Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 M0RGUN3LAÐIÐ FRÉTTIR Fj ár málaráðherra heldur ráðstefnu um nýskipun í ríkisrekstri Morgunblaðið/Asdís NOKKUÐ á annað hundrað manns sótti ráðstefnu um nýskipan í ríkisrekstri sem haldin var í Reykjavík í gær á vegum fjármálaráðuneytisins. Fækkun verkefna og dreifing valds meðal markmiða Markmið nýskipunar í ríkisrekstri er að skipulag og starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að ríkið geti sinnt skyldum sínum við borgarana á eins hagkvæman, skjótvirkan og árangursríkan hátt og unnt er og að opinber þjónusta sé svo skilvirk að hún gefí íslenskum fyrirtæk]’um forskot í vaxandi al- þjóðlegri samkeppni. FRIÐRIK Sophusson fjár- málaráðherra skýrði frá nýjum markmiðum í ríkis- rekstri í erindi sínu á ráð- stefnu um nýskipan í ríkisrekstrin- um sem haldin var á Hótel_ Sögo í gær undir yfirskriftinni „Árangur og markmið til aldamóta. Ráðherra segir að þessum mark- miðum verði náð með fækkun á verkefnum ríkisins, með því að dreifa valdi og ábyrgð til þeirra sem stjórna daglegum rekstri á hveijum stað og aðskilja ábyrgð á rekstri frá pólitískri stefnumörkun. Fjármálaráðherra rifjaði í fyrstu upp hvernig hlutur hins opinbera í þjóðarbúskapnum hefði aukist mjög á iýðveldistímanum, hann hefði ver- ið 20% árið 1950 en 42% árið 1989. Kvaðst hann vona að yfirstandandi áratugur myndi einkennast af við- spymu gegn útgjaldaþenslu og skuldasöfnun. Nýskipan í ríkis- rekstri sagði ráðherra eiga rætur f þeirri staðreynd að ekkert félag fengi staðist nema að tekjur þess stæðu undir útgjöldum. Sífelldur hallarekstur ríkissjóðs leiddi til þess eins að „smám saman brestur skuldafjötruð stjórnvöld getuna til að gera allt það góða sem kjósend- ur vilja gjöra, vegna sívaxandi af- borgana. Ekki má heldur ofmeta hlutverk ríkisvaldsins í efnhags- og atvinnu- málum eins og okkur íslendingum hefur stundum hætt til.“ Sagði hann stjórnmálamenn ekki búa til störf, það gerðu fyrirtækin, en stjórnmálamenn sköpuðu góð rekstrarskilyrði. Ráðherra sagði fækkun verkefna ríkisins gerast með femu móti: Heilir málaflokkar eru fluttir til sveitarfélaga, unnið er að einka- væðingu ríkisfyrirtækja og sölu á hlut ríkisins í fyrirtækjum, rekstrar- formi ríkisfyrirtækja breytt til dæmis eins og gert verður með Póst og síma um næstu áramót og í fjórða lagi fækkar verkefnum rík- isins með útboðum. Sameining sýslumanna og framhaldsskóla? Ríkisstarfsmönnum fækkar um 20% á þessu ári með flutningi grunnskóla og breytingu Pósts og síma í hlutafélag. Þá hafa um þrjú þúsund manns keypt hlutabréf í einkavæddum fyrirtækjum fyrir um 2,1 milljarð króna frá árinu 1992. Ráðherra sagði áformað að breyta rekstrarformi ríkisbankanna og fjárfestingarlánasjóða á næsta ári þannig að fjármagnsmarkaðurinn yrði sem mest í höndum einkaaðila, útboð vegna rekstrar og þjónustu yrðu aukin og rætt væri um samein- ingu stofnana víða í ríkiskerfinu, meðal annars framhaldsskóla, sýslumannsembætta, heilbrigðis- stofnana og rannsóknastofnana. Annað meginatriði í nýskipan sagði fjármálaráðherra vera að koma nýjum viðhorfum í starfs- mannamálum í framkvæmd. Kjarni nýju starfsmannalaganna væri að flytja vald og ábyrgð á starfs- mannamálum til forstöðumanna ríkisstofnana. Skipað hefði verið sérstakt samningaráð forstöðu- manna ríkisstofnana til að fylgjast með kjarasamningum og móta áherslur þeirra. Væri þetta upphaf að eins konar vinnuveitendasam- bandi ríkisstofnana þar sem for- stöðumenn þeirra myndu í framtíð- inni taka meiri þátt í kjarasamning- um ríkisvaldsins. Eiríkur Tómasson prófessor fjall- aði um breytingar á nýjum starfs- mannalögum og sagði markmið þeirra að jafna réttarstöðu og auka sjálfstæði forstöðumanna ríkis- stofnana, m.a. til að ákveða starfs- mönnum viðbótarlaun ef hæfni, álag eða árangur þeirra gæfu til- efni til. Forstöðumönnum væru nú sett erindisbréf þar sem tilskilið væri að þeir settu markmið varð- andi rekstur og verkefni. Þetta kall- aði á nýjan hugsunarhátt á öllum sviðum, gæfi kost á meiri sveigjan- leika og ætti að miða fjárveitingar framvegis við verkefni stofnunar en ekki fjölda stöðugilda. Minna starfsöryggi Ögmundur Jónasson, alþingis- maður og formaður BSRB, ræddi breytt umhverfi starfsmannsins og sagði að inntakið í nýju lögun- um um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna sem samþykkt voru á þingi sl. vor væri stjórn- endahyggja sem byggðist á oftrú á skipulagi sem byggi í haginn fyrir stjórnandann. Gagnrýndi hann þessa stefnu og sagði for- stjóra ríkisstofnana fá svigrúm til að segja mönnum upp störfum sem þýddi minna starfsöryggi, biðlaun væru úr sögunni og forstjóri gæti þvingað fólk til að starfa allt að hálft ár eftir að það segði upp, þ.e. þrjá mánuði umfram uppsagn- arfrest. Þá sagði hann rangnefni að tala um viðbótarlaun, ætlunin væri sú að búa til launakerfi þar sem grunnlaun vega minna en nú ger- ist en ofan á þau bættist síðan álag. „Með þessu móti er hluti launamyndunarinnar á valdi for- stjórans, hann verðlaunar þá sem gera vel en hinir sem ekkert fá geta væntanlega sjálfum sér um kennt. Með þessum hætti er ætl- unin að örva starfsmenn til dáða, brýna þá eins og önnur verkfæri," sagði Ögmundur ennfremur. Þá sagði Ögmundur að „eftir því sem grunnlaun vega minna í launa- mynduninni en viðbótin meira, þeim mun meira verður starfsmaðurinn háður þeim sem viðbótina skammt- ar enda leikurinn til þess gerður að hann fái á honum matarást," og sagði hann mjög mikilvægt að rugla ekki saman greiðslum af þessu tagi, á forsendum forstjóra, og umsömdum launahækkunum á forsendum kjarasamninga stéttar- félaga. Ráðhús Reykjavíkur jgj innkeyrsla í kjallara fráTjarnargötu SS f|§ Bflastæðasjóður Könnunarpróf í raungreinum 1992 Ekkisetiðá niðurstöðunum SLÖK niðurstaða úr könnunarpróf- um í raungreinum, sem lögð voru fyrir nemendur í nokkrum grunn- skólum árið 1992, var meðal þess sem réð þeirri ákvörðun að taka þátt í fjölþjóðlegu TIMSS-rannsókn- inni á raungreinakunnáttu barna. Guðríður Sigurðardóttir, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að niðurstöðurnar hafi einnig verið hafðar til hliðsjónar við nám- skrárgerð. Allyson Macdonald sagði í viðtali sem birtist í gær í Morgunblaðinu að lokaniðurstöður könnunarprófs- ins hefðu aldrei birst þó ekki hefði þurft nema nokkurra vikna vinnu til að ljúka við þær. „Heildarniðurstað- an hefur ekki verið send út eða birt en það hefur verið tekið mið af henni,“ segir Guðríður. „Þetta er ekkert sem hefur verið setið á, held- ur þvert á móti hefur verið bent á það hversu alvarlegt ástandið væri og tekið mið af því. Niðurstöður ein- stakra skóla voru sendar til þeirra." RÁÐGJÖF • BÓKHALD • SKATTAADSTOD • KAUP OG SALA FYRIRTÆKJA == ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Höfum í einkasölu sérhæft þjónustufvrirtæki á sviði hreingerninga. Fyrirtækið er búið fullkomnum tækjum og áhöldum og er starfrækt í rúmgóðu húsnæði. Góð viðskiptasambönd. Uppl. einungis á skrifstofunni. VIÐSKIPTAÞJÓNUS TAN ■ 'fó/r///tr/t/t-)/írf- /A//y/rú//u' Knstinn B. Ragnavsson, viðskiptafrœðingur SíDumúla 31 • 10H Rcykjavík • Sími 568 9299 • Fax 568 1945 ) I I | \ i > i i i I I I r » i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.