Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C 268. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst ekki ætla að deila völdunum Tsjemomyrd- ínreynir til þrautar Minsk. Reuter. VÍKTOR Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, kom til Hvíta- Rússlands í gærkvöld til að reyna að miðla málum í deilu Alexanders Lukashenkos, forseta landsins, og þingsins. Aðaldagur umdeildrar þjóðaratkvæðagreiðslu er á sunnu- dag en andstæðingar Lúkashenk- os segja, að hún kunni að færa honum alræðisvald. Litið er á komu Tsjernomyrdíns sem síðustu tilraunina til að koma á einhvers konar sáttum. Lúkashenko hefur hingað til virt að vettugi áskoranir ýmissa ríkja um að hætta við þjóðarat- kvæðagreiðsluna og í fyrradag neitaði hann að mæta á sáttafund, sem Rússar vildu halda í Smol- ensk. í viðtali við rússnesku frétta- stofuna Interfax í gær kvaðst hann ekki ætla að deila völdunum með neinum. Þá ítrekaði hann á fundi í borginni Brest, að ekki yrði hætt við þjóðaratkvæða- greiðsluna. Aðeins á færi Rússa Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, lýsti í gær áhyggjum af þróun mála í Hvíta-Rússlandi og Dariusz Rosati, utanríkisráðherra Póllands, sagði, að Lúkashenko hefði haft að engu stjórnarskrá síns eigin lands. í Bretlandi hefur sendiherra Hvíta-Rússlands verið kvaddur á fund í utanríkisráðu- neytinu og Norður-Atlantshafs- þingið hefur skorað á vestrænar ríkisstjórnir að viðurkenna ekki þjóðaratkvæðagreiðsluna í Hvíta- Rússlandi. Erlendir sendimenn segja hins vegar ljóst, að Rússar einir geti haft áhrif á Lúkashenko. Olíkt rík- isstjórnum í öðrum nágrannaríkj- um hefur Moskvustjórnin forðast að gagnrýna Lúkashenko opinber- lega. Samstaða á rússneska þinginu Svo virðist sem samstaða sé á rússneska þinginu um hvernig skuli tekið á þessu máli og voru forsetar beggja þingdeildanna í för með Tsjernomyrdín. Gennadí Seleznjov, forseti dúmunnar, sagði í Moskvu í gær, að þeir vildu fá Lúkashenko til að samþykkja, að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði að- eins leiðbeinandi og sérstakri nefnd yrði falið að fjalla um stjórn- arskrána. Þá myndu andstæðingar forsetans á þingi hætta við áætl- anir um að lýsa vantrausti á hann. f \ Reuter ANNA Vaneeva gefur geitunum, sem hún er með í íbúðinni sinni i fjölbýlishúsi í Mínsk. Engar efnahagsumbætur hafa orðið í Hvita- Rússlandi og Anna verður að framfleyta sér á tæpum 1.000 kr. ísl. á mánuði. Hún segist samt styðja Lúkashenko. Fjöldamótmæli gegn króatísku stjóminni Zagreb. Reuter. TUGÞÚSUNDIR manna komu í gærkvöld saman á aðaltorginu í Zagreb, höfuðborg landsins, til að fagna því, að Króatíustjórn hafði gefist upp við að reyna að loka vin- sælli og óháðri útvarpsstöð í land- inu. Var þetta mesta fjöldasamkoma í landinu síðan það varð sjálfstætt 1991. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi og austurrískir þingmenn gagnrýndu Króatíustjóm harðlega í gær fyrir að ætla að loka óháðu útvarpsstöðinni Radio 101 en á mið- vikudag var hún svipt útvarpsleyfi af „lagalegum ástæðum". Var leyf- inu úthlutað til annarrar stöðvar, sem er ekki til nema á pappírnum, en eigandi hennar er í tengslum við stjórnarflokkinn. Táknrænt fyrir óánægjuna með Tudjman Reuter Á ANNAÐ hundrað þúsunda manna fagnaði á aðaltorginu í Zagreb í gærkvöld þegar ríkisstjórnin gafst upp við að Ioka vin- sælli útvarpsstöð. Bar fólkið kerti eins og í mótmælunum gegn kommúnistum fyrir nokkrum árum. Hvalveiðar í Noregi Stefnt að útflutningi Ósló. Morgunblaðið. HUGSANLEGT er, að stjórnvöld í Noregi afnemi bann við útflutningi á hvalafurðum strax á næsta ári. Þá hafa þau einnig í hyggju að auka veiðikvótann. Síðastliðin tíu ár hefur hrefnan verið á svokölluðum CITES-lista yfir dýr í útrýmingarhættu en Norðmenn eru nú að leggja síðustu hönd á rann- sóknarskýrslu þar sem fram kemur að hrefnustofninn er nú stærri en hann hefur verið í langan tíma. Er áættað, að í honum séu um 112.000 dýr og því út í hött að flokka hrefn- una með dýrum í útrýmingarhættu. Raunar er gengið svo langt í CITES- samþykktinni að segja, að hrefnan standi verr en úlfar og birnir og vegna þess er útflutningur á hvalaf- urðum bannaður. 700 dýr næsta ár Norðmenn ætla að leggja niður- stöður sínar fyrir CITES-ráðstefnu í Zimbabwe í júní á sumri komanda og segjast ekki efast um, að þá verði hrefnan tekin af fyrrnefndum lista ogJ)ar með opnað fyrir útflutning. A þessu ári var hrefnukvótinn 425 dýr og búast flestir við, að hann fari í um 700 dýr á því næsta. Ivan Zvonimir Cicak, formaður Helsinki-nefndarinnar í Króatíu, hvatti í gær allt „fijálshuga fólk“ til að safnast saman þá um kvöldið á aðaltorginu í Zagreb, höfuðborg landsins, og sýna þannig í verki stuðning sinn við Radio 101. Honum varð líka að ósk sinni því að talið er, að á annað hundrað þúsunda manna hafi safnast saman í mið- borginni. „Pólitíska andrúmsloftið í Zagreb er svipað og var 1989,“ sagði króat- ískur fréttaskýrandi. „Við erum orð- in þreytt á einræðistilburðum stjórn- arinnar og Franjo Tudjmans forseta. Radio 101 er aðeins táknræn fyrir óánægjuna." Kynlífshneykslin í Belgiu Þingið biðurum frekari rannsókn Brussel. Reuter. ÞING Belgíu samþykkti í gær tillögu þingnefndar um að biðja æðsta dómstól landsins að rannsaka frekar ásakanir á hendur Elio Di Rupo aðstoðar- forsætisráðherra, sem er sagð- ur hafa haft kynmök við drengi undir lögaldri. Málið hefur valdið miklum titringi innan samsteypustjórnar sós- íalista og kristilegra demó- krata og er talið geta orðið henni að falli. Þingið samþykkti tillögu þingnefndarinnar með 103 at- kvæðum gegn 20. Eftir at- kvæðagreiðsluna svaraði Je- an-Luc Dehaene forsætisráð- herra fyrirspurnum um ásak- anirnar og lýsti þá yfir stuðn- ingi við Di Rupo. Stjórnarand- stæðingar á þingi sökuðu hann þá um að meta líf stjórnarinn- ar meira en grundvallarspurn- ingar um siðferði. Æðsti dómstóll landsins á að skila skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar ekki síðar en 9. desember. Þingnefndin tek- ur síðan ákvörðun um hvort svipta eigi Di Rupo þinghelgi og óska eftir því að hann verði ákærður. Neitar sakargiftum Di Rupo, sem er hommi, segir ekkert hæft í því að hann hafi haft mök við unga drengi og talsmaður hans sagði i gær að hann hygðist ekki segja af sér. Belgísk dagblöð tóku í gær að vefengja trúverðugleika vitnisins, sem ásakanirnar eru byggðar á. ■ Jaðrar við móðursýki/20 Afbrota- unglingar merktir London. Reuter. VERÐI frumvarp, sem nú liggur fyr- ir breska þinginu, samþykkt, verður leyfilegt að merkja unga brotamenn með rafrænum hætti. Unglingar, sem gerst hafa sekir um einhver afbrot, eru oft settir í útgöngubann á kvöldin og nóttunni og tilgangur frumvarpsins er að auð- velda eftirlit með því, að það sé virt. Er þá átt við unglinga frá 15 og allt niður í tíu ára aldur en í nokkur ár hafa staðið yfir tilraunir með raf- rænar merkingar brotamanna, sem eru 16 ára og eldri. Afbrot unglinga og jafnvel barna eru mikið hitamál í Bretlandi en tal- ið er, að af sjö milljón afbrotum ald- urshópsins 10 til 17 ára leiði aðeins 3% til handtöku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.