Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 39

Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 39 HESTAR Funi frá Skálá seldur til Þýskalands STÓÐHESTURINN Funi frá Skálá, sem seldur var til Svíþjóðar 1993, hefur nú verið seldur til Þýskalands. Funi var einn af hest- unum sem teflt var fram fyrir hönd íslands á heimsmeistaramót- inu í Hollandi 1993 þar sem Einar Öder Magnússon keppti á honum við góðan orðstír. Þótti Funi mjög athyglisverður hestur og töldu ýmsir til vansa að hesturinn færi úr landi. Þess ber þó að geta að hann naut ekki verð- skuldaðra vinsælda fyrr en ljóst þótti að stefnt yrði með hann á mótið í Hollandi. Funi var eftirsóttur fyrst eftir að hann kom til Svíþjóðar en eitt- hvað hafði dregið þar úr. Um ástæður fyrir sölunni er talið lík- legt að lök staða hans í kynbóta- matinu (BLUP-inu) hafi þar valdið miklu en Svíar leggja mikið upp úr því við val á hestum á hryssur sínar. Ber mönnum sem til þekkja saman um að engir taki eins mik- ið mið af kynbótamatinu og Svíar, við kaup á kynbótahrossum frá íslandi. Funi er undan Hervari frá Sauð- árkóki og Iðu frá Tungufelli sem var ósýnd hryssa og undan ósýnd- um hesti. Þar kemur skýringin á lítt vænlegri stöðu í kynbótamat- inu. Kaupandi er Wagner-fjöl- skyldan sem ræktar hross í Öed- hof í Bæjaralandi þar sem eru um sjötíu íslensk hross. Seljandi er John Ljungqist, kunnur ræktandi á Stenholmen í Svíþjóð. Söluverð er ekki gefíð upp. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FUNI frá Skálá er nú kominn til Þýskalands eftir þriggja ára þjónustu við ræktun Svía á íslenska hestinum. Knapi á myndinni, sem tekin er í úrtökunni ’93, er Einar Öder Magnússon. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VÆGI fagráðs eykst með yfirtöku starfssviðs hrossaræktarnefndar BÍ og má því ætla að umræðan á samráðsfundum verði meira stefnumarkandi. Hér sitja samráðsfundinn Hólmgeir Valdimarsson, Guðrún Stefánsdóttir, Anna Bryndís Tryggvadóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson og Erna Amardóttir. Samráðsfundur fagráðs Tveir dómarar- samráð leyft FAGRÁÐ í hrossarækt sem fram til þessa hefur verið huggulegur snakkklúbbur hefur nú fengið áhrif og völd sem gerir það að verkum að samráðsfundir ráðsins verða áhugaverðari og afdrifaríkari en ella. Samráðsfundur fagráðs sem haldinn var síðastliðinn föstudag bar þess greinileg merki þegar rætt var meðal annars fyrirkomu- lag kynbótadóma. Kristinn Huga- son hafði framsögu um málið og lýsti hann reynslunni af breyttu fyrirkomulagi sem tekið var upp í vor þar sem þrír dómarar dæmdu alfarið aðskildir og án samráðs. Ágúst Sigurðsson kynbótafræð- ingur kynnti niðurstöður á töl- fræðilegum samanburði mismun- andi aðferða við dóma. Að því loknu var opin umræða þar sem fundarmenn tjáðu skoðanir sínar sem flestar voru á þá lund að horfa skuli frá þeirri aðferð sem viðhöfð var í sumar. Þótti til dæmis tvíend- urtekin uppstilling hrossa í bygg- ingadómi óþénug og tímafrek. Þá þótti úrvinnsla tímafrek og öll vinnutilhögun kostnaðarsöm. Sigurgeir Þorgeirsson búnaðar- málastjóri lagði til að tveir menn yrðu í dómnefnd sem gæfu sjálf- stæðar einkunnir en mættu hafa samráð sín á milli um einkunna- gjafir og leist mörgum fundar- manna vel á þessa hugmynd. Sam- ráðsfundurinn tekur engar ákvarð- anir en hins vegar mun fagráðið sem hefur yfirtekið hlutverk hrossaræktarnefndar ræða tillögu búnaðarmálastjóra og aðrar hug- myndir sem fram komu í umræð- unni. Víkingur Gunnarsson, formaður rannsóknar- og kennslunefndar fagráðs, flutti skýrslu um þau rannsóknarverkefni sem unnið hefði verið að víðvíkjandi hrossum og kom þar fram að heldur betur er að lifna yfir þeim vettvangi og þykir mörgum tími til kominn. í fagráð tilnefnir Félag hrossa- bænda fjóra menn og þar af einn mann í samráði við Landssamband hestamannafélaga. En þeir eru Bergur Pálsson, Þórir Isólfsson, Bjarni Maronsson og í samráði við LH Guðmundur Jónsson. Bænda- samtök íslands tilnefna tvo menn og skal annar þeirra vera ráðu- nautur en þeir eru Kristinn Huga- son hrossaræktarráðunautur og Hrafnkell Karlsson. Sjöundi full- trúinn í fagráði er frá rannsóknar- og kennslugeiranum og var þar skipaður Víkingur Gunnarsson. Félag hrossabænda til- búið í sameiningu AÐALFUNDUR Félags hrossa- bænda, sem hélt aðalfund sinn síð- astliðinn fimmtudag, samþykkti að beina því til aðalfundar Hrossa- ræktarsambands íslands að félagið sé tilbúið til sameiningar við sam- bandið. Talsverð umræða hefur far- ið fram undanfarið um sameiningu einstakra hrossaræktarsambanda við deildir FH á viðkomandi svæði. Búið er að sameina Hrossaræktar- samband Suðurlands við deildir fé- lagsins á Suðurlandi og sömuleiðis hefur slíkt verið gert í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Á ýmsum stöðum hefur þó ekki virst vilji fyrir hendi og sagði Bergur Pálsson, sem var endurkjörinn formaður FH á fund- inum, að einnig mætti líta á þessa samþykkt sem hvatningu í þá veru að sameinað yrði þar sem það hefur ekki verið gert. Taldi hann tíma- spursmál hvenær sameining allra deilda félagsins og hrossaræktar- sambanda yrði lokið. Fundurinn fer þess á leitvið land- búnaðarráðuneytið að viðeigandi breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum sem varða merkingar búQár þannig að örmerking geti talist til löggiltra búfjármarka. Er jafnframt farið fram á að verkinu verði hraðað eftir föngum. Auk formanns voru kosnir í vara- stjórn Jósef Valgarðs Þorvaldsson, Víðivöllum fremri, Ægir Sigur- geirsson, Stekkjardal, og Már Ó1 afsson, Dalbæ. Aðrir í stjórn eru Bima Hauksdóttir, Skáney, Þórir ísólfsson, Lækjamóti, og Ármann Ólafsson, Litla-Garði. Valdimar Kristinsson Knapi ársins Sigurbjörn ein- faldlega bestur SIGURBJÖRN Bárðarson var val- inn „knapi ársins“ á uppskeruhátíð hestamanna eins og reiknað hafði verið með. Óhætt er að segja að keppinautamir hafi vart komist með tærnar þar sem Sigurbjöm hafði hælana í árangri á hestaíþróttamót- um ársins sem senn em á enda. Hlaut hann til að mynda sjö gull- verðlaun á íslandsmótinu á Varmár- bökkum í Mosfellsbæ og þar á með- al var hann stigahæsti keppandi í opnum flokki. Þá hirti hann lungann af gullverðlaunum Vindheimamela- mótsins í sumar, sömuleiðis var hann stórtækur á Æðaroddamótinu og þannig mætti áfram telja. Sigurbjöm hefur hlotið þennan titil sem áður hét „hestaíþrótta- maður ársins" öll árin sem hann hefur verið veittur að tveimur árum undanskildum og má heyra óánægjuraddir með að nánast alltaf skuli sami maður hljóta þessa við- urkenningu. Er gjaman nefnt að setja þurfí eitthvert þak á hversu oft menn séu gjaldgengir í þessari keppni. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að ef menn ætla að vera heil- ir og sannir er ekki hægt að setja þak á keppni hinna bestu. Ef farið er að setja hömlur á hversu góðir menn mega vera og hversu lengi þeir mega vera góðir er stutt í stöðnun og afturför í framhaldinu ef ekki er brugðist við. Á meðan Sigurbjörn fylgir gild^- andi keppnisreglum er tæplega hægt að amast við því hversu góð- ur hann er jafnvel þótt hann sé bestur ár eftir ár. Hins vegar væri skemmtilegra ef keppnin um þenn- an titil væri jafnari og er því rök- rétt að hvetja aðra keppendur til dáða. Það er vissulega göfugt markmið hvers keppanda að ná sem lengst í keppni, með öðmm orðum að reyna að standa jafnfætis Sigur- bimi og helst að geta skákað hon- um af og til. Vandamálið er ekki hversu góður Sigurbjöm er heldur frekar hitt hversu aftarlega á merinn keppi- nautar hans em. Niðurstaðan að þessu sinni gat aldrei orðið önnúr því Sigurbjörn er einfaldlega best- ur. Hafi menn eitthvað við það að athuga er aðeins eitt ráð til, að verða betri. HESTAFRÉTTAMENN völdu Sigurbjöm Bárðarson „knapa ársins" en Jón Albert Sigurbjömsson, formaður Hestaíþróttasambandsins, afhenti verðlaunin styttuna, „Alsvinn" sem félag hrossabænda gaf.^, Auk styttunnar fékk Sigurbjöm mynd af gripnum til eignar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.