Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand BRÉF TIL BIAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Milljarðargjöfin Frá Páli Jóhannessyni: TIL HAMINGJU, íslenska þjóð, með þá rausnarlegu gjöf sem LÍÚ hefur ákveðið að gefa íslensku þjóðinni. Stórmennin í LÍÚ hafa loksins rétt úr sínu bogna baki (eftir áralöng mögur ár) og hafa ákveðið að gefa þjóðinni nýtt og glæsilegt hafrannsóknarskip. Þeir ætla að hrista fram úr erminni svo sem einn milljarð sem á að fara í smíði skipsins. Á undanförnum árum hafa þessir sömu menn undir forystu Kristjáns Ragnarssonar rokið upp til handa og fóta þegar að kjara- samningum kemur, þá er nú held- ur bágborið ástandið hjá LÍÚ. Einnig hefur það færst í vöxt að kvótinn sem er orðinn óopinber eign útgerðarinnar, sem gerir það að verkum að kvótabrask þrífst sem aldrei fyrr öllum til óþurftar nema þá kannski útgerðarmönn- um. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning þá er hér ekki átt við hagræðingu í veiðum heldur beina kvótaleigu til að geta sent skipin á framandi mið. Hvorki sjómenn né fiskverkafólk hefur notið góðs af slíku braski, peningarnir vegna kvótaleigu á óveiddum fiski fara beint í vasa útgerðarmannsins. Svo segja menn að fiskurinn sé þjóðareign, skrítið, ekki satt? Já, þetta með að fiskurinn sé þjóðareign er nú dálítið skrítið, því að á sama tíma og útgerðarmaður- inn hefur heimild til að leigja og braska með þjóðareignina stinga þeir gróðanum af kvótaleigunni í vasann, síðan á allur almenningur að trúa því að ekki sé svigrúm til að láta útgerðina greiða auðlinda- skatt. Það er tvennt sem gerði það að verkum að maður varð svolítið tortrygginn þegar tilkynningin um gjöfina fínu kom. í fyrsta lagi vill meirihluti fólks setja auðlindaskatt á útgerðina þar sem fiskurinn er jú þjóðareign, en það má útgerðin ekki heyra minnst á, það sé ekki svigrúm til slíkra verka. í öðru lagi eru sjó- menn með lausa samninga um áramótin eins og nær allt annað launafólk. Það skyldi þó ekki vera að út- gerðin sé að kaupa sér frið, fá fólk til að gleyma og hætta að tala um auðlindaskattinn og hafa síðan samúð með sér þegar þeir segja við sjómenn, að ekki sé svig- rúm til launahækkunar eða hag- ræðingar í kjarsamningum. Þetta með kjarasamningana, ef LÍÚ sýnir sama ábyrgðarleysi í komandi samningum og við þá síðustu og vinnustöðvun verður að veruleika, þá er útgerðin búin að leggja sitt af mörkum (þetta með skipið) og krefst lagasetninga til að binda enda á vinnudeilur hennar og sjómanna. Knstján Ragnarsson og félagar í LÍÚ líta nefnilega svo á, að vinnudeilur þeirra við sjómenn eigi ávallt að leysa með lögum, en ekki við samningaborðið. Þeirra sjónarmið eru að aðeins sjómenn eigi að gefa eftir er vinnudeilur eru annarsveg- ar, þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Vangaveltur af þessu tagi eru ekki óeðlilegar í ljósi þess að á sama tíma og útgerðin segir að ekki sé sviggrúm til að setja auð- lindaskattinn á þá ætla þeir að gefa okkur rétt sisona einn milljarð til að smíða skipið góða. Það kann einhveijum að þykja undarlegt að hægt sé að gefa frá sér eitt þúsund milljónir, þegar þeir eru nýbúnir að segja að engir séu peningamir til. Nú er það auðvitað góðra gjalda vert að færa þjóðinni þessa glæsi- legu gjöf, en hver skyldi svo borga þegar upp er staðið, það skyldu þó ekki vera sjómenn og fiskverka- fólk sem fá að borga brúsann? Einnig má spytja sjálfan sig þeirr- ar spurningar hvort útgerðin sé ekki að viðurkenna með þessu að nú sé einmitt svigrúm til að setja auðlindaskattinn á. Er ekki ríkisstjórnin líka alltaf að tala um eitthvert góðæri, sem reyndar enginn virðist taka eftir nema þeir sjálfir, það á vafalaust eftir að sýna sig í komandi samn- ingum hjá hinum almenna laun- þega. PÁLL JÓHANNESSON, sjómaður, Bröttuhlíð 8, Ákureyri. Lög um fjöl- eignarhús Frá Einari Kristinssyni: VIRÐULEGI félagsmálaráðherra Páll Pétursson. Við lestur á „Lög um fjöleignarhús," missi ég og fleiri algerlega átta á því hvað hús er. Merkir orðið hús: a) Það sama og verið hefur, þ.e.a.s. bygging með ákveðnu götuheiti og húsnúmeri? b) Er þyrping ósamstæðra húsa sem tengjast, jafnvel við margar götur, eitt hús? 1. Gildir a) eða b)? 2. Gildi b). Rýmar ekki verð á góðu húsi ef það tengist vondu húsi? 3. Gildi b). Eru lögin ekki árás á eignarréttinn? 4. Eru ástæður eða forsendur til nákvæmari skiptingar eignar heldur en t.d. skiptingar árangurs hjá nemendum í skólum (einkunn- ir heilar tölur 1-10)? Svar óskast. EINAR KRISTINSSON, Funafold 43, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.