Morgunblaðið - 27.11.1996, Page 44

Morgunblaðið - 27.11.1996, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ófboí e^jvtvn fMrir io $tk. bdkkd Hagkaup býður í dag, eða meðan birgðir endast, 162.000 egg á einstöku jólatilboðsverði: 49 kr. 10 stk. í bakka. Til þess að sem flestir geti nýtt sér tilboðið takmarkast það við 2 bakka á mann. Matur og matgerð Laufabrauð Það liggur við að ég sakni hagamúsarinnar núna, segir Kristín Gestsdóttir, sem hefur ekki séð eina einustu mús á þessum vetri. Um síðustu helgi þegar við fullorðna fólkið vorum að búa til laufabrauðsdeig og fínna til tól og tæki til laufabrauðs- gerðar, fóru barnabörnin í skóg- arferð til að leita að músasporum í snjónum. Þegar inn kom fórum við að skoða hin ýmsu mynstur sem skera má í laufabauð. Mesta athygli vakti sú munsturgerð sem heitir „músaslóð" og var það mynstur útfært á ýmsa vegu. Laufabrauó meó kúmeni 1 kg hveiti 1 Vá dl sykur 1 tsk. lyftiduft 14 tsk. hjqrtarsalt 2 tsk. kúmen 7 '/i dl mjólk 150 g smjörlíki 1. Setjið mjólk í pott ásamt kúm- eni og sjóðið í 2-3 mínútur. Bræðið smjörlíki og setjið saman við. 2. Setjið hveiti, sykur, lyftiduft og hjartarsalt í skál. Bætið mjólk- ur/smjörlíkisblöndunni út í og hnoð- ið deig þar til það er gljáandi og sprungulaust. Haldið deiginu heitu meðan flatt er út. Vefja má álpapp- ír utan um það og setja handklæði yfir. Gott getur verið að búa bara tii helming í einu. 3. Fletjið örþunnt út, skerið síðan undan diski og skerið laufaskurð í deigið. 4. Hitið feitina, takið ögn af deig- inu og steikið til að aðgæta hitann. Steikið síðan á báðum hliðum. Þrýstið hlemmi varlega ofan á laufabrauðskökuna um leið og hún er tekin úr pottinum. Leggið á eld- húspappír. oÚtihurðir *gluggar Smíðutn útihurðir, bílskúrshurðir, svalahurðir, glugga, fógogfleira. | Vélavinnum efni. Í BjLDSHOFÐA 18 • 112 REYKJAVIK SIMI 567 8100 • FAX 567 9080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.