Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 21 ERLENT Kúariðan á undan- haldi BRESKIR vísindamenn sögðu í gær, að með skipulagðri slátrun væri í raun búið að uppræta kúariðu í ungum nautgripum í Bretlandi. Þeir hvöttu hins vegar til, að Evr- ópuríkin legðu nú allt kapp á að uppræta riðu í sauðfé með sams konar aðgerðum. Roy Anderson, faraldursfræðingur við Oxford-háskóla, sagðist búast við, að kúariðan yrði úr sögunni í Bretlandi upp úr miðju ári 1998 en lagði áherslu á, að halda yrði áfram að slátra 55.000 nautgripum eldri en 30 mánaða vikulega. Fram að þessu hefur um einni milljón nautgripa verið slátrað vegna kúariðunnar. Spá alnæm- isfaraldri RÚSSUM, sem smitast hafa af alnæmi, hefur fjölgað mikið að undanförnu og á það sér- staklega við um eiturlyfjaneyt- endur. Hefur Rar-Tass-frétta- stofan það eftir Míkhaíl Narkevítsj, yfirmanni alnæm- isvarna í Rússlandi, að jafn margir hafi smitast á fyrstu tíu mánuðum þessa árs og fram til þess tíma frá 1987, sem sjúkdómsins varð fyrst vart í landinu. Sagði hann, að alnæmisfaraldur væri í upp- siglingu. Fjöldi smitaðra í landinu er enn lítill miðað við mörg önnur lönd en óttast er, að það kunni að breytast á skömmum tíma, meðal annars vegna þess, að aðrir kynsjúk- dómar hafa aukist mikið. Sárasóttartilfellum fjölgaði til dæmis um helming á síðasta ári. Þúsundir handteknar í Líbýu MUAMMAR Gaddafi Líbýu- leiðtogi hefur hafið enn eina herferðina gegn efnahagslegri spillingu og fara hópar ungra manna, sem kallaðir eru „eld- fjöllin“, hamförum gegn mörg- um verslunareigendum í líb- ýskum borgum. Gera þeir vör- ur og peninga upptæka á þeim forsendum, að okrað hafi verið á varningnum. Hafa þúsundir manna verið handteknar og margir lokaðir inni í Tajoura- fangelsinu austur af höfuð- borginni Tripoli. Andstæðing- ar Gaddafis segja, að herferðin sé tilraun hans til að draga úr óánægju landsmanna með fátækt og erfiðleika en opin- berir starfsmenn hafa margir ekki fengið laun greidd í hálft ár. Afram skort- ur í N-Kóreu MÖRG ár munu líða áður en efnahagslífið í Norður-Kóreu jafnar sig á afleiðingum flóð- anna síðastliðin tvö sumur. Kemur það fram í fréttabréfí Alþjóða Rauða krossins. Að áliti stjórnvalda í landinu verð- ur komuppskeran á þessu ári tveimur milljónum tonna minni en að var stefnt en það svarar til þess, að það vantar 40% upp á það, sem þarf. Italskri konu finnst nóg komið og hyggst leita á náðir hæstaréttar Gert að búa með 24 ára syni sínum Róm. The Daily Telegraph. ÍTALSKUR dómari hefur úr- skurðað að ítali nokkur hafi rétt til að búa hjá móður sinni þótt hann sé orðinn 24 ára og móðirin hafi vísað honum af heimilinu. Maria Rosa er fráskilin tveggja barna móðir og kvaðst hafa feng- ið sig fullsadda á syninum þar sem hann væri kröfuharður, dónaleg- ur og jafnvel ofbeldisfuílur. Hann starfar á bensínstöð og þótt tekj- ur hans séu meiri en móðurinnar segir hún hann ekkert leggja til heimilisins og eyða peningunum í dýran fatnað. Dag einn þegar sonurinn var ekki heima lét móðirin skipta um lás á útidyrunum. Sonurinn neyddist því til að gista hjá ömmu sinni og höfðaði mál gegn móður- inni, sem hefur nú verið gert að taka við honum aftur. Að sögn dagblaðsins La Repubblica er hún staðráðin í að áfrýja úrskurðinum. Blaðið segir þetta mál eitt dæmið af mörgum um hversu ít- alskir karlmenn séu háðir foreldr- um sínum. Blaðið lýsir Mariu Rosu sem „hetju okkar tíma“ og segir hana hafa sýnt mikinn kjark með því að vísa þessum „Ödipus" út. Barátta hennar sé upphafið að „nýrri kynslóðauppreisn - í þetta sinn rísa foreldrarnir upp gegn börnunum“ sem „mergsjúga þá og kúga“. Þótt konan hafi getað skilið við eiginmanninn án nokkurra vand- kvæða bendi úrskurðurinn til þess að hún sitji uppi með soninn til æviloka. Samkvæmt nýlegri könnun búa 95% ítalskra karla á aldrinum 15-24 ára enn hjá foreldrum sín- um og aðeins 0,4% þeirra búi ein- ir. 52% karla á aldrinum 25-35 ára búa hjá foreldrunum en aðeins 29% kvenna í sama aldurshópi. ,, A ðalatrið i ð fyrir stjórnmálamenn er að menn taki eftir verkum þeirra og myndi sér skoðanir á þeim. Það er siðan eðli lýðrœðisins að menn séu ýmist með þeim eða á móti. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Pálmi lónassoii L, Stjórnmálamenn sem fólk lœtur sérfátt um finnast eru ekki að vinna verk sem einhverju máli skipta. “ BÓKAFORLAG tsasá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.