Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 18

Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 19.96 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkjamenn lýsa ánægju með stefnubreytingu Iraka Líkur á að SÞ leyfi takmark- aða olíusölu London. Reuter. Reuter Etrúskur fjársjóður frá sjöundu öld f.Kr. VERÐ á olíu féll nokkuð í gær á heimsmarkaði er líkur þóttu vaxa á því að Irakar fengju að selja nokkurt magn olíu innan skamms. Sérfræðingar telia þó að áhrifanna muni einkum gæta næsta vor, þá muni verð bytja að lækka fyrr en venjan er á þeim árstíma. Stjórn Saddams Husseins í Bagdad ákvað á mánudag að samþykkja skilyrði sem Sameinuðu þjóðimar hafa sett fyrir því að leyfa írökum að flytja út olíu að andvirði tveggja millj- arða Bandaríkjadollara, um 130 milljarða króna, á sex mánuðum til að þeir geti greitt fyrir mat- væli og lyf. Samningur þessa efnis var gerður í maí en Irakar hafa neitað að samþykkja öll skilyrðin. Áður en viðskiptabann var sett á íraka vegna innrásarinnar í Kúv- eit fluttu þeir út um 2,5 milljónir fata en fá nú að selja allt að 800.000 föt, magnið mun ráðast af verðinu. Fulltrúar öryggisráðs SÞ hafa ekki fengið fullnægjandi upplýs- ingar um vopnabúnað íraka til að geta fullyrt að Saddam ráði nú ekki yfir neinum gereyðingarvopn- um og er ljóst að því kemur ekki til greina að aflétta endanlega öll- um viðskiptaþvingunum á landið. Vísbendingar eru um að írakar eigi enn einhver efna- og sýklavopn eða búnað til að framleiða slík vopn. „Allt bendir til þess að fram- kvæmdastjórínn sé reiðubúinn að leyfa söluna vegna samþykkis ír- aka,“ sagði Madeleine Albright, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ í gær. Hún bætti því við að Banda- ríkjamenn væru mjög ánægðir með framvindu mála. Viðskiptabannið hefur komið STJÓRN Kúbu hafnaði í gær nýjum sendiherra Spánar og sakaði spænsk stjórnvöld um afskipti af málefnum landsins. Þessi ákvörðun Kúbana kom Spánveijum í opna skjöldu. Stjórn- arandstæðingar sögðu hins vegar að augljóst hefði verið hvað væri í aðsigi. Jose Maria Aznar forsætisráð- herra hefur verið við völd í sex mánuði og á þeim tíma hafa Spán- veijar tekið harðari stefnu gagnvart Kúbu, Bandaríkjamönnum til ánægju, en stjórn Kúbu til ama. Þetta hefur meðal annars komið hart niður á almenningi í írak. Stjórn Saddams hefur óspart nýtt sér myndir af vannærðum börnum í áróðursstríðinu gegn banninu sem Bandaríkin hafa stutt af mestri eindrægni allra þjóðanna í öryggisráðinu. Hafa þeir bent á að Saddam hafi efni á að reisa tugi glæsihalla og veita sjálfum sér hvers kyns munað þótt þegnar hans líði skort. 30% til endurreisnar Takist að leysa síðustu ágrein- ingsatriðin sem eftir eru er gert ráð fyrir að hægt verði að endumýja samninginn að loknu sex mánaða tímabilinu. Umrædd skilyrði voru m.a. að eftirlitsmenn SÞ fengju að fylgjast vel með því að ekki yrðu brotin nein ákvæði um olíusöluna en írakar vildu sjálfir fá að ákveða alla tilhögun eftirlitsins. Er Saddam sendi herlið til hér- aða Kúrda í norðri í sumar til að hjálpa liðsmönnum annarrar helstu Kúrdafylkingarinnar í innbyrðis átökum þar frestuðu SÞ að senda eftirlitsmenn á vettvang og dróst því enn að hægt yrði að ganga frá olíusamningnum. Það fer mjög fyr- ir bijóstið á írökum að 30% tekn- anna af olíunni eiga að fara í sjóð til endurreisnar vegna tjónsins sem þeir bökuðu Kúveit og bandamönn- um í Persaflóastríðinu. 10% á að nota til að kosta starf eftirlits- manna SÞ er fylgjast með vopna- búnaði Saddams. Megnið af olíunni verður flutt um leiðslur er liggja að vinnslu- stöðvum í Tyrklandi og segja þar- lendir embættismenn að tæknilega ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að hefjast handa í byijun desember. fram í því að Spánveijar hafa knúið fram yfirlýsingar af hálfu Evrópu- sambandsins um að efla ætti lýð- ræði á Kúbu og auka samskipti landsins við katólsku kirkjuna. Aznar gagnrýndur Gagnrýnendur þessarar stefnu segja að hið sérstaka samband Spán- veija við rómönsku Ameríku muni gjalda hennar og Felipe Gonzales, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði að stjórnendur fyrirtækja annars staðar í Evrópu iðuðu í skinninu að smeygja sér inn í það tómarúm, sem nú kynni að myndast. NÝLEGA fundust níu ósnertar grafir frá tímum Etrúska á Italíu og í þeim voru meira en 100 leirker, vasar, bikarar og önnur ílát frá sjöundu öld Málið er hið vandræðalegasta fyrir stjórn Majors og ekki síst fyrir Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra, því flestar ákvarðanir hans varðandi tekjur og útgjöld og um skattabreytingar komu fram í trúnaðarskjölunum. Gordon Brown, fjármáiaráðherra í skuggaráðuneyti Verkamanna- flokksins, fordæmdi skjalalekann en sagðist ekki telja hann næga ástæðu til þess að Clarke segði af sér. Skjölin bárust blaðinu Daily Mirror en yfirmenn þess ákváðu heldur að halda að sér höndum og birta ekki upplýsingar úr þeim þar sem þær þóttu til þess fallnar að valda upplausn á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Blaðið, sem lýst hefur stuðningi við stjórnmálastefnu Verka- mannaflokksins, lagði fimm síður undir frásögn af skjölunum og að það hefði komist yfir þau. Þar sagði, að þau innihéldu upplýs- fyrir Krist. Eru munirnir ýmist etrúskir eða grískir og voru á sínum tíma fluttir inn frá Ródos, Korintu, Spörtu og Krít. ingar um 80% þeirra ákvarðana, sem Clarke myndi kynna er hann fylgdi frumvarpi sínu úr hlaði. Þar væri m.a. kveðið á um breyt- ingar á skattkerfinu, ný ákvæði um tekju-, erfðarfjár-, fjár- magnstekju-, vega- og fyrir- tækjaskatta. Pier Morgan, ritstjóri blaðsins, ákvað síðan að skila þeim i hendur ríkisstjórninni. Staðfest var í gær af hennar hálfu, að skjöiin, sem blaðið hafði undir höndum, voru ósvikin. Talsmaður stjórnarinnar lýsti yfir sérstöku þakklæti í garð blaðsins fyrir að prenta ekki úr skjölunum, birting hefði verið and- stæð þjóðarhagsmunum. Hundruð opinberra starfs- manna verða yfirheyrð næstu daga vegna rannsóknarinnar og ákveðið hefur verið að endurskoða m.a. hvernig staðið er að frágangi fjármálafrumvarpsins og tengdra skjala til prentunar og prentun þeirra. Bíll Elenu Ceausescu seldur Búkarest. Reuter. GAMALL Renault-bíll, sem var í eigu eiginkonu Nicolae Ceaus- escu, einræðisherra í Rúmeníu, var seldur fyrir jafnvirði 120.000 króna á uppboði í Búkarest á mánudag. Elena Ceausescu, sem gegndi ýmsum embættum á 24 ára valdatíma eiginmannsins, hafði gefið skyldmennum sín- um bílinn skömmu fyrir upp- reisnina árið 1989 þegar hjónin voru tekin af lífi. Síðan hefur bíllinn gengið kaupum og söi- um, er orðinn óttalegur skijóð- ur og hefur ekki verið notaður í tvö ár vegna skorts á vara- hlutum. Síðast var hann í eigu lögreglunnar í Brasov í Transylvaníu og hún stóð fyrir uppboðinu. Rúmenskur ellilíf- eyrisþegi keypti beygluna. Hjónin lifðu í vellystingum þótt þau legðu fast að alþýð- unni að spara og afneita mun- aði. Rúmensk yfirvöld gerðu eignir hjónanna upptækar eftir uppreisnina, meðal annars 40 hallir, sveitasetur og veiðihús. Hundruð flaskna af fágætu víni hafa einnig verið boðin upp á undanförnum sjö árum. Iran Herferð gegn gervi- hnatta- diskum Teheran. Reuter. LÖGREGLAN í íran hefur hafið nýja herferð gegn gervihnattadiskum, sem hafa verið bannaðir í landinu, nokkr- um vikum eftir að bandaríska sjón- varpsstöðin Voice of America hóf út- sendingar á nýjum þætti með vinsæl- um írönskum listamönnum. Að sögn íbúa höfuðborgarinnar, Teheran, hefur lögreglan hafið leit að gervihnattadiskum og gert þá upptæka í nokkrum hverfum borg:- arinnar. Margir hafa því gripið til þess ráðs að taka móttökubúnað sinn niður til að komast hjá upptöku og sektargreiðslum. Stjórnvöld í íran bönnuðu alla gervihnattadiska í fyira til að veijast vestrænni „menningarinnrás". Margir tóku þá niður en settu þá fljótlega upp aftur. Talið er að um 250.000 gervihnattadiskar séu í landinu og margir hafa gripið til þess ráðs að dylja þá og Iátið þá líkjast loftræsti- tækjum eða öðrum búnaði. Þátturinn í Voice of America nýtur mikilla vinsælda í íran, enda er þar leikin írönsk popptónlist sem hefur verið bönnuð í landinu á þeirri for- sendu að hún sé „úrkynjuð". Enn- fremur hefur þar verið boðið upp á ráðgjafarþjónustu fyrir þá sem vilja flytjast til Bandaríkjanna. -------» ♦ »------ Prodi neitar sök Róm. Reuter. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, bar í gær af sér ásakanir um hagsmunaárekstur en þær koma fram í kæru á hendur honum og fimm öðrum fyrrverandi stjórnarmönnum í IRI, sem er risastórt eignarhaldsfé- lag í eigu ríkisins. í yfirlýsingu frá Prodi segir, að það veki athygli, að enn einu sinni hafi almenningsálitið verið mótað fyrirfram með því að láta upplýs- ingar úr dómskerfinu leka til fjöl- miðla áður en sakborningarnir sjálfir voru Iátnir vita. Fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar John Majors lekið til götublaðs Rannsókn fyrirskipuð á orsökum skialalekans London. Reuter. Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað ítarlega innan- búðarrannsókn á því með hvaða hætti og hvers vegna 36 skjöl og skýrsl- ur, alls um 100 blaðsíður af leynilegum upplýsingum, um undirbúning og gerð fjárlagafrumvarps stjórnarinnar, sem lagt var fyrir þingið í gær, var lekið til fjölmiðla. Hugsanlegt er að lögreglu verið falin rannsóknin á síð- ari stigum því skjöl af þessu tagi eru nánast flokkuð sem ríkisleyndarmál þar til ráðherra hefur flutt fjárlagaræðu sína. Kúba hafnar sendiherra Madrid. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.