Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 297. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnarandstaðan í Belgrað Mótmælum aflýst vegna útfarar LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar í Serbíu aflýstu í gær mótmælunum, sem staðið hafa daglega frá þvi að Slobodan Milosevic forseti ógilti úrslit bæjarstjórnarkosninganna 17. nóvem- ber, og skoruðu á stuðningsmenn að vera þess í stað við útför Predrags Starcevic, sem lét lífið í mótmælum á þriðjudag. Búist var við því að mörg þúsund manns mundu fylgja Starcevic til grafar. Mótmælin hafa verið friðsam- leg, en kveðið hefur við nýjan tón eftir átök milli stuðningsmanna stjórnarinnar og andstæðinga hennar og óeirðalögreglu á aðfangadag. Stjórnarandstæðingar segja að Starcevic hafi troðist undir þegar mótmælendur hugðust forða sér und- an áhlaupi lögreglu. Helsta dagblað sósíalistaflokks Milosevic birti í gær úrskurð eftirlits- nefndar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu um að Zajedno, samtök stjórnarandstöðunnar, hefðu sigrað í kosningunum í Belgrað og 14 öðrum bæjum. Ekkert benti hins vegar til þess að stjórn Milosevic hygðist lúta niðurstöðu nefndarinnar. Mannræningj- ar í Jemen fella hermenn Sanaa, Jemen. Reuter. ÞRÍR hermenn úr her Jemens létu lífið og fimm særðust þegar menn úr Al al-Masni ættbálknum, sem hafa haft fjóra hollenska ferðamenn í gísl- ingu frá því á fimmtudag, skutu sprengjum að sveitum er höfðu um- kringt þá. Embættismenn sögðu að öflugur herflokkur hefði verið sendur tíl að tryggja lausn gíslanna, sem er haldið um 65 km austur af Sanaa, höfuðborg landsins. Sagt var að viðræðum við gislatakana yrði haldið áfram með aðstoð annarra ættbálka. Ættbálkar í Jemen hafa oft og tíð- um gripið tii þess ráðs að taka ýmist ferðamenn eða aðra útlendinga í gísl- ingu þegar þeir hafa átt í deUum við yfirvöld. Slíkar deilur hafa yfirleitt ekki verið pólitísks eðlis, heldur snú- ist um lanil eða vatn. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Skammdegisrökkur á Akureyri Lögregla í S-Kóreu notar táragas á verkfallsmenn Seoul. Reuter. TIL ÁTAKA kom í gær milli lögreglu og verkfallsmanna í Suður-Kóreu. Þetta eru fyrstu átökin frá því að verkföll hófust á fimmtudaginn. „Valdi verður svarað með valdi," sagði Kim Young-dae, varaforseti samtaka kóreskra stéttarfélaga, í gær og þóttu orð hans vera ávísun á frekara ofbeldi. Lögregla sprautaði táragasi á um sex þúsund verkamenn, sem gengu eftir um- ferðargötu í átt að dómkirkju í miðborg Seoul til að mótmæla nýrri vinnulöggjöf. Þátttakendur í göngunni brugðust við með því að rífa upp götusteina og fleygja að lög- reglunni. Sögðu vitni að lögreglan hefði handtekið að minnsta kosti sex menn. Mótmælendur kveiktu í kröfuspjöldum og borðum til að draga úr áhrifum táragassins og halda lögreglunni í skefjum. Víða loguðu eldar. Að sögn vitna höfðu róttækir náms- menn laumað sér í raðir verkfallsmanna og báru þeir að hluta til ábyrgð á grjótkastinu. Verkamenn óttast að löggjöfin kippti grundvellinum undan atvinnuöryggi þeirra, en það hefur verið einn af hornsteinum at- vinnulífs í Suður-Kóreu. Stjórnin heldur því fram að löggjófin muni tryggja atvinnu þeg- ar fram í sækir. Hins vegar sé nauðsynlegt að auka sveigjanleika á vinnumarkaði. Ottast nýja vinnulöggjöf Afstaða almennings til laganna er mis- jöfn, en margir íbúar Suður-Kóreu eru lítt hrifnir af því hvernig þeim var laumað fram hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Þau voru samþykkt á leynilegum þingfundi á fimmtudag. Þykir þessi framkoma minna á stjórnarfar fyrri tíma. „Nýju lögin munu breyta okkur í þræla, ekki verkamenn," sagði Chun Jong-il, starfs- maður bifreiðaverksmiðja Kia. „Ég er hér til að koma í veg fyrir að það gerist." Frekari verkfallsaðgerðir eru ráðgerðar og sagði Young-dae að mótmælafundir yrðu haldnir þrátt fyrir framgöngu lögreglunnar. Ríkisstjórnin hefur fordæmt vinnustöðvun- ina og lýst hana ólöglega. Hún hefur hótað ótilgreindri „refsingu". Stjórnvöld óttast mikið tap Verkföllin, sem eru að breiðast út, hafa komið sér illa fyrir iðnað í landinu. Segir ríkisstjórnin að bifreiðaframleiðsla og skipa- smíðar hafi nánast stöðvast og framleiðsl- utapið muni verða rúmlega einn milljarður dollara (66 milljarðar íslenskra króna) í árslok. Bankastarfsmenn hafa lýst yfir vinnu- stöðvun á laugardag. Starfsmenn hafa gengið út af 17 læknamiðstöðvum og þar er nú aðeins boðið upp á neyðarþjónustu. Þetta er mesta vinnudeila í Suður-Kóreu frá lokum síðasta áratugar. AUÐLIND SEM EKKIGENGUR Á Ur hellu- lögnum í vísinda- störfin 18 TOKSTAÐ VINNA BUGÁ VANTRÚ Að standa uppi i hárinu á náttúruöflunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.