Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 60
MORGUSBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUWCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Bankakerfið á Islandi mun óhagkvæmara en á hinum Norðurlöndum
Rekstrarkostnaður hlut-
fallslega hæstur hérlendis
ÍSLENSKA bankakerfið er mun dýr-
ara og óhagkvæmara í rekstri en
bankakerfi hinna Norðurlandanna,
samkvæmt nýrri skýrslu OECD um
rekstur bankastofnana í aðildarríkj-
unum á árunum 1985-1994. Tölur
yfír íslenska banka og sparisjóði er
þar nú að fínna í fyrsta sinn.
Fram kemur að hlutfall rekstrar-
kostnaðar af niðurstöðutölu efna-
hagsreiknings hefur verið mun hærra
hjá bönkum og sparisjóðum á íslandi
undanfarin ár, en hjá slíkum stofnun-
um á Norðurlöndum. Þá hefur hlut-
fall vaxtamunar og framlaga í af-
skriftarreikning sömuleiðis verið
hærra hér á landi, en afkoman óvíða
lakari, hin allra síðustu ár.
Langmesti vaxtamunurinn
Samkvæmt skýrslunni var rekstr-
arkostnaður hjá íslenskum banka-
stofnunum um og yfir 5% af niður-
stöðutölu efnahagsreiknings á árun-
um 1990-1994, en 2-3% að jafnaði
hjá bönkum og sparisjóðum í Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi. Á þessu
er aðeins ein undantekning, því
rekstrarkostnaður sænskra banka
mældist 5,35% á árinu 1992 og
6,46% árið 1993, en þar virðast liggja
að baki sérstakar ástæður.
Hlutfall rekstrarkostnaðar var t.d.
2,38% í danska bankakerfinu á árinu
1994, 3,28% hjá sænskum viðskipta-
bönkum, 2,48% hjá norskum við-
skiptabönkum og 2,9% hjá norskum
sparisjóðum, en 4,79% hér á landi.
Vaxtamunurinn var sömuleiðis að
jafnaði mun meiri hér á landi á árun-
um 1990-1994, en í Svíþjóð, Noregi
og Danmörku. Á árinu 1994 var hlut-
fall hreinna vaxtatekna af niður-
stöðutölu efnahagsreiknings t.d.
3,83% í danska bankakerfínu, 2,56%
hjá sænskum viðskiptabönkum,
2,92% hjá norskum viðskiptabönk-
um, 4,14% hjá norskum sparisjóðum
Rekstrarkostnaður
banka og sparisjóða
sem hlutfall af
niðurstöðu efnahagsreiknings
— jSLAND, viðsk.b. og sparisjóöir
.....ISLAND, viðskiptabankar
—— NOPEQUR, sparisjóðir
1 SVIÞJOÐ, viðskiptabankar
—— ÞYSKALAND, sparisjóðir
—— DANMÖRK, viðsk.b. og sparisj.
en langhæst eðá 4,71% í íslenska
bankakerfinu.
Munur á milli stofnana
Verulegur munur er á stærð banka-
stofnana í einstökum löndum og eru
íslenskir bankar og sparisjóðir hlut-
fallslega mjög smáir. Þá kann munur
að vera á starfsemi stofnana í einstök-
um löndum. T.d. kann hluti af hús-
næðislánakerfínu að vega þyngra í
erlendum bönkum, þannig að efna-
hagsreikningurinn sé stærri erlendis
fyrir vikið og kostnaðarhlutföll lægri.
Eins kann stærri hluti af starfsemi
fjárfestingarlánasjóða, sem hér er al-
mennt haldið utan við bankakerfíð,
að vera hjá einhveijum stofnunum í
samanburðarlöndunum. Hins vegar
þykir ljóst að þetta skýri ekki að fullu
óhagstæða útkomu íslenska banka-
kerfísins í samanburðinum.
■ Vaxtamunur/16
Tölfræðirit á vegum
ESB um menntamál
>
Islendingar
með í næstu
útgáfu
MENNTAMÁLARÁÐUNEYT-
IÐ er um þessar mundir að
undirbúa þátttöku íslendinga í
tölfræðiritinu Key Data on
Education in the European
Union með því að afla sem víð-
tækastra upplýsinga frá skól-
um landsins.
í tölfræðiritinu eru saman-
burðarhæfar upplýsingar um
menntamál í öllum löndum
Evrópusambandsins (ESB) auk
nokkurra landa sem standa
utan ESB. Að sögn Margrétar
Harðardóttur deildarstjóra
mats- og eftirlitsdeildar
menntamálaráðuneytisins hafa
íslendingar verið þátttakendur
í Upplýsinganetum mennta-
mála í Evrópu (Eurydice) frá
1994, en tölulegar upplýsingar
héðan verða í fyrsta sinn í út-
gáfu næsta árs.
■ Sjálfsmat/34
VR vill breytta samningsgerð
Markaðslaun í
stað launataxta
í KRÖFUGERÐ Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur, sem kynnt var í
gær, er lagt til að í næstu kjara-
samningum verði annars vegar gerð-
ir grunnkjarasamningar sem kveði
á um lágmarksprósentuhækkun
launa og hins vegar verði gerðir
starfsgreina- eða fyrirtækjasamn-
mgar með það að markmiði að
hækka lægri laun sérstaklega.
VR vill að launataxtar falli að
öðru leyti niður og samið verði um
svokölluð markaðslaun, þar sem
samningsaðilar beiti sér fyrir vönd-
uðum launakönnunum til viðmiðunar
við ákvörðun um launahækkanir í
fyrirtækjunum.
Samning til þriggja ára
VR kynnti Vinnuveitendasam-
bandi íslands kröfugerð sína í gær.
Félagið hefur ekki greint frá því
hversu mikilla launahækkana verður
krafist en er reiðubúið að gera samn-
ing til lengri tíma en hingað til hef-
ur tíðkast, jafnvel til þriggja ára.
Áhersla er Iögð á að viðhalda
stöðugleika, auka kaupmátt og
stytta vinnutíma. Vill félagið að kja-
rasamningar verði gerðir með þeim
hætti, að þeir hvetji til framleiðni-
aukningar og að í samningum verði
ákvæði um framleiðniráð og ábata-
skiptakerfi þar sem launþegar njóti
hlutdeildar í framleiðniaukningunni.
Lýsir félagið sig einnig reiðubúið til
að ræða sveigjanlegan vinnutíma,
færa frídaga í miðri viku að helgi
og skipta orlofi í sumar- og vetraror-
lof.
■ Lægri laun/31
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Stórhríð í Eyjum
Verkstæðisbíll sprakk í loft upp
„Feikilegt högg, eins og
keyrt hefði verið á húsið“
VERKSTÆÐISBÍLL sprakk í loft
upp við dæluhús Hitaveitu Egilsstaða
og Fella við Urriðavatn laust fyrir
klukkan sjö í gærkvöldi. Tvo menn,
sem staddir voru í öðru dæluhúsi
"■^kammt frá, sakaði ekki og slökkvi-
iiði tókst að veija dæluhúsið
skemmdum.
Bifreiðin, sem var af Mercedes
Benz-gerð, var í eigu verktaka á
Egilsstöðum, Valdimars Benedikts-
sonar. Bíllinn var innréttaður sem
verkstæði, m.a. með logsuðutækjum
og tilheyrandi gaskútum. Valdimar
ög hitaveitustjórinn, Guðmundur
Davíðsson, unnu við að ræsa viðbót-
ardælur hitaveitukerfisins vegna
mikils frosts eystra. Verkstæðisbíll-
inn var í gangi meðan þeir fóru á
bíl Guðmundar 80-100 metra leið í
annað dæluhús.
„Himinninn varð rauður“
„Við vorum að athuga dæluna inni
í dæluhúsinu þegar við heyrðum gíf-
urlega sprengingu. Þetta var feiki-
legt högg, eins og keyrt hefði verið
á húsið,“ sagði Guðmundur í samtali
við Morgunblaðið. „Það suðaði í
hausnum á manni lengi á eftir.“
Hvellurinn heyrðist alla leið til
Fellabæjar, tveggja til þriggja kíló-
metra leið. íbúar á Egilsstöðum sáu
hvernig „himinninn varð rauður“ yfir
slysstaðnum, að sögn sjónarvotts.
Margir urðu til að tilkynna lögreglu
og slökkviliði sprenginguna.
Að sögn Guðmundar kviknaði
feiknarlegt bál í bílflakinu, en talið
er sennilegt að gaskútar í bílnum
hafí sprungið. Um tlma óttuðust
menn að eldurinn kæmist í dæluhús-
ið, en slökkviliðið á Egilsstöðum kom
fljótlega á vettvang og tókst að varna
því.
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
MIKIL snjókoma og skafrenn-
ingur var í Vestmannaeyjum í
gær. Óveðrið skall á laust fyrir
hádegi með austanátt, ofan-
komu og skafrenningi og síð-
degis var orðið illfært víðast
hvar í bænum. Björgunarfélag
Vestmannaeyja var kallað út
um klukkan hálf fimm til að
aðstoða fólk sem fest hafði bíla
sína og einnig til að aka börnum
heim af leikskólum og koma
fólki heim eftir vinnu. Snjó-
ruðningstæki bæjarins reyndu
að halda götum færum en höfðu
ekki undan og bílar voru fastir
víðsvegar um bæinn.
Adolf Þórsson, formaður
Björgunarfélagsins, var í
stjórnstöð félagsins og sagði að
stanslaus útköll hefðu verið frá
því að þeir komu til starfa og
enn var nóg að gera um klukk-
an tíu í gærkvöldi. Ofankoman
fór minnkandi síðla kvölds en
miklum snjó hafði kyngt niður
og skóf jafnharðan þar sem
snjóruðningstæki fóru um.
Skaflar á annan metra á dýpt
fylltu sumar götur í bænum í
gærkvöldi og erfitt var að ryðja
þar sem bílar voru sums staðar
á kafi í sköflunum. Á myndinni
sjást félagar úr Björgunarfé-
lagi Vestmannaeyja aðstoða við
að losa bíl sem stóð fastur á
miðri götu í Foldahrauni í stór-
hríðinni í gærkvöldi.