Morgunblaðið - 19.11.1996, Side 43
MINNINGAR
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 43
c
J
J
c
c
i
c
I
I
«
i
i
i
i
i
i
i
4
i
i
I
4
i
i
4
4
(
i
aði hann vitaskuid. Kvaðst hann
naumast vita lengur, hver okkar
væru í hvorum hópi. Bauð hann
okkur því dús. Og minnist ég ekki
annarra vandræða í samskiptum
hans við okkur. Var hann satt að
segja í hinum mestu metum hjá
okkur sem fremstur meðal fáeinna
frábærra jafningja í því kennaraliði.
Fjórir áratugir eru senn liðnir síð-
an bein kynni mín hófust af Guð-
mundi. Hafa þau staðið síðan og
jukust þau, þegar hann létti af sér
rektorsembættinu. Þá gat hann bet-
ur sinnt hugðarefnum sínum. Góður
liðsmaður var hann um árabil í orða-
skrárvinnu stærðfræðinga og lagði
þar til mála af smekkvísi og hug-
myndaauðgi. Ritstörfum sinnti hann
eftir megni og má að því er stærð-
fræði varðar nefna forvitnilega rit-
gerð hans fyrir fáum árum um gull-
öld grískrar stærðfræði. Það var
aðall hans, hversu lipurlega hann
setti fram mál sitt, hvort heldur
mælt eða ritað, og hversu vel hann
höfðaði til forvitni og fróðleiksfýsnar
þess, er hann beindi máli sínu til.
Og hin síðustu misseri vann hann
af kappi, sat löngum stundum á
söfnum og auðnaðist áður en kallið
kom að ljúka verki í góðri samvinnu
við Sigurð Helgason um læriföður
sinn og meistara, doktor Ólaf Daní-
elsson, sem hann mat svo mikils.
Guðmundur Arnlaugsson var bú-
inn ieiftrandi hæfileikum til náms
og nýttust þeir honum hið bezta í
skóla, svo sem þeir gerðu og ævina
alla. Svo vildi til, að í sumar hafði
ég undir höndum á dönsku skjala-
safni öskju, þar sem reyndust vera
nokkur gögn um hann frá námsár-
unum við Hafnarháskóla. Þótt askj-
an væri í mínum höndum af allt
annarri ástæðu, gaut ég augum á
þessi plögg og leyndist ekki, með
hversu miklum ágætum þar var vott-
að um árangur hans í námi. Sagði
ég honum af því þá á eftir, hvað
mér hefði af tilviljun borið fyrir
augu, en af hógværð sinni og lítil-
læti vildi hann lítt af þessu vita.
Ungum anda sínum hélt Guð-
mundur Arnlaugsson alla tíð. Sam-
nejd-i við hann var ánægjulegt og
mannbætandi og er fyrir það þakkað
að leiðarlokum. Sér í lagi er að þakka
einstaklega hlýja kveðju, er hann
sendi mér í hvatningarskyni fyrir
fáum misserum. Þeim öllum, er hon-
um stóðu hið næsta, sendi ég inni-
lega samúðarkveðju.
Jón Ragnar Stefánsson.
+ Ólafía Þorvalds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 10. ágúst
1918. Hún lést á
Landspítalanum 13.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar Ólaf-
íu voru Þorvaldur
Ólafsson, vélstjóri
frá Keflavík, og
Þórunn Halldórs-
dóttir. Systkini Ól-
afíu sem upp kom-
ust voru: Ólafur
Bergsteinn, f. 17.5.
1914, Laufey, f.
16.1. 1917, d. 19.1.
1995, Hafsteinn, f. 12.2. 1926,
og Haukur, f. 12.2. 1926.
Ólafía giftist 7.10. 1944 Sig-
urði Halldórssyni, sjómanni, f.
18.3. 1903, d. 15.3. 1986. Dætur
Ólafíu eru: 1) Þórunn Sigurðar-
dóttir, kaupmaður, f. 18.8.
í dag er hún vinkona mín, Ólafía
Þorvaldsdóttir, borin til grafar.
Daginn sem hún kvaddi þetta líf
rigndi hressilega og allar götur og
stræti voru skúruð út í hvert horn,
síðan kom snjórinn og klæddi borg-
ina snjóhvítu teppi, þetta fannst
mér táknrænt af almættinu að láta
borgina skarta sínu fínasta þegar
Ólafía kveddi þessa jarðvist. Ég
kynntist þessari yndislegu konu
árið 1989 þegar ég tók að mér að
koma reglulega og þrífa húsið á
Freyjugötu þar sem hún bjó ásamt
bræðrum sínum, það mynduðust
strax sterk vináttubönd á milli okk-
ar sem styrktust með hveiju árinu.
Ólafía átti fallegt heimili sem skart-
aði mörgum dýrgripum því hún
hafði yndi af því að safna fögrum
hlutum sem hún kom af smekkvísi
fyrir, stundum varð mér á orði hve
margar vinnukonur á undan mér
væru búnar að þurrka af þessum
eða hinum antikskápunum og suss-
aði hún vinkona mín þá á mig og
svaraði að það væri engin vinnu-
kona í þessu húsi, hún Óiafía fór
ekki í manngreinarálit og talaði
með virðingu um alla. Oft var skraf-
að og mikið hlegið yfir kaffi og
heimabökuðum kökum hennar og
1955, gift Magnúsi
Ólafssyni, við-
skiptafræðingi, f.
12.3. 1950. Börn
þeirra eru: Sigurð-
ur Jarl, f. 1982, Lóa
Bára, f. 1984, Katr-
ín Þyri, f. 1988, og
Vala Sif, f. 1992.
2) Dagbjört Þyri
Þorvarðardóttir,
hjúki-unarfræðing-
ur, f. 19.3. 1958,
gift Guðna Krist-
inssyni, apótekara,
f. 13.4. 1953. Börn
þeirra eru: Krist-
inn Haukur, f. 1980, Hafsteinn
Óli, f. 1987, Guðni Dagur, f.
1990, og Elísabet Þórunn, f.
Í99L
Útför Ólafíu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
fannst mér oft unun að því að hlusta
á hana segja frá og þótt við værum
ólíkar í skoðunum, bæði í stjórnmál-
um og trúmálum, virtum við alltaf
skoðanir hvor annarrar og enduðum
alltaf umræður okkar sáttar. Já,
hún Ólafía sáði mörgum perlum í
hjarta mitt sem ég mun varðveita
í minningunni. Þegar veikindi Ólaf-
íu fóru að knýja óþægilega á dyr
fór hún að hafa meiri þörf fyrir
vináttu okkar sem leiddi til þess að
ég reyndi að heimsækja hana dag-
lega og fram á síðasta dag hélt
þessi mæta kona glettni sinni og
reisn.
í dag kveð ég þessa kæru konu
og bið almættið að blessa minningu
hennar og að styrkja alla ástvini
hennar í sorg þeirra og söknuði,
með minni vissu um að betri tími
taki við hjá henni því Biblían lýsir
svo fagurlega hvernig sjúkdómum,
öldrun og dauða verður útrýmt og
segir: „Guð mun sjálfur vera hjá
þeim, Guð þeirra. Og hann mun
þerra hvert tár af augum þeirra,
og dauðinn mun ekki framar til
vera, hvorki harmur né vein né
kvöl er framar til, hið fyrra er far-
ið. (Opinb. 21.3-4.)
Gunnhildur Gróa Jónsdóttir.
OLAFIA
ÞOR VALDSDÓTTIR
Kveðja frá íslenska
stærðfræðafélaginu.
Þegar sú fregn berst mér að Guð-
mundur Arnlaugsson sé látinn, sæk-
ir margt á hugann. Guðmundur var
góður vinur föður míns og ég minn-
ist þess hversu ljúfur og barngóður
hann var. Jafnframt man ég eftir
skemmtilegum skákþáttum hans og
hversu notalegan svip hann setti oft
á skákmót með sinni yfirveguðu ró.
Þættir hans í sjónvarpi um það sem
þá hét „nýja stærðfræðin" eru einn-
ig ógleymanlegir, enda límdust
margir við tækið þegar þeir voru á
dagskrá. Reyndar er framlag Guð-
mundar til þvers konar stærðfræði-
iðkunar á íslandi einkar markvert.
Fyrir utan að vera snjall lærifaðir
sem með yfirgripsmikilli þekkingu
og fáguðu handbragði vakti áhuga
margra kynslóða á stærðfræði gerði
hann margt annað til að efla við-
gang hennar. Ber sérstaklega að
geta þess þegar hann, ásamt fleiri
heiðursmönnum, stofnaði ísienska
stærðfræðafélagið árið 1947. Allt
frá stofnun þess félags var hann
boðinn og búinn að vinna því gagn.
Meðal annars sat hann hin síðari ár
í orðanefnd félagsins þar sem þekk-
ing hans og smekkvísi nutu sín vel.
Víst er um það að við fráfall
Guðmundar sjáum við í stærðfræða-
félaginu á bak einum af okkar bestu
félögum og vandfyllt það skarð sem
hann skilur eftir sig.
Blessuð sé minning Guðmundar
Arnlaugssonar.
Jón Ingólfur Magnússon.
0 Fleiri minningargreinar um
Guðmund Arnlaugsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð við
andlát og útför
SVANHILDAR MARGRÉTAR
JÓNSDÓTTUR,
sem andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Sólvangs.
Guðlaug Jónsdóttir, Haukur Bogason,
Þorleifur Jónsson, Jenný Lind Arnadóttir,
Bergur Jónsson, Gunnhildur Þorsteinsdóttir,
Unnur Sfmonar,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir s'endum við öllum þeim,
sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS JENSSONAR
prófessors
og fyrrv. forstöðumanns
Blóðbankans,
Laugarásvegi 3.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
aðhlynningar krabbameinssjúkra, KARITAS, og læknum og hjúkr-
unarfólki deildar 13-D, Landspítala, fyrir góða umönnun.
Erla Guðrún ísleifsdóttir,
Arnfríður Ólafsdóttir, Þórður Sverrisson,
ísleifur Ólafsson, Erna Kristjánsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Þorkell Sigurðsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar og tengda-
móður,
SIGRÚNAR KRISTÍNAR
JÓNSDÓTTUR
frá Söndum
í Miðfirði.
Sólrún Kristín Þorvarðardóttir,
Valgerður Þorvarðardóttir,
Halldóra Þorvarðardóttir,
Stefán Egill Þorvarðarson,
Kristján Einar Þorvarðarson,
Börkur Benediktsson,
Sigfús Jónsson,
Þórður Jónsson,
Guðrún Lára Magnúsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður og afa,
GEIRS GÍSLASONAR,
Bauganesi 42,
Skerjafirði.
Kristín Geirsdóttir, Steindór Gunnarsson,
Guðrún Dóra Steindórsdóttir, Geir Steindórsson,
Þorleifur Geirsson,
Þóra Geirsdóttir, Haraldur Harvey,
Magnús Haraldsson, Karitas Haraldsdóttir.
1
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim Vi
sem sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar, tengda- fCÉIlr* »• w
móður, ömmu og langömmu, LIV JÓHANNSDÓTTUR, ^h- ^
Silfurteigi 5, jjgÉ, I *r JSt
Reykjavík. ‘
Guðlaug Eiríksdóttir, ' Pétur Elíasson,
Hanna M. Eiriksdóttir, Edgar Guðmundsson,
Katrín Eiríksdóttir, Matthias Gunnarsson,
Jóhann Grétar Eiriksson, Þórey Jónmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og virðingu við andlát og útför
GUNNARS MÖLLERS
frá Siglufirði,
Safamýri 55.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
14G í Landspítalanum og heimaað-
hlynningar Karitas.
Nanna Þórðardóttir,
Þórður G. Möller, Ingibjörg S. Helgadóttir,
RögnvaldurG. Möller,
Helgi, Nanna og Gunnar.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útför bróður okkar,
ÁRNA JÚLÍUSAR
HALLDÓRSSONAR,
Viðimel 23,
Reykjavík.
Margrét Halldórsdóttir,
Anna Halldórsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
ÁRNA VILBERGS,
Rauðalæk 32,
Reykjavík.
Jónína Magnúsdóttir,
Svandis Árnadóttir, Sævar Jóhannsson,
Gylfi Vilberg Árnason, Soffía Guðlaugsdóttir
og afabörn.