Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 21

Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 21 Marsgrjótið of dýrt UPPBOÐ var haidið í New York í gær á nokkrum loftsteinum frá Mars en eigand- inn fékk ekki nógu gott boð, lét sér ekki nægja rúmar 70 milljónir króna og á því steinana áfram. Sá stærsti er á stærð við greipaldin. Fundist hafa alls 40,8 kíló af marsgrjóti ájörðunni en aðeins 3,6 kíló eru í eign einkaaðila. Héðinn Stefánsson er stöðvarstjóri Sogsstöðva hjá Landsvirkjun. Hann er Vélfrœðingur... Starf hans er fólgið í umsjón með daglegum rekstri þriggja stöðva: Ljósafossstöðvar, Irafossstöðvar og Steingrímsstöðvar. Hann stjórnar eftirliti með vélbúnaði, viðhaldi og keyrslu margbrotinna og flókinna tækja. t ISJáníiri upplvsingar v Atvmnurehendur! Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bædi bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nán«iri upplýsingar /ggfa. Vélstjórafélag 'IEwlslands Borgartúni 18, 105 Kevkjavíki Sími: 562-9062 ■ ■ Reuter Verðmæt frímerki VAXANDI eftirspurn er eftir fágætum frímerlqum. Safnarar eiga þess kost að sjá sjaldgæf merki að verðmæti 100 milljóna dollara, 6,7 milljarða króna, á sýningu, sem opnuð verður í New York um helgina. Þar verður m.a. sýnd fjórblokkin af „Bakfalls Jenný“, sem slegin var 1989 á 1,1 milljón dollara, jafnvirði um 73 milljóna króna. Við skiptum við SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Rokke eign- ast Frionor Ósló. Morgunblaðið. NORWAY Seafoods, norskt dóttur- fyrirtæki RGI, fyrirtækjasamsteypu Kjells Inge Rokkes, hefur tryggt sér meirihluta í Frionor, einu stærsta útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki Noregs. Mikil andstaða hefur verið við kaupin í Noregi vegna þeirra yfir- burða aðstöðu, sem það hefði skap- að Rokke á sviði veiða og vinnslu. Meðal annarra hafði Karl Eirik Schjott-Pedersen sjávarútvegsráð- herra lýst efasemdum um þau. Til þess að blíðka yfirvöld, sem óttast hafa að fiskvinnslan í Norð- ur-Noregi væri að færast á fárra hendur, hefur verið gert um það samkomulag, að norðurnorska fyr- irtækið Nokom kaupi 40% hluta- bréfa Frionor í veiða- og vinnslufyr- irtækinu Myregruppen, sem rekur tvo ísfiskstogara. Einnig hefur Norway Seefood lýst því yfir, að Melbu-fiskvinnslu- fyrirtækið í Troms verði helsta fisk- löndunar- og úrvinnslufyrirtæki Frionor. Ætti það að hafa í för með sér aukin umsvif Melbu. Velta Norway Seafoods nemur um 50 milljörðum íslenskra króna á ári eftir kaupin á Frionor. Umferð hafin um Ermar- sundsgöng London. Reuter. TAKMÖRKUÐ umferð vöruflutn- ingalesta hófst í gærmorgun um Ermarsundsgöngin og sögðust tals- menn Eurotunnel, sem rekur göng- in, búast við, að starfsemin yrði komin í eðlilegt horf eftir nokkra daga. Tvær flutningalestar óku frá Dover í Englandi til Calais í Frakk- landi árla í gærmorgun og ein í gagnstæðaátt strax að því loknu. Oryggisnefnd ganganna heimilaði að allt að sex lestar gengju í hvora átt á 90 mínútna fresti. Takmarka verður umferðina, þar sem lestar á leið til Englands verða að flytja sig á milli ganga skömmu áður en þær koma að staðnum, þar sem bruninn varð á. Fulltrúi Eurotunnel sagði, að gert væri ráð fyrir, að allt að þijár vikur myndi taka að ljúka fullnaðar- viðgerð vegna skemmda er urðu af völdum bruna í flutningalest sl. mánudagskvöld. Vegna brunans varð að loka göngunum fyrir allri umferð í rúma tvo sólarhringa, en það er í fyrsta sinn sem umferð stöðvast um göng- in, sem tekin voru í notkun fyrir tveimur árum. Hondúras Flóð leggja borgar- hluta í rúst Tegucigalpa. Reuter. ÁTTA manns að minnsta kosti hafa týnt lífi og allt að 40.000 misst heimili sín í flóðum í norð- urhluta Hondúras að und- anförnu. Hrun norskra laxastofna Sjúkdómar og menmm orsakir nrminhloAiA Ósló. Morgunblaöið. VÍSINDAMENN í Noregi telja nú líklegast að sjúkdómar, mengun og aukinn sjávarkuldi hafi valdið hruni villtu laxastofnanna, þeir séu nú samanlagt aðeins um 7.000 t. Alls hefur 41 stofni verið útrýmt og 50 að auki eru í hættu, að sögn vísindamanna í Þrándheimi. Ekki veiddust nema 835 t í fyrra og hefur veiðin ekki verið lélegri í hálfa öld. Mikilvægustu orsakir hrunsins eru taldar vera súrt regn og nýting vatnsorkunnar í ánum. Á hinn bóginn er einnig bent á að framieidd eru um 250.000 t af eldislaxi á ári og meira sleppur af fiski frá þeim á hveiju ári en veiðist af villtum laxi. Frelsingjarnir blandast síðan villta fiskinum og geta valdið breytingum á erfðaeiginleikum er gera fiskinn mun viðkvæmari fyrir sjúkdómum. í sumum ám hafa 80% af laxinum reynst vera eldislax er sloppið hefur úr stöðvunum. Hitabeltisúrhelli hefur verið í Hondúras í 11 daga sem vald- ið hefur því að ár hafa flætt yfir bakka og aurskriður fallið. Af þessum sökum er fá- tækrahverfið La Lima í San Pedro Sula, næst stærstu borg landsins, farið undir vatn. Embættismenn sögðu í gær, að enn hefði ekki verið hægt að meta hugsanlegt tjón á ban- anaekrum landsins, en ræktun bjúgaldins er mikilvægasta at- vinnugreinin í þessum hluta Hondúras, einu fátækasta ríki heims. Leita föður Tutank- amons í erfðavísum London. The Daily Telegraph. BRESKIR vísindamenn hyggjast heíja rannsókn á því hverjir sváfu hjá hveijum við hirð egypsku faraó- anna og er markmiðið að komast að því hver hafi verið faðir sjálfs Tut- ankamons. í verkefninu er gengið út frá því að gerður verði gagna- banki með sýnum úr egypskum múmíum, sem eru í söfnum víðs veg- ar um heiminnn. Vísindamennirnir munu notast við erfðaefni tekið úr múmíum til að átta sig á því hve rammt hafi kveðið að lauslæti og sifjaspellum á tímum faraóanna. Verður beitt sömu aðferð- um og notaðar hafa verið við lausn nauðgunar- og faðernismála hér á landi þegar sýni hafa til dæmis verið send til Noregs. „Það eru sannfærandi vísbending- ar um að aðallinn hafi gifst og átt böm innan fjölskyldunnar," sagði Rosalie David, stjórnandi verkefnis- ins og yfirmaður Egyptalandsdeildar safns Manchester-háskóla. Föt ur rifiluðu flaueli Kjolar ÍOO% bómull St. 90-140 Verð kr. 3.900 St. 90-160 Jakki frá kr. 3.300 Buxur frá kr. 1.900 Vcsti frá kr. 1.700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.