Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 22

Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LESIÐ verður upp í Skaftfelli á Seyðisfirði þar sem ný listamið- stöð bæjarins er til húsa. Upplestur á Seyðis- firði og Vopnafirði UPPLESTRARKVÖLD verða hald- in á Seyðisfírði og Vopnafírði um mánaðamótin þar sem sex skáld munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum; Einar Kárason, Vigdís Grímsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Gerður Kristný, Andri Snær Magnason og Elín Pálmadóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt upplestrarkvöld fer fram á Seyðis- fírði, en Vopnfirðingar háfa áður efnt til bókmenntakvölda í jólabóka- flóðinu. Að sögn Þóru Guðmundsdóttur, sem er í forsvari fyrir Skaftfells- hópnum á Seyðisfirði sem stendur fyrir upplestrinum ásamt menning- armálanefnd bæjarins, hafa um 140 manns sótt þessi kvöld á Vopnafirði 80. sýning á Bar Pari 80. SÝNING á Bar Pari eftir Jim Cartwright verður laugardags- kvöldið 30. nóvember. Uppselt hef- ur verið á nær allar sýningar, en rúmt ár er liðið frá frumsýningu. Leikritið gerist á bar og er sýnt á Leynibarnum í kjallara Borgar- leikhússins. Hlutverkin, sem eru 14, eru í höndum Sögu Jónsdóttur og Guðmundar Ólafssonar. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Síðasta sýning fyrir jól verður 7. desember og ein sýning er fyrir- huguð milli jóla og nýárs. og væri vonast til að undirtektir yrðu svipaðar á Seyðisfirði. „Upp- lesturinn fer fram í nýrri listamið- stöð hér í bænum sem staðsett er í gömlu húsi sem heitir Skaftfell. Það er skemmtileg tilviljun að afí og amma Vigdísar Grímsdóttur bjuggu einu sinni í þessu húsi; það má því segja að hún sé að koma I heimsókn til þeirra að lesa. Sam- hliða upplestrarkvöldinu verður sýning á lista- og handverkum eftir Seyðisfírðinga í húsinu. Einnig mun Djasstríó Öllu í Múla spila. í húsinu verður raunar leikin tónlist alla aðventuna." Höfundarnir sex munu lesa á Seyðisfirði 30. nóvember en á Vopnafirði 1. desember. Gallerí Fold með útibú í Kringlunni GALLERÍ Fold við Rauðarár- stig hefur opnað útibú í Kringlunni. Þar verður lögð áhersla á listmuni úr gleri og keramiki, auk minni mynd- verka. Galleríið hefur tekið upp samvinnu við vel þekkt gler- og keramiklistafólk um kynn- ingu og sölu. Rekstur gallerís- ins á Rauðarárstígnum verður óbreyttur. Svipir og sveitungar MYNDLIST Norræna húsið MÁLVERK Gunnar Örn. Opið alla daga frá kl. 14-17. Til 1. desember. Aðgangur 200 krónur. HRATT flýgur ögurstund, varð mér hugsað á sýningu Gunnars Am- ar í Norræna húsinu á dögunum er í ljós kom að listamaðurinn fyllir senn fímmta áratuginn. Eins furðu- stutt og manni fínnst vera frá þeim tímum er hann var í röð ungu og upprennandi málaranna sem einna atkvæðamestir voru um ný viðhorf í íslenzku myndlistarlífi og stóðu utan Súm-hópsins. Framlag einstaki- inga, sem voru þó sumir mun at- kvæðameiri um sýningahald hefur ekki verið haldið fram í sama mæli af fræðingum, líkt og að hópeflið skipti meira máli. Það bíður síns tíma að gera hér rækilega úttekt og vænti ég þess -að margur reki þá upp stór augu. Það er að verða að hefð að mynd- listarmenn sem standa á þessum tímamótum setji sjálfir upp sýningar og er áhugavert framtak en hér þyrftu samtök þeirra og listasöfn að vera betur vakandi, einkum hvað heildarúttekt á ferli þeirra fram- sæknustu áhrærir. Ekki er langt síð- an Gunnar Öm sýndi í öðrum aðal- sal Listasafns Kópavogs og vakti sýningin drjúga athygli því ljóst var að um umtalsverða getjun væri að ræða í myndveröldum hans. Og hann er enn á fullu í þessari uppstokkun og að hræra I litunum á litaspjaldinu og dúkunum og það í bókstaflegri merkingu þvf fáir málarar munda pentskúfínn jafn hratt og óformlega. Hér fylgir Gunnar eftir einni hug- dettunni af annarri og helst eru það sveitungar hans og umhverfi sem hann tekur til meðferðar og hantérar á sinn auðkennandi hátt. Athygli vekja fjölmargar ásjónur sem raðað er hættulega þétt á vest- urvegg, en þar blasa við heilar 22 myndir er nefnast „Sveitungar" (Heimurinn, heimili okkar allra). Hér er um stílfærð og margræð andlit að ræða og mun frekar hugljómun en að farið sé eftir útlínum viðkom- andi og þær vandvirknislega kort- Endurunnin lög Bjarkar á plötu ÚT ER komin ný breið- skífa Bjarkar Guð- munds_dóttur, Telegr- am. Á plötunni eru ýmis lög af plötu henn- ar Post, en í _ mjög breyttri útgáfu. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Björk það heill- andi að láta verk sín í hendur annarra til að vinna upp á nýtt, en hún stýrði allri endur- vinnslu á lögunum. Björk segir að hún hafí reynt að draga allt annað fram í lög- unum en áður hafi komið fram og ýkja alla þætti þeirra. Fyrir vikið hafi verið erfítt að raða lögunum saman, þau hafí verið það ólík, og því hafi útgáfan tafíst lítið eitt. Björk segist hafa gaman að vinna með verk annarra og þá ekki síst að láta aðra endurgera eigin verk, en hún valdi sjálf lög á diskinn og hafði þann hátt á að biðja fjölda listamanna að endurvinna verk sín, fékk inn tugi laga og valdi síðan þau bestu úr. Björk vinnur Telegr- am með ýmsum lista- mönnum, þar á meðal Brodsky strengja- kvartettinum, sem get- ið hefur sér gott orð fyrir flutning á jafnt klassískri tónlist sem nútímalegri framúr- stefnutónlist, skoska slagverksleikaranum Evelyn Glennie, sem hefur meðal annars komið hingað til lands til tónleikahalds, en að sögn Bjarkar leikur Glennie á útblástursrör bifreiða, brasilíska tónlistarmannin- um Eumir Deodado, sem kom með- al annars að síðustu plötu Bjarkar, Dillinja, dansdúettinum LFO, Outcast, Dobie og Mika Vaino. Björk hefur hafið vinnu við næstu breiðskífu sína, sem koma á út um mitt næsta ár, en upptökur fara fram á Spáni. Björk Guðmundsdóttir Bókmenntir á geisladiskum ÚT eru komnar tvær geislaplötur í flokknum, Bókmenntir á geisladisk- um, önnur með ljóðum Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi og á hinni eru fimm smásögur eftir jafnmarga höfunda. Sestu hérna hjá mér, nefnist geislaplata með ljóðum Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Arnar Jónsson leikari hefur tekið saman helstu ljóð skáldsins og útbúið til flutnings. Hann ásamt Helgu Jóns- dóttur flytja ljóðin, sem eru um 40 talsins. Þetta er fyrsti diskurinn í útgáfu- röð, sem nefnist „Lifið er ljóð“, þar sem ýmsum skáldjöfrum eru gerð skil. Smásögur er heitið á annari geislaplötu. Á henni eru smásög- urnar „Júbal ég - lausi“ eftir Aug- ust Strindberg, „Maðurinn sem safnaði vindum" eftir Ingvar Orre, „Teikn og tákn“ eftir Vladimir Nabokov,, „Hvar á að spila í kvöld“ sem John O’Hara skrifaði og „Eitt- hvað verður gert“ eftir Heinrich Böll. Lesarar eru Jóhann Sigurðar- son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Örn Árnason, Arnar Jónsson og Erlingur Gíslason. Útgefandi er Hljóðsetning ehf. nýtt fyrirtæki í eigu leikaranna Jóhanns Sigurðarsonar, Amar Árnasonar, Sigurðar Siguijónsson- ar og tónlistarmannsins Stefáns Hjörleifssonar. Leiðbeinandi verð er 1.990 kr. GUNNAR Örn. Endir, upphaf. Olía á striga. lagðar. Hins vegar dregur maður ekki í efa að sitthvað af persónuein- kennum fólksins sé að baki útfærsl- unnar, og myndrænt séð eru nr. 1, 3 og 15 hvað áhugaverðastar vegna svipmikils tjákrafts. Tvískipta mynd- in „Horft í blámann” (35) er sömu- leiðis mjög áhugaverð. Hins vegar er því ekki að neita að sumar andlits- myndanna eru fulllausar í sér og að hér hefði grisjun mátt koma til. Athygli vekja stórir og órólegir dúkar gagnsærra litaheilda, sem standa þó fullkomlega fyrir sínu ef ekki kæmu til ýmsar harðar þekjandi formanir á víð og dreif. Þetta er að vísu til í númálverki eins og fleira, er öllum lögmálum samræmis og fagurfræði er hafnað, en á síður við hér og virkar mjög framandi. Allt annar handleggur er svo myndaröðin „Annar heimur“ (46-55) á suður- vegg í innri sal en þar verður hin óformlega órólega heild gagnsærra forma er byltast um flötinn einmitt að sterku og bundnu samræmi. Eins konar reglu í ftjálsri mótun. Bragi Ásgerisson Upplestur í Gerðar- safni UPPLESTUR á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs verður hald- ið í kaffistofu Kópavogs, Gerðarsafni milli kl. 17 og 18, fímmtudaginn 28. nóvember. Gestir þessa viku verða rit- höfundarnir Bjarni Bjarnason, Einar Örn Gunnarsson og ísak Harðarson og lesa þeir úr verkum sem út koma fyrir þessi jól. Bjarni les úr skáld- sögunni Endurkoma Maríu, Einar Örn les einnig úr nýrri skájdsögu, Draugasinfóníunni, en ísak fetar nýjar slóðir í bók sinni Þú sem ert á himnum, Þú ert hér, þar sem hann dreg- ur upp mynd af trúarreynslu sinni. Bjarni Bjarnason hefur áður sent frá sér sögur og ljóð, m.a. ljóðabókina Urðarljóð og útópíuna í Óralandi, auk skáld- sögunnar Víslands. Einar Örn hefur helst fengist við sagna- gerð, m.a. gefíð út skáldsög- urnar Næðing og Benjamín. ísak sté fram á ritvöllinn 1982 með bókina Þriggja orða nafn og síðan hefur komið út eftir hann Tjöldi bóka, til að mynda smásagnasafnið Snæfellsjök- ull í garðinum. Staða ljós- myndunar í DAG, miðvikudag, kl. 20.30 verður haldið í Gerðarsafni, Kópavogi, málþing á vegum Ljósmyndarafélags íslands um stöðu ljósmyndunar sem list- greinar, hver stefna opinberra aðila er varðandi sérstakt ljós- myndasafn og hvort núverandi söfn sinni hlutverki sínu að safna samtímalist. „Einnig er þetta upplagt tækifæri fyrir ljósmyndara (lærða sem ólærða) að spyija sjálfan sig að því hvar þeir standa í íslenskri listaflóru og hvort ljósmyndum er metin að verðleikum," segir í kynningu. Fyrirlestur í Nýlista- safninu KRISTÍN Ómarsdóttir rithöf- undur heldur fyrirlestur í dag miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Fyrirlesturinn nefnist: Bylt- ing tilfinninganna - „Einn dag verða allir menn frjálsir. Einn dag mun réttlætið sigra og jafnvægið komast á... Bylting tilfinninganna er fyrirlestur um tilfínningar...“ segir í kynningu. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Sýningum að ljúka á Kar- demommu- bænum SÝNINGUM fer nú fækkandi á Kardemommubænum, sem verið hefur á fjölum Þjóðleik- hússins frá liðnu hausti. Sýn- ingar eru orðnar 76 talsins og tala áhorfenda komin hátt í 32 þúsund. Síðasta sýning samkvæmt áætlun er 1. desember, en aukasýningar verða laugar- dagana 30. nóvember og 7. desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.