Morgunblaðið - 15.12.1996, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
-
OGMUNDUR Helgason
Morgunblað/Ásdís
Eyðingin hljoða
ÞAÐ stefnir í óefni ef ekki
verður brugðist hart við,
það verður að gera við
og koma yfir á fílmur
þeim handritum sem
verst eru leikin. Annað árið í röð
hefur verið skorin niður fjárveiting
til Handritadeildar Landsbókasafns
svo umtalsvert er, við hér erum því
orðin full örvæntingar vegna þeirra
þjóðargersema sem okkur er falið
að varðveita og liggja undir
skemmdum. Ef ekki verður að gert
verða afleiðingarnar óbætanleg eyð-
ing handrita sem eru mikilvæg fyrir
sögu okkar og menningu, svo sem
handritasafn Jóns Sigurðssonar for-
seta.“ sagði Ögmundur Helgason
forstöðumaður Handritadeildarinnar
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins.
Á Handritadeild eru varðveitt
mörg dýrmætustu pappírshandrit
sem íslenska þjóðin á. Þar eru fru-
meintök af þeim bókum sem þjóð-
inni eru kærastar og einnig handrit
sem enn hafa ekki verið gefin út en
eru mikilvæg fyrir íslenska menn-
ingu. Ögmundur Helgason lagði í
samtalinu við blaðamann ríka
áherslu á að þessi þjóðardýrmæti
væru mörg hver að verða eyðilegg-
ingu að bráð. Hann kvað pappírinn
í þeim vera að molna niður og blek-
ið að gufa upp.
Handritadeild er í vissum skilningi
arftaki Árnasafns en varðveitir
yngra efni. Þar eru fyrst og fremst
handrit frá átjándu öld og síðar.
Einnig er þar nokkur stofn handrita
frá því fyrir siðaskipti, svo og fimm
skinnbækur. „Þær eru ekki í sam-
bærilegri hættu og yngri pappírs-
handrit, skinnhandritin hafa enst í
a.m.k. sjö hundruð ár og ættu að
geta enst annað eins með góðri
meðferð. Þá verða handrit og bækur
frá okkar samtíð löngu horfín svo
ekki verður tangur né tetur eftir.
Handrit Halldórs Laxness verða t.d.
horfin löngu á undan Konungsbók
Eddukvæða, jafnvel löngu áður en
þau ná broti af hennar aldri. Það
eru nefnilega ýmis yngri pappírs-
handrit sem eru í mestri hættu.
Framan af voru menn hér með hand-
gerðan pappír sem reyndist ending-
argóður og þolir vel tímans tönn.
Einnig var blekið, sem íslendingar
Hluti menningararfs íslendinga,
sem varðveittur er á Handrita-
deild Landsbókasafns, er í eyði-
leggingarhættu. Enginn viðgerð-
armaður hefur starfað við Hand-
ritadeild og mun varla gera í bráð
vegna niðurskurðar fjárveitinga.
Dýrmæt pappírshandrit eru að
molna niður og blekið á öðrumað gufa
upp. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við
Ögmund Helgason um þessi mál.
GERT hefur verið við
handrit Heródesarsögu sem
rituð var af Gísla Konráðssyni
tjósmynd/Edda Siguijónsdóttir
ADDONIUSARSAGA bíður enn viðgerðar
nítjándu aldar. Sá innflutti pappír
var unninn samkvæmt efnafræðileg-
um formúlum og um leið fór að
dofna um gæðin. Eins fór með blek-
ið sem á svipuðum tíma var tekið
að framleiða og unnið var eftir efna-
fræðilegum formúlum. Umræddur
pappír súrnar með aldrinum, dökkn-
ar og verður stökkur, hrekkur svo
í sundur eins og örþunnt gler, moln-
ar loks allur niður og verður að
dufti. Það hefur viljað okkur til að
lengi framan af bjó hin íslenska þjóð
í fremur köldum húsakynnum og það
seinkaði þessari þróun, mörg hand-
ritanna eru þó orðin æði illa farin.
Handrit sem hingað hafa borist frá
Vestur-íslendingum eru sýnu verst
leikin, svo sem bækur og blöð sem
orðin eru dökkbrún. Hið nýja blek
hafði þann eiginleika að setjast ofan
á pappírinn en rann ekki saman við
hann, smám saman gufar það upp
og verður ólæsilegt. Sumar
stílabækur sem safninu hafa borist
eru orðnar má heita algerlega eins
og nýjar, btek af síðum þeirra er
nánast horfið og það mætti nota þær
að nýju. Hið slæma blek er sýnu
fljótara að eyðast en pappírinn.
kringum seinna stríð og pennarnir
ældu úr sér í hálfgerðum kögglum,
er allra bleka verst. Við erum að
reyna að láta mynda það sem okkur
sýnist að sé í mestri hættu. Við
getum þó engan veginn haldið í horf-
inu. Það er þó mikil hjálp í því að
hafa kaldar og myrkar geymslur hér
í kjallaranum, geta má þess sem vel
er gert hér í húsi. í slíkri geymslu
geymist pappír miklu betur en í hita
og dagsbirtu. Við þær kringumstæð-
ur fer um leið í gang efnafræðileg
þróun sem flýtir mjög fyrir eyðingu.
Ef við hefðum meira fé handa á
milli gætum við í auknum mæli látið
mynda en þó einkum gera við hand-
rit sem eru í hættu og á þann hátt
varðveitt þau.“
Sérstök viðgerðarstofa er við
Handritadeild búin hinum fullkomn-
ustu tækjum. Að sögn Ögmundar
hefur enginn starfsmaður unnið á
þessari stofu síðan Þjóðarbókhlaðan
var opnuð. „Með sérstökum aðferðum
má lengja líftíma bæði pappírs og
bleks. „Þvo“ þarf gömul handrit og
hreinsa af fagmönnum - handrit eru
oft mjög sóðaleg og óhrein. Við höf-
um yfir að ráða öllum nauðsynlegum
tækjum til þess - en engan starfs-
mann. Við höfum verið að vonast
eftir að fá stöðugildi fyrir starfsmann
á viðgerðarstofu en það hefur ekki
fengist enn þá og borin von virðist
að það verði á næstunni vegna niður-
skurðarins. Þótt einn maður gæti
engan veginn sinnt öllu því sem hér
þarf að gera við væri þó möguleiki
á að hann gæti sinnt því allra nauð-
synlegasta og gert við það sem dýr-
mætast er talið. í þeim hópi eru hand-
rit og prentaðar bækur frá því í kring-
um síðustu aldamót, það eldra er
sumu Ieyti í betra ástandi eins og
fyrr gat. Menn mega vart vatni halda
yfir ágæti Dana að hafa látið gera
við og lagfæra eins og best verður á
kosið öll handrit sem hingað er skil-
að, þau eru þó aðeins brot af þeim
íjölda sem hér er varðveittur. Vert
er að hafa í huga að Danir hafa ver-
ið með nokkra viðgerðarmenn í ára-
tugi til þessara verka en hér á safn-
inu er sem fyrr sagði
enginn. Áður en hand-
ritadeild flutti í Þjóðar-
bókhlöðu þá fengum
við „skyndihjálp“ hjá
viðgerðarfólki Þjóð-
skjalasafns, en nú
er sú samvinna ekki
lengur fyrir hendi.
Hér á landi er lært
fólk í handritavið-
gerðum sem
hægt væri að fá
hingað til
starfa auð-
veldlega.
Kannski heldur fólk
að það væri hægt að „bjóða út“ slík-
ar handritaviðgerðir en svo er ekki.
Það verður ekki farið með handritin
út úr húsinu, það er áhætta sem
ekki verður tekin með slík þjóðarverð-
mæti. Það er bágt til þess að vita
ef sumir þessara ómetanlegu dýr-
gripa verða vegna viðgerðarleysis
„eyðingunni hljóðu“ að bráð, eins og
Jón Helgason prófessor í Kaup-
mannahöfn nefndi þá eyðileggingu
sem ógnar molnandi og máðum hand-
ritum. Vissulega eru prentaðar bæk-
ur líka í hættu vegna umræddrar
eyðingar en þær eru þó stundum til
í nokkrum eintökum meðan aðeins
er til eitt eintak af hveiju handriti.
Mér finnst að við þyrftum að eiga
vel varin eintök af því sem gefið
hefur verið út hér. I Handritadeild
Enginn viðgerðarmaður
gerðu sjálfir á fyrri tímum úr sortu-
lyngi að því að talið er, gríðarlega
gott og sterkt, það gekk inn í pappír-
inn og mun endast jafnlengi honum.
Svo gott er þetta blek að það má
þvo pappírinn án þess að það renni
út eða skemmist á annan hátt.
Hinn mikli vandi sem Handrita-
deild stendur frammi fyrir í dag á
hins vegar rætur sínar að rekja til
þess pappírs og bleks sem tók að
flytjast hingað til lands í upphafi
Allra verst hefur þó reynst blekið
sem Byro fann upp og framleitt var
í sérstökum pennum, svokölluðum
Byropennum. Þessi mikla uppfinning
og merkilega er sennilega skaðlegri
en flest annað í þessum efnum. Það
blek, sem barst fyrst til landsins í
eru til 15 þúsund skráð handrita-
númer nú þegar og einnig er tölu-
vert til af óskráðu efni. Ef ég ætti
mér eina ósk fyrir hönd Handrita-
deildar myndi ég óska þess að hér
ynnu ekki færri við viðgerðir og
starfsmenn deilarinnar eru, eða
fimm manns. Slíkt er þó órafjar-
lægð, það yrði mikill léttir ef við
fengjum þó ekki væri nema einn
starfsmann á viðgerðarstofu okkar.“
í samtalinu við Ögmund Helgason
kom fram að pappír hefur farið sí
versnandi. Þær bækur sem nú eru
að flæða yfir okkur fyrir jólin munu
að hans mati flestar ekki endast lengi
og því síður þau dagblöð sem nú eru
prentuð. Hann kvað ekki hægt að
búast við að þetta efni entist lengur
en eina öld og þá við mjög góð skil-
yrði. Ögmundur tók þó fram að sum
rit sem prentuð væru í dag væru
prentuð á mjög góðan pappír þótt
slíkt heyrði fremur undantekningu til.
I