Morgunblaðið - 19.11.1996, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓSKAR ÓÐINN VALDIMARSSON,
Aðalgötu 8,
Hauganesi,
lést í Landspítalanum laugardaginn 16. nóvember.
Fyrir hönd annarra ættingja og vina,
Hanna Bjarney Valgarðsdóttir
og börn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
FINNUR EYDAL
tóniistarmaður,
lést í Landspítalanum 16. nóvember.
Helena Eyjólfsdóttir,
Hörður Eydal,
Laufey Eydal,
Helena Eydal.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
VIKTOR G.A. GUÐMUNDSSON
veggfóðrarameistari,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt
17. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Alma Guðmundsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
GUÐLAUG ÓSK
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra,
Stykkishólmi,
lést í St. Fransiskusspítalanum 15. nóv-
ember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurborg Þóra Jóhannesdóttir, Iftikar Qazi,
Karvel Hólm Jóhannesson, Guðfinna D. Arnórsdóttir,
Sturlaug Rebekka Rut Jóhannesdóttir, Godson Anuforo,
Kjartan Guðmundsson,
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚSGUÐMUNDSSON
matsveinn,
Boðahlein 26,
Garðabæ,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudag-
inn 17. nóvember sl.
Anna Margrét Elíasdóttir,
Ragnar S. Magnússon, Guðlaug P. Wium,
Svanhvít Magnúsdóttir, Kristján E. Halldórsson,
Elfn G. Magnúsdóttir, Ágúst Oddsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVERRIR SVEINSSON
blikksmiður,
Hjallabraut 39,
Hafnarfirði,
sem lést í Landspítalanum 12. nóvem-
ber, verður jarðsunginn frá Víðistaða-
kirkju miðvikudaginn 2Ö. nóvember
kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega af-
þakkaöir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Gunnnar Sverrisson, Sigrún Sigtryggsdóttir,
Valgarður Sverrisson,
Sveinn Sverrisson,
Heiðar Sverrisson,
Davíð Sverrisson,
Dísa Sverrisdóttir,
Björn Sverrisson,
GUÐMUNDUR
ARNLA UGSSON
+ Guðmundur
Arnlaugsson
fæddist í Reykjavík
1. september 1913.
Hann lést í Land-
spitalanum 9. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 15.
nóvember.
Fyrir nýnema í
Menntaskólanum við
Hamrahlíð haustið
1967 var rektor skól-
ans þjóðsaga. Það var
mynd af honum í Öldinni okkar frá
því hann var fararstjóri í skákför
til Argentínu 1939. Við höfðum
heyrt í honum í útvarpinu og lesið
eða heyrt um Tölur og mengi, bók
og útvarpsþætti þar sem skipt var
rækilega um viðfangsefni í stærð-
fræðikennslu. Hann var búinn að
kenna í upp undir 30 ár og þeir sem
höfðu heyrt sögur úr menntaskólan-
um höfðu heyrt um Guðmund Am-
laugsson.
Svo sáum við hann. Frekar smá-
vaxinn, kvikan í hreyfingum, hóg-
væran í tali, stöku sinnum lágvær-
an, en skýrlegan og nokkuð ákveð-
inn, eins og hann vissi hvað hann
ætlaði sér. Hann gekk um gang
skólans í frímínútum með sama
lagi, hógværð en röskleika sem
opnaði leið gegnum þétta hópa.
Hann var húsbóndinn á staðnum
en hafði með sér ágætan hóp kenn-
ara og glöggan ritara.
Skólinn sem Guðmundur Arn-
laugsson og samstarfsmenn hans
voru að móta vakti strax athygli,
hver námsgrein hafði sína stofu og
bekkirnir gengu á milli. Þegar
kennsla byrjaði uppgötvuðu nýnem-
ar að búnaður í fagstofunum var
ekki mikilfenglegur, nema helst í
efnafræðistofunni. Það var í upp-
hafi frekar kennarinn en búnaður
í stofunum sem iagði til það and-
rúmsloft sem átti að fýlgja hverri
grein. í samanburði við áfangakerf-
ið fimm árum síðar voru fagstofurn-
ar ekki mikil breyting frá bekkja-
stofukerfi sem fólk var vant, en
skólinn gat sér strax það orð að
þar væri mörg nýbreytni í skipulagi
og kennslu. Fyrstu ár skólans stóðu
nemendur þó upp þegar kennarar
komu inn í kennslustofu og þéruðu
þá.
Strax var ákveðið að bjóða fjöl-
breytt námsval, auk stærðfræði-
deildar og máladeildar var í boði
nýmáladeild og náttúrufræðideild,
tónlistarbraut kom síðar. Nýbreytn-
in mæltist svo vel fyrir, að eftir
könnunarferð um fyrstubekkina
snemma árs 1968 þurfti rektor að
fara aðra ferð og
spyija hvort það væru
ekki einhveijir sem
gætu hugsað sér að
fara í latínudeild.
Guðmundur kenndi
sjálfur, nýnemum líka.
í minningunni tókst
það án þess að mæða
af stjórnunarstörfum
spillti kennslunni
nokkuð. Svo kenndi
hann stærðfræði-
deildarbekkjunum í
öðrum árgangi skólans
stærðfræði til stúd-
entsprófs. Kennaran-
um lét vel að útskýra og hann var
góður fræðimaður, leiddi á réttan
veg þá sem lentu í villum, greiddi
úr flækjum í flóknum hugrenning-
um nemenda um smáatriði í náms-
efninu og hvatti alla. Hann fékk
nemendur til þess að setja markið
hátt, leggja mikla vinnu í heima-
dæmi og lestur og hann skilaði
þessum hópi út úr skólanum með
gott veganesti í stærðfræði.
Auk persónulegrar samveru í
kennslustundum hlustuðum við á
setningar- og skólaslitaræður rekt-
ors þar sem dijúgur hluti fór í að
rekja byggingasögu Hamrahlíðar-
skólans. Stundum hafði miðað vel,
stundum virtist ekkert hafa bæst
við frá síðustu ræðu. Eftir á má
geta sér þess til að þar hafí verið
í bakgrunni saga baráttu um bygg-
ingafé. Þessari tvöföldu sögu er
ekki lokið, en aðrir hafa tekið við
því hlutverki að rekja hana.
Þegar skólinn var orðinn fullset-
inn og annir rektors meiri komu
þó nokkrir stúdentar úr fyrstu ár-
göngunum til kennslu um skamman
eða langan tíma, annaðhvort sam-
hliða háskólanámi eða að því loknu.
Handleiðsla Guðmundar var undir-
rituðum mikilvæg í þeirri stöðu, auk
góðra ráða sem enginn hörgull var
á frá öðrum stærðfræðikennurum
skólans. Síðustu árin hitti maður
Guðmund Arnlaugsson stundum á
fömum vegi. Hann var alltaf að,
sótti orðanefndarfundi vestur í Há-
skóla, þýddi Sögu tímans og skrif-
aði um hugðarefni sín.
í 25 ára stúdentsafmæli í vor
kvaddi Guðmundur sér hljóðs.
Kannski rifjaði hann upp eitthvað
úr þeirri sögu sem hann átti sameig-
inlega með okkur. Það hvarf þá
strax í skuggann af hugleiðingu og
áminningu um manngildið sem hélt
áheyrendum föngnum og var magn-
aður lokapunktur á námi okkar hjá
honum.
Að leiðarlokum vottum við minn-
ingu Guðmundar Arnlaugssonar
virðingu og ástvinum hans samúð.
Helgi Þórsson.
Jón Atli Játvarðarson,
Sigríður Magnúsdóttir
og barnabörn.
t
Astkær eiginmaður minn,
KRISTINN SIGURÐSSON,
áðurtil heimilis
á Grettisgötu 57B,
andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 15. nóvember.
Torfhildur Þorkelsdóttir.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
virðingu við andlát og útför bróður
okkar,
HANNIBALS
GUÐMUNDSSONAR.
Hulda Ólafsdóttir Getz,
Kristján J. Ólafsson.
Kveðja frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
Guðmundur Arnlaugsson varð
stúdent árið 1933 frá Hinum al-
menna menntaskóla í Reykjavík.
Hann var frábær námsmaður og
varð hæstur það vor í stærðfræði-
deild skólans. Guðmundur var kenn-
ari við Menntaskólann í Reykjavík
árin 1946-1965. Hann kenndi jafnan
stærðfræði, en einnig oft eðlis- og
efnafræði og stundum stjörnufræði.
Guðmundur naut mikillar virðing-
ar nemenda sinna. Það fór ekki fram
hjá þeim að hér var afburðamaður á
ferð. Framsetning hans var afar skýr
og lifandi. Jafnframt því að vera
mikill raungreinamaður var Guð-
mundur mikill húmanisti, m.a. unni
hann íslenskri tungu, skáklist og
tónlist. Hann var góður maður, hlý-
legur í viðmóti og ljúfur í framkomu
við nemendur og samstarfsmenn.
Er Guðmundur varð rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð árið
1965 lét hann af störfum við Mennta-
skólann í Reykjavík eftir langt og
farsælt starf þar. Hans biðu þá merk
brautryðjandastörf í þágu hins nýja
menntaskóla, sem varð vagga
áfangakerfisins, og mótaðist það í
rektorstíð hans.
Guðmundur hafði jafnan hlýjar
taugar til gamla skólans og kom það
glögglega fram í viðræðum við gamla
nemendur og fýrrverandi samstarfs-
menn. Guðmundur kom í skólann sl.
vor í tilefni 150 ára afmælis hans
og hafði greinilega af því mikla
ánægju. Hann var einkar áhugasam-
ur um sögu stærðfræðinnar og ann-
arra greina.
Þótt aldur færðist yfír var Guð-
mundur sífijór um fræði sín. Mér er
sérstaklega minnisstætt erindi, sem
hann flutti fyrir fáeinum misserum
á fundi Islenska stærðfræðafélagsins
um Olaf Daníelsson. Guðmundur var
gæddur þeim sérstaka hæfíleika —
með skýrri framsögn, áheyrilegum
málflutningi og stórkostlegri mann-
lýsingu — að lýsa Ólafi þannig að
áheyrendur sáu hann ljóslifandi fyrir
sér. Þetta var afar áhugavert erindi.
Guðmundi Amlaugssyni, einum
mikilhæfasta kennara í langri sögu
Menntaskólans í Reykjavík, eru að
leiðarlokum þökkuð störf í þágu skól-
ans og vandamönnum hans vottuð
innileg samúð. Blessuð sé minning
Guðmundar Amlaugssonar.
Yngvi Pétursson.
Ekki er ýkja langt síðan Guð-
mundur Arnlaugsson sat hjá mér
og rifjaði upp minningu frá æsku-
ámm, þegar hann var að alast upp
vestur á Nýjatúni, þar sem síðar var
nefnt á Sólvöllum. Hann hafði áður
sagt mér af fyrstu kynnum sínum
af Leifi Ásgeirssyni og fýsti mig að
fregna nánar af því. Vitaskuld þekkti
tíu ára drenghnokki ekki sína eigin
framtíð, en síðar urðu kynni þeirra
náin og var samstarf þeirra farsælt
áratugum saman.
Fyrsti þátturinn í ævistarfi Guð-
mundar hófst, þegar hann kom heim
frá Danmörku eftir stríð, stærð-
fræði- og eðlisfræðikennsla við
Menntaskólann í Reykjavík ásamt
viðamikilli stærðfræðikennslu við
verkfræðideiid Háskólans. Frábærr-
ar kennslu hans naut ég þar á báðum
stöðum í fjóra vetur samfleytt. Ljúf-
mennsku hans, varfærni í garð nem-
enda, samfara festu, seiðandi radd-
beitingar, sem þjóðin öll kynntist svo
vel í skákþáttum hans í útvarpinu á
þessum árum, og Ieikni hans uppi
við töflu, þar sem listilega fögur rit-
hönd hans og öguð naut sín svo vel
- alls þessa er að minnast. Eitt sinn
kom hann sér í vandræði hjá okkur,
svo sem hann orðaði það sjálfur, en
þau leysti hann á sinn hátt. Hann
hafði kennt okkur stærðfræði í tvo
vetur, en þegar við settumst í sjötta
bekk, höfðu þeir snillingarnir Guð-
mundur og Björn Bjarnason víxlað
á fögum hjá okkur, þannig að Guð-
mundur tók við eðlisfræðinni; þóttu
mér það góð skipti hjá báðum og
skorti þó ekkert á ágæti þeirra fyrr.
Einhveiju sinni varð Guðmundur
áhyggjufullur, þegar bekkurinn var
að verki með víra í hönd og alls
kyns tól og tæki. Hann hafði veitt
því athygli, að hann var farinn að
þúa sum okkar og olli því samneytið
í verklegum æfingum, en önnur þér-