Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 38

Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 38
38 miðvikudágur 27. nóvember 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Listasafnið okk- ar Akureyringa Í GRÓFARGILI hér á Akureyri hefur þróast athyglisverð starfsemi. Listasumar er orðinn fastur liður þar. Mynd- listarskólinn er skóli, sem tekið er eftir, Ketil- húsið, með allri þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar á að verða er spennandi verkefni, Ðeiglan, sem er fjöl- notasalur, er sífellt með eitthvað í „deiglunni". Gilfélagið, sem er hópur fólks með hugsjónir og áhuga á að gera list- greinum hátt undir höfði, er orðinn öflugur félagsskapur. Ýmis gall- erí hafa einnig verið stofnuð og ekki má gleyma kaffíhúsinu hennar Karól- ínu, þar sem pláss er fyrir alla, hvort sem áhuginn er á listinni hveiju sinni eða ekki. Mig langar til að fara nokkrum orðum um Listasafnið á Akureyri sem opnað var í Gilinu 28. ágúst 1993. I mars 1994 voru samþykktar í bæjarstjóm Akureyrar reglur fyrir safnráð Listasafns Akureyrar, og er þar m.a. kveðið á um hvert verksvið safnráðsins skuli vera. Á hátíðar- stundum komum við í Safnið, t.d. þegar opnaðar eru sýningar eða tök- um á móti gestum, sem við viljum sýna það besta. Eftir þessi rúmlega þrjú ár, sem safnið hefur verið til, fínnst mér vera kominn tími á að líta yfír farinn veg og endurskoða og læra af því sem gert hefur verið og bæta og breyta því sem okkur fínnst að mætti ef tii vill vera öðruvísi. Það er nefnilega ekki nóg að hafa áhugasaman forstöðumann í starfi, ef við reynum ekki að hlúa að starf- seminni. Við verðum að sýna, að við viljum hafa Listasafn, sem eftir er tekið. Reykjavík og ná- grenni fengu að njóta þess að leggja áherslu á íslenska myndlist áður en Listasafnið á Akur- eyri var opnað. Bæjar- yfírvöld á Ákureyri hafa mótað stefnuna. Við þurfum að tryggja, að þeirri stefnu sé fram haldið og hún sé í stöð- ugri skoðun, því á sviði lista verða miklar breyt- ingar. Má þar til dæmis nefna notkun margm- iðlunar, sem hefur rutt sér mjög til rúms á sviði listarinnar. Nauðsyn- legt er að auka þjónustu safnsins við hinn al- menna bæjarbúa, og ekki hvað síst við skólana, miðla fræðslu um mynd- list og veita skólafólki innsýn inn í þá veröld sem í myndlistinni býr. Á fyrsta eða öðru ári safnsins var nemendum boðið að koma með kenn- ara sínum í heimsókn og veit ég að Stund milli anna á lista- safni, segir Valgerður Hrólfsdóttir, getur orðið sálinni holl hvíld. margir nutu þeirra heimsókna. Síðan var unnið út frá heimsókninni í myndmenntatímum. Auðvitað mætti samþætta námsgreinar skólanna á ýmsa lund. Til dæmis gæti íslensku- kennarinn og myndmenntakennarinn unnið gott starf með nemendum sín- um á þann hátt. Ég tók fram, að slíkar heimsóknir hefðu verið, en þar sem ekki hefur enn verið ráðinn safn- kennari við Listasafnið, hefur þessi þáttur starfseminnar orðið útundan. Valgerður Hrólfsdóttir Til þess að efla slíka starfsemi þyrfti að ráða safnkennara, sem hefði það að aðalstarfí að taka á móti slík- um hópum og kynna þeim listasög- una og glæða þannig áhuga þeirra. Ekki veit ég hve margir Akur- eyringar hafa komið á Listasafnið okkar, en þeir sem ekki hafa litið þar inn, ættu að líta við og sjá hvern- ig Listasafnið þeirra hefur búið um sig. Þangað er hægt að koma án þess að gera boð á undan sér. Ég hef hitt fólk, sem nýtur þess að koma við og ganga einn hring í sýningar- sölunum á leið heim úr vinnunni. Ekki slæm hugmynd, eða hvað? Á þeim tímum sem við nú lifum á, er annríki mikið og fólk kvartar gjarnan yfír tímaleysi. Samt reynum við að rækta líkamann með íþrótta- tímum, því okkur er sagt að það sé hollt fyrir líkama og sál og enginn efast um það. Stund milli anna á listasafni getur einnig orðið sálinni holl hvíld og því ágætis hugmynd fyrir alla fjölskylduna að finna þá andlegu hvíld sem í þvi felst að skoða list. Vonandi getum við einnig komið upp sýningum á myndböndum þar sem listamenn og verk þeirra væru kynnt, þar sem við gætum sest og notið á þann hátt. Með þessum skrifum langaði mig aðeins til að vekja okkur bæjarbúa til umhugsunar um þá starfsemi sem í Gilinu er og minna á Listasafn Akur- eyrar. Vonandi vakna einhveijar spumingar hjá þér, lesandi góður, og helst áhugi á því sem fram fer í Gil- inu. Ég veit, að þú munt fá góðar móttökur ef þú kemur í heimsókn. Þú getur líka komið án þess að þurfa að eiga samskipti við neinn, aðeins að koma og njóta þess sem sýnt er að flutt. Sýnum metnað okkar sem búum í skóla- og menningarbænum Akureyri, leggjum rækt við listgrein- amar. Á þann hátt auðgum við líf okkar. Við sem komum gjaman á Listasafnið verðum að halda vöku okkar og láta í ljós jákvæða gagnrýni á því sem betur mætti fara. Nemum staðar og njótum þess sem fyrir augun ber, gott, andlegt fóður fyrir sálina. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKLI OG SKEIÐARÁRSANDI hlaup á Skeiðarársarídi í byrjun nóvember eru meðal mestu náttúru- hamfara á íslandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði sem olli einstaklingum og fyrirtækjum á sunnan- og austanverðu landinu miklum óþægindum. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust vel með náttúruhamförunum og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefúr verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru þar. Sýningin stendur til föstudagsins 6. desember og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN Þróunarsjóður sjávarútvegsins borgar! LOKSINS virðist sú ákvörðun í höfn að nýtt og fullkomið hafrann- sóknaskip verði keypt eða smíðað. Það var löngu tímabært því frá- leitt er að þjóð sem lifir í svo ríkum mæli á auð- lindum sjávar bjóði ekki sínum vísindamönnum upp á sómasamlega aðstöðu til rannsókna á þessu mikilvæga sviði. Þegar meint aðhald er í ríkisumsvifum eru slíkar fjárfestingar ekki einfalt mál. Lausnin að þessu sinni var þó ein- föld. Þróunarsjóður sjávarútvegsins borgar. Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem nú er til umfjöllunar verður hlutverki sjóðs- ins gjörbreytt. Grisj unar hlutverki lokið Hlutverk sjóðsins upphaflega var að stuðla að minnkun fiskiskipaflot- ans og fækkun fiskvinnsluhúsa og skapa þannig svigrúm fyrir bætta nýtingu framleiðslutækja og betri rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Frá því lögin tóku gildi vorið 1994 hafa tvívegis verið gerðar breytingar á þeim til að skerpa frekar þetta grisj- unarhlutverk. Árangur hefur orðið nokkur sem lesa má af fækkun krókabáta og útgefinna veiðileyfa. Vegna þessara úreldinga hafa þeg- ar verið greiddir tæpir 3 milljarðar króna. Einungis 7 fiskvinnsluhús þó hafa verið úrelt og vegna þeirra hefur sjóðurinn greitt netto 19 millj- ónir króna. Grisjunarhlutverki hans lýkur um næstu áramót, því næsta rúma áratuginn verður meginverk- efni sjóðsins að fjármagana kaupin á hafrannsóknaskipinu auk þess að standa við þegar gerðar skuldbind- ingar. Einföldun gjaldsins skynsamleg Við breytt hlutverk sjóðsins hljóta menn að setja spurningar- merki við óbreytta innheimtu gjalda. Eigendur fiskiskipa og fisk- vinnsluhúsa munu, ef frumvarpið verður óbreytt að lögum, greiða til sjóðsins til ársloka 2005. Utgerðin hefur skv. gildandi lögum greitt gjald af úthlutuðu aflamarki, eða 1 kr. fyrir hvert þorskígildiskíló, frá upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs. Berist greiðslur vegna þess ekki skilvíslega fellur veiðileyfi skips nið- ur. Þá hafa eigendur fiskiskipa frá upphafi greitt gjald sem miðast við stærð skipanna og eigendur fisk- vinnsluhúsa hafa greitt hlutfall af fasteignamatsverði húss og lóðar. Frá næstu áramótum til ársloka 2005 munu þessar greiðslur sam- tals nema um 6,5 milljörðum. Þar af koma frá fiskvinnslu rúmar 700 milljónir og útgerð m.v. stærð skipa um 750 milljónir. Stærsti hluti upp- hæðarinnar, eða tæpir 5 milljarðar koma vegna greiðslu 1 kr. á hvert úthlutað þorskígildi- skíló. Ef gjaldið yrði einfaldað, fiskvinnsl- unni sleppt og viðmið- inu við stærð skipanna en einungis innheimt gjald miðað við úthlut- að aflamark, sem er skynsamlegt, þyrfti einungis að hækka þorskígildiskílóið um 27 aura til að ná inn sömu upphæð, eða um 6,5 milljörðum. Útgerð með hagnað - vinnsla með tap Fiskvinnslan í land- inu á í vanda. Sá vandi er að hluta kerfislægur og verður að því leyti viðvarandi þar til breyting verður gerð. Sú mikla handstýring sem vinnslan býr við varðandi hráefni- söflun og afsetningu afurða rímar afar illa við markaðsvæddar veiðar. Forsvarsmenn segja hana ekki rísa undir kröfum um betri kjör; hún berst í bökkum. Samt leggur ríkis- stjórnin nú upp með það að þegar upp verði staðið verði fiskvinnslan alls búin að greiða um 800 milljón- Þegar upp verður stað- ið, segir Svanfríður Jónasdóttir, verður fiskvinnslan alls búin að greiða um 800 milljónir króna fyrir 19 milljóna króna úreldingarstyrk. ir króna fyrir 19 milljóna króna úreldingarstyrk. Þannig styrki fisk- vinnslan útgerðina. Utgerð sem skilar svo miklum hagnaði að út- vegsmenn gátu ekki dulið fögnuð sinn á nýafstöðnum aðalfundi. Er þetta nú hægt? Væri ekki réttlátara að breyta gjaldinu í þá veru sem hér er bent á, þannig að útgerðin greiði ein og þá bara af úthlutuðu aflamarki? Tilgangur gjaldtöku í umræðum um veiðileyfagjald á Alþingi hafa andstæðingar gjalds- ins gjarnan gripið til þess að vor- kenna fiskvinnslunni og notað það sem rök í málinu. Við jafnaðarmenn höfum þó margítrekað að ekki standi til að taka veiðileyfagjald af fiskvinnslu enda fái hún ekki úthlut- að veiðileyfum heldur þurfi að kaupa allt sitt hráefni eins og ann- ar iðnaður í landinu. Á sínum tíma var það sagður eini tilgangur þess að láta fiskvinnsluna greiða þróun- arsjóðsgjald að með því öðlaðist hún rétt til úreldingarstyrkja. Núna, þegar breyta á hlutverki þróunar- sjóðs en halda skal gjaldtöku af fiskvinnslunni áfram, heyrist hins vegar ekkert, alls ekkert, í þessum meintu vinum fískvinnslunnar. Okkur jafnaðarmönnum finnst sjálfsagt að atvinnulífið greiði fyrir þá þjónustu sem hið opinbera veitir því. Við höfum sagt að eðlilegt sé að veiðileyfagjald fari til að byija með til þess að greiða slíka þjón- ustu við útgerðina. Hér er ríkis- stjórnin að feta sig inn á slíkar brautir og það er vel. Það er hins vegar býsna langt seilst þegar farið er að sækja fé til þess í tóman og götóttan vasa fiskvinnslunnar. Hún á nóg með sig. Höfundur er alþingismadur í þingflokki jafnaöarmanna. Svanfríður Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.