Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 29
LISTIR
Osnertanleg saga
BOKMENNTIR
Skáldsaga
DYRNAR Á SVÖRTU-
FJÖLLUM
eftir Stefán Mána. Skákprent 1996.
„VIÐ erum fjögur hérna núna.
Ég, mamma, pabbi og amma. Afi
er dáinn. En hann kemur aftur.
Þá verður hann bróðir minn. Síðan
verður hann maðurinn minn.
Amma verður dóttir okkar. Pabbi
verður sonur okkar. Og mamma
verður dóttir þeirra. Svo er mér
sagt.“ Þetta stendur snemma í
litlu skáldsögunni Dyrnar á
Svörtufjöllum. Ég kalla hana litla
afþví bókin er í litlu broti og sag-
an er ekki löng. En afþví að sag-
an er ósnertanleg einsog sápukúla
sem hverfur við snertingu þá er
stærð hennar ekkert atriði. Og
tilfinningin fyrir sögunni er held-
ur ekki ósvipuð sápukúlu eða öllu
því sem hrífur huga manns eitt
augnablik og flytur síðan heim
til manns inní minningarnar. Það
er stelpa sem segir söguna af sér
og fjölskyldu sinni en þau eru síð-
ustu afkomendurnir á jörðinni.
Sólin er sokkin, jörðin býr í al-
gjöru myrkri og fjölskyldan
þraukar saman í biðinni eftir ljós-
inu og nýja heiminum
og skiptir verkunum á
milli sín.
Hér eru á ferð marg-
ar mjög fallegar mynd-
ir sem eru sagðar í
fáum orðum sem rað-
ast áhrifaríkt saman.
Þar notar höfundurinn
endurtekningar og við-
lag sem hann fer spar-
lega með en hittir í
mark afþví viðlagið er
svo rólegt. Hvernig
getur viðlag verið ró-
legt, þ.e.a.s. viðlag í
texta? Jú, ég get auð-
vitað sagt mjög ein-
faldlega að það viti ég ekki, gald-
ur texta sé órannsakanlegur
o.s.frv. en ég gæti líka reynt að
koma með tilgátu. Það er kannski
afþví textinn er settur upp einsog
ljóð. Síðan er viðlaginu skotið inní
þegar lesandinn hefur látið sögu-
manninn fara með sig langleiðina
til tunglsins. Lesandanum bregður
en viðbrögðin eru róleg. En það
er afþví að lesandinn er eins og
barn sem hlustar á söguna sem
geymir fræið sem breytir heim-
inum. Svo rómantískt verður svar-
ið við því hvers vegna viðlag sög-
unnar er svona rólegt og áhrifa-
ríkt. Ekki má heldur gleyma að
uppsetningin og
hljómurinn í stílnum
hefur líka mjög mikið
um þetta mál að
segja. Dæmi um
myndlistina í sög-
unni: „Við notum
tólfstundaglas til
þess að mæla tím-
ann./ I annað hvert
skipti sem glasinu er
snúið við er settur lít-
ill steinn í stóra fötu
sem heitir Ár. / Þegar
Ár fyllist er hvolft úr
henni og einn steinn
settur í aðra minni
fötu sem heitir Öld.“
Umgerðin, pappírinn, brotið,
bandið og kápan eru einföld en
styrkja líka myndlistarlega þætti
sögunnar. Á milli atriða í sögunni
eru auðar síður. Lesandinn ruglast
dálítið við þessar síður, hann grun-
ar í sviphendingu að um mistök
sé að ræða en nær svo öryggi sínu
aftur. Það hefði kannski mátt tölu-
setja eða skíra atriðin þó sagan
sjálf þurfí alls ekki á því að halda
að láta negla sig niður. En auðu
síðurnar búa til áhrif eins og allt
það sem kemur fyrir í sögunni og
því er takmarkinu náð. Sápukúlan
berst til himna.
Kristín Ómarsdóttir
Stefán Máni
Ljós og myrkur takast á
BÓKMENNTIR
Unglingasaga
JÓI JÓNS, KIDDÝ MUNDA
OG DULARFULLU
SKUGGAVERURNAR
Höfundur: Kristján Jónsson. Teikn-
ingar: Bjami Jónsson. Umbrot og
frágangur: Skjaldborg ehf. Prentun:
Singapore. Útgefandi: Skjaldborg
ehf. 1996 - 134 síður.
HAFI ég talið rétt, þá er þetta
fjórtánda bók höfundar. Óllum
ætti því að vera ljóst, að hann
kann að segja sögu svo fólk verð-
ur að eyrum og hér fer hann sann-
arlega á kostum.
Sviðið er kunnuglegt af fyrri
bókum Kristjáns, Eyrarvatn, og
inn á það leiðir hann vini okkar
skátana, Jóa Jóns, Kiddý Mundu,
Jóu og alla hina; Tóta yfírlögreglu
og aðstoðarmanninn Gumma;
Skafta sýslumann, séra Sturlaug
og Guðmund lækni og marga,
marga fleiri.
Hvað sem þær nú heita, persón-
urnar allar, þá eru þær aðeins
umgjörð um Runólf,
ungling sem margt
hefir mátt þola, lent á
hálli braut, fallið og
hlotið af sár í sál.
Fimm ára missir hann
föður. Gáleysisorð
valda, að hann kennir
sjálfum sér um. Síðan
týnir hann móður í
sukkið og síðast sjálf-
um sér í eiturpytt reiði
og heiftar.
Til að draga hann
úr myrkrahylnum
leggur góðhjarta fólk,
sýslumaður, prestur,
læknir og skátafor-
ingjar sjálft sig og starfsheiður í
hættu. I móti toga embættishroki
fávísrar löggu, sem studd af hug-
leysi aðstoðarmanns og sleftung-
unnar Gróu á Leiti tekst að æsa
flesta þorpsbúa til átaksins með
sér. Orrustan er því ekki aðeins
háð í sál drengsins, heldur líka á
torgi þorpsins.
Höfundi tekst að lýsa þessum
átökum listavel, svo vel, að eg
hika ekki við að benda foreldrum
táninga á þessa bók,
ekki aðeins til að
stinga henni í jóla-
pakka táningsins,
heldur líka að lesa
hana sjálfir. Hinum
fullorðnu vekur hún
spurnir, skilning á
heilbrigðu tóm-
stundastarfí og von-
andi stuðningi við það
í baráttunni við
skugga-jóana. Hinum
yngri er hún spennu-
lesning, krakkarnir
lenda í æsilegum
hremmingum, því
höfundur kann þá list
að segja sögu svo lesandinn, ótil-
neyddur, leggur hana ekki frá sér,
fyrr en hún er öll.
Oft hefír Kristján skrifað vel, en
dómur minn er: Áldrei betur en nú.
Stíll höfundar er léttur, háðskur,
hnitmiðaður; málið lipurt og tært.
Myndir Bjarna eru frábærar, hefðu
mátt vera miklu fleiri. Lítið ell
hefír læðzt af síðu 14. Bók sem
öllum, er að unnu, er til sóma.
Sig. Haukur.
Kristján Jónsson
í síma 155 er að finna upplýsingar um hvað
rétt klukka er • Opið allan sólarhringinn.
PÓSTUR OG SlMI
Hvað er rétt klukka?
ð við Vínartóna
Hljómsvpit íslensku óperunnar oq kór íslensku óperunnar bjóða upp i dans
- Vínarvalsa í synqjandi sveiflu, á nýárskvöldi
1 t^/infóníuhljómsveit leíkur fyrir dansi
Stjómandi er Páll Pampichler Pálsson.
■tíU söngvaramír
Hinn stórkostleqi Ólafur Ámi Bjamason, „tenórqeysir“ sem fenqió hefur
þá umsöqn að vera „á hæsta plani Verdi Ilytjenda11.- Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, sópran Bjöm 1. Jónsson, tenór Póra Einarsdóttir,
I1U1UUIUUU.I1, JU['1UJI I/JUIII I. JUllJ
sópran oq kór íslensku óperunnar
flytja verk ór óperettum
qömlu meistaranna!
Veislustjóri:
: GarÖar Cortes
Vmante-palé„!x !Ldhmarsó
Hei/sfeikt nautann ð so be*sósu.
Þröeplum, smjö™MkÍuoTð fy,"ui
Hom
.. Jnu',U7H slnl'U (CUÍ/lfý/'Í/U/C/HfSf
Sími 568-7111 - Fax 568-5018
llúsió opnað kl. 19:00. Tekið verður
á mðti qestum ineð „0pera“ freyðivíni.
forsala miða oq borðapantanir
kl. 13-17 daqleqa á llótel íslandi.
Verð aðeins kr. 7,500.
586 / 100 MHz margmiðlunartölva
íli
• 16 MB EDO vinnsluminni
• 8x geisladrif + 3.5" disklingadrif
•1.3 6B har&ur diskur
• Skjókort ó mófturborði
• 256 Kb Pipelined Cache
• Win’95 lyklaborÖ + mús
• 14" SVGA lilaskjór
• Windows 95
• 16 bita hljóbkort
• Tveir hótalarar meó magnara
104.000 kr.
stgr.m.vsk.
Tæknival
Skeifunnl 17
105 Reykjavtk
Slml 550 4000
Fax 550 4001
Netfang:
Reykjavíkurvegi 64
220 Hafnarfirði
Simi 550 4020
Fax 550 4021
Netfang:
mottaka@taeknival.is fjordurOtaeknivat.is
.er við lækkum okkar verð!