Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 15 SIGURÐUR Höskuldsson hljómsveitarstjóri, Sigurbjörg Krist- jánsdóttir bankamær og Kjartan Eggertsson tónlistarkennari á æfingu fyrir vetrargleðina. Vetrargleði í Ólafsvík Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum GUÐRÚN Olga Gunnarsdóttir húsmóðir þenur raddböndin. Ólafsvík - Árviss vetrargleði hef- ur verið haldin í Ólafsvík undan- farin ár. Er þetta skemmtun sem flestir Ólsarar hafa farið á og nýtur mikilla vinsælda og er nú haldin í sjöunda sinn. Skemmtiefn- ið er allt heimatilbúið og flutt af heimamönnum. Að þessu sinni sem oftar var sönggleðin höfð í fyrirrúmi. Ótrú- legasta fólk hefur troðið upp með söng og uppgötvast alltaf einhver nýr söngvari í hvert sinn. I þetta sinn vakti mikla athygli írsk stúlka sem býr í Ólafsvík, Margaret Mary Byrne. Öll vinna við vetrargleðina er unnin í sjálfboðavinnu og renn- ur ágóði skemmtunarinnar til Fé- lagsheimilisins Klifs ásamt ágóða af öðrum slíkum samkomum. Að þessu sinni verður fénu varið til kaupa á hljómflutningskerfi fyrir húsið en samkomuhúsið er talið eitt af þeim húsum á landinu sem hefur bestan hljómburð. Á aðgöngumiðanum að vetrar- gleðinni var eftirfarandi visa ort, af Sæbirni Ásgeirssyni: I vetrar vosbúð, miklum snjó/við bjóðum til veislu mikið „sjóv“./Komið, gleðjist, kætið geð/svo hver sem vill það geti séð./HIæið dátt og syngið hátt/því heilsteypt gleðin byijar brátt./Fyrir Klifið gefist nú tóm/búum húsið nýjum hljóm. Aukning í loðdýra- rækt á Héraði Vaðbrekka, . Jökuldal - Aukning hefur orðið í loðdýrarækt á Héraði á þessu ári og með hækkandi verði loðskinna hafa nokkrir bændur ákveðið að hefja loðdýrabúskap að nýju. Alls hófu 18 bændur á Héraði loðdýrabúskap á árunum milli 1980 og 1990, en upp úr 1990 voru búin, sem lifðu af verðfallið á skinnunum á seinni hluta níunda áratugarins og fyrrihluta þess tíunda, komin nið- ur í þrjú. Þessi þrjú bú er lifðu af voru þijú af fjórum stærstu búunum á Héraði. Nú hafa fimm bændur hafið loð- dýrabúskap aftur í litlum mæli, þar af einn í fyrrahaust en §órir í haust. Einn af þeim er hóf loðdýrabúskap aftur í haust er Stefán Geirsson bóndi og hreppstjóri á Ketilsstöðum í Hlíð. Stefán hefur nú í haust keypt sér fjörutíu blárefi til að hefja loðdýra- búskapinn að nýju en Stefán var með fjörutíu læður á árunum 1984 til 1987. Stefán segir að það sé ekki eins mikið fyrirtæki að heíja loð- dýrabúskap nú og þegar hann byij- aði í fyrra skiptið því nú séu öll hús og aðstaða fyrir hendi. Stefán segist hugsa sér gott til glóðarinnar nú þar sem skinnaverð fari hækkandi og segir að hægt muni vera að hafa tekjur af refarækt um þessar mund- ir. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson STEFÁN Geirsson og Guðmundur Ólafsson, bóndi á Hrólfsstöð- um, við afhendinguna á dýrunum. NANNA Tómasdóttir, formanður húsnefndar, afhendir Guð- laugu Stefánsdóttur þakklætisvott fyrir framlag hennar og Aðalsteins Jónssonar til verksins. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson AUSTRAHÚSIÐ svonefnda hefur nú fengið gagngera andlitslyftingu. Eskifirði - Austrahúsið svonefnda var formlega vígt og tekið í notkun eftir enduruppbyggingu þann 2. nóv- ember sl. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hrað- frystihúss Eskiíjarðar, gaf ungmenna- félaginu Austra húsið árið 1993 og hefur síðan af og til verið unnið við Austrahúsið tekið í notkun endurreisn þess. Settur var kraftur í þá vinnu í sumar og ákveðið að ljúka framkvæmdum hið bráðasta með um- talsverðum styrk frá þeim hjónum Aðalsteini Jónssyni og Guðlaugu Stef- ánsdóttur í formi fjárframlags, en að auki hafði Aðalsteinn lánað menn frá frystihúsinu til verksins. í húsinu er einn stór salur auk tveggja herbergja, en því er m.a. ætlað að bæta félagsað- stöðu heimamanna. r inter Samskipti fslands við umheiminn eru mikilvægur þáttur i því að kynna landið sem fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru. Þess vegna gefur Friður 2000 öllum félagsmönnum tölvupósthólf og aðgang að internetinu. Vanti þig tölvuna þá getum við útvegað Pentium tölvur á góðum kjörum. Þú færð einnig allt að 73% ódýrari simtöl til útianda, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. cE Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000 íP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.