Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 27 jRtrguiifrlafctfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR PÓSTUR og sími er fyrir- tæki með tvö andlit. Fyrir- tækið hefur á undanförnum árum verið framsækið í tækni- legum efnum og staðið sig af- burðavel í tæknilegri uppbygg- ingu í fjarskiptum, svo að við íslendingar stöndum þar a.m.k. jafnfætis nágranna- þjóðum okkar. í viðskiptaleg- um efnum er fyrirtækið hins vegar fornaldarfyrirbæri. Hið nýjasta í þessum efnum eru aldeilis ótrúlegar upplýsingar, sem fram koma í tilkynningu frá samkeppnisráði, þar sem segir, að þetta ríkisfyrirtæki hafi reynt að kúga lítið einka- fyrirtæki, sem hefur leyft sér að stunda póstdreifingu í sam- keppni við hinn ríkisrekna risa með því að neita að auglýsa í blöðum og tímaritum, sem þetta litla fyrirtæki hefur séð um dreifingu á!! í hvaða veröld lifa stjórn- endur ríkisfyrirtækis, sem leyfa sér svona vinnubrögð? í tilkynningu samkeppnisráðs segir orðrétt: „Loks er þeim fyrirmælum beint til Póst- og símamálastofnunar að stofn- unin gæti jafnræðis, þegar hún tekur ákvörðun um, að auglýsa í blöðum eða ritum, þannig að sú staðreynd að keppinautar stofnunarinnar sjái um dreif- ingu viðkomandi rits verði ekki ákvörðunarástæða fyrir við- skiptum með auglýsingar.“ Það er með slíkum ólíkind- um, að opinbert fyrirtæki skuli fá á sig slík fyrirmæli á síð- asta tug þessarar aldar, að við liggur, að lesandinn trúi ekki sínum eigin augum. Svona fár- ánlegar aðferðir notuðu menn á íslandi í pólitísku stríði fyrir og um miðbik þessarar aldar, en þær eru löngu liðin tíð þar til nú að þær skjóta upp kollin- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. um hjá þessu ríkisrekna risa- fyrirtæki. Það skal tekið fram, að Morgunblaðinu er kunnugt um fleiri dæmi um tilburði hjá Pósti og síma til þess að setja auglýsingamiðla á svartan lista, þótt um það verði ekki fjallað hér. Samkeppnisráð hefur með skírskotun til samkeppnislaga gefið Pósti og síma fyrirmæli um að aðskilja samkeppnis- og einkaréttarsvið stofnunarinn- ar og skal þeim fyrirmælum framfylgt fyrir 1. febrúar nk. Samkeppnisráð hefur líka gef- ið Pósti og síma fyrirmæli um að dreifa pósti fyrir hinn litla einkarekna samkeppnisaðila, Póstdreifingu ehf. á stöðum, sem falla innan dreifbýlispóst- númera og á stöðum, sem falla undir þéttbýlispóstnúmer, þar sem eru færri en 500 heimili. Það er heldur óskemmtilegt fyrir opinbert fyrirtæki, að samkeppnisaðili geti ekki náð rétti sínum gagnvart því nema fyrirmæli komi um það frá þar til bærum aðilum. Pósti og síma verður breytt í hlutafélag um áramót. Jafn- framt hefur sérstök stjórn ver- ið skipuð í hinu nýja hlutafé- lagi, sem er að vísu allt í ríkis- eigu. Hin nýja stjórn hefur mikið verk að vinna. Það er lágmarkskrafa að þetta ríkis- fyrirtæki aðlagi sig þegar í stað að almennum nútímaleg- um viðskiptaháttum en stundi ekki kúgunaraðferðir á borð við þær, sem þekktust hér á íslandi fyrr á öldinni. En jafnframt er tímabært að hefjast þegar handa um enn frekari breytingu á rekstri Pósts og síma. Þar kemur vel til greina að skipta fyrirtækinu upp og selja á almennum markaði. SAMSKIPT- IN VIÐ RÚSSLAND RÚSSNESKIR frystitogar- ar, sem stunda úthafs- karfaveiðar á Reykjanes- hrygg, mega ekki landa hér eftir að afli þeirra er kominn yfir ákveðið hámark, sem þeim er ætlað. í stað þess geta skip- in landað í Færeyjum, Noregi eða á Hjaltlandi og leitað þar eftir margvíslegri þjónustu. Löndunarbannið hér kemur því ekki í veg fyrir umframveiðar rússnesku skipanna. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, segir í samtali við Morg- unblaðið í gær, að það verði erfitt að knýja íslenzk skip til að fara að settum reglum á úthöfunum, ef við auðveldum skipum annarra þjóða að virða settar reglur að vettugi. Viðbrögð rússneskra stjórn- valda vegna þessa löndunar- banns eru mjög hörð. Rúss- neska sjávarútvegsráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til rússneskra sjávarútvegsfyrir- tækja að eiga ekki viðskipti við íslenzk fyrirtæki. Dæmi eru nú þegar um, að íslenzk fyrirtæki hafi orðið af viðskipt- um vegna þessa svo nemur mörg hundruð milljónum króna. Fulltrúar atvinnulífsins hér hafa að undanförnu átt fundi með sjávarútvegsráð- herra og utanríkisráðherra og bent á að gífurlegir viðskipta- hagsmunir séu í húfi. Sem dæmi megi nefna, að Rússar hætti að selja okkur fisk, sem hefur verið unninn hér. Þar tapist mikil verðmæti. Hætta sé á að Rússar kaupi ekki af okkur frysta og saltaða síld og frysta loðnu og við það tap- ist mikil verðmæti. Allt bendir til þess, að hér sé ekki um hræðsluáróður að ræða heldur kaldan veruleika. Rússar líta stórt á sig og taka því illa, að smáþjóð á borð við Islendinga setji á þá löndunar- bann. Auk þess telja þeir, að við höfum ekki úr háum söðli að detta, þegar til þess kemur að virða veiðireglur á úthafínu og benda m.a. á framferði okk- ar á Flæmska hattinum á þessu ári. Er nú ekki ástæða til að staldra hér við? Er nokkurt vit í þessari pólitík? FORNALDAR- FYRIRBÆRI HELGI spjall I vestri sígur dagur að dimmum ósi, dreyrroðin skíma fellur af sólarljósi líkt og hrynji á lífsins síðasta kveldi lýsandi sindur: minning hert í eldi. En svo rís aftur sól við nyrztu voga, af svefni vaknar morgunn, augun loga af nýjum degi er hrennur þér / blóði: hann ber þér kveðju guðs og sína í hljóði. Og þá mun ísland fagna framtíð sinni og fólkið geyma þetta ár í minni. Það var sem bjartur dagur kæmi og dveldi dálitla stund - og hnigi svo að kveldi. REYKJAVIKURBRÉF HRIF INNAN VERKA- lýðshreyfingarinnar gátu ráðið úrslitum um það, hverjir fóru með landsstjómina á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar. Þá geisaði kalda stríðið hvað harðast og þess vegna skipti enn meira máli en ella, hveijir sátu við stjóm- völinn. Þetta skýrir þau hörðu átök, sem fram fóru nánast árlega í helztu verka- lýðs- og launþegafélögum landsmanna á þessum áram. Stórpólitískar kosningar fóm fram um stjómir verkalýðsfélaga á borð við Iðju, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Dagsbrún og fleiri félög. Stjómmálaflokkarnir áttu allt að því beina aðild að þessum kosningum. í kjölfar þess- ara hörðu pólitísku átaka kom tímabil, sem var ekki síður mikilvægt, þegar ríkti óum- saminn friður en skilningur á milli forystu- manna Viðreisnarstjómarinnar og forystu- sveitar verkalýðshreyfíngarinnar. Þetta friðarskeið átti þátt í að tryggja langa líf- daga Viðreisnarinnar og auðveldaði erfiða vegferð hennar upp úr djúpum öldudal kreppu og atvinnuleysis á ámnum 1967- 1969. Pétur Sigurðsson, þáverandi alþingis- maður, sem jarðsettur verður á mánudag, átti lykilþátt í að tryggja Sjálfstæðis- flokknum alveg nýja stöðu innan verka- lýðshreyfíngarinnar á þessum árum. Meg- inástæðan var ein, fyrir utan almenna hæfni hans og baráttukraft og hún var þessi: alþýða manna treysti honum. Hinn almenni verkamaður og sjómaður vissi, að hann var einn af þeim. Þess vegna treystu þeir honum. Og þetta traust bar alþýða manna til Péturs Sigurðssonar allan þann tíma, sem hann hafði afskipti af opinberum málum, hvort sem var innan þings eða utan. Þeir sem fylgdust með málflutningi Péturs Sigurðssonar á þessum ámm innan Sjálfstæðisflokksins, bæði innan þing- flokksins og á öðram vettvangi, þar sem sjálfstæðismenn réðu ráðum sínum, vissu, að hann var þessa trausts verður. Hann var alltaf í einu og öllu málsvari lítilmagn- ans í þjóðfélaginu. Það var ekki alltaf auðvelt að vera talsmaður þeirra sjónar- miða innan Sjálfstæðisflokksins. Það auðveldaði Pétri sjómanni, eins og hann var jafnan kallaður, þetta hlutverk, að hann var einn í hópi nokkurra ungra manna, sem á þessum áram börðust hart fyrir því að efla áhrif Sjálfstæðisflokksins innan verkalýðshreyfingarinnar. Auk Pét- urs vora þetta Sverrir Hermannsson, nú bankastjóri Landsbankans, Guðmundur H. Garðarsson, fyrram alþingismaður, en þeir störfuðu báðir í félagssamtökum verzl- unarmanna, Guðjón Sigurðsson, bróðir Péturs, sem lengi var formaður Iðju, og fleiri, sem fylgdu í kjölfar þeirra. Þessir ungu menn börðust í raun á tveimur vígstöðvum. Innan verkalýðs- hreyfíngarinnar unnu þeir ötullega að því að efla áhrif Sjálfstæðismanna. Innan Sjálfstæðisflokksins gerðust þeir harðir talsmenn launþegasjónarmiða. Með þessu breikkuðu þeir ímynd Sjálfstæðisflokksins, eins og sagt mundi á nútímamáli. Það var ekki sízt fyrir þeirra tilverknað, að Sjálf- stæðisflokkurinn gat á þessum árum sagt með sanni, að hann væri flokkur allra stétta. Mikilvægi þessa á dimmum dögum kalda stríðsins, þegar baráttan stóð sem hæst um sálir fólks um allan heim, verður aldrei ofmetið. Á engan er hallað þótt sagt sé, að Pét- ur Sigurðsson hafí verið forystumaður þessa hóps. Þótt þeir ættu allir rætur meðal almúgafólks kom Pétur beint af sjónum inn á þing. Og sá ferskleiki fylgdi honum alla tíð, hvað sem á gekk. Auk þessara þýðingarmiklu starfa á vettvangi verkalýðshreyfíngar og Alþingis var Pétur Sigurðsson í forystusveit þeirra, sem byggðu upp Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði og beitti óspart til þess pólitískum áhrifum sínum, ef á þurfti að halda. Sennilega hefur Pétri sjómanni þótt vænzt um þann starfsvettvang. Á milli Morgunblaðsins og Péturs Sig- urðssonar var mikið og náið samband ára- tugum saman, enda fóra sjónarmið saman í veigamestu málum. Ritstjórar Morgun- blaðsins leituðu mikið til Péturs, þegar baráttan var hörðust innan verkalýðs- hreyfíngarinnar fyrr á árum. Þau tengsl héldust alla tíð. Pétur Sigurðsson var eftirminnilegur verkalýðsforingi og stjórnmálamaður, sem missti aldrei tengslin við uppruna sinn. Hið nýja lýð- ræði Laugardagur 28. desember í JÓLAHEFTI brezka tímaritsins The Economist birtist stórmerk umfjöllun um hið nýja lýðræði, sem tímaritið spáir að muni einkenna 21. öldina. í upphafí þessarar umfangsmiklu úttektar á stöðu lýðræðis í heiminum færir blaðið rök fyrir því, að næsta stóra breytingin í lífi fólks verði hvorki á sviði efnahagsmála, tölvutækni né vísinda, heldur í heimi stjórnmálanna. Á nýrri öld muni lýðræðið loks ná fullum blóma. Hið lýðræðislega stjómskipulag, sem hafí náð að festa rætur að ráði á 19. öldinni og staðið af sér atlögu bæði fas- isma og kommúnisma á 20. öldinni, muni á 21. öldinni þroskast að fullu, eftir að þróun þess hafí stöðvast um skeið af skilj- anlegum ástæðum. Economist bendir á, að með örfáum undantekningum búi lýðræðisþjóðfélög við það sem kallað sé fulltrúalýðræði og nú sé meir en tímabært að breyting verði á því. Grundvallarhugmyndin að baki nútíma lýðræði sé sú, að sérhver þjóðfélagsþegn skuli hafa jafnan rétt til áhrifa á þau málefni, sem varði almannahag. Það sé því sérkennilegt, að rödd þessa þjóðfélags- þegns heyrist í flestum lýðræðisþjóðfélög- um ekki nema á nokkurra ára fresti, þeg- ar kosið er til þings, forsetaembættis, eða sveitarstjóma. Þess á milli sé það fámenn- ur hópur manna, sem taki allar ákvarðan- ir en meirihluti fólks standi til hliðar, ýmist ánægður eða óánægður. Þetta sé ekki lýðræði nema að hluta til. Blaðið bendir á, að margt hafí breytzt frá þeim tíma í árdaga lýðræðislegra stjómarhátta, þegar færa hafi mátt rök fyrir því að bezt væri að óskir kjósenda væra endurspeglaðar af tiltölulega fá- mennum hópi. En þær þjóðfélagsbreyting- ar, sem síðan hafí orðið, hafí þurrkað þær röksemdir út. Þær hafí líka auðveldað hin- um almenna borgara að átta sig á, að fulltrúar hans væra ekki færari en hann sjálfur um að taka nauðsynlegar ákvarðan- ir. _ Á örfáum stöðum í heiminum hafí til- raunir verið gerðar með milliliðalaust lýð- ræði. Þær hafí farið fram í einstökum ríkj- um Bandaríkjanna og Ástralir hafí haldið einar 50 þjóðaratkvæðagreiðslur. Blaðið bendir á, að þjóðaratkvæði hafí átt mestan þátt í að fella og þurrka út hið spillta valdakerfi gömlu pólitísku flokkanna á Ítalíu. Þessi aðferð hafí við og við verið reynd á Nýja-Sjálandi, á írlandi og í Dan- mörku en í Sviss sé að fínna merkilegustu tilraunina til þess að fullkomna hið lýðræð- islega stjómkerfí með beinni þátttöku fólks í almennum ákvörðunum. Economist fjallar síðan ítarlega um þjóð- félagskerfið í Sviss, rekur hvemig þjóðar- atkvæði er beitt þar í stóram málum og smáum, bæði á landsvísu og í einstökum kantónum og jafnvel í minni einingum. Blaðið rekur kosti hins svissneska kerfis en einnig þá galla, sem fram hafí komið, m.a. minnkandi áhuga fólks á að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum eða borgara- fundum, þar sem lykilákvarðanir era tekn- ar. Þá fjallar blaðið um helztu röksemdir gegn því að gera þjóðaratkvæðagreiðslur um meginmál að föstum þætti í lýðræðis- legum stjórnarháttum og nemur fyrst og fremst staðar við tvennt. I fyrsta lagi nefn- ir Economist áhrif fjármagns á niðurstöður FRÁ KRÝSUVÍK atkvæðagreiðslu og bendir á, að þeir sem eigi hagsmuna að gæta verði tilbúnir til að veija miklum fjármunum til þess að hafa áhrif á niðurstöður. Rannsóknir bæði í Sviss og Bandaríkjunum bendi til þess, að það séu oft bein tengsl á milli þess fjár- magns, sem varið sé í áróður og niður- stöðu almennrar atkvæðagreiðslu. Þó sé það ekki einhlítt. Þannig hafí Svisslending- ar t.d. tekið ákvörðun um afstöðu sína til Evrópuþróunar, þótt gífurlegum fjármun- um hafí verið varið til þess að sannfæra þá um, að þeir ættu að komast að ann- arri niðurstöðu. í einstökum fylkjum Bandaríkjanna hafi hinn almenni borgari í almennri atkvæðagreiðslu greitt atkvæði með því að banna byssueign þrátt fyrir gífurlegan áróður samtaka byssueigenda. Og ítalir hafí lagt sitt gamla pólitíska kerfí í rúst, þrátt fyrir harða andstöðu gömlu flokkanna. Engu að síður sé ástæða til þess að hafa af þessu áhyggjur. Þær eigi hins vegar ekki að verða til þess að draga úr þeirri þróun að hverfa frá fulltrúalýðræði til beins lýðræðis. í fyrsta lagi geti kjósend- ur ákveðið í almennri atkvæðagreiðslu að setja þak á þá fjármuni, sem megi veija í þessu skyni. í öðru lagi sé ljóst, að fjár- magn hafí áhrif á núverandi kerfi og óhætt sé að fullyrða, að þau áhrif séu meiri en þau mundu verða á hið nýja kerfí. Hin meginröksemdin gegn þjóðarat- kvæðagreiðslu sem föstum þætti í lýðræð- islegri stjómskipan, sem Economist fjallar um, er sú hvort niðurstaðan yrði, að meiri- hluti fólks mundi leggjast gegn aðstoð til þeirra, sem minna mega sín í samfélag- inu. Blaðið bendir á, að Svisslendingar hafi yfirleitt látið þing sitt um að afgreiða félagsleg málefni af þessu tagi en telur, að almenn beiting þjóðaratkvæðis mundi kalla fram kröfu um að félagsleg aðstoð yrði einnig lögð undir almenna atkvæða- greiðslu. Þá vakni sú spuming hvert svar fólks verði, þegar spurt sé hvort það sé reiðubúið til að borga hærri skatta til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Economist kemst að þeirri niðurstöðu, að ein rökin fyrir beinu lýðræði séu þau að gera fólk ábyrgt fyrir ákvörðunum sam- félagsins og það verði líka að læra að axla þá ábyrgð sem sé samfara því að hjálpa meðbræðrum sínum. Þess vegna muni svar hins almenna borgara að lokum verða jákvætt, þegar hann standi frammi fyrir spumingum sem þessum. Economist segir, að auðvitað sé hér rætt um byltingu í lýðræðislegum stjómar- háttum en bætir því við, að sú bylting hefði hafizt fyrr, ef ekki hefði komið til kalda stríðsins. Nú þegar það sé að baki sé hinum almenna borgara ljóst, að hann hafí jafnmikla hæfíleika og þekkingu til þess að taka ákvarðanir um málefni Iands og þjóðar og fulltrúar hans á þjóðþingum eða í sveitarstjómum. Hann hafí jafnmikla menntun, jafngóðan aðgang að upplýsing- um og það skipti hann jafnmiklu máli að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Staða stjórnmálaflokkanna sé að breyt- ast, skilin á milli þeirra að þurrkast út en kjami málsins sé sá, að fólk þurfí ekki lengur á sérstökum hópi manna að halda til þess að túlka óskir sínar. Economist segir að lokum, að trúi menn á lýðræðið yfírleitt sé erfítt að skilja nú orðið hvers vegna þegnar lýðræðisþjóðfé- lags eigi að skiptast í tvo hópa, annars vegar fámennan hóp manna, sem taki all- ar ákvarðanir, hins vegar fjölmennið, sem komi hvergi við sögu nema á nokkurra ára fresti. A 21. öldinni muni lýðræðisþjóð- ir ekki sætta sig lengur við slíkt kerfi. HÉR HEFUR Mikið um- aðeins verið drepið , á nokkra þætti í nugsunar- röksemdafærslu efni hins merka brezka tímarits fyrir því að fullkomna þróun lýðræðisþjóðfélagsins á þann veg, að hinir almennu borgarar taki mun ríkari þátt í ákvörðunum um megin- mál en nú tíðkast í flestum löndum. En óneitanlega era þessar röksemdir mjög sterkar og mikið umhugsunarefni. Menntun er almenn og mikil. Aðgangur að upplýsingum er almennur. Umræður um þjóðfélagsmál era almennar og mikl- ar. Fólk er margfalt betur upplýst um allt, sem máli skiptir, en t.d. fyrir hálfri öld eða jafnvel fyrir þremur áratugum, svo að einhver viðmiðun sé nefnd. Þá er líka hægt að velta því fyrir sér, hvort flokkakerfið, sem er lykilþáttur í fulltrúalýðræðinu, sé komið í öngstræti af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi fara þjóðfélagsumræður nú fram utan flokk- anna en ekki á vettvangi þeirra. Að sumu leyti má segja að þeir skipti minna og minna máli, sem umræðuvettvangur, sem er gífurleg breyting frá því, sem var fyrir aðeins þijátíu áram. í öðra lagi hefur það gerzt hér á íslandi eins og annars staðar, sem Economist bendir á, að mörkin á milli flokkanna era ekki jafnskýr og áður. Þau málefni, sem era t.d. á döfínni í okkar þjóðfélagi eru orðin þverpólitísk, hvert á fætur öðra. í þriðja lagi hafa flokkarnir sjálfír tekið ákvarðanir, sem valda því, að þeir hafa misst tengslin við flokksmenn sína í mjög ríkum mæli. Hvers vegna þurfa íslenzku stjómmálaflokkarnir ekki lengur að leita til fylgismanná sinna um fjárfram- lög, eins og reglulega var gert með happ- drættum og öðram aðferðum? Hafa menn tekið eftir því, hversu lítið er um það? Ástæðan er sú, að flokkamir era búnir að koma því svo fyrir, að þessir peningar koma úr ríkissjóði skv. ákvörðunum Al- þingis. En um leið og þeir þurfa ekki á þessum stuðningi að halda missa þeir tengslin við fjöldamarga flokksmenn, sem áður vora reiðubúnir að leggja þeim lið, hver um sig með litlum framlögum. Við íslendingar höfum að mörgu leyti einstaka stöðu til þess að þróa lýðræðis- lega stjórnarhætti okkar í þessa átt, ekki bara á landsvísu heldur líka í sveitarstjóm- um. Hvað mælir á móti því, að íbúar sveit- arfélags taki ákvörðun um staðsetningu opinberra bygginga, grandvallarþætti skipulags, hvort fjármunum skuli varið í barnaheimili eða aðrar framkvæmdir, svo að dæmi séu nefnd, í almennri atkvæða- greiðslu. Er nokkuð, sem mælir á móti því? Hvað mælir á móti því, að landsmenn taki ákvörðun um meginstefnu í grandvall- armálum í þjóðaratkvæðagreiðslu? Stjóm- málaflokkamir hafa sennilega allir lýst því yfír, að hugsanlega aðild að Evrópusam- bandinu ætti að leggja undir þjóðarat- kvæði. Er ekki að verða augljóst, að stjóm- málaflokkarnir hafa ekki burði til að taka á þeim deilumálum, sem era uppi varðandi fískveiðistjórnun? Hvað mælir á móti því að leggja það mál undir þjóðaratkvæði? Það sýnist full ástæða til, að þessar hugmyndir komi til alvarlegrar umræðu hér eins og annars staðar. Kannski stönd- um við á meiri krossgötum við lok þessar- ar aldar en við höfum sjálf gert okkur grein fyrir. Morgunblaðið/Snorri Snorraason „í upphafi þessar- ar umfangsmiklu úttektar á stöðu lýðræðis í heimin- um færir blaðið rök fyrir því, að næsta stóra breyt- ingin í lífi fólks verði hvorki á sviði efnahags- mála, tölvutækni né vísinda, heldur í heimi stjórnmál- anna. A nýrri öld muni lýðræðið loks ná fullum blóma. Hið lýð- ræðislega stjórn- skipulag, sem hafi náð að festa ræt- ur að ráði á 19. öldinni og staðið af sér atlögu bæði fasisma og komm- únisma á 20. öld- inni, muni á 21. öldinni þroskast að fullu, eftir að þróun þess hafi stöðvast um skeið af skiljanlegum ástæðum.“ < j M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.