Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 53

Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 53 FÓLKí FRÉTTUM Tískan á Skólavörðustíg VERSLANIR við Skólavörðu- stíg kynntu varning sinn á tískusýningu á Kaffi Reykjavík í síðustu viku. Þegar ljósmynd- ari Morgunblaðsins leit inn stóð yfir nærfatasýning frá verslun- inni Misty en fyrirsæturnar áttu það allar sameiginlegt að vera mæður og höfðu verið fengnar í starfann eftir heimsókn í búð- ina. Vel var mætt á sýninguna og mæltist hún vel fyrir hjá gestum. Kynnir var Bryndís Schram. MARÍA Lovísa fatahönnuður, Herdís Þorsteinsdóttir og Helga Harðardóttir. Morgunblaðið/Golli FYRIRSÆTA sýnir föt frá Misty. IMýjar hljómplötur Sólóplatan breyttist í hlj ómsveitarplötu HUÓMSVEITIN góðkunna Jet Black Joe lagði upp laupana snemma á árinu og forðum leiðtogar hennar hafa þegar tekið upp hvor í sínu lagi; Páll Rósinkrans er að leggja loka- hönd á plötu og Gunnar Bjarni Ragn- arsson, sem var aðal- sprauta Jet Black Joe, sendi fyrir skemmstu frá sér nýja breiðskífu sem hann vann með nýrri hljómsveit sinni, tríóinu Jetz. Gunnar Bjarni Ragn- arsson segir að þegar Jet Black Joe hafi hætt störfum hafi ýmislegt efni verið í smíðum og þegar þeir félagar náðu ekki samkomulagi um framhaldið ákvað hann að taka upp tónlist einn og gefa út undir nafn- inu Jet Black. „Þegar ég var kominn af stað með það fékk ég Guð- laug Júníusson með mér á trommur, enda komst ég að því að ég væri hörmulegur trommu- leikari," segir hann og hlær við. Leiðtogi rokksveitarinn- ar JetBlack Joe var Gunnar Bjarni Ragnars- son. Hann hefur nú tek- ið höndum saman við unga bræður og stofnað nýja hljómsveit, Jetz, sem sendi frá sér fyrstu plötuna fyrir stuttu. „Kristinn bróðir hans var oft með Gulla þegar við vorum að taka upp og hljóp í skarðið öðru hvoru á bass- ann. Ég vissi af lagi sem Kiddi átti og bað hann að leyfa mér að nota það. Þá kom ekkert annað til greina en að hann myndi syngja það og allt í einu var orðin til hljómsveit og sóló- platan breyttist í hljómsveitarplötu." Gunnar Bjarni segist hafa verið orðinn dauðleiður á að vinna allt einn. „Þegar ég vann fyrsta lagið á plöt- unni var mér farið að líða undarlega, ég spilaði á öll hljóðfæri og saknaði þess að einhver segði mér hvað væri ómögulegt og hvað gott,“ segir hann og bætir við að þegar svo var komið, þeir voru orðnir þrír í sveitinni og samstarfið gekk eins vel og raun bar vitni fannst honum Jet Black nafnið ekki eiga við lengur. „Eftir miklar vangaveltur varð ofaná að kalla hljóm- sveitina Jetz, kannski vorum við bara of latir til að finna annað nafn,“ segir hann og hlær. Jetz er tríó en fleiri koma við sögu, því sveit- ina skipa auk þeirra fé- laga hljómborðsleikar- inn Þórhallur Bergmann og annar gítarleikari, Einar Hjartarson, aukin- heldur sem Móeiður Jún- íusdóttir syngur lag á plötunni og væntanlega líka á tónleik- um, „þegar liggur vel á henni“. Heið- rún Anna Björnsdóttir syngur bak- raddir á plötunni, en þar sem hún er stödd í Liverpool við nám er Marín Manda Magnúsdóttir í sveitinni. „Það má segja að Jetz sé samvinnuverk- efni frekar en fastmótuð hljómsveit," segir Gunnar Bjami, „í raun gæti nánast hver sem er slegist í hópinn eða þá að við værum bara þrír á tón- leikum. Þetta er laust í reipunum og skemmtilegt fyrir vikið, en við ákváð- um að hljómsveitin væri bara við þrír, því hin komu svo seint inn í verkið." Ungir og ferskir Gunnar Bjami segir að eflaust svipi tónlistinni að einhveiju leyti til tónlist- arinnar sem Jet Black Joe lék og hann samdi að mestu, en að sínu viti sé hún mjög frábragðin og léttara yfír henni. „Það er erfítt að fara að meta þetta svö skömmu eftir að við tókum þetta upp, en tónlistinni hefur verið vel tekið. Hún hefur í sjálfu sér ekki þróast mikið síðan við tókum plötuna upp, það hefur einfaldlega ekki verið tími til eins eða neins," segir Gunnar Bjami, en hann fór meðal annars til Liverpool í nám á sínum tíma og hugðist ljúka við plöt- una ytra. Hann bætir við að eflaust Gunnar Bjarni Ragnarsson eigi þeir félagar eftir að fara nýjar leiðir þegar tími gefíst til að semja og vinna lög saman. „Við era að æfa sem stendur, að koma okkur í gang, en þó við höfum leikið á einum tón- leikum, hituðum upp fyrir Blur, þá var lítið að marka þá tónleika, við vissum ekki alveg hvað við vildum." Gunnar Bjami segir að það hafí mörg lög orðið útundan þegar valið var á plötuna, lög sem féllu ekki að því sem þeir vildu ná fram. „Strákam- ir höfðu sitt að segja með það hvem- ig platan varð á endanum, þeir vora ekki eins hrifnir af öllu sem ég var að gera, komu inn ungir og ferskir," segir Gunnar Bjami að lokum. Nýkomið frá Óðinsgötu 2, slmi 551 3577 teg. 5800 Yndisleg bómufl Brjóstahaldari m/spöngum kr. 1.390 teg. 4070 Nærbuxur kr. 1.090 ■■ w®>‘' hamborgarar W á háifviröi. Gildiralla m Jfe* þriðjudaga f í október og nóvember '96. 50% afsláttur af öllum hamborgurum Annar afsláttur gildir ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.