast leggja mikla áherslu á þetta og 30,5% sögðust leggja nokkra áherslu á þetta. 20,3% lögðu mikla áherslu á lækkun yfírvinnuálags til að ná fram kröfum og álíka stórt hlutfali nefndi samn- ing til langs tíma. Tæpur fjórðungur svarenda voru reiðubúnir að færa til frídaga i miðri viku að helgi. 25% eru með undir 95 þús. á mánuði VR hefur unnið að undirbúningi kröfugerðarinnar undanfarið ár og gerði m.a. ítarlega launa- könnun á seinustu mánuð- um meðal félagsmanna sinna, sem kynnt var í gær. Greining launa var einskorðuð við þá sem hafa verið við störf 6 mánuði eða lengur og eru það tæplega 10 þús- und manns. Greiningin nær til laun- þega sem eru með yfir 70 þús. kr. í heildarlaun á mánuði að meðtaU inni yfirvinnu en án aksturs- greiðslna og annarra hlunninda. Mikill minnihluti VR-félaga í fullu starfi er með heildarlaun undir 70 þús. kr. Meðallaun VR-félaga eru 134.899 kr. á mánuði. 25% félags- manna eru með 95.200 kr. eða minna í heildarlaun á mánuði en fjórðungur félagsmanna eru meö meira en 149 þús. kr. í heildarlaun. Styttri vinnu- tíma án launa- lækkunar VR. Meðallaun VR félaga eru um 135 þúsund

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.