Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR aðskilnaðarsinna í Burma eyðileggur eiturlyfjasendingu, sem gerð hefur verið upptæk. Ognarstj órn eiturs Eiturlyf eru snar þáttur í efnahagslífí Burma og heróín helsta útflutningsvaran. Herfor- ingjastjóm Burma lítur eiturlyfjaviðskiptin velþóknunaraugum og notar eitrið jafnvel til að treysta ógnartak sitt á íbúum landsins. KHUN Sa, fyrrverandi uppreisnarleiðtogi, er nú kominn úr felum og stundar heróínviðskipti með velþóknun herstjórnar Burma. EGAR Bill Clinton Banda- ríkjaforseti var staddur í Thailandi í lok nóvember sagði hann að enginn árangur mundi nást í baráttunni gegn alþjóðlegu eiturlyfjasmygli og -sölu fyrr en gagngerar breytingar ættu sér stað í Burma. Stjórnvöld í Rangoon hunsa ekki aðeins mann- réttindi og beita lýðræðishreyfmgu landsins hörðu, þau taka fullan þátt í og hjálpa til við að rækta eiturlyf, flytja þau og selja og koma ágóðanum í umferð. Það getur haft alvariegri afleið- ingar í för með sér að hefja baráttu gegn eiturlyfjum í Burma, en að krefjast lýðræðislegri stjórnarhátta. Burma er nú helsti framleiðandi eiturlyfja í Suðaustur-Asíu og þar stunda eiturlyfjabarónar og foringj- ar skipulagða glæpastarfsemi gríð- arlegt peningaþvætti. Andstæðingar pyntaðir U Saw Lu, leiðtogi hreyfmgar gegn eiturlyfjum í Wa-héraði í Burma, var pyntaður eftir að hann lét bandarísku fíkniefnalögregluna (DEA) hafa upplýsingar um eitur- lyfjasmygl á vegum herforingja- stjórnar Burma, að sögn vikublaðs- ins The Nation. Samkvæmt DEA var hann látinn hanga á haus í 56 daga og gefinn 220 volta straum- ur. Læknir var viðstaddur til að lífga Lu við þegar hann hné í ómeg- in vegna pyntinga. Þvagi var hellt yfir andlit hans og hann barinn með keðjum þar sem hann lá við nýtekna gröf. Lu slapp lífs eftir að Wu-ættbálkurinn hótaði að grípa til vopna gegn herforingjastjórninni í hans þágu. Olöglegur útflutningur eiturlyfja frá Burma hefur tvöfaldast frá því að herforingjastjórnin tók völdin árið 1988. Samkvæmt skýrslum frá bandaríska sendiráðinu í Rangoon stækkaði svæðið, sem notað er til að rækta valmúa, um 2A frá 1987 til 1990. Á ráðstefnu Eiturlyfja- áætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDCP) voru lagðar fram banda- rískar og franskar gervihnatta- myndir sem sýndu gríðarlega aukn- ingu í valmúarækt á svæðum undir beinni stjóm herforingjastjórnar- innar. Helmingur heróíns frá Burma UNDCP greindi frá því á alþjóð- legu fíkniefnalögregluþingi í nóv- ember að hagnaður af heróínvið- skiptum í Asíu væri 63 milljarðar dollara (um 4.160 milljarðar króna) á ári. Burma væri langstærsti he- róínútflytjandinn á svæðinu og það- an kæmi um helmingur af heróíni í heiminum. Heróínið streymir frá Burma og fíkniefnaféð streymir til baka inn í landið. „Allt eðlilegt efnahagslíf, ef nokkur hlutur getur kallast eðlileg- ur í Burma, er afleiðing peninga- þvættis fíkniefnagróða,“ sagði Francois Casanier, sem stundar rannsóknir á vegum Alþjóðaeitur- Iyfjaeftirlitsins í París. „Og það er engin leið að höndla með eiturlyf í Burma án herforingjastjórnarinn- ar.“ Bandaríska utanríkisráðuneytið gerði í mars skýrslu um Burma og eiturlyf. Þar er bent á að „vanþróað bankakerfi og skortur á aðgerðum gegn peningaþvætti hafa skapað viðskipta- og fjárfestingarumhverfi, sem ýtir undir að gróði tengdur eiturlyfjum verði notaður í löglegum viðskiptum". Samkvæmt tölum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins getur stjórn Burma ekki gert grein fýrir stórum hluta útgjalda. Sem dæmi má taka að þótt sjóðir Burma til utanríkisvið- skipta hafi aðeins verið um 300 milljónir dollara (um 19 milljarðar króna) á árunum 1991 til 1993 keypti herforingjastjórnin vopn að andvirði 1,2 milljarða dollara (um 80 milljarða króna) á sama tíma. í vitnaleiðslum utanríkismála- nefndar ástralska þingsins í fyrra kom fram að „æðstu valdamenn héldu verndarhendi yfir eiturlyfja- viðskiptunum“. Háttsettir ráða- menn hefðu persónuleg afskipti af eiturlyfjaviðskiptum til að skara eld að eigin köku, hefðu umsjón með ákveðnum flutningsleiðum og veittu vernd. Um leið væri það stefna herforingjastjórnarinnar að afla rík- inu fjár leynt og ljóst. Snar þáttur efnahagslífs í nýrri skýrslu frá bandaríska sendiráðinu í Rangoon er því lýst hvernig eiturlyfjapeningar eru orðnir snar þáttur í efnahagslífi Burma. Þar segir að helmingur hagkerfis Burma sé utan laga. Samkvæmt tölum herforingja- stjórnarinnar virðist útflutningur ópíumafurða jafnmikill og löglegur útflutningur og mörkin milli eitur- lyfjaviðskipta og löglegra viðskipta séu smátt og smátt að hverfa. Fjögurra ára rannsókn Casaniers og samstarfsmanna hans leiddi í ljós að Myanmar olíu- og gasfyrir- tækið væri „helsta leiðin til að stunda peningaþvætti á tekjum af heróíni, sem er framleitt og flutt út undir umsjón hers Burma“. í skýrslu hans sagði að um reikning fyrirtækisins í Singapore færu mörg hundruð milljónir dollara, þótt fyrirtækið eigi aðeins takmark- aðar eignir og fjárstreymi þess í viðskiptum við erlend fyrirtæki skipti aðeins tugum milljóna. Bankar falast eftir fíkniefnagróða Bankar í Burma falast beinlínis eftir eiturlyfjapeningum. Að sögn Bertils Lintners, sérfræðings í eit- urlyfjaviðskiptum í Burma, tekur seðlabankinn í Rangoon við illa fengnu fé eiturlyfjabarónanna og kemur í umferð gegn 40% hlut. Segir hann að bankastarfsemi sé ábatavænleg í Burma um þessar mundir. Khun Sa heitir einn atkvæða- mesti eiturlyfjasmyglari veraldar og vill fíkniefnalögregla í mörgum löndum hafa hendur í hári hans. Khun Sa „gafst upp“ fyrir yfirvöld- um nýverið, en hans beið ekki fangaklefi við komuna til Rangoon, heldur hátíðleg móttaka. Næstur Khun Sa kemur Lo Hsing Han, sem mjög hefur látið að sér kveða í eiturlyfjaviðskiptum. Tengsl hans hafa einnig verið rakin til háttsettra embættismanna. Þegar Steven Law, sonur Los Hsings Hans, gekk í það heilaga í vor var ekki hægt að þverfóta fyrir ráðherr- um og eiturlyfjabarónum, sem blönduðu geði með ánægju. í samvinnu við herforingjastjórn- ina veitist mönnum á borð við Khun Sa létt að stofna fyrirtæki, sem þjóna litlum öðrum tilgangi en að veita þeim skálkaskjól til að koma eiturlyfjagróðanum í umferð. Bandaríkjamenn ákærðu Khun Sa árið 1989 fyrir að smygla heró- íni að andvirði 350 milljóna dollara (23,1 milljarðs íslenskra króna) til Bandaríkjanna á árunum 1986 til 1989. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið herforingjastjórninni í Burma tvær milljónir dollara (rúmlega 130 milljónir króna) fyrir að framselja Khun Sa, en því hefur verið hafnað. Mútur og hótanir Til sveita er allt gert til þess að ýta undir aukna valmúarækt. í flestum þorpum er það fastur liður í tilverunni að herinn noti mútur og hafi í hótunum þegar eiturlyf eru annars vegar. Herstjórnin gerði vopnahléssamninga við fimmtán minnihlutahópa árið 1989 og hefur því alls staðar aðgang að landa- mærum landsins í fyrsta skipti. Bændur eru neyddir til að greiða yfirmönnum í hernum „skatt“ í peningum og neyðast því að rækta valmúa, sem þeir fá greitt fyrir, í stað plantna til lífsviðurværis. Greiði bændur ekki „skattinn" er kvikfénaður þeirra gerður upptæk- ur, fjölskyldumeðlimir teknir í gísl- ingu eða bændumir sjálfir numdir á brott og settir í þrælkunarvinnu. Oft eru ráðamenn í þorpum hand- teknir og pyntaðir. Heróín er alls staðar að finna til sveita. Sölumenn standa á vegum úti og selja eiturlyf eins og græn- meti. í borgunum Rangoon og Mandalay blasir við heróínfár. Eftir að herforingjastjórnin tók við 1988 er hægt að fá efnin til að vinna mjög hreint heróín á af- skekktustu stöðum í Burma. Heró- ínflutningar eru að miklu leyti í höndum hersins. „Heróín er geymt í stöðvum hersins í Burma og farar- tæki hersins fylgja flutningabifreið- um með heróín til þess að farmur- inn verði ekki skoðaður á leiðinni," að því er kom fram í vitnaleiðslum utanríkismálanefndar ástralska þingsins. Neyðarástand í Kachin-ríki í Kachin-ríki nyrst í Burma hefur ástandið versnað til muna. Þremur árum áður en leiðtogar Kachin- þjóðarbrotsins undirrituðu vopna- hléssamkomulag við herstjórnina höfðu þeir hafið herferð gegn valmúarækt og orðið mikið ágengt. Eftir að samkomulagið var gert færðist valmúarækt í aukana á ný á svæðum þar sem hún hafði dreg- ist saman um 90%, samkvæmt skýrslu Sjálfstæðishreyfingar Kachin. Eiturlyf hafa að sögn mannrétt- indasamtaka haft hrikaleg áhrif í Kachin. Þar er að finna jaðinámur og þeir, sem vinna í námunum, mega velja um það hvort þeir fá borgað í eiturlyíjum frekar en pen- ingum. Á valdi eitursins Allt að því 200 þúsund manns vinna í námu. Eiturlyfjadyngjur eru við námurnar og þar sprauta mörg hundruð manns sig með sömu nál- inni. Benjamin Min, fyrrverandi starfsmaður námaráðuneytis her- stjórnarinnar, sagði að 2A 100 þús- und námamanna í Hpakant-jaði- námunni, sem eru alfarið í eigu herstjórnarinnar, hefðu tekið þann kostinn að fá greitt fyrir vinnu sína í eiturlyfjum. Rúmlega 90% eitur- lyfjafíkla í Kachin eru smituð al- næmisveirunni og Sameinuðu þjóð- irnar telja að 60% til 70% af öllum eiturlyfjasjúklingum, sem nota sprautur, séu smituð. Leiðtogar Kachina og óháðir sér- fræðingar eru þeirrar hyggju að herinn noti eiturlyf til þess að halda íbúum Kachin-ríkis í skefjum, til að hafa stjórn á þeim. Útbreiðsla alnæmis líkust sprengingu Utbreiðsla alnæmis í Burma hef- ur verið svo hröð undanfarið að líkja má við sprengingu. Hana má rekja til þess að margir heróínfíklar eru um sömu nálina, vændi hefur færst í aukana, almenningsfræðsla er nánast engin og læknisþjónusta af skornum skammti. Herstjórnin viðurkennir meira að segja að rúmlega 400 þúsund manns séu smituð alnæmi í Burma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin heldur að sú tala sé nær hálfri milljón, eða 1% þjóðarinnar. Aðrir sérfræðingar segja raunsærra að ætla að hlutfall- ið sé 2-4%. Milljónir manna streyma frá Burma til nágrannalandanna Thai- lands, Kína og Indlands og flytja sjúkdóminn með sér. Greint hefur verið frá því að mikil fýlgni sé milli smyglleiða á heróíni frá Burma og aukinnar útbreiðslu alnæmis í grannríkjunum. Hlutfall manna, sem hafa smitast af alnæmisveir- unni í Indlandi og Kína, er hæst við landamærin að Burma. Heróín flæðir til Bandaríkjanna Því hefur einnig verið haldið fram að beint samhengi sé milli aukinnar heróínframleiðslu í Burma og aukn- ingar á heróínneyslu í Bandaríkjun- um á undanförnum fimm árum. Samkvæmt tölum Bandaríkja- stjórnar hefur magnið af heróíni, sem smyglað er inn í Bandaríkin, tvöfaldast frá því um miðjan síðasta áratug og sömu sögu er að segja um neysluna. í New York hefur sala á heróíni þrefaldast síðan 1989. Haft er eftir lögreglumanni í San Francisco að þar sé orðið jafnauð- velt að verða sér úti um heróín og að kaupa sígarettupakka. Sam- kvæmt skýrslu bandaríska utanrík- isráðuneytisins síðan í mars og við- tölum við bandaríska embættis- menn eru 60% þess heróíns, sem gert er upptækt í Bandaríkjunum, frá Burma. Byggt á The Boston Globe, The Christ- ian Science Monitor og The Nation.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.