Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 12

Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HÆTT er við að fjöldi hrossa fari í fyrsta sinn yfir áttatíu þúsund á þessu ári. Utlit er fyrir litla sem enga haustslátrun fullorðinna hrossa en talið er að um þrjú þúsund hross bíði slátrunar. Þrengir að hjá hrossa- bændum Blikur eru á lofti í hrossarækt eftir að mark- aður fyrir hrossakjöt í Japan hrundi þegar upp kom þar skæð bakteríusýking. Valdi- mar Kristinsson kannaði hveijir eru mögu- leikar á útflutningi hrossakjöts um þessar mundir og hvaða áhrif þetta markaðshrun hafí á fjölgun hrossa og ástand beitarmála. OHÓFLEGUR fjöldi hrossa í landinu hefur á síðustu árum valdið áhyggjum þótt heldur hafi dregið úr fjölgun. Á milli áranna ’94 og ’95 fækkaði hrossum um 315 sem þykja góð tíðindi. Stærstan þátt í þessari þróun er að rekja til Japansmarkað- ar sem nú virðist hruninn í bili að minnsta kosti eftir að upp kom al- varleg matareitrun þar af völdum coli-bakteríu. Ekki er Ijóst á þessari stundu hvert stefnir með útflutning á hrossakjöti. Útflutningur til Japans stöðvaðist alveg fyrst eftir að sýkingin kom upp og var ekkert seit þangað í einn mánuð. Síðan hefur farið þangað í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna eitt tonn á mánuði. Ljóst þyk- ir að haustslátrun á Japansmarkað verði nær engin en möguleikarnir sem ekki eru miklir á afsetningu liggi á innanlandsmarkaði og í frysti þar sem verð er lágt, innan við tíu þúsund krónur fyrir hrossið. Á nýafstöðnum aðalfundi Félags hrossabænda var bent á að hægt væri að afsetja fullorðin hross í loð- dýrafóður þar sem fengjust tvö þús- und krónur fyrir hrossið. Hjá Kaup- félagi Skagfirðinga upplýsti Ágúst Viðarsson að þeir væru tilbúnir að greiða krónur 5000 fyrir hrossið í loðdýrafóður. í skýrslu stjórnar F.H. segir að ekki hafi verið mögulegt að stefna á útflutning til slátrunar í Belgíu eða Frakklandi en ef ekki rættist úr yrði það kannað fyrir næsta haust. Markaðurinn góður að ári? Aron Reynisson hjá S.H. kvaðst bjartsýnn á að Japansmarkaður yrði kominn í iag næsta haust. Reynslan sýndi að þegar slík fár kæmu upp tæki um ár að ná sömu sölu og var áður. Benti hann þar á, máli sínu til stuðnings, kúariðuna í Bretlandi og ormasýkingu í fiski í Þýskalandi ’92. í skýrslu F.H. segir ennfremur að ef Japansmarkaður muni jafna sig sé vitað um áhuga Japana á að kanna hversu mikið megi fita hross án mikiis tilkostnaðar. Eins og kunnugt er ræðst verð á kjöti á Japansmarkaði mest af því hversu vel það er fitusprengt og er talið að auka megi verðmæti þess veru- lega með mikilli fítun. Til greina komi að tvískipta verðlagningu og greiða hærra verð fyrir kjöt sem er betur fítusprengt. Vert er að hafa hugfast þegar rætt er um þennan markað að aðeins eru tekin sex vetra hross og eldri og því ekki hagkvæmt að framleiða hross sér- staklega fyrir þennan markað. Greiddar hafa verið um 23 þúsund krónur fyrir hrossið að meðaltali og ljóst að hér er aðeins um afsetning- armarkað að ræða fyrir hross sem af einhverjum ástæðum nýttust ekki til reiðar eða folaldseignar. Þrjú þúsund hross bíða slátrunar En það er óvissan sem nagar menn um þessar mundir. Ólíklegt er að hægt verði að halda ijölgun hrossa í skefjum þetta árið. Ekki er tekið á móti hrossum til slátrun- ar í sláturhúsum og heyrst hefur að menn norður í landi hafi grafíð eldri hross sem afsett voru en ekki er þar um staðfestar fregnir að ræða. Þá má ætla að um þijú þús- und hross, sex vetra og eldri séu á biðlista eftir slátrun. Annað áhyggjuefni eru beitar- málin sem eru nátengd hrossaljölda og afsetningarmöguleikum. Undanfarin ár hafa menn keppst við að lýsa áhyggjum yfir gegndar- lausri fjölgun hrossa og almennt verið talið að hámarksfjöldi hrossa í landinu ætti ekki að fara yfir sjö- tíu þúsund. Hætt er við að nú fari ijöldinn í fyrsta skipti yfir áttatíu þúsunda markið. Að vísu eru nokkuð skiptar skoðanir um það hversu mörg hrossin eigi að vera. Ráðunautar hafa sagt að til að fullnægja reiðhestarækt innanlands dugi fjörutíu þúsund hross. Og þá beinist spurningin að því hvort eða hversu mikla áherslu eigi að leggja á hrossarækt sem kjötframleiðslu. Ætla má að framleiðsla á folalda- kjöti standi frekar tæpt og hag- kvæmnin náist með fjöldanum og hagstæðum aðstæðum eins og til dæmis víða er í Landeyjum. í erfið- um árum fýkur hagnaður af folalda- slátrun út í veður og vind og því eru efasemdir um arðsemi þessarar búgreinar. Lauslega má áætla að 15% af stofninum séu nýtt til með- vitaðrar kjötframleiðslu. Síðan megi bæta við 10-20% í ómeðvitaða kjöt- framleiðslu, það er þegar ræktand- inn teiur sig vera að rækta reið- hross en er meira eða minna að rækta hross sem fara eða ættu að fara í slátrun. Alvarlegt ástand á þriðja hundrað jarða Samfara markaðshruni er nýlokið forkönnun Landgræðslu ríkisins yfir landið þar sem kannað var ástand hrossahaga vítt og breytt um land- ið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu eigendur á þriðja hundrað jarða fá alvarlegar athuga- semdir um beitarástand. Svipaður fjöldi mun fá athugasemd um vanda sem telst auðleysanlegur. Skoðaðar voru jarðir í fimm sýslum, Árnes-, Rangárvalla-, Skagafjarðar- og Austur- og Vestur-Húnavatnssýsl- um í fyrra og fjórtán sýslum í ár. Ástandið þótti verst í þeim fimm sýslum sem skoðaðar voru í fyrra. Víða staðbundinn vandi Samkvæmt upplýsingum Land- græðslunnar ætti að vera næg beit fyrir 80 þúsund hross í landinu væri heildarnýtingin jöfn og skyn- samleg. Þetta þýðir að víða er um aivarlegan staðbundinn vanda að ræða, sýnu verstan í Skagafjarðar- sýslu, en að sama skapi er mest unnið þar að lausn vandans af hálfu heimamanna. Landeigendur gera sér flestir hveijir grein fyrir vandan- um en finna ekki leið til lausnar. Aðeins sé um tvær leiðir að velja, í fyrsta lagi að verða sér úti um aukið beitiland eða fækka hrossum í þann fjölda sem jörðin ber. Nú háttar svo til að margir hestlausir jarðeigendur vilja ekki hleypa hross- um inn á lönd sín og svo hitt að þrátt fyrir Japansmarkaðinn síðustu árin hafa möguleikar á viðunandi afsetningu hrossa ekki verið nægj- aniegir. Oft hagar þannig til þar sem ástand er hvað verst að hrossin eru ekki hæf á Japansmarkað vegna ormasmits og ónógra holda nema þá rétt yfir hásumarið. Ættgöfgin á „kjötmerarnar“ Þá hafa valdið auknum vanda hugmyndir margra hrossabænda um reiðhestarækt. Oftsinnis hefur komið fram að margir kjötframleið- endur hafi skipt yfir í reiðhestarækt með því einu að leigja sér vel ætt- aða fola á „kjötmerarnar“. Þeir sem dýpst taka í árinni telja tímaspursmál hvenær hrossabænd- ur í vanda þurfi að taka gröfina stóru til að fækka hrossum sínum. Vissulega er það eitt dapurlegasta hlutskipti sem bóndi getur hlotið en kann að vera ill nauðsyn þegar ekki er hægt að selja kjötið og jarð- næði, og jafnvel heyfengur, ekki nægjanlegt til að framfleyta hrossa- fjöldanum. Leitað er nú leiða meðal hrossa- bænda um tímabundna lausn því vissulega vonast menn til að Japans- markaður opnist eða einhver nýr markaður annar. Er samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins leitað logandi ljósi að gármunum til að greiða úr vanda þeirra sem verst eru staddir. Yrði það þá væntanlega í þeirri mynd að greidd yrði ákveðin upphæð fyrir hvert hross sem fellt yrði. Heldur virðist minna framboð á sumum svæðum á folöldum til slátr- unar í haust en oft áður. Fljótt á lit- ið mætti ætla að það stafaði af meiri ásetningi en svo virðist þó ekki vera. Ástæðumar virðast frekar vera að færri hryssum hafí verið haldið og einn viðmælandi benti á að hugsan- lega hefðu margar hryssur misst fóst- ur í októberhretinu í fyrra. Eftir gjöfult ár hvað heyskap og grassprettu viðkemur má kannski segja að menn séu betur búnir en oft áður til að taka við auknum fjölda hrossa á vetrarfóður. Vetur gekk hinsvegar snemma í garð og víða löngu farið að gefa hrossum. Má því ætla að mikil hey fari í að fóðra þá mörgu munna sem settir verða á. Kleppjárns- reykjaskóli lokaður í tvo daga vegna lúsar KLEPPJÁRNSREYKJASKÓLI í Reykholtsdal var lokaður á fimmtu- dag og föstudag í liðinni viku þar sem hárlúsar varð vart meðal nem- enda. Dagheimilinu Hnoðrabóli var lokað á sama tíma þó ekki hafi greinst þar lús, en þar eru m.a. börn af sömu heimilum og í grunnskólan- um. Kennsla hófst að að nýju í skól- anum á mánudag og jafnframt var dagheimilið opnað. Að sögn Guðlaugs Óskarssonar, skólastjóra Kleppjárnsreykjaskóla virðist lokun skólans hafa borið árangur en ekki hefur fundist lús á neinum síðan fyrir helgi. Þá fannst lús á um 10 nemendum af þeim 113 sem stunda þar nám. Lýsnar gerðu vart við sig í fimm bekkjardeildum og því var gripið til þess ráðs að loka skólanum. „Lúsin getur lifað án næringar í um 60 klukkustundir, t.d. á stólbökum og í fatahengi. Besta lausnin var því talin að loka skólanum og senda börnin til sinna heimkynna. Það er vel framkvæman- legt þar sem stór hluti foreldra er heimavinnandi hér í sveitinni, “ sagði Guðlaugur. Lús hefur stungið sér niður tvisv- ar sinnum í skólanum á undanförn- um 18 árum að sögn Guðlaugs, en honum hefur ekki verið lokað áður af þeim sökum. Ekki lúsafaraldur Haraidur Briem, starfandi aðstoð- arlandlæknir, segir það árlegan við- burð að lús komi upp einhvers stað- ar á landinu. „Engar uppplýsingar hafi borist um að tilfellin séu fieiri í ár en í fyrra, en við myndum ugg- laust frétta það ef um lúsafaraldur væri að ræða.“ ------*-»-4---- Borgarráð Pípugerðin seld fyrir 96 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt sam- hljóða sölu á Pípugerðinni hf. fyrir 96 milljónir króna. Kaupendur eru Sandur ehf. og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. Við gildistöku kaupsamnings greiðast 20 milljónir og hinn 1. mars 1997, 19 milljónir og aftur sama upphæð 1. júní 1997, 1. sept- ember 1997 og 1. desember 1997. Gert er ráð fyrir að kaupandi taki yfir rekstur félagsins 1. desember 1996. Samhliða samningnum er gef- in út viljayfirlýsing um áframhald- andi viðskipti Reykjavíkurborgar við félagið á aðlögunartíma. --------------- Stofnfundur Hollvinafé- lags Raunvís- indadeildar BOÐAÐ er til stofnfundar Hollvina- félags Raunvísindadeildar Háskóla íslands í stofu 101, Odda, fimmtu- daginn 28. nóvember kl. 17. Fundurinn hefst með stuttu ávarpi Þorsteins Vilhjálmssonar, forseta Raunvísindadeildar; þá verður Holl- vinafélag Raunvísindadeildar stofn- að og stjórn kosin, en síðan flytur Magnús Tumi Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur, fyrirlestur með lit- skyggnum um nýafstaðnar náttúru- hamfarir í Vatnajökli. Fundinum lýkur um kl. 18.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.