Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 60
•UYIINDAI
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
gi Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
NOKKRUM mínútum eftir að rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins voru starfsmenn Landsvirkjunar farnir að huga að
spennistöðinni á Geithálsi. Hluti eldingavara reyndist laus af undirstöðum og hafði varnarbúnaðurinn rofið strauminn.
Eldingavari rauf straum frá spennistöðinni á Geithálsi í gær
Myrkvað í 20-60 mínútur
ELDINGAVARI við spennistöð á
Geithálsi rauf straum frá henni
kl.17.40 í gær og varð rafmagns-
laust í nánast allri Reykjavík, Kópa-
vogi og Garðabæ. Rafmagnslaust
var víðast hvar í 15-20 mínútur, en
dæmi eru þó um hverfi, þar sem
rafmagnslaust var í um klukku-
stund. í Seláshverfi komst rafmagn
til dæmis ekki á fyrr en skömmu
fyrir kl. 19. Starfsmenn Landsvirkj-
unar unnu í gærkvöldi að því að
fmna orsök rafmagnsleysisins, en
stöðin á Geithálsi var tekin úr notk-
un á meðan og rafmagn leitt til
höfuðborgarsvæðisins með öðrum
hætti.
„Við vitum ekki hvort eldingu laust
niður í eldingavarann, en hann brást
altént við eins og það hafi gerst. Við
teljum hugsanlegt að hann hafi bilað
eða raki komist að honum,“ sagði
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar. „Eldingavar-
inn er hluti af vamarbúnaði, sem á
að tjúfa straum við óvenjulegt
ástand, svo ekki verði skemmdir á
dýrum búnaði. Það gerðist og þá fór
rafmagn af stórum hluta höfuðborg-
arsvæðisins."
Þorsteinn sagði misjafnt eftir
aðstæðum á hveijum tíma, hve víða
rafmagn færi af. „Þar getur skipt
máli hvernig rafmagn er leitt að
borginni. Það kemur inn eftir þrem-
ur meginleiðum, um spennistöð við
Korpu við Úlfarsfell, spennistöð við
Geitháls og spennistöð við Hamra-
nes í Hafnarfjarðarhrauni. Núna fór
sambandið bæði á Geithálsi og
Hamranesi þegar spennirinn fór á
fyrri staðnum. Það er of snemmt
að segja til um hvort straumur fór
af í Hamranesi vegna of mikils
álags eftir að Geitháls datt út, eða
hvort aðra skýringu er að finna.“
Rafmagn hefur ekki farið af á
höfuðborgarsvæðinu með þessum
hætti fyrr, að sögn Þorsteins. „Hins
vegar eru mörg dæmi þess, að ef
mikilvægir hlutir bila, sem eru í
notkun í kerfinu á þeim tíma, þá
hefur það nokkuð víðtæk áhrif.“
Engin óhöpp
Að sögn lögreglu urðu engin
umferðaróhöpp sem rekja mátti til
myrkvunarinnar, en tafir urðu við
umferðarljós, enda rofnaði straumur
á miklum annatíma í umferðinni.
Mikið magn
smygls gert
upptækt í
Brúarfossi
TOLLGÆSLAN í Reykjavík gerði
við tollleit í fyrradag upptækt mikið
magn smygls um borð í Brúarfossi.
Við leit fundust 87 kassar af bjór,
um 100 kg af kalkúnakjöti og tals-
vert af áfengi og tóbaki.
Samkvæmt upplýsingum Brynj-
ólfs Karlssonar, deildarstjóra rann-
sóknardeildar hjá Ríkistollstjóra-
embættinu, er málið ekki að fullu
upplýst. Þó liggur fyrir að a.m.k.
7-8 skipveijar hafi tekið þátt í
smyglinu.
Smyglið er eitt hið mesta sem
hefur verið upplýst í Reykjavík í
seinni tíð, að sögn Brynjólfs. Hann
segir að Ríkistollstjóraembættinu sé
heimilt að ljúka málum að fullu ef
talið er að sekt fyrir brot einstakl-
ings verði ekki ákvörðuð hærri en
75 þúsund krónur. Að öðrum kosti
tekur ákæruvaldið við málinu.
Heiti potturinn fór
til Isafjarðar
Ung hjón
unnu 32,6
milljónir
UNG hjón á ísafirði hlutu 32
milljónir og 632 þúsund krónur
þegar dregið var í heita potti
Happdrættis Háskólans í gær.
Þetta er næst hæsti hagp-
drættisvinningur hérlendis. Ar-
ið 1994 hlaut íslenzk fjölskylda
39,5 milljónir í Víkingalottóinu.
Alls var dregið um 58,7 millj-
ónir í heita pottinum og kom
vinningur á miða númer 20483.
Fimmfaldur trompmiði og tveir
aðrir miðar voru seldir, allir á
Isafirði. Báðir þeir miðar eru
einnig í eigu ungra hjóna og fá
þau 13 milljónir og 502 þúsund
krónur í sinn hlut.
Tvær fjölskyldur á ísafirði
hafa því hlotið óvæntan jóla-
glaðning í ár, samtals rúmar
46 milljónir króna.
Miklar framfarir í meðferð krabbameinssjúklinga
Lífshorfur
hafa stórbatnað
á aldarfjórðungi
LÍKURNAR á því að læknast af
krabbameini hafa tvöfaldast á ein-
um aldarfjórðungi. Þá er átt við
hlutfall þeirra sem eru á lífi fimm
árum eftir að sjúkdómurinn
greindist.
Framfarir hafa orðið í öilum ald-
ursflokkum en þær eru þó hlut-
fallslega meiri meðal yngri sjúkl-
inga en hinna eldri. Nú eru á lífi
meira en sex þúsund íslendingar
sem fengið hafa krabbamein.
Þessar upplýsingar koma fram
í tímaritinu Heilbrigðismálum og
byggjast á nýjum tölum úr krabba-
meinsskrá Krabbameinsfélags ís-
lands.
Misjafnt eftir kynjum
Þannig lifðu 50% kvenna sem
greindust með krabbamein á árun-
um 1986-1990 í fimm ár eða leng-
ur eftir að sjúkdómurinn greindist
og 38% karla. Þrír af hveijum fjór-
um geta vænst þess að lifa að
minnsta kosti eitt ár.
Meðal karla eru horfurnar á
lækningu bestar hvað varðar húð-
L m b fs iei atr ho ns ia< rfi sjC 5 f ir krabba- iklinga hafa rá 1956 0/o
(V
KOI' UR' !. 5 í rA 50», DU
\ 5U
r r* 4U
277 4 7 3U
16» v_ <AR AR í.5£ r 2U
” ÍU
19 - 56 ’6 30-6 1 ’6 5 -7 6 7 0 -7 1 7 5 -8 6 '8 0 -8 1 '8 5 -9 6 ’9 0 -9 0 1 4
krabbamein, krabbamein í þvag-
blöðru og í blöðruhálskirtli. Hjá
konum eru bestar horfur á lækn-
ingu á skjaldkirtilskrabbameini,
leghálskrabbameini og bijósta-
krabbameini.
ÚTFLUTNINGUR Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna á ferskum flök-
um á Evrópumarkað nær tvöfald-
ast á þessu ári miðað við árið í
fyrra. Eins og staðan er í dag
stefnir útflutningurinn á árinu í
um 700 tonn en á síðasta ári voru
um 350 tonn af ferskum flökum
seld á þessum sama markaði og
180 tonn árið 1994, sem var fyrsta
árið sem SH hóf ferskfiskútflutn-
ing á þennan markað.
„Við erum að selja fersk flök
til um þijátíu viðskiptavina í
Þýskalandi og að jafnaði erum við
með um fjórar flugferðir í viku,“
segir Kristján Hjaltason, forstöðu-
maður söluskrifstofu SH í Ham-
borg, en megnið af útflutningnum
fer þar í gegn. „Þeir íslensku
framleiðendur, sem verið hafa að
framleiða flök fyrir okkur, eru 21
hf.
Ahugi á tilbúnum
íslenskum fiskréttum
Að sama skapi hefur orðið vart
mikils áhuga á tilbúnum fiskréttum
frá íslandi, að sögn Kristjáns, og
þegar orðinn allverulegur sölukipp-
ur í þeim framleiðslugeira. SH á
25% hlut í íslensk-frönsku eldhúsi
hf., sem flutt var til Akraness í
sumar, en fyrirtækið framleiðir
m.a. fískrétti, tilbúna til neyslu, sem
söluskrifstofa SH í Hamborg hefur
unnið að markaðssetningu á. „Þetta
eru mjög spennandi afurðir sem lík-
að hafa vel og skilað hafa góðum
árangri á markaðnum ytra,“ segir
Kristján.
■ Útflutningur SH/Dl
SH tvöfaldar sölu
á ferskum flökum
að tölu, þeirra stærstur er Grandi