Morgunblaðið - 27.11.1996, Page 19

Morgunblaðið - 27.11.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 19 ERLENT Deila franskra vöruflutningabí lstj óra Vaxandi bjart- sýni á lausn París. London. Reuter. Daily Telegraph. NOKKUR árangur náðist í gær í samningaviðræðum franskra vöru- flutningabilstjóra og vinnuveitenda en þó ekki nóg til þess að bílstjórarn- ir afléttu umsátursástandi um tugi borga og bæja Frakklands. Að sögn franska ríkissáttasemjarans Roberts Cros, hafa deiluaðilar orðið sammála um breytingar á veikindafríum, um ferðapeninga og um allshetjarbann við akstri flutningabíla um þjóðvegi Frakklands á sunnudögum, en bann af því tagi hefur hingað til náð til franskra bíla einvörðungu. Cros sagði, að stjórnvöld hefðu haft afskipti af deilunni til þess að liðka fyrir lausn hennar og gert bíl- stjórunum tilboð, sem ætti að auð- velda þeim að fara fyrr á eftirlaun, auðvelda endurnýjun í stéttinni og stuðla að auknu öryggi ásamt því sem launatengd gjöld flutningafyrir- tækja, sem fækka vinnustundum bílstjóra, verða lækkuð. Rúmlega tíuþúsund flutningabíl- stjórar hafa í níu daga lokað þjóð- vegum og hraðbrautum víða um Frakkland til þess að leggja áherslu á kröfur um lækkun eftirlaunaaldurs úr 60 árum í 55, hækkun launa og breytingar á vinnutíma. í gær var t.a.m. vegabann á 171 stað og hafa aðgerðirnar sagt veru- 'iega til sín í Lyon, næst stærstu borg landsins, Bordeaux, Avignon, Toulouse, Strasbourg, Dijon, Reims, Le Mans og hafnarborgunum Caen og Calais. Þar eð vörubílum hefur verið lagt á vegum til og frá olíu- birgðastöðvum hafa bensínsbirgðir þrotið víða á bensínstöðvum, sem neyðst hafa til að loka. Aðgerðir vörubílstjóranna segja einnig til sín í Bretlandi því þarlend- ar stói-verslanir fá ávexti og græn- meti frá Miðjarðarhafslöndum með flutningabílum, sem aka verða um Frakkland. Ráðgerði Tesco-sam- steypan að hefja loftflutninga á grænmeti og ávöxtum frá Spáni leystist deilan ekki fyrir daginn í dag. Um eittþúsund breskra flutninga- bíla eru innlyksa á frönsku hrað- brautunum og vekur það gremju í Bretlandi. Um borð er aðallega vara sem þolir illa geymslu og verður ónýt er hún kemst á leiðarenda. Samtök flutningafyrirtækja hafa rit- að John Major forsætisráðherra og beðið hann um að mótmæla aðgerð- unum, sem þau segja „með öllu ólög- legar“, við frönsku stjórnina og framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. „Aðgerðirnar ganga þvert gegn ákvæðum Rómarsáttmálans um fijálst flæði vöru, þjónustu og fólks,“ sagði í yfirlýsingu samtak- anna. Breski samgönguráðherrann, Sir Georg Young, sagði að kröfu um skaðabætur til breskra flutningafyr- irtækja vegna lokunar hraðbraut- anna hefði verið komið á framfæri við frönsku stjórnina. Reuter FRANSKIR vörubílstjórar hafa meðal annars lokað þjóðveginum fyrir sunnan Lyon í átta daga til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun og styttri vinnuviku auk þess sem þeir krefjast þess að komast á eftirlaun 55 ára í stað 60 nú. Verkfall danskra flutningabílstjóra Ongþveiti við landa- mæri og fenuhafnir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MIKIÐ öngþveiti er við dönsku landa- mærin og feijuhafnir í Danmörku og víðar þar sem danskir flutningabíl- stjórar hafa síðan á mánudag hindrað landamæraumferð flutningabíla. Með aðgerðunum vilja þeir mótmæla væntanlegum breytingum á skatta- lögum. Ef svo heldur fram sem horf- ir gætu Evrópubúar misst af danskri skinku á jólaborðið og dönskum jóla- ttjám í stofuna og dönsk útflutnings- fyrirtæki misst af jólasölunni. Að- gerðimar njóta ekki stuðnings stétt- arfélags bílstjóranna, sem hefur hafnað beiðni þeirra um eina milljón danskra króna í matarpeninga. Bílstjórarnir byrjuðu á því að stöðva umferð flutningabíla frá Dan- mörku og þegar á mánudagskvöldið biðu hundruð bíla við þýsk-dönsku landamærin. í gær stöðvuðu þeir svo einnig umferð bílanna inn í landið. Eina undantekningin eru bílar með lifandi dýr og neyðargögn. Öngþveit- ið bitnar jafnt á dönskum sem er- lendum bílstjórum. í gær mynduðust til dæmis langar flutningabílaraðir í Gautaborg vegna aðgerðanna, því þaðan er mikil umferð yfir til Dan- merkur. Mörg útflutningsfyrirtæki fylgjast áhyggjufull með framvindu mála, því í bílunum er meðal annars mikið af matvælum á evrópska jóla- markaðinn. Vi\ja skattafrádrátt Bílstjórarnir krefjast skattafrá- dráttar upp á 500 krónur fyrir þá daga, sem þeir keyra erlendis, en frá áramótum missa þeir slíkan frá- drátt upp á 150 krónur danskar, um 1650 íslenskar krónur. Carsten Koch skattaráðherra hefur sagt að allar slíkar breytingar séu verkefni þings- ins og ekki gangi að panta slíkar skattabreytingar. Stéttarfélag bíl- stjóranna styður ekki lokun landa- mæranna, þar sem bílstjórarnir tapi á vinnustöðvuninni nú og önnur stéttarfélög sýna þeim takmarkaða samúð. Hættir CIA samstarfi við BBC? London. The Sunday Telegraph. HORFUR eru á, að samstarfi CIA, bandarísku leyniþjón- ustunnar, og BBC, breska ríkisútvarpsins, um upplýs- ingaöflun verði bráðlega hætt. Hefur það staðið í ára- tugi og verið snar þáttur í Heimsþjónustu BBC. Þótt ekki hafí það farið hátt hefur BBC notið mjög góðs af samstarfinu við CIA en þar á bæ er fylgst vel með þvS, sem fram kemur hjá fréttastofum og útvarps- og sjónvarpsstöðvum víða um heim. Yfírmenn CIA segja hins vegar, að nú þegar kalda stríðinu er lokið, sé ekki leng- ur þörf fyrir þessa upplýs- ingaöflun. <£ (S APÓTEK GARÐABÆJAR ALLT AÐ 100 % AFSLÁTTUR af hlut sjúklings við kaup á lyfseðilsskyldum lyfjum. EINNIG 25 % AFSLÁTTUR AF NIKÓTÍNLYFJUM. Góð þjönusta, mikið vöruúrval. Verið velkomin, (S APÓTEK GARÐABÆJAR Garðatorgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.