Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐJÓN
GUÐMUNDSSON
+ Guðjón Guð-
mundsson
fæddist að Á á
Skarðsströnd 18.
janúar 1926. Hann
lést í Reykjavík 16.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Erlendsson
og Guðrún Guð-
mundsdóttir. Fljót-
lega fluttist hann
ásamt fjölskyldu
sinni að Skógum í
Þorskafirði. Ungur
að aldri fluttist
hann síðan að Hafrafelli í
Reykhólasveit. Guðjón átti
fimm bræður. Þeir eru: 1) Jón
Valgeir og 2) Einar Trausti,
sem fórust með vélbátnum
Kristjáni 1934. 3) Markús,
kvæntur Þorgerði B. Sveins-
dóttur, sem er látin, þau áttu
synina Jón og Viðar. 4) Haf-
liði, sem lést 1956, hann var
kvæntur Huldu Pálsdóttur.
Þeirra börn eru Guðrún,
Magnús, Sigríður, Guðmund-
ur, Hjálmfríður og Einar. 5)
Sigvaldi, kvæntur Olmu Frið-
riksdóttur, ættaðri frá Þýska-
landi. Þeirra börn eru Olga,
Dórathea, Haflína, Marta,
Guðmundur og Trausti. Um
fermingu fluttist Guðjón sem
vinnumaður að bæ í Króks-
firði. Tvítugur fluttist hann
síðan til Reykjavíkur. Vann
hann þar á vetrum sem verka-
maður en á sumrin fór hann í
sveitina sína í heyskapinn.
Árið 1951 kynntist hann eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Þorleifsdóttur, þar sem
hún starfaði í Bjarkarlundi.
Þau giftu sig 31. desember
1953. Börn þeirra
hjóna eru sjö. Þau
eru: 1) Sigþór,
kvæntur Bryndísi
Gyðu Ström,
þeirra börn eru
ívar Orn og Iris
Ósk. 2) Þorleifur
Jóhann, býr með
Maríu Rós Val-
geirsdóttur, þeirra
börn eru Jóhann
Dagur og Ylva
Rós. 3) Hafliði, býr
með Gerðu Björk
Kristinsdóttur,
þeirra börn eru
Guðjón Ingi, Kristján og
Hrönn. 4) Gunnar, býr með
Margréti Ásgeirsdóttur,
þeirra börn eru Birgir Þór,
Arnar Elí og Daníel Ingi. 5)
Anna, býr með Gunnari Guð-
laugssyni, þeirra börn eru
Hannes Kristinn, Sigríður
Hugrún og Andrea Kristjana
Lind. 6) Sesselja Guðrún, gift
Davíð Sigurðssyni, þeirra börn
eru Eva Dögg, Þorleifur Gauk-
ur og Aníta Ingibjörg. 7) Erla
Ingibjörg, ógift og barnlaus.
Árið 1952 fór Guðjón sem lærl-
ingur í bifvélavirkjun hjá
Helga Lárussyni. Þaðan fór
hann til Egils Vilhjálmssonar
þar sem hann starfaði í 25 ár.
Hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins
byrjaði hann sem skoðunar-
maður 1970. Starfaði hann þar
til 1990. Þá tók hann við starfi
sem prófdómari hjá prófdeild
ríksins. Hélt hann því starfi
þegar bifreiðaprófin voru flutt
til Umferðarráðs. Starfaði
hann þar til dauðadags.
Útför Guðjóns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hann pabbi er dáinn. Þessi orð
hljóma í huga mér þegar ég hugsa
um hann. Hann sem var alltaf svo
hress og kátur. Ég átti margar
góðar stundir með honum í hest-
húsinu fyrst í Leynimýri og síðan
við Rauðavatn og fórum við í
marga reiðtúrana saman. Oft var
hlegið og sungið í þeim ferðum.
Hagmæltur var hann og margar
vísurnar komu við ýmis tækifæri.
En ég minnist þess líka þegar
ég var lítil og við bjuggum á Grett-
isgötu 24 þegar hann fór upp í
herbergi með harmonikuna og spil-
aði og við systurnar sungum með.
Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa.
Ef einhver þurfti hjálp var hann
fyrstur á staðinn. Vestur fór pabbi
á hveiju sumri í sumarbústaðinn
og þá leið honum vel, hann unni
sveitinni sinni.
En nú er góður faðir farinn til
feðra sinna og ættmenna. Og ég
vona að algóður Guð vaki yfir hon-
um á þessari stundu.
Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Mig langar að þakka læknum
og starfsfólki Sjúkrahúss Reykja-
víkur fyrir alla þá hjálp sem þau
veittu og sérstakar þakkir til Sig-
ríðar Pálmadóttur og Kjartans
Arnar sjúkrahúsprests sem veittu
okkar mikinn styrk í þessari miklu
raun.
Megi Guð gefa okkur öllum
styrk og frið í hjarta okkar. Bless-
uð sé minning þín, elsku pabbi
minn.
Vors Herra Jesú verndin blíð
veri með oss á hverri tíð.
Guð huggi þá, sem hryggðin slær,
hvort sem þeir eru íjær eða nær,
kristnina efli og auki við,
yfirvöldunum sendi lið,
hann gefi oss öllum himnafrið.
(Þýð. Ó. Jónsson.)
Þín dóttir,
Erla I. Guðjónsdóttir.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir féndum
mínum;
þú smyrð höfuð mitt með olíu;
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(Davíðssálmur 23)
Drottinn gefur og Drottinn tek-
ur. En alltaf megum við þakka
fyrir þær yndislegu stundir sem
pabbi gaf okkur. Einstakur maður
var hann „súkkulaðiafi", en það
kölluðu börnin á heimilinu hann.
Hann elskaði börnin sín öll sem
eitt og naut þess að vera í návist
þeirra og alltaf átti hann súkkulaði-
mola í pokahorninu. Hann mátti
heldur ekkert aumt sjá og hefði
gefið síðasta bitann sinn, ef því
hefði verið að skipta, til að hjálpa
öðrum. Alltaf var hann boðinn og
búinn til að hjálpa ef eitthvað var,
hvort sem í hlut áttu ættingjar eða
vinir. Og ef eitthvað var gert á
hans hlut var hann fljótur að fyrir-
gefa og var nú ekki að bera beiskj-
una á torg. Aldrei kvartaði hann
yfír neinu hvort sem það snerti
heilsu hans eða annað og að tala
illa um aðra var Ijarri honum. En
grín gerði hann að öllum hlutum.
Hann sá grín í öllum hlutum og
kringumstæðum og var ávallt létt-
ur í lund. Hagmæltur var hann líka
og mörg vísan hefur bætt andrúms-
loftið í gegnum hans tíð.
Pabbi var mikill útivistarmaður
og hestar voru hans líf og yndi.
Margar stundir átti maður með
honum í hesthúsinu og barnabörnin
líka. Hann var orkumikill og
hraustur og var alltaf að og vildi
drífa hlutina af. Þannig kvaddi
hann okkur líka, var horfinn eins
og hendi væri veifað. Dauðinn kom
eins og þjófur að nóttu og aðdrag-
andinn var enginn.
Mikil sorg og söknuður er í hjört-
um okkar allra aðstandenda hans.
Og það er erfitt fyrir blessuð börn-
in að skilja hvað um sé að vera.
En Drottinn er miskunnsamur og
líknsamur og umvefur okkur með
friði sínum og kærleika. Við þökk-
um fyrir þann kærleika og um-
hyggju sem pabbi gaf okkur og það
dýrmæta veganesti sem við eígum
í hjörtum okkar.
Elsku pabbi, við elskum þig og
kveðjum með þá vissu í hjarta að
við sjáumst á ný þegar lúðurinn
hljómar.
Stella, Davíð, Eva Dögg, Þorleif-
ur Gaukur og Aníta Ingibjörg.
Pabbi er dáinn, sú sorg helltist
yfir okkur eins og hendi væri veif-
að og maður skilur það ekki ennþá
því hann var svo hress og virtist
við hestaheilsu. En svona er lífið,
enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. I hjarta mínu veit ég að hann
er hjá Drottni og hann er búinn
að hitta foreldra sína og ætt-
menni, ég tala nú ekki um dýrin
sem hann átti um ævina og þurfti
að láta frá sér. En Drottinn passar
þau öll.
Að minnast pabba er erfitt og
maður veit ekki hvar maður ætti
að bytja því það er svo margt sem
kemur upp í hugann. Hann var
góður pabbi sem mátti ekkert aumt
sjá eða heyra þá varð hann að fá
að aðstoða eða hjálpa og aldrei
mátti launa honum greiðann. Börn
elskaði hann og vildi hafa sem flest
í kringum sig, þá leið honum best.
Alltaf átti pabbi súkkulaðimola
uppi í afaskáp og það vissu barna-
börnin hans og oft var hann spurð-
ur um mola úr skápnum góða. Þá
gaf hann ekki einn heldur nokkra.
Hestar voru mikið uppáhald hjá
pabba og fór Hannes sonur minn
oft með afa upp í hesthús. Það
voru honum dýrmætar stundir með
afa sínum. Eins þegar afi bauð
honum vestur í sumarbústað á
sumrin. Það var beðið eftir því að
afi hringdi og segðist fara vestur
og hvort hann vildi ekki koma með.
Elsku pabbi minn, þakka þér
fyrir allt gegnum árin. Þín er sárt
saknað, en þú lifir í okkur systkin-
unum og minningin er sterk og
verður í heiðri höfð um ókomin ár.
Við sendum þér hinstu kveðju.
Anna Guðjónsdóttir,
Gunnar Guðlaugsson,
Hannes Kristinn,
Sigríður Hugrún,
Andrea Lind.
Elsku Guðjón frændi minn.
Ég átti bágt með að trúa mínum
eigin eyrum þegar ég fékk fregnir
af láti þínu. Mér fannst það ekki
geta staðist að þú, þessi yndislegi
lífsglaði maður, værir farinn frá
okkur svo snögglega. Mér fannst
það ekki tímabært, en elsku
frændi, við vitum að það er ekki
á valdi okkar sem lifum hér á þess-
ari jörð að ákvarða tímasetningu
á slíku. Það er einungis á valdi
hans sem öllu stýrir. Þinn tími til
að sinna öðrum mikilsverðum
verkefnum, sem hafa beðið þín,
er nú kominn. Ferð þín til ljóssins
skæra er nú hafin, þar munu lang-
amma, langafi og bræður þínir
þrír sem þar eru, taka á móti þér
opnum örmum. Þar munuð þið öll
vinna saman.
Elsku Guðjón, ég á svo margar
góðar og fallegar minningar um
þig. Þær mun ég varðveita í hjarta
mínu alla tíð. Minningar um kæran
frænda sem var engum líkur, alltaf
brosandi, alltaf glaður. Ég þakka
þér fyrir það sem þú hefur gefið
mér og kennt mér með lífsgleði
þinni, takk fyrir allt hitt líka. Ég
kveð þig, minn kæri, með virðingu
og vinsemd og með von og vissu
um áframhaldandi velgengni í
störfum þínum á æðri stigum.
Kæra Inga, börn og aðrir ástvinir,
ykkur votta ég mína dýpstu sam-
úð. Megi almáttugur faðir blessa
ykkur og styrkja af heilum hug í
sorg ykkar.
Innileg kveðja frá eiginmanni
mínum og syni. Vertu sæll, Guðjón
minn. Drottinn blessi þig og varð-
veiti.
Þín frænka,
Alma Ólafsdóttir.
Mest er yndi á okkar landi
yfir víðar sveitir ríða,
upp frá strandar eyðisandi
inn til fríðra dala hlíða.
Finna vildarvin að kveldi,
vaka um stund á gamanfundi.
Fá svo hvíld hjá árdags eldi,
undurþæga í værum blundi.
(Guðmundur Bjömsson.)
Ekki veit ég hvort mörgum er
eins farið og mér, að þegar við
erum samvistum við menn eins og
Guðjón Guðmundsson kemur síst í
hug sjúkdómar eða dauði. Ekki
hvarflar þá að okkur að fótmál
dauðans fljótt er stigið. í mínum
huga var Guðjón ungur maður sem
hlaut að eiga mörg ár ólifuð. Öll
hans framkoma og hreyfingar voru
miklu hressilegri en gengur og
gerist með menn á hans aldri.
Kynni okkar Guðjóns hófust þeg-
ar ég var ökukennari en hann próf-
dómari. Framkoma Guðjóns sem
prófdómara var með miklum ágæt-
um enda maðurinn mikið prúð-
menni. Að ökuprófi afloknu talaði
hann föðurlega við nemandann og
minnti hann rækilega á skyldur
hans sem ökumanns og þá ábyrgð
sem því fylgir að stjórna ökutæki
í sívaxandi umferð.
Á daglegum ferðum mínum upp
í Fjárborg hugði ég ævinlega að
því hvort bílar væru fyrir utan hest-
húsið við Baldurshaga. Þá var ekki
ekið framhjá. Oft var litla kaffistof-
an þétt setin af hestamönnum á
öllum aldri. Alltaf var heitt á könn-
unni. Rætt var um fjölmörg mál,
gleði ríkti ofar öllu og sagðar voru
sögur af hestum og hestamönnum.
Ævinlega fór ég glaðari af fundi
þeirra félaga Guðjóns og Marinós,
en þeir deildu með sér hesthúsinu
í Baldurshaga. Nú er hún Snorra-
búð stekkur.
Þegar Guðjón hefur lagt í sína
hinstu för, sem bíður okkar allra,
veit ég að hans verður saknað af
samstarfsmönnum og þeim sem
áttu samleið með honum. Að lokum
þakka ég Guðjóni af heilum hug
samfylgdina. Öllum ástvinum Guð-
jóns sendi ég hlýjar kveðjur.
Kristján Guðmundsson
frá Fáskrúðarbakka.
Þegar skammdegismyrkrið er að
nálgast hámark sitt, barst höfundi
þessara lína sú sorgarfregn að lát-
ist hefði snögglega góður vinur og
mikill mannkostamaður Guðjón
Guðmundsson frá Hafrafelli í
Reykhólasveit, 70 ára að aldri.
Hann var á leið til vina sinna,
reiðhestanna, til að hlynna að þeim
í vetrarkuldanum. í umönnun um
þá brugðust aldrei þeir eðliskostir
sem svo ríkir voru í fari hans og
samferðamenn hans og vinir
þekktu og nutu í ríkum mæli, það
að reynast öllum vel leysa allra
vanda væri þess kostur, án tillits
til eigin hagsmuna.
Við þessi tíðarlok sendum við
Hulda, eiginkonu Guðjóns, Ingi-
björgu Þorleifsdóttur, börnum
þeirra, tengdabörnum, barnabörn-
um, svo og öðrum nákomnum
kveðju samúðar og biðjum þeim
blessunar.
Þessi fáu orð eru hér sett á blað
sem kveðja mín til manns sem
auðgaði líf mitt með fijórri kímnig-
áfu sinni, fjölþættu skopskyni, fá-
gætri hjálpsemi og drengskap alla
tíð. Þakkarskuld mín við hann
verður ekki greidd, en gott þykir
mér að muna hann þeysa glæstum
fáki, grasi grónar reiðleiðir á björt-
um sumardegi. Og hann fer ekki
bláfetið.
Kristján Benjamínsson.
--------------------------------- <
Elsku afi, mig langaði að þakka I
þér fyrir allar góðu stundirnar sem (
ég átti með þér í sveitinni og allar
okkar samverustundir heima hjá
ömmu og þegar þú heimsóttir mig.
Megi ferð þín til Guðs ganga
vel. Ég veit þú tekur á móti okkur
þegar við komum til þín.
Þinn,
Hannes Kristinn Gunnarsson.
Þegar umsjón ökuprófa fluttist (
til Umferðarráðs árið 1992 komu j
hér til starfa nokkrir aldnir heiðurs- '
menn, sem samkvæmt nútímahátt-
um um starfslok ríkisstarfsmanna
áttu aðeins nokkur ár eftir af svo-
kallaðri starfsæfi í þágu hins opin-
bera. Einn þessara manna var Guð-
jón Guðmundsson sem um árabil
hafði starfað sem prófdómari í öku-
prófum hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins
og síðar hjá Bifreiðaprófum ríkisins,
sem var sjálfstæð stofnun um nokk- I
urra ára skeið áður en Umferðarráð (
tók við umsjón með ökunámi í land-
inu. Guðjóni hafði ég kynnst mörg-
um árum áður þegar hann var
starfsmaður Egils Vilhjálmssonar
hf., en að öðrum ólöstuðum þar á
bæ var Guðjón sá maður sem ég
helst vildi fá til þess að lagfæra
alls konar krankleika í vélarhúsinu
á bíl mínum, hitt og þetta sem ég |
hafði ekki hundsvit á en Guðjón því
meira. Þarna fann ég strax hvern
mann Guðjón Guðmundsson hafði I
að geyma og þegar leiðir okkar lágu
að nýju saman vissi ég að honum
mátti treysta í hvívetna. Sú varð
raunin. Guðjón vann starf sitt á
hljóðlátan og fumlausan hátt og
naut virðingar meðal samstarfs-
manna, ökukennara og nemenda.
Hann var glettinn í tilsvörum og
átti það til að orða hugsun sína í
bundnu máli þar sem kímni sat í
öndvegi og þeir sem í hlut áttu
gengu ósárir af velli. Þannig var
Guðjón vinur okkar. Síðast hitti ég
hann daginn áður en hann lést.
Hann gekk léttur í spori hér út úr
húsi með próftaka sér við hlið; við
mættumst á gangstéttinni og heils-
uðumst glaðir í lund eins og svo oft
áður. Núna geymi ég þessi síðustu
andartök í samskiptum okkar með
trega í huga. Eina huggunin er sú
að Guðjón fékk hnarreistur að
leggja upp í sína hinstu för, eitthvað
sem ég geri ráð fyrir að hann hafi
lagt áherslu á að kláramir sínir
gerðu í hverri ferð, gengju reistir
um grund. Fyrir hönd Umferðarráðs
og samstarfsmanna Guðjóns bæði
hér í Reykjavík og víðar um land,
þakka ég áralangt farsælt framlag
hans til umferðarmála, gott sam-
starf og vinsemd alla. Eiginkonu,
börnum og öllum öðrum aðstand-
endum sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Guð-
jóns Guðmundssonar.
Oli H. Þórðarson.
Sunnudaginn 17. nóvember síð-
astliðinn barst okkur andlátsfregu
er okkur setti hljóða við. Guðjón
hvarf á vit forfeðranna kvöldinu
áður. Minningarnar streyma í gegn-
um huga okkar, kynni okkar af
honum mislöng, sumir höfðum við
unnið með honum í áratugi, aðrir
miklu skemur. Engum hafði dottið
þetta í hug er við kvöddumst í lok
vinnudags föstudeginum áður. Guð-
jón kvaddi okkur með bros á vör
eins og hans var vandi. Léttari
drengur og skapbetri er vandfund-
inn. Allt okkar samstarf einkenndist
af góðri skaplund og samviskusemi
hans. Alltaf var hann tilbúinn að
sjá björtu hliðarnar á öllu, henda
fram stöku sem hitti beint í mark
og fékk alla til að brosa. Aldrei
þurfti að biðja Guðjón um neitt oft-
ar en einu sinni, alltaf var hann til-
búinn að leggja okkur lið. Orð eru
fátæk og fá varla Iýst tilfinningum
okkar er við kveðjum félaga okkar
hinsta sinni en hann þekkir og veit
hug okkar og er mest um það vert.
Við eigum minninguna um góðan
dreng og þökkum fyrir það um leið
og við vottum fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúð.
Vinnufélagar í ökunáms-
deild Umferðarráðs.