Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKtJDAGÚR 27. NÓVÉMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sjávarútvegurinn greiðir nú þegar veiðileyfagjald STAÐREYNDIN er sú að sjávarútvegurinn greiðir nú þegar veiðileyfagjald, er kallast í dag þróunarsjóðsgjald. Það hefði verið mun skynsamlegra á sínum tíma að kalla gjaldið réttu nafni. Það var aldrei undan gjaldinu flúið, nær hefði verið að taka jákvætt á því og reyna að hafa áhrif á þróunina. í dag greiðir sjávarútvegurinn sem fyrr segir þróunarsjóðsgjald, sem dæmi greiðir Vinnslustöðin hf. líklega um 15 milljónir króna þegar upp verður staðið á þessu ári til sjóðsins. Þróunarsjóðurinn átti að leiða til hagræðingar í greininni, með fækkun skipa og fiskvinnsluhúsa. Auk þessa var hlutverk sjóðsins að styðja við bakið á þróunarverkefnum í grein- inni. Tilkoma sjóðsins hefur leitt til verulegrar fækkunar í flotanum og er það vel. Hins vegar hefur sjóðurinn lítið sem ekkert gert að því að úrelda fiskvinnsluhús og er þó engin vanþörf á. Staðreynd- in er sú að fiskvinnsluhús á land- inu eru alltof mörg, flest illa búin og uppfylla ekki kröfur ESB. Sjóð- urinn verður að taka á þessum málum og greiða fyrir fækkun húsanna. Skýringar sjóðsins hafa verið þær að það þurfi að finna húsunum verkefni eftir að styrkur hefur fengist greiddur. Mun nær væri að rífa húsin til þess að koma í veg fyrir vinnslu í húsunum í framtíðinni, en fækka verður hús- unum, ella ætti fiskvinnslan ekki að greiða gjaldið. Skoðun mín er sú að leggja eigi Þróunarsjóð sjávarútvegsins niður. Sjávarútvegurinn eigi áfram að greiða gjald fyrir aflaheimildir, nú sem áður, og gjaldið eigi að renna til þess að greiða skuldbindingar sjóðsins og í framtíðinni til þess að reka Hafró og Rannsóknastofn- un fískiðnaðarins. Gjaldtakan yrði með svipuðu sniði og nú þegar er gert, en upphæðin á hvert þorskígildi yrði tryggð með meðalverði á sjáv- arafurðum. Á þann hátt myndi gjaldið fylgja upp og niður- sveiflum á erlendum mörkuðum. Ef þorsk- stofninn vex og dafnar hækkar gjaldtakan, og stofnar minnka, lækk- ar hún. Um þessa leið þyrfti að gera samning á milli sjávarútvegsins og ríkisins til lágmark 30 ára. Sjávarútvegur- inn verður að hafa tryggingu fyrir því að kerfinu verði ekki breytt með nýjum ríkisstjórnum, eða breyttum áherslum. Skapa þarf öryggi til þess að treysta starfsum- hverfi greinarinnar. Stefna bæri að því að greinin tæki rekstur fyrrnefndra stofnana endanlega yfir um aldamótin. Efla þarf rekstur þessara stofnana með framtíðina í huga. Sóknarfærin eru víða í umhverfinu, ýmsar fisk- tegundir eru vannýttar og þekking okkar á hafinu er mjög takmörk- uð, ekki síst vegna fjárskorts. Aðrar atvinnugreinar greiði svipað gjald Aðrar atvinnugreinar eiga á sama hátt að greiða fyrir rekstur stofnana sem eru þeim tengdar, má þar nefna Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins o.s.frv. Ennfremur er eðlilegt að ferðaiðnaðurinn greiði fyrir að- gang sem hann fær að landinu fyrir erlenda ferðamenn, sam- göngufyrirtækin fyrir aðgang að lofti og legi, o.s.frv. Jafnt á yfir alla að ganga. Stóriðjunni á íslandi ber að greiða svipað verð og annar iðnað- ur, þar á meðal fisk- iðnaðurinn, fyrir raf- orkuna. Aðstöðumun- urinn er umtalsverður, og fískiðnaðurinn er að greiða margfalt hærra gjald fyrir ork- una en stóriðjan. í Vestmannaeyjum greiðum við hátt gjald einnig fyrir það vatn sem við notum til framleiðslunnar, gjald umfram aðra. En kjaminn er að ef þjóðin á rétt á því að fá gjald fyrir auð- lind sína sem er hafíð, hlýtur hún að eiga svipaðan rétt á öðrum auðlindum þar á meðal fallvötnum, hálendinu, náttúraperlum og svo mætti lengi telja. Ef allar atvinnugreinar greiða kostnað við þær stofnanir sem þeim tengjast og stóriðjan greiddi það sem henni bæri, væri hugsan- lega hægt að reka ríkissjóð halla- lausan. En að afnema tekjuskatt, miðað við núverandi stöðu ríkis- sjóðs, er út í hött. Sveiflujöfnun Samtök iðnaðarins hafa haft uppi háværar kröfur um að setja veiðileyfagjald á sjávarútveginn og/eða sveiflujöfnun. Samtökin virðast gleyma því að helsti við- skiptavinur iðnaðarins á íslandi er sjávarútvegurinn. Má þar nefna fyrirtæki eins og Marel, Hampiðj- an, Sæplast, Borgarplast, skipa- smíðastöðvarnar, málningarfyrir- tækin, vélsmiðjurnar, netagerða- verkstæðin o.s.frv. Endurreisn sjávarútvegsins hefur leitt til eflingar iðnfyrir- tækjanna og er það vel. Það mun geta flýtt fyrir þeirri tæknivæð- ingu sem þarf að eiga sér stað í greininni. Iðnfyrirtækin mega ekki gleyma því að uppspretta að þeim vöram sem þau framleiða og þeim árangri sem þau hafa náð koma mörgum tilfellum frá sjáv- arútvegsfyrirtækjunum. Þar er gríðarleg reynsla meðal starfs- manna sem hefur leitt til þróunar á tæknibúnaði, veiðarfæram o.s.frv. Samstarf iðnaðar og sjáv- arútvegs er báðum greinum bráð- nauðsynlegt og því óskiljanlegt af hveiju iðnaðurinn þarf að höggva í sjávarútveginn. Ef setja á sveiflujöfnun á ein- hverja atvinnugrein í dag er það Mikilvægt er að kalla hlutina réttu nafni, seg- ir Sighvatur Bjarna- son, í þessari síðari grein sinni, þróunar- sjóðsgjaldið er veiði- leyfagjald. stóriðjan, að mínu mati. Fram- kvæmdir við álver, hugmyndir um ný álver hafa sett af stað ákveðna þenslu í þjóðfélaginu. Þenslu sem mun leiða til hækkandi launa fyrir aðrar atvinnugreinar, þörf fýrir aukið vinnuafl og þörf fyrir gjald- eyri. Allar atvinnugreinar líða fyrir þessa ásókn stjórnmálamanna í álver. Sjávarútvegurinn er að hluta til farinn að skila hagnaði en bolfisk- vinnslan er rekin með gríðariegu tapi víða um land. Bolfiskvinnslan er hornsteinn sjávarútvegsins og því þarf greinin að taka á vanda- málinu og leysa það. Það verður ekki gert með sveiflujöfnun eða nýrri gjaldtöku. Það verður gert með eigin fé, tæknivæðingu, vöru- Sighvatur Bjarnason þróun og markaðsuppbyggingu. Eina leiðin út úr vandanum er að ná niður rekstrarkostnaði og auka framleiðslutekjumar. Hvers konar sveiflujöfnun rask- ar hugsun manna og veldur því að ekki næst sami árangur í rekstri og ella og því á að hafna öllum hugmyndum um sveiflujöfnun. Miðstýring er fortíð sem vonandi kemur ekki aftur. Einkaframtak og frelsi er það sem skilar bestum árangri til lengri tíma litið. Að lokum Sjávarútvegurinn á, ef rétt er á málum haldið, mjög góða fram- tíð fyrir sér. Greinin er ein af hornsteinum íslensks atvinnulífs. Mikið rekstrartap hefur háð upp- byggingu sjávarútvegsins um langt skeið. Uppbyggingu þá sem farin er í gang má ekki stöðva því hún á eftir að skila þjóðinni auknum gjaldeyristekjum á kom- andi árum. Við þurfum að byggja upp hátæknisjávarútveg sem hef- ur til umráða vel þjálfað og mennt- að starfsfólk sem fær mannsæm- andi laun. Sjávarútvegurinn þarf að þjálfa upp ungt fólk til starfa erlendis og byggja upp sölu og dreifingarnet á erlendum mörkuð- um. Ef þetta gengi eftir myndi sjávarútvegurinn greiða umtals- verðan tekjuskatt, arð til hluthafa sinna sem að stóram hluta eru líf- eyrissjóðir sem myndi leiða til hærri lífeyrisbóta í framtíðinni. Iðnfyrirtækin sem þjóna sjávar- útveginum myndu einnig vaxa og dafna á sama hátt og sjávarútvegs- fyrirtækin. Veiðileyfagjald í þeirri mynd sem hugmyndir hafa komið fram um leiðir til samþjöppunar á afla- heimildum, verulegri byggðarösk- un og myndi stöðva framþróun í sjávarútveginum og færa okkur aftur á það stig að verða hráefnis- framleiðendur fyrir erlendar ríkis- styrktar verksmiðjur. Við verðum að koma íslensku atvinnulífi inn í nútímann, aflétta höftum en gera kröfur um arðsemi fyrirtækja. Á þann hátt er framtíð þjóðarinnar best borgið. Höfundur er framkvæmdastjóri. Hve glöð er vor æska? Meðal annarra orða Erum við sú fyrirmynd, spyr Njörður P. Njarðvík, sem hvetur ungt fólk til grandvars lífernis og þroskalöngunar? SÚ mynd sem er dregin af æsku ís- lands og kynnt þjóðinni er að hún sé vímu- sjúk, ofbeldishneigð og nú síðast að hún standi langt að baki jafnöldrum sínum í raungreinum í skóla. Og svo er að sjá sem ýmsir hafi orðið hissa á þeim tíðindum sem birtust í könnun á námsárangri í raun- greinum. Einn kunningi minn spurði mig meira að segja: Er þetta kennuranum að kenna? Ég segi fyrir mig, ég er hissa á því að nokkur skuli vera hissa. Því þetta er ekki annað en búast mátti við. Við vitum auðvitað að æskumyndin er bæði skökk og skæld. Það ber meira á drukknum unglingum en ódrukknum og meira á ofbeldi en friðsemd. Og fjölmiðlar miðla því sem mest ber á. Meirihluti ís- lenskra ungmenna er hvorki drykkfelldur né ofbeldishneigður. Frétt um laka frammistöðu í raungein- um er hins vegar hvorki skökk né skæld því hún byggist á vandlegri könnun. Og í heild sinni er sú mynd sem dregin er af íslenskri æsku ekki í raun áfellisdómum yfír æskunni né kennurum hennar sérstak- lega, heldur þungur áfellisdómur yfír ís- lensku samfélagi í heild sinni og þeim sem þar hafa valist til forystu. Á því skyldi enginn vera undrandi. Sjúkt samfélag Samfélag okkar er alvarlega sjúkt. Við getum sent tölvubréf og símbréf á heims- enda, tekið upp farsíma hvar sem er, en skortir innri tengsl. Það er líkt og innra með okkur sé tóm sem við höldum að við getum fyllt með ytri athöfnum. Austur- lenskur fræðari sagði eitt sitt: Það er engu líkara en Vesturlandabúar séu svo latir að þeir hlaði á sig sífelldum önnum til að komast hjá því sem máli skiptir: að rækta sinn innri mann. Aðstæður skapa okkur að miklu leyti lífsform. í láglaunalandi með háum sköttum neyðist fólk til enda- lausrar vinnu. Þegar svo við bætist allt að því sjúkleg krafa um efnaleg gæði, stefnir í hreint óefni. Við þurfum að búa í svo fínum og dýrum húsum að við höfum aldrei tíma til að vera í þeim af því við erum alltaf að beijast við að eiga fyrir afborgunum. Og fólk er að heita má bein- línis pínt til að eignast of dýrt húsnæði af því það á ekki völ á öðra. Við vitum öll að áfengisvandamál okkar er mjög alvarlegt. Varla er til sú fjölskylda sem ekki hefur einhveija reynslu af því. Eru drykkfelldir unglingar þá eitthvað annað en spegilmynd þess? Og ef aðal- skemmtiefni okkar f sjónvarpi og kvik- myndum er ofbeldi er verið að koma því til skila að ofbeldi sé skemmtilegt. Eigum við þá að undrast að ofbeldi aukist með ungu fólki? Og ef við vinnum svo mikið að við komum heim dauðuppgefín og höf- um ekki orku í annað en umhugsunarlausa afþreyingu, hver sinnir þá unga fólkinu? Felum við það líka umhugsunarlausri af- þreyingu? Höldum við að það stuðli að þroska æskunnar? Með öðram orðum: eram við sú fyrir- mynd sem hvetur æsku landsins til grand- vars lífemis, hófsemi, friðsemdar, umburð- arlyndis, fróðleiksfýsnar og þroskalöngun- ar? Hugarfarsbreyting Við vitum Iíka að menntun er ekki mik- ils metin hjá þjóð okkar. Þar hefur orðið breyting hjá einni eða tveimur kynslóðum. Þegar ég var að alast upp í sjávarplássi vestur á fjörðum, klifuðu foreldrar mínir á því að ég yrði að afla mér góðrar menntunar. I því birtist þrá þeirra, sem áttu engan kost á skólagöngu. Móðir mín fékk kennslu hjá farkennara í fjóra mán- uði. Það var allt og sumt. Nú eiga að vísu allir kost á skólagöngu, langri skólagöngu. Og það era auðvitað miklar framfarir. En áherslan í samfélaginu er breytt. Ungt fólk sér að menntun er lít- ils metin í launum og kennslustörf enn minna. Það er ekkert mjög langt síðan að því fylgdi mikil virðing að vera mennta- skólakennari. Svo var enn þegar ég gekk í Menntaskólann á Akureyri. Og þá voru laun hans líka nokkurn veginn mannsæm- andi. Nú horfa reyndir háskólakennarar upp á að nýútskrifaðir nemendur þeirra fá hærri laun í sínu fyrsta starfi. Og það sér unga fólkið líka. Til hvers þá að leggja hart að sér í skóla? Vegna hinnar ósjálfráðu þarfar fyrir þekkingarleit? Er hún enn til? Halda stjórnmálamenn okkar ennþá að smánarlaun kennara stuðli að góðri mennt- un æskunnar? Halda stjórnmálamenn okk- ar ennþá að sífelldur niðurskurður í skóla- málum stuðli að góðri menntun? Eða halda stjórnmálamenn okkar kannski ennþá að góð menntun skipti engu fyrir framtíð þjóðarinnar? Á sama tíma og klifað er á því að auka þurfí fjölbreytni í efnahagslífí okkar er þrengt að því eina sem getur skapað slíka fjölbreytni: menntun. Ég vona að lesendur fyrirgefi mér orðbragðið, en þetta er svo heimskulegt að það er í raun ótrúlegt að forystumenn þjóðarinnar skuli hafa slíka stefnu. Til þess að breyta þessu ófremdar- ástandi, til þess að tryggja æsku okkar, og þar með framtíð þjóðarinnar, rótfestu og öryggi, lífstrú og lífshamingju þarf að verða sú breyting sem erfiðust er: hugar- farsbreyting. Við hin eldri þurfum sjálf að breyta lífí okkar þótt seint sé, snúa baki við eigingjarnri þægindafrekju og tómleikanum sem henni fylgir. Og forystu- menn okkar verða að fara að skilja að góð menntun þjóðarinnar er grundvöllur fram- tíðarinnar. I því felst að gerbreyta launa- kerfi og verðmætamati. Að manneskjan og umönnun hennar á að koma fyrst af öllu. Þeir verða að skilja það sem áður hefur verið sagt í þessum pistlum: að mannslíf er meira virði en mannvirki. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmcnntum viðHáskóla íslnnds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.