Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 41
JÓNÍNA KRISTÍN
GUNNARSDÓTTIR
+ Jónína Krlstín
Gunnarsdóttir
var fædd á Eyrar-
bakka 11. janúar
1907. Hún andaðist
á hjúkrunarheimil-
inu Eir 18. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Gunnar Ein-
arsson frá Loftsöl-
um í Mýrdal, f. 4.
apríl 1857, d. 30.
mars 1935, bóndi og
sjómaður á Eyr-
arbakka, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 17.
ágúst 1868, d. 1954, húsfreyja,
fædd og uppalin á Eyrarbakka.
Jónína giftist 27. janúar 1929
Antoni Valgeiri Halldórssyni,
matreiðslumanni á Eyrar-
bakka, síðar húsverði við
Landsbanka íslands í Reykja-
vík, f. í Reykjavík 31. maí 1902,
d. 2. febrúar 1964. Hann var
sonur Ilalldórs Jónssonar,
bónda í Helli i Ölfusi, síðar í
Reykjavík, og konu hans, Þur-
íðar Magnúsdótur. Börn Jónínu
og Antons eru: 1) Baldur An-
ton, f. 25. mars 1929, d. 30.
maí 1932. 2) Walter, f. 14. júní
1933, d. 19. júní 1992, hæsta-
réttarlögmaður í Reykjavík. 3)
Elsa Rúna, f. 22.
apríl 1939, hús-
móðir í Reykjavík,
gift Eyjólfi Björg-
vinssyni viðskipta-
fræðingi og er son-
ur þeirra Anton
Björgvin, f. 12. júlí
1970. 4) Gunnar
Halldór, f. 31. jan-
úar 1945, af-
greiðslustjóri _ í
Landsbanka ís-
lands í Reykjavík.
Jónína ólst upp
í foreldrahúsum í
Hópi á Eyrar-
bakka. Hún vann ýmis störf
til sjávar og sveita á sínum
yngri árum, meðal annars
fimm sumur í fiski. Hún sinnti
húsmóðurstörfum allar götur
eftir að hún gifti sig. Árið
1954 hóf hún störf í mötuneyti
Landsbanka Islands í Austur-
stræti og vann þar í 33 ár,
allt til ársins 1987. Fyrsta bú-
skaparárið bjuggu Jónína og
Anton í Reykjavík, en fluttu
til Eyrarbakka 1930. Árið 1948
fluttu þau aftur til Reykjavík-
ur og bjuggu þar til æviloka.
Útför Jónínu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
í dag er tengdamóðir mín, Jón-
ína Kristín, til grafar borin. Henni
kynntist ég fyrst fyrir þrjátíu og
tveimur árum, er ég giftist dóttur
hennar Elsu Rúnu, og bar aldei
skugga á þau kynni. Þá var hún
nýbúin að missa eiginmann sinn,
Anton Valgeir. Kynni okkar Jón-
ínu voru náin og góð frá því fyrsta.
Hún var einstaklega góð og fórn-
fús koan og var gott að vera í
návist hennar. Hún var glaðlynd
kona og skemmtileg. Þær mæðg-
urnar Elsa og Jónína voru mjög
samrýndar. Þegar við fórum í
ferðalög á sumrin var hún oftast
með okkur og var mjög glöð og
skemmtileg. Hún hafði mikla
ánægju af leikhúsferðum og tón-
leikum. Hún var einnig gjafmild
og hafði mikla ánægju af að gleðja
aðra. Hún gerði mestar kröfur til
sjálfrar sín.
Jónína var fædd og uppalin á
Eyrarbakka í húsi sem foreldrar
hennar byggðu og nefndu Hóp.
Hún var einkabarn foreldra sinna.
Þar gekk hún í barnaskóla.
Bemskuárin liðu við leik og störf
í hópi glaðra leiksystkina. Innan
við tvítugt fór hún til Reykjavíkur
og vann þar við ýmis störf, m.a.
vann hún í fiskvinnu á Kirkjusandi
ásamt mörgu ungu fólki og minnt-
ist hún þess ætíð með gleði.
í Reykjavík kynntist hún manni
sínum. Þau giftu sig 1929 og
hófu þar búskap. I Reykjavík
bjuggu þau í eitt ár og eignuðust
fyrsta barn sitt Baldur Anton.
Arið 1930 fluttu þau til Eyrar-
bakka. Anton hóf störf á Litla-
Hrauni sem matreiðslumaður, en
hann hafði numið matreiðslustörf
í Danmörku. Þau urðu fyrir þeirri
þungbæru sorg að missa son sinn
þriggja ára gamla, efnilegan
dreng, eftir skammvinn veikindi.
Þau hjónin byggðu sér vandað hús
á Eyrarbakka og þar fæddust
þeim þijú börn, Walter, Elsa Rúna
og Gunnar Halldór. Einnig kom
á heimilið móðir Jónínu, Guðrún,
eftir að hún missti mann sinn
árið 1935. Anton starfaði á Litla-
Hrauni til ársins 1947, en þá hóf
hann störf hjá Landsbanka ís-
lands og fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur árið 1948. Þau
keyptu sér íbúð í Drápuhlíð, en
þá voru Hlíðarnar að byggjast.
Jónína undi hag sínum vel í
Reykjavík. Eftir nokkur ár keyptu
þau stærri íbúð í Eskihlíð.
Jónína var mikil fjölskyldu-
manneskja og húsmóðir, bakaði
mikið og var mjög fær sauma-
kona. Hún var gestrisin mjög enda
gestkvæmt á heimilinu. Jónína fór
að vinna utan heimilisins fjörutíu
og sjö ára gömul í mötuneyti
Landsbankans í Austurstræti. Þar
vann hún í yfir þijátíu ár og hætti
áttatíu ára að aldri. Vinnan var
henni mikils virði og kunni hún
vel við sig innan um gott sam-
starfsfólk þar.
Hún hafði alla tíð sterkar taug-
ar til æskustöðvanna og fór þang-
að árlega. Þar átti hún margt vina-
fólk. Eftir að Jónína missti mann
sinn bjó hún með sonum sínum
tveim. Árið 1992 deyr Walter son-
ur hennar og var það henni þung-
bær sorg.
Jónína var lengst af ævinnar
heilsuhraust, þar til fyrir fimm
árum að sjónin tók að daprast.
Var hún undir það síðasta orðin
næstum blind. Síðustu fimm mán-
uðina dvaldi hún á Hjúkrunar-
heimilinu Eir þar sem hún naut
frábærrar hjúkrunar starfsfólks-
ins og eru því færðar þakkir fjöl-
skyldunnar hér.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Jónínu samfylgdina og óska henni
guðsblessunar á nýju tilverustigi.
Eyjólfur Björgvinsson.
Síðla kvölds mánudaginn 18.
nóvember rauf símhringing
kvöldkyrrðina. Ég veitti því strax
athygli að móðir mín var smeyk
um hverjar fregnirnar kynnu að
vera. Ágiskunin var rétt. Hún
Jónína amma mín var dáin. Ekki
er beinlínis hægt að segja að það
hafi komið á óvart því að hún
hafði verið við dauðans dyr í
nokkra daga en engu að síður
nístir sorgin og söknuðurinn sárt
okkur sem eftir lifum. En minn-
ingarnar munu aldrei verða frá
okkur teknar.
Amma var fædd á Eyrarbakka
í upphafi aldarinnar. Foreldrar
hennar höfðu lifað saman í barn-
lausu hjónabandi í hartnær tutt-
ugu ár, er þeim fæddist dóttir og
má rétt ímynda sér hvílík ham-
ingja fæðing hennar hefur verið.
Faðir hennar hafði komið sem
ungur maður til Eyrarbakka, en
átti ættir að rekja til Mýrdals, var
m.a. kominn af Lýð Guðmunds-
syni, sýslumanni í Vík í Mýrdal á
18. öld, sem sögur hafa gengið
af. Gunnar langafi var langyngst-
ur af sjö systkinum og missti föð-
ur sinn tveggja ára. Ekki er alveg
ljóst, hvað varð af systkinum hans
nema hvað ég veit að Árni bóðir
hans bjó í Vestmannaeyjum og
andaðist þar einhleypur fyrir aldur
fram. Einnig átti hann bróður, sem
Vigfús hét, en hann tók sig upp
á miðjum aldri og fluttist með
konu sinni og a.m.k. einum upp-
komnum syni til Utah. Þar eigum
við því ættingja.
Móðir ömmu var af grónum
ættum úr Árnessýslu og átti fjög-
ur systkini er upp komust. Húsið
sem amma fæddist í hét Búðarhús
og stendur ekki lengur. En þegar
amma var tveggja ára reisti faðir
hennar hús er hann nefndi Hóp.
Þar ólst amma upp. Amma var
af aldamótakynslóðinni, sem svo
er kölluð, en sennilega hefur hún
upplifað meiri breytingar og gjör-
byltingar á öllum sviðum heldur
en nokkur önnur kynslóð. En hún
fór þó ekki á mis við hörmungar.
Berklarnir voru í algeymingi og
skildu eftir sig dauða og óham-
ingju. Frænka ömmu og besta vin-
kona dó úr berklum og tvær aðrar
frænkur hennar hlutu örkuml af
þeirra völdum.
Amma minntist æsku sinnar oft
og taldi hana hafa verið besta
hluta ævi sinnar. Einnig var það
mikið gæfuspor þegar hún kynnt-
ist afa mínum. Þau felldu hugi
saman og giftu sig árið 1929. Afi
hafði verið nokkur ár við nám og
störf í Danmörku og meðal annars
numið þar matreiðslu. Hann starf-
aði á Hótel Heklu í Reykjavík í
nokkur ár og þar kynntist hann
ömmu. Þau hófu búskap sinn á
Lindargötunni en fluttu ári seinna
á Eyrarbakka og hófust þegar
handa við að byggja sér hús þar
sem var oft kallað Stóra Háeyri,
en nú heitir gatan öll Eyrargata.
Árið 1948 flytur svo öll fjölskyldan
til höfuðstaðarins. Þar átti amma
heima til æviloka.
Mínar fyrstu minningar tengj-
ast ömmu og Eskihlíðinni þar sem
þau bjuggu hún og synir hennar,
móðurbræður mínir Gunnar og
Walter. Þar var alltaf gott að vera.
Ég var eina barnabarn ömmu og
hún hafði mikið dálæti á mér.
Amma var góðum gáfum gædd
og glaðlynd. En sorgin hafði þó
ekki látið hana ósnerta. Frumburð
sinn, Baldur, missti hún aðeins
þriggja ára gamlan og var það
óumræðilega mikil sorg sem seint
fennti yfir. Afi lést 1964 eftir að
hafa gengið með illan sjúkdóm í
tvo áratugi. Sonur hennar, Walter,
lést snögglega fyrir fjórum árum.
Sjálf átti hún að stríða við sjón-
depru nokkur hin síðustu ár. í júní
síðastliðnum fór hún svo á Hjúkr-
unarheimilið Eir. Þá hafði heilsu
hennar hrakað mjög og átti eftir
að gera enn meir smám saman
en þar naut hún afbragðs aðhlynn-
ingar.
Ég mun ávallt minnast ömmu
minnar með hlýju og væntum-
þykju. Hafi hún þökk fyrir allt.
Anton Eyjóífsson.
Erfidiykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
ÍIÖTEL LOFTLEIBIR
t
Ástkær frænka mín,
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR
fyrrv. einkaritari,
Klapparstíg 1a,
Reykjavfk,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 24. nóvember.
Þórður Sverrisson.
Vaka Sigurjónsdóttir, Bergþór Sigurðsson,
Eirikur Helgason,
Anna Eiríksdóttir, Bjarni Hákonarson,
Jóhanna Eiriksdóttir, Jón Wendel,
Jóhannes Eiríksson, Kolbrún Steingrimsdóttir.
t
Útför móður okkar,
ÓLAFÍU FINNBOGADÓTTUR,
Bálkastöðum,
Hrútafirði,
fer fram frá Staðarkirkju föstudaginn
29. nóvember kl. 13.30.
Jóhanna Jónsdóttir,
Eirikur Jónsson
og fjölskyldur.
t
Móðir okkar, amma og langamma,
JÓNAV. HANSEN,
Kumbaravogi,
áður Njálsgötu 59,
sem andaðist 22. nóvember, verður
jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudag-
inn 3. desember kl. 13.30.
Jóhann V. Ólafsson,
Július Þorbergsson,
börn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
VALDIMAR RUNÓLFUR
HALLDÓRSSON,
Vikurbakka 40,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Matthíasdóttir.
t
Hjartkær kjörmóðir, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma okkar,
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
Bræðraborgarsti'g 24,
sem lést 19. nóvember sl., verður jarð-
sungin frá Fossvogskapelllu fimmtu-
daginn 28. nóvember nk. kl. 13.30.
Jóhann Þórir Jónsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Guðfinna íris Þórarinsdóttir, Werner Ipsen,
barnabörn og barnabarnabörn.