Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 52
<n> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar Nítll I MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ÞESSAR konur létu ekki slá sig út af laginu þótt rok og rigning væri í Reykjavík í gærmorgun. Þær fóru í Hlaupið í rokinu Morgunblaðið/Kristinn sitt venjulega morgunskokk. Nú lengir daginn smátt og smátt og birtir þá yfir öllum. Erlendir ára- mótagestir Gjaldeyr- istekiur 150 milljónir GJALDEYRISTEKJUR af erlendum ferðalöngum, sem dvelja hér á landi um jól og áramót, verða að líkindum 120-150 milljónir króna að þessu sinni. Magnús Oddsson, ferða- málastjóri, segir að þessar tekjur séu vel þegnar, enda komi þær á tíma sem áður hafí verið ónýttur fyrir ferða- þjónustuna. Búist er við að um 1.500 erlendir ferðamenn dveljist hér á landi um áramótin, en um síðustu áramót voru þeir 1.300. Þegar slíkar áramóta- ferðir voru fyrst markaðssett- ar, fyrir um áratug, voru ferðamennirnir það árið að- eins um 50 talsins. Jólaferðir til íslands voru í fyrsta skipti markaðssettar sérstaklega um þessi jól og komu um 250-300 manns til Iandsins í hangikjöt, laufa- brauð og fleira góðgæti. ■ Fólk vill/lD Meirihluti áfrýjun- arréttar í Ankara Vilja staðfesta dóm und- irréttar MEÐ NÝRRI þýðingu á áliti áfrýjunarréttarins í Ankara í forræðismáli Sophiu Hansen og Halims Als staðfestist, að meirihluti dómaranna vill staðfesta dóm undirréttar í málinu, sem veitti Halim for- ræðið yfir dætrum hans og Sophiu. Alit dómaranna var þrí- skipt; tveir vildu staðfesta undirréttardóminn, tveir fela Sophiu forræðið og sá fimmti vildi fela vandalausum upp- eldi stúlknanna. Nú hefur komið í ljós, að þar sem hinir fjórir dómararnir vildu ekki gangast inn á afstöðu þess fimmta, ákvað hann að fylgja afstöðu hinna tveggja fyrst- nefndu og staðfesta dóm und- irréttarins í Istanbúl. Hasip Kaplan, lögmaður Sophiu, hefur farið fram á að rétturinn endurmeti málið, í þeirri von að takast megi að fá fimmta dómarann til að fallast á afstöðu hinna tveggja dómaranna, sem dæmdu Sophiu í vil. Framkvæmdastjóri VSÍ segir vinnuveitendur hafa áhyggjur af margra tuga prósenta kauphækkunarkröfum verkalýðsfélaga Stefnir í hörð átök láti félögin reyna á kröfur FRAMKVÆMDASTJÓRI Vinnu- veitendasambands Islands segir að það stefni í stórkostleg átök á vinnu- markaði ef verkalýðsfélögin ætli í alvöru að láta reyna á margra tuga prósenta launahækkanir. NÝJAR rannsóknir á augnslysum, sem verða kynntar á ráðstefnu um augnlækningar í byijun næsta árs benda til að augnslysum á börnum fari fækkandi en slík fækkun mun ekki vera merkjanleg hjá fullorðnum. Um hver áramót hljóta að jafnaði einn til tveir augnskaða af völdum slysa við meðferð flugelda. Þykir augnlæknum því ástæða til að ítreka áskoranir um að farið verði með gát við meðferð flugelda um áramótin. Haraldur Sigurðsson, augnlæknir á Landspítalanum, segir augnskaða fullorðinna af völdum slysa eiga í um helmingi tilvika rætur sínar að rekja „Því er ekki að leyna að við höfum vaxandi áhyggjur af þeirri kröfugerð sem að okkur er beint,“ segir Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, þegar hann er inntur eft- ir áliti á stöðunni í samningamálum til vinnuslysa. Helztu orsakavaldar aðrir munu vera slys í heimahúsum, við skemmtanir og íþróttaiðkun. Haraldur mun á ráðstefnunni kynna niðurstöður þriggja kannana á alvarlegum augnsköðum, einkum með tilliti til eðlis og tíðni slysa. Harpa Hauksdóttir hefur kannað augnslys barna sem lögðust inn á sjúkrahús vegna augnslysa á árunum 1984-1993, Birna Guðmundsdóttir hefur nýlokið við úttekt á augnslys- um fullorðinna fyrir árin 1987-1994, og Sigríður Þórisdóttir kannaði öll tilfelli þar sem fjarlægja þurfti auga á árunum 1964-1992. Rannsóknirn- vegna þeirra ummæla Halldórs Björnssonar, formanns Dagsbrúnar, í blaðinu í gær að það stefni í verk- fall í febrúar. Þórarinn segir að svo virðist sem samstöðu skorti meðal verkalýðsfélaga. Það birtist meðal ar voru allar gerðar undir stjórn Haraldar. 72 augu fjarlægð Úr niðurstöðum rannsóknanna má nefna, að á árunum 1964-1992 þurfti að fjarlægja 72 augu vegna alvarlegra slysa. Um áramótin 1987 hlutu 5 manns augnskaða af völdum flugelda. Einn þeirra missti auga. Ráðstefnan sem um ræðir verður í Odda dagana 3. og 4. janúar. Þar verða kynntar rannsóknir í lækna- deild Háskóla íslands. Alls verða flutt 73 erindi á ýmsum sviðum læknavís- indanna. annars í þeirri trú sumra að einstak- ir hópar geti fengið verulegar kjara- bætur án þess að það hafi áhrif á stöðu annarra. „Við okkur blasir al- ger skortur á heildarsýn á heildar- áhrifum," segir Þórarinn. 40% kauphækkanir Hann bendir á að það sé samejg- inlegt með kröfum margra félag- anna að þau krefjist margra tuga prósenta hækkana á kauptöxtum, 40% og þaðan af hærri. „Ef verka- lýðsfélög ætla í alvöru að láta reyna á þessar kröfur, þrátt fyrir reynsl- una af slíku, þá stefnir í stórkostleg átök á vinnumarkaði. VSÍ mun ekki gera slíka samninga og halda fast við markmið um 2% verðbólgu." Hann segir að frá árinu 1970 hafi kaupiaxtar hækkað um 50.000% en það hafi skilað um 30% kaupmáttar- aukningu. Á því tveggja ára samn- ingstímabili sem nú er að ljúka hafi kaupið hins vegar hækkað um 10% og það skilað um 8% kaupmáttar- aukningu. „Eg trúi því ekki að al- menningur vilji reyna fyrri leiðir. Það verða hörð og löng verkföll og heiftarleg átök ef verkalýðsfélögin ætla að láta reyna á kröfur sínar. Þeir vita það, við vitum það og fólk- ið veit það líka,“ segir Þórarinn. Augnlæknar hvetja tíl aðgæslu um áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.