Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 31 LISTIR James Bond og X- skýrslumar mæt- ast á Jökulfjörðum Lúðrasveit verkalýðs- ins í Lang- holtskirkju ENN á ný er komið að tónleik- um Lúðrasveitar verkalýðsins og verða þeir að þessu sinni haldnir á sunnudaginn kemur kl. 17 í Langholtskirkju. A efnisskránni verður; Festiv- al March eftir C.M. von Weber; Adagio eftir Franz Krommer, Einleikur á klarinett: Sveinhild- ur Torfadóttir og Elva Dögg Melsteð; 2 Gymnopediur eftir Satie; Lítil fúga í g-moll eftir J.S. Bach; Toccata Marziale eft- ir R.V. Williams; Voluntary VIII eftir Stanley; Frönsk svíta eftir Millhaud, Kaflar: I Normandie, III lle de France, Iv Alsace- Lorrraine og V. Provence; Was- hington Post eftir marsakon- unginn J.P. Sousa; Radetzky Mars eftir J. Strauss eldri. Sveitina skipa nú 44 hljóð- færaleikarar, flest ungt fólk sem stundar tónlistarnám í tón- listarskólum á höfuðborg- arsvæðinu. Aðgangur er ókeypis. Málaðar svart-hvítar ljósmyndir SVALA Sigurleifsdóttir opnar sýningu á máluðum svart-hvít- um ljósmyndum ájarðhæð Suð- urgötu 7, (horni Vonarstrætis og Suðurgötu) föstudaginn 22. nóvember. Svala er fædd á í Isafirði 1950. Hún stundaði myndlist- arnám í MHÍ og í skólum í Denver, Kaupmannahöfn, Ósló og New York. Hún hefur sýnt ein og með öðrum, heima og erlendis. Sýningin stendur til 8. des- ember. Opið er alla daga frá kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis. Sýningu Rogers framlengt í ANDDYRI Norræna hússins hefur staðið yfir sýning á leir- verkum eftir finnska listamann- inn Roger Westerholm. Sýningunni átti að lýka 24. nóvember en nú hefur verið ákveðið að framlengja sýning- una til 1. desember. Hún er opin daglega frá kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19. BÓKMENNTIR Spcnnusaga AMETYST. LJÓS DAUÐANS Gústaf Gústafsson. Skjaldborg 1996.261 bls. ÍSLENSKAR afþreyingarbók- menntir hafa átt sér fremur skrykkj- ótta sögu og er það miður því hætt er við að háar bókmenntaeikurnar riði til falls ef ekki er neinn lággróð- urinn til að skýla þeim. íslenskar bókmenntir þarfnast þess að sæmi- lega ritfærir menn skrifi eitthvað annað en Nóbelshæfa doðranta því bæði er það að meginþorri lesenda hefur einfaldlega engan áhuga á því að lesa hátimbruð bókmenntaverk og eins styrkir innlend spennu-, hryll- ings- og ástarsagnagerð tilfinningu lesenda og höfunda fyrir grunnþátt- um eins og fléttu og spennu sem góð frásögn getur varla verið án. Vanda- málið við hérlendar afþreyingarbækur hefur þó einkum verið að þær skortir þann sennileika sem þessi tegund bókmennta byggir svo sterkt á þegar allt kemur til alls. Byssubardagar í Austurstræti eru einfaldlega óraun- sæir og leynileg rannsóknarstöð Bandaríkjamanna á Jökulfjörðum er ekki síður lítt til þess fallin að skjóta traustum stoðum undir atburðarás sem annars væri spennandi. Nú verð- ur því ekki í móti mælt að atburðarás margra spennusagna erlendra höf- unda er ekki alltaf upp á marga físka og að margt er þar ótrúlegt og furðu- legt, enda ekki annars að vænta, spennusagan er þegar upp er staðið eins konar fullorðinsævintýri. En reyndir spennusagnahöfundar í fremstu röð eins og t.d. Fredrick Forsythe, Robert Ludlum eða Tom Claney, vita að lesendur þeirra eru tilbúnir til að fyrirgefa höfundi ævin- týralegan söguþráðinn svo lengi sem hann heldur sig innan ramma þess líklega og svo lengi sem furðumar eru bættar upp með hafsjó upplýsinga um her- og fjarskiptatækni, stjómmál og sögu enda eru spennusögur nútím- ans ekki hvað síst tæki lesenda til að átta sig á valdahlutföllum og tæknikunnáttu samtímans. Spennu- sögumar em lesnar vegna þess að í þeim er nýjasta tækni og vísindi sett í samhengi við valdaátök sem þorri fólks þekkir úr fréttum. Spennusagan púslar brotunum saman í heillegri frásögn sem heldur manni við efnið. Þessi góða regla er því miður margbrotin í sögu Gústafs Gústafs- sonar. Sagan af rúmenska vísinda- manninum Gogol og íslenska blaða- manninum Atla sem lenda inn í miðri hringiðu átaka milli stórveldanna er reyndar læsileg framan af og prýðis- skemmtan þrátt fyrir að þekkingu á hátækni og nýjustu rannsóknum á herfræðisviðinu sé nokkuð ábóta- vant. Týpurnar eru náttúrulega allar í steríó en það er haganlegt steríó og rímar vel við ævintýrakennda at- burðarásina sem þó nær því að vera spennandi. Reyndar er hún svo spennandi að ótrúverðugleiki frá- sagnarinnar af bardögum bandaríska hersins og leyniþjónustunnar við málaliða rússneskra nasista í Vatns- leysufirði í Jökuifjörðum gleymist um stund og lesandi nýtur þess eins að vera staddur í miðjum eltingaleikn- um. En svo fer allt út um þúfur. Sagan sem lengst af er í einskonar Ian Fleming-stí! þar sem stefnan er sett á heimsyfirráð eða dauða verður allt í einu að X-skýrslu. Álfar og huldufólk birtast og taka virkan þátt í atburðum og til að bæta gráu ofan á svart kemur í ljós að þessir álfar eru einskonar geimverur sem nú melda sig beint hjá forseta Banda- ríkjanna og ræða við hann í gegnum faxtæki. Hámarki nær þessi ójarð- neska íhlutun þegar „góðu geimver- urnar“ (það eru nefnilega til vondar geimverur líka og þær hafa gert eins- konar rannsóknar- og þróunarsamn- ing við Bandaríkjastjórn) bjarga söguhetjunum á Keflavíkurveginum. Þar koma sannarlega „guðir úr vél“ eins og í Evrípedesarharmleik og redda málunum. James Bond er allt- af skemmtilegur og X-skýrslurnar eru það líka. Saman er þetta tvennt hins vegar ekki jafnvel lukkað. Kristján B. Jónasson. TÍUNDA INNSÝNIN AÐ l'ANGA HUGSÝNINA James Redfield .Mclsðluhófundur CELHSTINE H.WDRJTSINS „Tíunda innsýnin er heillandi framhald af fyrri bók James Redfield - Celestine handritinu. Fyrir mér opnar tessi töfrandi saga nýja sýn og vísar eið fyrir mannkynið í átt að því eina, sem skiptir raunverulega máli, þegar upp er staðið, kærleikanum." Kristín Snœhólm, dagskrárgerðarkona LEIÐARLJ*S ehf. Fyrirlestrar - Ráðgjöf- Námskeið - Utgáfa Sími: 435 6800. Fax: 435 6801 Brekkubæ, Hellnum, 355 Snæfellsbæ. Afgreiðsla í Reykjavík, sími: 567 3240. ,Okkar markmið er... að hjálpa þér að ná þínu!“ Metsölubókin sem fer sigurför um heiminn... ...er sjálfstætt framhald af margfaldri metsölubók CELESTINÉ HANDRITINU, sem selst hefur í rúmlega fimm milljón eintökum og hefur verið á New York Times listanum yfir söluhæstu bækur í 110 vikur. „í ævintýralegum og spennandi söguþræði er okkur sýnt fram á hversu andleg auðlind, sterk sjálfsmeðvitund og kærleikur kemur til með að skipta miklu máli í framtíðinni - þegar við siglum inn í nýja tíma.“ Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur „Tíunda innsýnin setti hugsanir mínar um andleg málefni í skýrara samhengi, auk þess sem hún var skemmtileg aflestrar. Mannkynssagan verður aldrei söm ásýndar eftir að þú hefur lesið Tíundu innsýnina.“ Guðjón Bergmann, kynningarfulltrúi og blaðamaður Til marks um trú manna hjá Warner Books á velgengni þessarar bókar, þá prentuðu þeir 1.000.000 eintök í fyrstu prentun. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. Verö kr. 2.990 innbundin. Teg. 1812 Svartir og brúnir St. 36-41 Kr. 8.990 Teg. 1814 Svartir og brúnir St. 36-41 Kr 6.990 Nýjar sendingar á alla aldurshópa SKÓVERSLUNIN Teg. 1800 Svartir og brúnir St. 36-41 Kr. 5 490 Teg. 1797 3rúnir St. 3641 Kr. 5.490 Teg. 1299 Svartir St. 40-46 Kr. 6.290 KRINGLUNNI SÍMI 568 9345 SKO GLliGGINN REYKJAVIKURVEGI Sími 565-4275 PÓSTSENDUM < i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.