Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1- ERLEIMT Afstæðis- kenningin á uppboði BLAÐIÐ, sem hér sést, er úr handriti að rökfærslu Alberts Einsteins fyrir af- stæðiskenningunni og var selt á 398 þús- und dollara (rúmlega 26 milljónir króna) á uppboði hjá Christies í New York í fyrradag. Kaupandinn var bóksali í Kali- forníu. Ekki tókst að fá lágmarkstilboð í skjalasafn með 400 sendibréfum Ein- steins til fjölskyldu hans og var það því ekki selt. Lágmarkið var hálf milljón dollara. Flugræningjar taldir af La Galawa. Reuter. AÐSTOÐARFLUGSTJÓRI eþíópísku farþegaþotunnar, sem hrapaði í Ind- landshaf eftir að henni hafði verið rænt á laugardag, kvaðst í gær ekki geta stað- fest að tveir menn, sem lifðu flugslysið af og voru settir í gæsluvarðhald, væru flugræningjarnir. Lögreglan í Eþíópíu gaf út yfirlýsingu um að mennimir tveir væru ekki viðriðn- ir flugránið. Clarke tekst að lægja öldur vegna EMU KENNETH Clarke, fjár- málaráðherra Bretlands, segir að brézk stjórnvöld muni áfram geta framfylgt sjálfstæðri efnahagsstefnu, þótt Evrópusambandið sam- þykki „stöðugleikasátt- mála“ í tengslum við Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU) og breyti samþykktum um gengis- samstarf Evrópu. Ekkert af því, sem samþykkt verði á næstunni varðandi EMU, bindi Bret- land, ákveði það að standa utan myntbandalagsins. Þetta kom fram í yfirlýsingu Clarkes um afstöðu ríkisstjórnarinn- ar í EMU-málum, sem hann flutti í þinginu síðdegis á mánudag. Yfirlýs- ing af þessu tagi er í hæsta máta óvenjuleg, enda flutt aðeins sólar- hring áður en íjármálaráðherrann heldur fjárlagaræðu sína í þinginu. ESB-andstæð- ingar í þingflokki íhaldsmanna þvinguðu fram yfirlýsingu Clar- kes, en þeir hafa hótað að segja sig úr þing- flokknum vegna þess að ríkisstjórnin hefur neitað að leyfa þingumræðu um þijú þingskjöl varðandi Efnahags- og myntbanda- lagið og talið nægja að þau yrðu rædd í. þingnefndum. Að sögn brezkra blaða féllst John Major for- sætisráðherra á að Clarke talaði í þinginu til þess að forðast að óánægja ESB-andstæðinganna skyggði á fjárlagaræðuna. Að mati brezkra blaða tókst Clarke að lægja öldurnar vegna EMU og fresta a.m.k. uppreisn ESB- andstæðinga í þingflokknum. Efa- semdamennirnir svokölluðu kröfðust þess að Clarke skýrði afstöðu ríkis- stjórnarinnar til viðræðna um stöð- ugleikasáttmálann og önnur atriði varðandi EMU áður en fundur fjár- málaráðherra Evrópusambandsríkj- anna yrði haldinn í Brussel í næstu viku. Það verður síðasti fjármálaráð- herrafundurinn fyrir leiðtogafund ESB í Dubiin um miðjan desember og búizt er við að fjármálaráðherr- arnir reyni að leysa sem flest ágrein- ingsefni varðandi stöðug- leikasáttmálann. Hin endan- lega ákvörðun verður hins vegar í höndum leiðtoga- fundarins. Bretar ekki sektaðir fyrir fjárlagahalla utan EMU Clarke sagði í umræðun- um að ekki væri við því að búast að stöðugleikasátt- málinn yrði frágenginn á fjármálaráðherrafundinum í næstu viku. Hann sagði nauðsynlegt og jákvætt að þingið færi ofan í saum- ana á þessum málum og engar bind- andi ákvarðanir yrðu teknar án und- angenginna umræðna á brezka þing- inu. Clarke sagðist myndu gera þann fyrirvara á ráðherrafundinum að þingið yrði að fara yfir það, sem þar yrði samþykkt. „Stöðugar umræður um EMU á þingi og einstök móður- sýkisköst þing- manna eru hins vegar ekki í þágu brezkra hags- muna,“ sagði fjármálaráðherr- ann. Hann sagði að réttur Breta til að standa utan EMU yrði óbreyttur, þótt stöðugleikasáttmáli yrði sam- þykktur, en slíkur sáttmáli hefði í raun verið fyrirséður allt frá gerð Maastricht-sáttmálans. Stæði Bret- land utan EMU, myndu stjórnvöld áfram geta rekið sjálfstæða efna- hagsstefnu. „Við myndum áfram hafa sömu skuldbindingar og nú um að forðast of mikinn fjárlagahalla, en ekki verður um það að ræða að við verðum beitt sektum eða öðrum refsiaðgerðum þótt ijárlagahallinn fari úr böndum,“ sagði Clarke. Hann sagði að stöðugleikasátt- málinn væri skynsamlegur út frá brezkum hagsmunum, hvort sem Bretar hygðust ganga í EMU eða ekki. Yrði Bretland aðildarríki EMU væru það hagsmunir þess að önnur ríki gætu ekki rekið óábyrga ríkis- fjármálastefnu. Stæði Bretland hins vegar utan EMU, væru það hags- munir þess að evró-svæðið yrði stöð- ugt, enda yrðu stærstu viðskiptavin- ir Breta innan þess. Kenneth Clarke EVRÓPA^ . m Stækkun ESB til austurs í áföngum AUSTUR-Evrópuríkin tíu, sem sækjast eftir aðild að Evrópusam- bandinu geta ekki vænzt þess að njóta neinna sérkjara varðandi inn- tökuskilyrðin og líklegast er að stækkun ESB til austurs fari fram í áföngum. Þetta kom fram í máli Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, er hann kynnti niðurstöður sérstaks fundar framkvæmdastjórnarinnar um um- sóknir Austur-Evrópulandanna sl. laugardag. Santer sagði ákvörðunina um það, hvort og hvenær aðildarvið- ræður hæfust við umsóknarríkin tíu, myndu verða tekna sjálfstætt í hveiju tilviki. Ákvarðanir myndu byggjast á hlutlægu mati á aðildar- hæfni ríkjanna. Sérstök vináttu- tengsl við einstök aðiidarríki ESB myndu ekki tryggja umsóknarríki aðgang að fyrstu umferð aðildarvið- ræðna. Úrvinnsla svara við spurningalistum frestast Vonir um að takast myndi að vinna úr svörum ríkisstjórna um- sóknarlandanna við ýtarlegum spurningalista framkvæmdastjórn- arinnar um stjórnsýslu og efnahag viðkomandi ríkja fyrir áramót hafa nú verið afskrifaðar. Spurningalistinn var sendur út til ríkisstjórnanna í apríl sl. og svör þeirra bárust á þúsundum blað- síðna. Embættismönnum fram- kvæmdastjórnarinnar ætlar að reynast mun erfiðara en að var stefnt að meta svörin, segir í European Voice. Að sögn embættismannanna er allt of algengt að ríkisstjórnirnar dragi upp bjartsýnni mynd af ár- angri af endurskipulagningu stjórnsýslunnar en ástæða er til og að svörin séu oft óskýr og tví- ræð. Framkvæmdastjórnin vinnur nú hörðum höndum að því í samvinnu við ríkisstjórnir umsóknarlandanna að sannreyna uppgefnar upplýs- ingar, en pólitísk viðkvæmni hefur hægt á því ferli. Það er því ekki búizt við endanlegri matsskýrslu ESB um aðildarhæfni Austur-Evr- ópuríkjanna fyrr en á komandi vori. 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.