Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þorsteinn Gauti og Rachmaninov TONLIST llljómdiskar PÍANÓKONSERT OG RAPSÓDÍ A Sergei Rachmaninov Píanókonsert nr. 2 í e-moll. Rapsódía um stef eftir Paganini. Þorsteinn Gauti Sigurðs- son (pianó) ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands. Upptökur fóru fram í Há- skólabiói í sept. 1994 og í maí 1995. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjaraa- son. Upptökumeim: Þórir Stein- grimsson og Hreinn Valdimarsson. Utgefandi og dreifing: Japis JAP 9639-2. RACHMANINOV (1873-1943) er trúlega þekktastur fyrir píanó- verk, þ. á m. konserta, enda sjálfur framúrskarandi píanóleikari og hélt fjölda tónleika beggja megin Atl- antsála eftir að hann neyddist til að yfirgefa Rússland eftir bylting- una (1917). Hann samdi einnig óperur, sinfóníur, kammerverk og sönglög sem mörg hafa verið gefin út á hljómdiskum hin síðari ár og átt sinn þátt í endurmati á tónlist hans. Á sínum tíma þótti hann nokkuð íhaldssamur og rómantísk- ur, enda er hann í sinfónískri tón- list sinni svo sem eins og beint framhald af Tchaikovsky og sam- ferðamönnum hans, þó að vissulega hafi hann þróað eigin stíl — sem gat verið bæði ábúðarmikill og inni- legur. Hér höfum við tvö af hans þekkt- ustu verkum, píanókonsertinn fræga nr. 2 og Rapsódíu um stef eftir Paganini fyrir píanó og hljóm- sveit, sem var síðasta tónsmíð hans fyrir þessa hljóðfæraskipan. Konsertinn er með hans „róm- antískari“ verkum, langur og tæknilega kreíj'andi, fullur af skapbrigðum, en einnig auðugur af fallegum hlutum og „nostalg- ískum“ tilfinningum (sbr. hæga kaflann). Frægir eru upphafstakt- arnir, sem byggja upp dramatíska eftirvæntingu sem konsertinn stendur oftast nær undir — stund- um með glæsibrag á sínu róman- tíska tónmáli. Rapsódían, sem eru raunar 23 tilbrigði um þekkt stef úr síðustu „kaprísu" Paganinis fyrir einleiksfiðlu, er ekki síður fjölbreytilegt „virtúósaverk" (sum tilbrigðin æði langsótt), spennandi og tæknilega krefjandi — og satt að segja „geníalt" á köflum (sbr. lokataktana). Þorsteinn Gauti er stórgóður píanisti, hefur bæði tæra tæknina á valdi sínu og ekki síður það stóra format sem svona tónlist krefst. Leikur hans er ákaflega vel grund- aður í blíðu og stríðu, frekar „klassískur" en „rómantískur", ef átt er við tilfinningasemi og yfir- drifnar áherslur og flæði. Tónlistin sjálf nýtur góðs af því. Eg var farinn að halda að Sinfónían léki án stjórnanda að þessu sinni og þótti mér henni takast furðu vel upp ogjafnvel sýna tilþrif á köflum (sem auðvitað vakti spurningar um gagnsemi stjórnenda). Á bls. 14 í bæklingi rakst ég loks á nafnið Ola Rudner, sem er fæddur í Sví- þjóð og stundaði nám í Kaup- mannahöfn, Manchester og Salz- burg og ku vera ansi góður á fiðlu. Og með því að hann hefur einnig komið fram sem hljómsveitarstjóri þótti mér einsýnt að hann bæri nokkra ábyrgð á leik hljómsveitar- innar, sem var dálítið „flatur“ og viðburðarlítill á köflum í konsertin- um (skrifist vissulega einnig á reikning tónskáldsins), en átti fín- ar rispur og flottar — einkum þeg- ar á leið. Ég var í fyrstu í nokkrum vafa um upptökuna (jafnvægi og skýra og hreina tónblöndun) í innkomu hljómsveitarinnar og áfram (einn- ig í hæga kaflanum), en sú tilfinn- ing var gleymd og grafin þegar leið á hlustun. Oddur Björnsson Karlakórssöngur á Hvolsvelli ÞAÐ er nú orðinn árviss viðburður að Karlakór Selfoss, Karlakórinn Þrestir í Hafnarfírði og Karlakór Rangæinga haldi sameiginlega hausttónleika. Nú verða þeir laugardaginn 30. nóvember kl. 16 í Hvolnum á Hvolsvelli. Karlakórinn Þrestir var stofnað- ur 1912 og nú eru um 50 söng- menn í kómum. Stjórnandi Þrast- anna er Sólveig Einarsdóttir, undir- leikari Miklós Dalmay og einsöngv- ari með kórnum er Helgi Þórðar- son. Karlakór Selfoss er stofnaður 1965 og nú starfa 48 söngmenn með kórnum. Kórinn er nú að gefa út sína fyrstu geislaplötu. Stjórn- andi er Ólafur Siguijónsson, undir- leikari Helena Káradóttir og ein- söngvari með kórnum er Berglind Einarsdóttir. Karlakór Rangæinga er yngstur kóranna, rétt að slíta barnsskónum. Hann var stofnaður árið 1990 og stefnir nú á sína fyrstu söngferð á erlenda grund. Félagar eru nú 42 talsins. Stjórnandi kórsins er Hall- dór Óskarsson, undirleikari Hörður Bragason og einsöngvari með kórn- um er Jón Smári Lárusson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og 800 fyrir eldri borgara en enginn aðgangseyrir er fyrir börn. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfír og jafnvel lengur. STOFNENDUR Ljósmyndarafélags íslands í janúar 1926. „ Að lýsa flöt“ MYNPUST Listasafn Köpavogs LJÓSMYNDIR Ljósmyndarafélag Islands. Opið alla dagafrá 12-18. Lokað mánudaga. Til 1. desember. Aðgangur/sýningar- skrá 200 kr. MIÐAÐ við sögulegan bakgrunn Ijósmyndarinnar hér á landi, hefði mátt ætla að samtök ljósmyndara væru eldri en 70 ára, en félagslyndi er Islendingum ekki í blóð borið, sér í lagi ef athafnir þeirra skara sjón- menntir. Vissulega er ljósmyndin mynd- rænn miðill, sem tengist endurvarpi sjónrænna atriða, þótt einhveijir hafi verið lengi að uppgötva það hér á útskerinu. I raun elsti sjónræni mið- illinn með samfellda sögu eins og stendur í sýningarskrá, en kannski færi betur á því að segja myndmiðill- inn. Huga má að sjónræna þættinum í húsagerðarlist og varla hafa orðið mörg rof á því að menn byggðu yfír sig húsaskjól á Islandi frá landnáms- öld, þótt mönnum sjáist því miður alltof oft yfír þá hlið, sem telst þó einn af grunnþáttum hennar auk hins hagnýta, verklega og formræna. Vísa hér til hinnar miklu sjónrænu fegurðar í grjóthlöðnum réttum á mynd Péturs Ólafssonar. Tilefni er að minna á, að hönnun byggist einn- ig á óáþreifanlegum atriðum, líkt og draumum og mótun undirvitundar- innar sem fæstir gera sér grein fyrir. Hitt er svo annað mál að maður skilur hvað átt er við, því Ijósmyndin er allt í senn myndrænn, sjónrænn sem listrænn miðill og þannig er framslátturinn jafn lítið alrangur sem að vera alveg kórréttur. En veig- urinn í þessum orðaleik er að taka undir hið síðastnefnda, að Ijósmyndin er listrænn miðill, sem menn hafa kannski verið tregir að viðurkenna að fullu á íslandi. Miður er að lista- söfnin hafí verið svo iengi að taka við sér, því að á sviðinu hefur margt stórvel verið gert. Það er svo alveg hárrétt, að listasöfn erlendis og þá helst nútímalistasöfn sinni því besta sem gert er á sviðinu, þótt fullmikið sé sagt að þau keppist við það, en það er metnaður hvers safns að rækta einnig þá hlið sjónmennta. Listasafn, sem hefði fjárráð, hús- næði og metnað til að kynna skil- virka þróun á öllum sviðum sjónlista frá upphafí væri býsna áhugavert, því hér er fágæt saga falin fyrir umheiminum. Á ég við sjónræna sögu frá miðöldum fram til síðustu tíma, sem gera myndi hvern viti bor- inn Islending stoltan og útlenda_gesti forviða. Frá teiknibókinni í Ama- safni, húsagerðarlist, og yfir út- skurð, vefnað og saum, fyrstu skól- uðu listamannanna og til ljósmynd- ara aldarinnar? Og skyldum við telj- ast þjóð áður en slíkt verður að veru- leika, eða skiptir öllu að draga sem flesta titti úr sjó og menga landið til að rúlla áfram öfugsnúinni, falskri velferð? Fyrir fimm árum var ljósmyndara- félagið með mikla og glæsilega sýn- ingu á Kjarvalsstöðum og ósjálfrátt virkar þessi framkvæmd sem fram- hald hennar í smækkuðu formi. Engu að síður er hún mjög áhugaverð eink- um fyrir sýnishorn eldri ljósmynda, því þrátt fyrir stóraukna tækni mega þeir ungu hafa sig alla við að ná jafn sannverðugum og stemmninga- ríkum sjónrænum lifunum og gengn- ar kynslóðir. Látleysið og tilfínningin fyrir aðalatriðunum og myndbygg- ingunni er gegnumgangandi hjá hin- um eldri, og satt að segja hrifu frum- leikatilraunir hinna ungu takmarkað. Frumleiki er eðlilegur þróunarferill, sem kemur ef neisti er fyrir hendi, en lærist ekki og hér fer allur remb- ingur viðkomandi illa. Sviðsetja hefði mátt sýninguna betur t.d. með yfir- stærð á nokkrum vel völdum eldri myndum til að auka sjónrænan áhrifamátt hennar. Afar hæpið er að nefna nöfn, þar sem hver þátttakandi á einungis ENGU íslenzku listasafni hefur dottið í hug að festa sér þetta snilldarverk Jóns Kaldals, hvað þá aðrar ljós- myndir. örfáar myndir og eru misvel kynntir af framlagi sínu, en ég staðnæmdist aftur og aftur við myndir Péturs Brynjólfssonar, Edvards Sigurgeirs- sonar og Gunnars Hannessonar, Láru Long, Rúnars Gunnarssonar, Önnu Sigríðar og Jóhannesar Long. Sýningin segir okkur öðru fremur, að við höfum átt framúrskarandi ljós- myndara og eigum raunar nokkra á heimsmælikvarða í dag, þótt fæstir þeirra séu með á sýningunni. Einnig af horfnum myndefnum, sem málar- ar okkar sinntu lítið eða vanræktu en voru afar áhugaverð. Einnig að núlistamenn dagsins hafí sitthvað til fortíðar að sækja um snjallar hug- myndir og myndefni, alíslenzkrar fortíðar. Þá segir hún okkur einneg- in, að enn kemst enginn með tærnar þar sem Kaldal hafði hælana í mannamyndagerð og loks mjög áber- andi, að enn sé nokkurt land ónumið þar sem eru nektar- og blómamynd- ir, að ógleymdum náttúrulegum og eðlisbornum frumleika. Sýningarskráin ber meira svip af ófrumlegu auglýsingariti en heimild um merk tímamót, en inniheldur þó nokkum gagnlegan fróðleik. Bragi Ásgeirsson .Tölvukjör Tolvu,- verslun heimilanna MUNIÐ: Fræðsla & fjör í Tölvukjör - öll fimmtudags- kvöldtil kl. 22:00 Opið í dag til klukkan 16:00 Frábær fjölskyIdutilboð Þú finnur réttu jólagjöf fjölskyltlunnar hjá oltkur! Mikið úrval af tölvum og tölvubúnaði, prenturum og margmiðlunarvörum á frábæru tilboðsverði. Við höfum opiö til kl. 16:00 i dag. Líttu við með fjölskylduna - við tökum vel á móti ykkur! Trust Pentium 133 Mhz 133 MHz Intel Pentium örgjöivi 16 Mb E00 minni Intel Triton VX kubbasett 15" PV litaskjár 1280 Mb diskur 2 Mb S3 Trio Virge skjákort 16 bita hljóðkort 8 hraða geisladrif Sound Wave 240 hátalarar Windows 95 lyklaborð, mús, Windows 95 Stærri skjár Meira skjáminni Öflugri hátalarar Aðeins kr. 125.900 ' oll fimmtudagskvöld Fræðsla & fjör í Tölvukjör fra klukkan sjo til tiu 108 Reykjavík Sími 533 2323 milln tolvukjor@itn.is Opifl virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.