Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 55
http://www.isiandia. is/sambioin
GULLGRAFARARNIR
AÐDAANDINN
Christina Ricci
Anna Chlumskv
Nú er tækifærið!
Sýnd í A-saJ á öllum sýningum næstu 9 daga!
Verður Djöflaeyjan vinsælasta mynd ársins?
DAUÐASOK
Far- eða Gullkortshafar VISA og Námu- og Gengismeðlimir Landsbanka fá 25% AFSLÁTT. Gildir fyrir tvo.
KÖRFUBOLTAHETJAN
is Daniel Stern akd Dan
Aykioyd
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15 íTHXDIGrTAL B.i.12.
SAMWía
Stórskemmtileg
ævintýramynd um
tvær stúlkur á
ferðalagi í leit að
horfnum fjársjóði. í
aðalhlutverkum eru
þær Christina Ricci
(Adams Family,
Casper) og Anna
Chlumsky ( My Girl).
SANDRA BULLOCK SAMUEL L, JACKSON
MATTHEW MCCONAUCHEV KEVIN SPACY
„Myndin er byggð á sterkri sögu sem gott handrit
hefur verið gert eftir og hún er mjög vel leikin."
★★★ A.l. Mbl
„Mynd sem vekur umtaj." ATTMF
Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony
Scott (Crimson Tide, True Romance, Top
Gun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum í
magnaðri túlkun sinni á geðveikum
aðdáanda sem tekur ástfóstri við skærustu
stjörnuna í boltanum. Spennan er nánast
óbærileg og hárin rísa á áhorfendum á
þessari sannkölluðu þrumu!!! Aðalhlutverk:
Róbert DeNiro, Wesley Snipes, Ellen Barkin,
Benecio Del Toro og John Leguizamo.
Axel Axelsson FM 95,7
Ómar Friðleifsson X-ið
Endumýjun íslenskrar
dægurtónlistar
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
PÁLL Oskar í útgáfuteiti sínu í Tunglinu.
TÓNLIST
Gcisladiskur
„SEIF“
„Seif“, breiðskífa Páis Óskars
Hjálmtýssonar. Lög eftir Valgeir
Sigurðsson, Jóhann Jóhannsson,
Pétur Hallgrímsson, Trausta
Haraldsson, Bjarka Jónsson, Birki
Bjömsson, Rósu Ingólfsdóttur, Burt
Bacharach og Normu Tanega.
Textar allir eftir Pál Óskar utan
textinn við lag Burts Bacharachs og
lag Rósu Ingólfsdóttur, sem er
íslensk þjóðvísa. Upptökustjóm,
forritun og hljóðfæraleikur var í
höndum lagahöfunda og útsetningar
em þeirra, nema útsetningin við Ræ
ég við róður minn sem er eftir Jón
Sigurðsson og lag Burts Bacharachs,
sem er eftir Pál Óskar og Valgeir
Sigurðsson. Upptökur, hljóðblöndun
og stafræn yfitfærslavoru í höndum
Ken Thomas. Páll Óskar gefur
sjálfur út, Japis dreifir, 51,37 min.
SÍÐASTA breiðskífa Páls Óskars
Hjálmtýssonar var einskonar safn-
plata þar sem hann flutti með sínu
nefi uppáhaldslög úr ýmsum áttum.
Ymsir urðu og til að gagnrýna Pál
fyrir að feta I fótspor annarra og
segja má að hann hafi gefið þeim
langt nef með „Seif“, því á plötunni
fær hann til liðs við sig nýtt lands-
lið íslenskra lagasmiða og leggur
grunn að nýrri íslenskri dægurtón-
list.
Erlendir straumar skila sér mis-
jafnlega hratt inn í íslenskt tónlist-
arlíf; rokkið kom seint og um síðir,
pönkið var komið að fótum fram
þegar pönkbylgja hófst hér á landi,
og nú er röðin komin að danstónlist-
inni sem farið hefur sem logi um
akur víða í Vestur-Evróðu síðustu
fimm ár eða svo. Síðustu misseri
hafa ýmsir verið að gera sig til við
dansstrauma ýmiss konar hér á
landi, fækkað hljómum og fléttað inn
í tónmál sitt hrynsyrpum. Ekki hefur
þó verið gengið eins langt og Páll
Óskar gerir á þessari plötu sinni,
þar sem hann stígur fram í dansljós-
ið sem alsköpuð dansstjarna sem
hefur á valdi sínu alla strauma frá
jungle í tripphopp, en segja má að
merkimiðinn„dansplata“ sé eilítið
villandi, því „Seif“ er fyrst og fremst
bráðvel heppnuð poppplata.
Miklu ræður um hve vel hefur
tekist til að Páll Óskar hefur fengið
til liðs við sig marga fremstu iaga-
og hugmyndasmiði af yngri kynslóð-
inni og tvo gamla refi að auki.
Fremsta meðal jafningja verður að
nefna Jóhann Jóhannsson sem kem-
ur við sögu í fjórum lögum, eitt lag
semja þeir Jóhann og Páll saman.
Tvö semur Jóhann í samvinnu við
Pál og Pétur Hallgrímsson og eitt
með Páli og Siguijóni Kjartanssyni,
gamalt lag sem endurgert er á plöt-
unni. Framlag Jóhanns er honum
mjög til sóma og reyndar er lagið
Hvítt drasl framúrskarandi, tví-
mælalaust besta lag plötunnar. Val-
geir Sigurðsson kemur líka mjög við
sögu, á tvö lög með Páli og tekur
þátt í endurútsetningu á lagi Burt
Bacharach In the Land of Make
Believe. Þeir félagar Bjarki Jónsson
og Birkir Björnsson hafa vakið at-
hygli fyrir smekkvísi og settu saman
með Páli afbragðs houselag. Einnig
er vert að geta Trausta Haraldsson-
ar sem á eitt lag, svellandi evrópu-
diskó, en önnur lög eiga Rósa Ing-
ólfsdóttir og Norma Tarrega. Eins
og sjá má af þessari upptalningu eru
lagahöfundar ólíkir en Páll Óskar
hnýtir alla enda saman og í stað
þess að verða ósamstæð verður plat-
an fjölbreytt, líkt og safn bestu laga
ólíkra listamanna. Sá sem hlustar á
og sífellt nýtt uppáhaldslag eftir þvi
sem hann hlustar oftar og „Seif“
lifir lengur fyrir vikið en margt það
sem gefið er út fyrir þessi jól.
Textar Páls Óskar eru jafnan per-
sónulegir og snúast um ástina í óteij-
andi gervum hennar. í yrkingum
hans togast á löngunin til þess að
vera sjálfstæður og sterkur og að
gefast einhverjum á vald, að leggja
hjarta sitt í hendur annars. Hvergi
kemur þetta eins vel fram og í upp-
hafslaginu, fyrsta almennilega ís-
lenska jungle-laginu, en í lok plöt-
unnar er Páll Öskar öllu Ijúfari í
viðmóti, þó treginn sé ekki langt
undan í frábærri útsetningu Páls
Óskars og Valgeirs Sigurðssonar á
In the Land of Make Believe. Það
lag er er reyndar skólabókardæmi
um það hvernig taka má lög eftir
aðra og sýna á þeim nýjar hliðar,
draga fram þætti sem áður voru
huldir.
Vel er til fundið að hafa á undan
lokalagi plötunnar einskonar tilvitn-
un í lagið Horfðu aftur, rétt eins og
til að undirstrika að eiginlegri plötu
sé lokið og framundan aukalag. Það
aukalag syngur Kristjana Stefáns-
dóttir mög vel með Páli.
Páll Oskar hefur sérstakan
söngstíl og fer ekki vel mikill hama-
gangur og læti. Skemmtilegt er hve
flosmjúk rödd hans fellur að hama-
gangi og taktfylliríi, nefni sem dæmi
upphafslagið Tókst. Undirleikur all-
ur er framúrskarandi góður og vel
til fundið að fá höfunda til að stýra
upptökum á sínum hluta. Eina lagið
sem ekki hefur heppnast fullkomlega
er Ég er bundinn fastur við þig,
kraftmikið evrópudiskó, það vantar
meiri botn í lagið, meiri þunga í
taktinn.
Með „Seif“ hefur Páll Óskar vænt-
anlega þaggað niður í öllum kverú-
löntum fyrir fullt og fast; hann sann-
ar á þessari afbragðsplötu að hann
fyllir flokk þeirra sem vinna að end-
urnýjun Islenskrar dægurtónlistar.
„Seif“ er einfaldlega ein helsta út-
gáfa ársins og ótrúlegt annað en að
hún skipi sess með bestu plötum
þegar upp er staðið.
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
„IKEA liðið“ var einnig mætt til leiks. Hér eru þær Elín Magnús-
dóttir, Lilja Hafsteinsdóttir og Bertha Biering.
Hagkaups-
fólk
skemmtir sér
ÞAÐ VAR mikið um dýrðir hjá
starfsmönnum Hagkaups þegar
árshátíð fyrirtækisins fór fram
um síðustu helgi á Hótel íslandi.
Skemmtiatriði voru af ýmsum
toga og þar á meðal var Bítlasýn-
ing hússins framreidd og hinn
kunni töframaður Skari Skrípó
lék listir sinar. Að lokum dansaði
LAUFEY Bjarnadóttir, Þórdís Ingolfsdóttir, Bylgja Sverrisdóttir fótafimt Hagkaupsfólk inn í nótt-
og Inga Steinarsdóttir frá Njarðvík. ina.