Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
EIWSTAKUR
84% ALOE VERA
hand- og lílcams-
áburðurinn frá
JASON
á engan sinn líka.
Gæðin tandurhrein
og ótrúleg.
Fæst meðal annars
í öllum apótekum
á landinu.
mmsm
Gómsætar jólakrásir á glæsilegu jólahlaðborði.
Rammíslenskir jólasveinar, söngurog lifandi tónlist
FjÖRUKRÁIN - FJARAN - FJÖRUGARÐURINN
Slrandgötu 55 • Hafnarfirði • Sími 565 1890 • Fax 565 1891
Félagsfundur
Nýjar leiðir í kjarasamningum
- hlutverk fyrirtækja -
Samtök iðnaðarins halda opinn fund um nýjar leiðir í komandi
kjarasamningum miðvikudaginn 20. nóvember nk.
ld. 8.00-10.00 árdegis.
Vinnuveitendasambandið hefur lagt fram hugmyndir um nýjar
leiðir við gerð kjarasamninga. Þar er gert ráð fyrir því, að ábyrgð
og hlutverk einstakra fyrirtækja verði annað og meira en hefur
tíðkast. Tilgangurinn er sá, að breyta og bæta vinnutilhögun
innan fyrirtækjanna sem skili sér í bættum kjörum starfsmanna.
Samtökin hvetja alla sína félagsmenn til þess að sækja fundinn.
Frummælendur:
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvstj. VSI.
Geir A. Gunnlaugsson, framkvstj. Marels hf.
Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar hf.
Almennar umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri:
Tími:
Staður:
Haraldur Sumarliðason, formaður SI.
Miðvikudagur 20. nóvember nk.
kl. 8.00 árdegis.
Gullhamrar, Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
IDAG
Með morgunkaffinu
BROSTU nú. í brúðkaup-
um eiga menn að gleðjast.
ÞÁ ertu aftur kominn tvær
mínútur fram yfir tímann.
HÖGNIHREKKVÍSI
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Óskilakettir í
Kattholti
MARGIR óskilakettir
eru í Kattholti um þessar
mundir. Einn af mörgum
köttum sem nú dvelur
uppi í Kattholti er svart-
ur fressköttur sem er
bæklaður á framfæti og
er honum mjög í mun
að komast heim til sín.
Sigríður Heiðberg brýnir
fyrir þeim, sem tapað
hafa ketti, að hafa sam-
band upp í Kattholt og
athuga hvort þeirra dýr
gætu verið þar.
Gæludýr
Kettlingur
óskast
ÓSKAÐ er eftir 8-10
vikna læðu á gott heim-
ili. Vinsamlega hringið í
síma 557-4585.
SKAK
Umsjón Margrir
Fétur.sson
STAÐAN kom upp á
Evrópumóti í atskák í Cap
d’Agde í Frakklandi í haust.
Spánski stórmeistarinn
Jorge Magem-Badals
(2.570) var með hvítt, en
sjálfur FIDE heimsmeistar-
inn Anatólí Karpov
(2.775) hafði svart og átti
leik.
50. — Bh3+! og hvítur
gafst upp. 51. Kxh3 — Dhl
er mát og eftir 51. Kh2 —
Dfl er hvítur
óveijandi mát á
g2.
20 skákmenn
tóku þátt á mót-
inu. Fyrst voru
háðar undan-
rásir, en síðan
útsláttarkeppni.
Karpov varð
hlutskarpastur,
hann sigraði
Hollendinginn
Loek Van Wely
í úrslitahrað-
skákum eftir að
atskákum
þeirra lauk báð-
um með jafn-
tefli. Heildarröðin varð: 1.
Karpov, Rússlandi 2. Van
Wely, Hollandi, 3. Akopjan,
Armeníu, 4. Hracek, Tékk-
landi, 5. Gelfand, Hvíta-
Rússlandi, 6. Lautier,
Frakklandi, 7. Smirin, Isra-
ei, 8. Curt Hansen, Dan-
mörku, 9. Adams, Eng-
landi, 10. Leko, Ungveija-
landi, 11. Gelk, Rússlandi,
12. Short, Englandi, 13.
Azmaiparashvili, Georgíu,
14. Smagin, Rússlandi, 15.
I. Sokolov, Bosníu, 16.
Ehlvest, Eistlandi, 17. Va-
iser, Frakklandi 18. Ma-
gem, Spáni, 19. Bauer,
Frakklandi og 20. Pia
Cramling, Svíþjóð.
• b c d « | g h
SVARTUR leikur og mátar.
Víkveiji skrifar...
AÐ eru svo sem engin ný sann-
indi, að samþykktir og
ákvarðanir landsfunda og flokks-
þinga stjórnmálaflokka endur-
spegli ekki endilega viðhorf al-
mennings og jafnvel ekki almennra
stuðningsmanna viðkomandi
flokka. Engu að síður er athyglis-
vert að sjá hvað mikill munur er
á niðurstöðu flokksþings Alþýðu-
flokksins í formannskjöri og skoð-
un hins almenna borgara á því,
hvað hefði verið Alþýðuflokknum
fyrir beztu.
Eins og menn muna var lítill
munur á þeim Sighvati Björgvins-
syni og Guðmundi Árna Stefáns-
syni í formannskosningu á flokks-
þingi Alþýðuflokks. Gallupkönnun
leiddi hins vegar allt annað í ljós
um viðhorf kjósenda til þess, hver
væri bezt fallinn til að taka við
af Jóni Baldvini Hannibalssyni,
sem formaður Alþýðuflokks.
Samkvæmt niðurstöðu þeirrar
könnunar, sem skýrt var frá hér í
blaðinu í fyrradag, töldu 52,8%
kjósenda, að Sighvatur Björgvins-
son væri bezt til þess fallinn.
Næstflestir tilnefndu Rannveigu
Guðmundsdóttur eða 21,5%. Guð-
mundur Árni Stefánsson var í
þriðja sæti með aðeins 14,3% og
Óssur Skarphéðinsson hlaut 9,2%.
Nú er það vissulega svo, að al-
mennir kjósendur ráða hvorki kjöri
trúnaðarmanna á slíkum flokks-
þingum né ályktunum. Hins vegar
þurfa flokkarnir að leita eftir fylgi
þessara sömu kjósenda, þegar
kemur að kosningum. Og þá getur
hætta verið á ferðum, ef trúnaðar-
menn flokkanna eru langt frá því
að taka ákvarðanir, sem samrým-
ast sjónarmiðum kjósenda.
xxx
NÝLEGA barst Morgunblaðinu
grein til birtingar um alvar-
legt mál, þar sem m.a. var spurt,
hvort „teipun“ unglinga væri rétt-
lætanleg. Höfundur brást vel við
ósk blaðsins um að breyta þessu
orðalagi. Það er auðvitað alkunna,
að í fagmáli ýmissa starfshópa er
notað alls kyns slangur og er
blaðamannastéttin ekki undanskil-
in.
Það er hins vegar hætta á ferð-
um, ef þetta slangur verður að rit-
máli. Á degi íslenzkunnar var m.a.
spurt, hvort Islendingar væru að
verða tvítyngd þjóð. Bandaríska
dagblaðið Wall Street Journal
varpaði því fram fyrir nokkrum
árum, að hér væri orðið til tungu-
mái, sem á ensku mætti kalla „Icel-
ish“.
Vonandi verða umræður um
þessi mál, t.d. á degi íslenzkunnar,
til þess að fólk vakni til vitundar
um nauðsyn þess að vernda málið
og rækta sterka málvitund með
uppvaxandi kynslóðum.
xxx
IFYRRADAG birtist hér í blaðinu
kafli úr bók, sem m.a. fjallar
um Gunnar Ragnars, fyrrum for-
stjóra Útgerðarfélags Akur-
eyringa, þar sem hann talar opin-
skátt um það álag, sem á honum
hafi hvílt í því starfi og áhrif þess
á heilsufar hans. Fyrir þá, sem
starfa við fjölmiðla, er sérstakt
umhugsunarefni, hvað atgangur
þeirra hefur verið honum mikil
raun.
Það þarf mikinn kjark til þess
að tala af svo mikilli hreinskilni,
sem Gunnar Ragnars gerir í þess-
ari bók. Með því stuðlar hann að
því á afar virðingarverðan hátt,
að sjúkdómur og þjáningar, sem
lengi hefur verið farið með sem
feimnismál, njóti meiri skilnings
en hingað til. Þeir, sem hafa til-
hneigingu til að leyna sjúkdómi
sínum eða aðstandenda sinna af
ótta við fordæmingu eða skiln-
ingsleysi umhverfis síns, öðlast
aukið sjálfstraust við það, að sjá
einstakling, sem gegnt hefur mik-
ilvægum trúnaðarstörfum í at-
vinnulífi og stjórnmálum, tala með
þeim hætti, sem Gunnar Ragnars
gerir.