Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 45
\
í
)
>
)
i
Ovænt endalok
Morgunblaðið/Amór
SIGURVEGARARNIR á stórmóti Bridsfélagsins Munins og Sam-
vinnuferða/Landsýnar, Jóhann Ævarsson og Júlíus Sigurjónsson.
á stórmóti Munins
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
JÚLÍUS Sigurjónsson og Jóhann
Ævarsson sigruðu í stórmóti Brids-
félagsins Munins og Samvinnu-
j ferða/Landsýn sem fram fór í
Reykjanesbæ sl. laugardag. Þeir
félagar hlutu 162 stig yfir meðal-
) skor en Dan Hansson og Erlendur
Jónsson, sem leitt höfðu nær allt
mótið, urðu í öðru sæti með 155
stig.
Um miðbik mótsins höfðu Dan
Hansson og Erlendur Jónsson náð
80 stiga forskoti á næsta par og
stefndi í einokun þeirra á toppsæt-
inu. Þeir höfðu þá hlotið 179 stig
yfir meðalskor en hjónin Þorlákur
a Jónsson og Jacqui McGreal voru í
'* öðru sæti með 99 stig. Fjórutn
I umferðum síðar voru Dan og Er-
lendur komnir í 6. sætið en sigur-
vegararnir Júlíus og Jóhann voru
þá í 8. sæti. Sviptingarnar héldu
áfram og enduðu með þessari niður-
stöðu:
Július Siguijónss. - Jóhann Ævarsson 162
Dan Hansson - Erlendur Jónsson 155
Isak ðm Siprðss. - Þröstur Ingimarss. 151
Hrólfur Hjaltason - Valur Sigurðsson 142
Bj örn Theodórsson - Sigfús Om Ámason 113
Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 110
Siprður Sverrisson - Ásmundur Pálsson 97
JacquiMcGreal-ÞorlákurJónsson 90
Góð þátttaka var í mótinu eða
43 pör. Spilaður var Monrad-tví-
menningur þar sem efstu pörin spil-
uðu jafnan saman og voru spiluð
60 spil eða 15 umferðir.
Að þessu sinni var spilað í félags-
heimili bridsspilara á Suðurnesjum
og er þetta fyrsta stóra mótið sem
þar fer fram og ekki það síðasta.
Það er alltaf skemmtilega sérstakur
blær á þessu móti en félagar í
Muninn bjóða í aðra tána að spila-
mennsku lokinni. Þá eru og veitt
nokkur aukaverðlaun þar sem dreg-
in eru út nöfn spilara.
Keppnisstjóri og reiknimeistari
var Sveinn R. Eiríksson.
Jón Viktor Gunnarsson
unglingameistari
SKÁK
Unglingameistara-
mót íslands.
Skákmiðstöðinni, 15.—17.
nóvember
JÓN Viktor Gunnarsson, 16 ára,
varð unglingameistari íslands í
flokki 20 ára og yngri um helgina.
Jón varð heilum vinningi á undan
næsta manni. Hann gerði einungis
jafntefli við Braga Þorfinnsson sem
varð annar. í verðlaun fær Jón Vikt-
or ferð á skákmót erlendis sem
vafalaust kemur í góðar þarfir.
Næsta verkefni hans og annarra
ungra íslenskra skákmanna er þátt-
taka á alþjóðlega Guðmundar Ara-
sonar mótinu í desember.
Úrslitin urðu þessi:
1. Jón Viktor Gunnarsson 6 'U v.
2. Bragi Þorfinnson 5 'A v.
3. Einar Hjalti Jensson 5 v.
4. -5. Orri Freyr Oddsson og Stefán
Kristjánsson 4'A v.
6.-11. Björn Þorfinnsson, Hjörtur
Þór Daðason, Atli Hilmarsson, Berg-
steinn Einarsson, Hliðar Þór Hreins-
son og Þórir Júlíusson 4 v.
Ein skák með sigurvegaranum:
Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson
Svart: Einar Hjalti Jensson
Evans bragð
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4
- Bc5 4. b4 - Bxb4 5. c3 - Ba5
6. d4 - exd4 7. 0-0 - Bxc3?!
Það er órökrétt að leyfa hvítum
að losa sig við riddarann á bl án
þess að tapa tíma. Betra er 7. -
Rge7 eða 7. - dxc3 eins og í frægri
léttri skák Bobby Fischers og Reu-
bens gamla Fine árið 1958. Hún
tefldist áfram: 8. Db3 - De7 9.
Rxc3 - Rf6? 10. Rd5! - Rxd5 11.
exd5 - Re5 12. Rxe5 - Dxe5 13.
Bb2 - Dg5 14. h4 - Dxh4 15.
Bxg7 - Hg8 16.
Hfel+ - Kd8 17.
Dg3! Og Fine gaf.
8. Rxc3 - dxc3 9.
Db3 - Df6 10. e5 -
Dg6 11. Dxc3 -
Rge7 12. Rg5 - 0-0
13. Bd3
Svartur á nú úr
vöndu að ráða. 13. -
f5 14. exf6 - Dxf6
15. Bxh7+ - Kh8 16.
Dh3 vinnur hvítur
strax og eftir 13. -
Dh5 14. Bxh7+ - Kh8
15. Be4 hótar hvítur
16. f4 og síðan Hf3-
h3.
13. - Rf5 14. g4 - d5
Nú vinnur hvítur mann fyrir þijú
peð. En þetta var betri kostur en
14. - Rfd4?! 15. Da3! (ekki 15.
Bxg6 - Re2+) 15. - f5 16. exf6
- Dxf6 17. Bxh7+ - Kh8 18. Be4
með mjög sterkri sókn.
15. exd6 - h6 16. gxf5 - Bxf5
17. Bxf5 - Dxf5 18. Rf3 - cxd6
19. Bb2 - f6 20. Rd4 - Dd7 21.
Rxc6 - bxc6 22. Hacl - Hfc8
23. Hfdl - Hab8 24. Ba3 - d5
25. Bc5 - Hb5 26. Dd4 - Hcb8
27. Hc3 - Hbl 28. Hxbl - Hxbl+
29. Kg2 - Df5 30. Hg3 - Hcl
31. De3 - Hc2 32. a3
- d4?
Hvítur stóð betur að
vígi, en þetta er upp-
gjöf.
33. Bxd4 - c5 34.
Bxf6 - Dxf6 35.
Db3+ - c4 36. Dxc2
og svartur gaf
skömmu síðar.
Drengja- og
telpnaflokkur
Skáksamband ís-
lands heldur_ keppni á
Skákþingi íslands í
drengja- og telpna-
flokki (fædd 1981 og
síðar) dagana 23.-24.
nóvember. Teflt er í Skákmiðstöð-
inni Faxafeni 12.
Tefldar verða 9 umferðir eftir
Monrad kerfi og er umhugsunar-
tíminn hálftími á skákina. Fyrstu
fímm umferðirnar verða tefldar á
laugardaginn frá kl. 13-19 og hin-
ar fjórar á sunndaginn kl. 13-17.
Þátttökugjald er 800 krónur og
skráning er á mótsstað hálfri
klukkustund áður en taflið hefst.
Ingvar Ásmundsson er í 11-21.
sæti eftir að tefldar hafa verið sex
umferðir á heimsmeistaramóti öld-
unga í Bad Liebenzell í Þýska-
landi. Ingvar hefur 5 ‘A vinning og
jafnir honum eru m.a. stórmeistar-
inn Kraidman, ísrael og alþjóðlegu
meistararnir Bouwmester, Hollandi
og Arkhangelskí, Rússlandi. Tíu
skákmenn eru jafnir og efstir með
sex vinninga. Það eru stórmeistar-
arnir Uhlmann, Krogius, Vasjukov,
Súetin, Forintos og Lein, alþjóðlegi
meistarinn Klovans og þeir Ka-
talymov, Baumgartner og Lubosjik.
Mótinu lýkur um næstu helgi.
Margeir Pétursson
Jón Viktor
Gunnarsson.
3
I
I
I
I
j
I
i
W*AE>AUGL YSINGAR
FÉLAGSSTARF
Félag sjálfstæðismanna
í Langholtshverfi
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Val-
höll í kvöld kl. 20.30. -
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins verður Inga Jóna Þórðar-
dóttir, borgarfulltrúi.
Uppboð á lausafjármunum
Eftirtaldir lausafjármunir verða boðnar upp við lögreglustöðina, Vest-
urgötu 17, Ólafsfirði, föstudaginn 29. nóvember kl. 14.00:
Rafmagnslyftari, árg. 1972.
Einnig verða boðnir upp óskilamunir, reiðhjól o.fl.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
Ólafsfirði, 18. nóvember 1996.
Sýslumaðurinn í Ólafsfirði,
Björn Rögnvaldsson.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Hæðgargarður 10, þingl. eig. Margrét Herdis Einarsdóttir, geröar-
beiðendur Byggingarsjóður ríksins, húsbréfadeild Húsnæðisstofnun-
ar, sýslumaðurinn á Höfn og íslandsbanki hf. útibú 527, 26. nóvem-
ber 1996 kl. 15.00.
Meðalfell, þingl. eig. Einar Þórólfsson, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður ríkisins, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, 26. nóvember
1996 kl. 14.00.
Vesturbraut 2, þingl. eig. Prentsmiðja Hornafjrðar, gerðarbeiðandi
sýslumaðurinn á Höfn, 26. nóvember 1996 kl. 16.00.
Sýslumaðurínn á Höfn,
18. nóvember 1996.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp í Aðalstræti 92, Patreks-
firði, miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 16.00:
JS 622 TK 201 HZ 588 YD 356 LX 881
XM 123 HK 342 SJ 274 KG211
Einnig veröur boðið upp eftirtalið lausafé:
UF 816 Ursus D355 dráttarvél, árg. 1982.
ZN 061 IMT dráttarvél, árg. 1985.
ZE 914 IMT dráttarvél, árg. 1983.
Lyftari Manitou 4RM 30 NP 4-hjóladrifinn, lyftigeta 3.000 kg.
ZE 907 Massey Ferguson dráttarvél, árg. 1982.
ELHO rúllupökkunarvél (óskráningarskylt tæki).
JL 0074 Steinbock Boss rafmagnslyftari.
Lausafé úr þrotabúi Arnarkjörs hf., kt. 620393-2239.
Sýslumaðurínn á Patreksfirði,
18. nóvember 1996.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
■ Barnaheill
- bættur hagur barna
Uppeldisnámskeið
Barnaheill halda námskeið fyrir uppalendur
barna á Grand Hótel Reykjavík fimmtudags-
kvöldið 21. nóvember nk. kl. 20.00.
Leiðbeinendur verða sálfræðingarnir Mar-
grét Halldórsdóttir og Þórkatla Aðalsteins-
dóttir og er viðfangsefnið agi og uppeldi
barna.
Skráning og frekari upplýsingar fást á skrif-
stofu Barnaheilla í síma 561 0545.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Foreldralína Barnaheilla.
Smá ouglýsingor
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. Rb.10. = 14611198 -
N.K.
□ Hlín 5996111919 VI 2
I.O.O.F. Rb. 4 = 14611198
M.I.S.
□ Edda 5996111919 II 7
Lífssbólinn,
Veslurbcr,! 73. sími SS7-707O.
Haldið verður
heigarnámskeið í
ilmolíumeðferð og
sogæðanuddi
helgina 23.-24.
nóvember.
Leiðbeinandi:
Selma Júlíusdótt-
ir, ilmolíufræðingur.
ADKFUK
Holtavegi
Fundur i kvöld kl. 20.30.
Kvöldstund með fjórum systrum.
Rúna, Stína, Edda og Lilja
Gísladætur sjá um fundinn.
Allar konur velkomnar.
KROSSINN
Samkoma í kvöld kl. 20.30 með
Burnie Sanders.
Einnig verður samkoma með
honum á fimmtudagkvöldið kl.
20.30 og á sunnudag.
Mlðlun
Pýramídinn -
andleg
miðstöð
Skyggnilýsingarfundur
Björgvin Guðjóns-
son, miðill, verður
með skyggnilýs-
ingarfund fimmtu-
dagskvöldið 21.
nóv. kl. 20.30.
Húsið opnað kl.
19.30. Forsala aðgöngumiða í
Pýramidanum og við inngang-
inn. Einnig eru örfáir einkatímar
lausir.
Símar 588 1415 og 588 2526.
CEBD
FERÐAfÉLAG
# ÍSLANDS
‘AÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Laugardagur 23. nóvember
Árshátíð (uppskeruhá-
tíð) Ferðafélags íslands
Þetta veröur sannkölluð upp-
skeruhátíð fyrir alla félaga, ekki
félaga, ferðalanga, ekki ferða-
langa og aðra sem vilja mæta,
en auðvitað eru allir hjartanlega
velkomnir á fyrstu árshátíð
Ferðafélagsins í eigin félags-
heimili i Mörkinni 6.
Dagskrá: Gestum verður heilsað
með fordrykk og Ijúfum gítartón-
um kl. 19.00 er húsið verður
opnað. Glæsilegt veisluhlaö-
borð, fjölbreytt skemmtiatriði,
happdrætti með góðum vinning-
um og dans fram á nótt.
Við viljum sérstaklega hvetja
þátttakendur úr ferðum sum-
arsins til að mæta og hitta
ferðafélagana.
Verð aðeins 2.900 kr.
Pantanir og miðar-á skrifstof-
unni, s. 568 2533, fax 568 2535.
Ferðafélag islands.
’W
1
í-