Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglan mætti góð- kunningja ÞRÍR menn voru færðir í fanga- geymslu lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt laugardags eftir að geislaspilari, sem þeir viðurkenndu að hafa stolið fannst í bíl sem þeir óku í Breiðholti. í bílnum fundust einnig 11 lítrar af landa sem þeir sögðu að væri til eigin neyslu. Að sögn lögreglunnar var til- kynnt um brotna rúðu í bíl í Efra- Breiðholti en á leið þangað mætti lögreglan bíl og kannaðist hún við ökumanninn. Bfllinn var stöðvaður og leitað í honum og fannst þá geislaspilarinn og landinn. Menn- imir eru þekktir af innbrotum og voru þegar færðir í fangageymslu lögreglunnar. Læknar ganga frá kröfum SAMNINGANEFNDIR lækna kynntu kröfur sínar í yfírstandandi kjaraviðræðum á félagsfundi í fyrradag. Kröfumar verða settar fram við viðsemjendur á næsta samningafundi sem verður 6. jan- úar. Samninganefndir Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavík- ur kynntu sameiginlega kröfugerð sína fyrir félagsmönnum í fyrradag. Ingunn Vilhjálmsdóttir, formaður samninganefndar LÍ, segir að félög- in leggi áherslu á grunnkaups- hækkanir, lífeyrisréttindi og ábyrgðartryggingar vegna starfa lækna. Hún vill ekki greina nánar frá kröfunum fyrr en efni þeirra hafí verið kynnt fyrir viðsemjend- um. Lesbók í fríi LESBÓK fylgdi ekki Morgun- blaðinu í gær vegna jólahátíð- arinnar. Blaðið kemur næst út laugardaginn 4. janúar. Nýtt hlutafélag um fram- leiðslu SG-einingahúsa Selfossi. Morgunblaðid. NÝTT hlutafélag, SG-hús hf., hef- ur verið stofnað á Selfossi til þess að taka við rekstri framleiðslu- deildar SG-einingahúsa hf. Um er að ræða framleiðslu og sölu á húsum og húshlutum úr timbri svo og allri timburvinnslu sem verið hefur hjá félaginu. Hið nýja félag mun hefja form- lega starfsemi 1. janúar. Öllum starfsmönnum sem unnið hafa hjá SG-einingahúsum hf. við þessi framleiðslustörf hefur verið boðið starf hjá hinu nýja félagi. Fram- kvæmdastjóri SG-húsa verður Óskar G. Jónsson. Hlutafé í hinu nýja félagi verð- ur allt að 25 milljónum króna og mun félagið verða opið hlutafélag Verð- Jaun úr Ásusjóði DR. ODDUR Benediktsson stærð- fræðingur og prófessor í tölvunar- fræðum við Háskóla íslands hlaut á föstudag heiðursverðlaun verð- launasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaunin fær Oddur fyrir brautryðjendastörf í tölvun- arfræðum hérá landi. Nú eru lið- in 28 ár síðan Ása G. Wright gaf Vísindafélaginu peningagjöf til sjóðsstofnunar til minningar um eiginmann sinn og aðra vensla- menn. Hefur verið úthlutað úr sjóðnum árlega síðan. Það var for- maður sjóðsstjórnar dr. Sturla Friðriksson, sem afhenti Oddi verðlaunin. Morgunblaðið/Ásdís þar sem starfsmönnum verður meðal annarra boðið að kaupa hlutabréf. Áætlað er að í fyrstu starfi 15-20 manns hjá SG-hús- um hf. og ársveltan í fyrstu geti numið 100-120 milljónum króna. Breytt í verslunarfyrirtæki Framleiðsla og sala á húsum og húshlutum hefur gengið ágæt- lega hjá SG-einingahúsum hf. um áratuga skeið. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ástæður þess að farin er sú leið að stofna sér- stakt félag séu þær að áherslur SG einingahúsa hf. hafi verið að breytast úr hreinu framleiðslufyr- irtæki í verslunarfyrirtæki. Versl- unarþátturinn hefur að undan- förnu numið 80% af heildarveltu og af þeim ástæðum talið vænleg- ast að skipta rekstrinum upp og ná fram einbeitingu að hvorum þætti fyrir sig. „Menn eru þess fullvissir að sá framleiðsluiðnaður sem hér um ræðir eigi mjög mikla möguleika í framtíðinni og sóknar- færin séu mörg og með því að leggja meira í sóknina í sterku sjálfstæðu félagi þar sem hluthaf- arnir eru jafnframt starfsmenn teljum við að framtíðin sé mjög björt,“ sagði Sigurður Þór Sig- urðsson framkvæmdastjóri SG- einingahúsa og stjórnarformaður SG-húsa. Tryggingastofnun greiddi 17 millj- arða í bætur á síðasta ári Síðustu 4 ár fjölgaði öryrkj- um um 10% á ári Heildarútgjöld bótaflokka 1992-95 í milljónum kr. 1992 1993 1994 1995 Ellilífeyrir 9.255 9.828 10.075 10.568 Sjómannalífeyrir 85 73 65 54 Örorkulífeyrir og styrkir 3.012 3.399 3.656 4.002 Barnalífeyrir 348 529 608 690 Mæðra- og feðralaun 803 261 262 284 Fæðingarorlof 1.205 1.232 1.175 1.172 Samtals 15.100 15.682 16.164 17.092 Fjöldi lífeyris- og styrkþega 1992-95 1992 1993 1994 1995 1996 Ellilífeyrisþegar 21.620 22.050 22.407 23.334 23.442 Sjómannalífeyrisþegar 314 284 242 196 Örorkulífeyrisþegar +75% 5.352 5.963 6.540 7.175 7.555 Örorkustyrksþegar -75% 1.640 1.667 1.616 1.538 1.531 Barnalífeyrisþegar 2.366 2.609 2.891 3.239 Mæðralaun 6.987 7.077 7.046 7.298 Feðralaun 567 518 500 491 Fæðingarortof 5.433 5.499 5.286 5.066 BÓTAÞEGAR Tryggingastofnunar ríkisins á árinu 1995 voru 49.143 eða 18,4% þjóðarinnar. Þetta hlut- fall hækkaði um 0,7% frá fyrra ári. Samtals greiddi Trygginga- stofnun 17.092 milljónir í bætur, en það er 14,3% af fjárlögum árs- ins. Mest aukning er í fjölda örorku- þega, en þeim hefur fjölgað um meira en 10% á ári síðustu fjögur ár. Útgjöld Tryggingastofnunar vegna greiðslu ellilífeyris hafa hækkað um u.þ.b. 500 milljónir á ári síðustu ár. Þetta er vegna þess að þjóðin er smátt og smátt að eld- ast. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um 1-2% árlega síðustu ár. Aukn- ingin 1995 varð reyndar 3,9%. Núna eru liðlega 26 þúsund manns eldri en 67 ára eða 9,8% þjóðarinn- ar. Um aldamótin er reiknað með að 29 þúsund manns verði í þessum aldurshópi og árið 2030 verði yfír 50 þúsund manns eldri en 67 ára. Það ár er því spáð að 16,6% þjóðar- innar verði á ellih'feyrisaldri. Öryrkjar eru orðnir 8.108 Örorkuþegum hefur fjölgað enn hraðar síðustu ár og í engu sam- ræmi við fjölgun þjóðarinnar. Árið 1986 greiddi Tryggingastofnun 3.617 öryrkjum örorkulífeyri, en 1. desember sl. var fjöldinn kominn upp í 8.108. Aukningin síðustu fjög- ur ár hefur verið rúmlega 10% á ári. Núna fá 3% þjóðarinnar greidd- ar örprkubætur eða örorkustyrk frá TR. I greinargerð með Staðtölum almannatrygginga fyrir árið 1995, sem Tryggingastofnun gefur út, segir að félagslegar aðstæður skýri að hluta til þessa aukningu. Fjölg- unin eigi sér stað samhliða auknu atvinnuleysi. Það styður þessa til- gátu að þeim sem fá örorkustyrk hefur farið fækkandi síðustu ár, en í þeim hópi eru örorkuþegar með innan við 75% örorku. Geta má sér þess til að erfíðara sé fyrir þennan hóp að fá vinnu þegar þrengist um á vinnumarkaði og örorka einhverra einstaklinga í honum hafí því verið hækkuð. Greiðslur til þeirra sem eru meira en 75% öryrkjar eru mun hærri en þeirra sem eru minna en 75% öryrkjar. Samhliða fjölgun öryrkja aukast útgjöld TR vegna greiðslu bamalíf- eyris, en hann er greiddur með böm- um örorkulffeyrisþega. Árið 1990 fengu 2.097 böm greiddan bamalí- feyri, en í fyrra voru þau 3.239. Útgjöld TR vegna greiðslu bamalíf- eyris hækkuðu á þessu tímabili úr 254 milljónum í 690 milljónir. Árið 1993 greiddi TR 6.172 millj- ónir í örorkulífeyri og örorkustyrk, en 1995 var þessi upphæð komin í 7.370 milljónir. Fleíri fá umönnunarbætur Annar liður í útgjöldum TR sem hefur hækkað eru mæðralaun, en þau eru_ greidd til einstæðra mæðra. Árið 1993 fengu 7.077 einstæður mæður mæðralaun, en í fyrra voru þær 7.298. Einstæðum feðrum fækkaði á sama tíma úr 518 í 491. 1. janúar 1996 var með reglugerð ákveðið að mæðra- og feðralaun yrðu einungis greidd til einstæðra mæðra og feðra sem eru með tvö börn eða fleiri á fram- færi. Við það fækkaði þeim sem fá greidd mæðralaun niður í 2.689. U.þ.b. 10.000 einstaklingar fengu greidd meðlög með börnum sínum í lok síðasta árs. A sama tíma og aukning á sér stað í greiðslum vegna barna for- eldra sem ekki eru í sambúð dregur úr útgjöldum TR vegna fæðingaror- lofs. Stofnunin greiddi 595 milijónir í fæðingarstyrk árið 1993 en 565 milljónir i fyrra. Verulegar breytingar hafa orðið á greiðslum umönnunarbóta á síð- ustu árum, en þær eru greiddar til foreldra eða forráðamanna lang- veikra barna eða fatlaðra barna. Árið 1992 fengu 567 umönnunar- bætur en á þessu ári voru þeir 964. Þeir sem fá umönnunarstyrk hefur fjölgað á sama tímabili úr 76 í 921. Utgjöld vegna þessa málaflokks hafa aukist á þessu tímabili úr 180 milljónum í nærri 400 milljónir. ekki gengur á ►í framtíðarsýn ríkisstjómarinn- ar setjastjórnvöid sér það mark- mið að íslendingar verði í farar- broddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni. /10 Ógnarstjórn eiturs ►Eiturlyf eru snarþáttur í efna- hagslífí Burma og heróín helsta útflutningsvaran. /12 Úr hellulögnum í vísindastörfin ►Sigurður Baldursson lífefna- fræðingur fékkst við hellulagnir og erfiðisvinnu í 4 ár áður en hann réðst til íslenskrar erfðagreining- ar. /18 Tókst að vinna bug á vantrú ►í Viðskipti/atvinnulíf er rætt við Þorgeir Jósefsson, framkvæmda- stjóra hjá Þorgeir og Ellert á Akra- nesi. /22 B ► l-28 AA standa uppi í hárinu á nátt- úruöflunum ►Jón Valmundsson er einn af aðalbrúarsmiðum landsins, einn þeirra sem sigraðist á stórvötnun- um austur á söndum er hringnum var loks lokað. Þá var komið bönd- um á náttúruna, en aðeins tíma- bundið. /1 og 2-4 Með fingur á stengjum rúm fimmtíu ár ► Margir menn eiga sér ástríður. Hitt er sjaldgæfara að þeir séu í senn ástríðufullirtónlistarmenn, iðnaðarmenn, ljósmyndarar og bókasafnarar, líkt og Trausti Thor- berg. /8 Hrossahlátur ►Hestarnir í Mývatnssveit ráku upp sannkallaðan hrossahlátur í samskiptum sínum við japanskt ferðafólk á dögunum. /14 C FERÐALÖG ► 1-4 Ys og þysíjóla- ösinni í London ►Það var mikið um að vera í stór- borginni vikumar fyrir jól. /2 Listin aðfinna góða matstaði ►í stað þess að leita veitingahúsa í ferðahandbókum getur ferða- maðurinn reynt að gera eigin upp- götvanir. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Bílasala eykst um fjórðung ►Rúmlega 8 þúsund fólksbílar skráðir á árinu. /1 Reynsluakstur ►Land Rover Defender — ýmsar endurbætur en sama svipmót. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 28&26b Myndasögur 38 Bréf til blaðsins 38 ídag 40 Brids 40 Stjörnuspá 40 Skák 40 Fólk f fréttum 42 Bfó/dans 43 Útvarp/sjónvarp 49 Dagbók/veður 51 Gárur 6b Mannlffsstr. 6b Dægurtóni. lOb Kvikmyndir 12b INNLENDAR PRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.