Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR SIGURÐSSON + Pétur Sigurðs- son, fyrrver- andi alþingismað- ur, sjómaður og forstöðumaður Hrafnistu í Hafnar- firði, fæddist í Keflavík 1. júlí 1928. Hann andað- ist 15. desember síðastliðinn, 68 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Pétursson skipstjóri og út- gerðarmaður í Keflavík og síðar í Reykjavík og Birna Ingibjörg Hafliðadóttir húsmóðir. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykja- vík árið 1944, fiskimannaprófi hinu meira í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1949 og far- mannaprófí 1951. Árið 1961 stundaði hann nám í hagræðing- artækni og sljómunarstörfum hjá Iðnaðarmálastofnun íslands. Pétur Sigurðsson var sjó- maður á árunum 1943-1963. *_> Hann var fyrst háseti, síðar bátsmaður og stýrimaður á vél- bátum, togurum og farskipum, frá 1952 vann hann á skipum Eimskipafélags íslands. Við alþingiskosn- ingar haustið 1959 var hann í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn i Reykjavík og hlaut kosningu. Hann var þingmaður Reykvík- inga 1959-1978 og 1983-1987 og lands- kjörinn þingmaður 1979-1983, sat á 28 þingum alls. Hann var fyrri varaforseti sameinaðs þings árið 1980, kosinn í febr- úar. Erindreki Sjálf- stæðisflokksins var hann milli þinga 1963. Frá 1977 til 1992 var hann forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði. Pétur Sigurðsson var kjörinn til trúnaðarstarfa í samtökum sjó- manna. Hann var í stjóm Sjó- mannafélags Reykjavíkur 1962- 1994 og í miðstjóm Alþýðusam- bands Islands 1972-1976. For- maður sjómannadagsráðs var hann 1962-1994 og jafnframt stjórnarformaður Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, Happdrættis DAS, Laugarásbíós, Bæjarbíós í Hafn- arfirði og barnaheimilisins Kær vinur, samstarfsmaður og félagi er fallinn frá. Pétur Sigurðsson var reyndar mikið meira en þessi upphafsorð segja. Kynni okkar Péturs má rekja til útskriftardags Péturs úr Stýri- mannaskólanum 1951. Það vildi þannig til að þeir skólafélagar þurftu á bílstjóra að halda þann dag og var ég fenginn til starfans. Voru þeir félagar búnir að undirbúa fagn- að á heimili Péturs í Skeijafirðinum. Það er gaman til þess að hugsa að þessir myndarlegu ungu menn sem útskrifuðust með Pétri þetta ár urðu síðar meir góðir vinir mínir og nokkrir þeirra skipsfélagar. Samstarf okkar Péturs hófst á Gullfossi rétt áður en hann var val- inn til þess að fara í framboð til Alþingis. Á sama tíma hófust mín afskipti af stjórnmálum en ekki þó í þá veru að fara í framboð heldur til þess að gæta þess að sjómenn ^nýttu atkvæðisrétt sinn, öðru nafni smalamennska á atkvæðum. Var einstaklega gaman og fróðlegt að vinna með Pétri að þessum hliðum stjórnmálastarfsins. Síðan komu öll prófkjörin og þá var minn maður í essinu sínu þegar þurfti að virkja heilu fjölskyldurnar til þátttöku. Fjölskylda mín og fjölskylda Pét- urs áttu heima í nábýli á Tómasar- haganum í nokkur ár. Þau ár eru afskaplega minnistæð. Þar kynntust konur okkar og börn mjög náið og þar var stofnað til ævilangrar vin- áttu á meðal bama sem fullorðinna. Við Laulau áttum afskaplega margar góðar minningar frá ferðalögum með Pétri og hans elskulegu konu Siggu j^ Sveins. Það voru ferðir um óbyggð- ir, veiðiferðir og utanlandsferðir. Samstarf okkar Péturs á landi hófst 1975 þegar ég tók að mér hlutastarf við Bæjarbíó í Hafnar- firði. Sem síðar varð að forstjóra- starfi fyrir Laugarásbíó. Samstarf okkar var ekki ein- göngu við bíóin heldur líka í Sjó- mannadagsráði þar sem ég var full- trúi Stýrimannafélags íslands til margra ára. Pétur var ákaflega stórhuga þeg- ar kom að málefnum aldraðra. Eins og verkin sýna, Hrafnista í Reykja- "* 'vík að mestu leyti endurbyggð. Hrafnista í Hafnarfírði, smáhúsa- hverfi við báðar Hrafnisturnar, Öldrunarheimilið Skjól sem byggt er á lóð Hrafnistu o.fl. o.fl. En það verða sjálfsagt aðrir til að telja upp þessi jákvæðu verk þessa stórhuga manns. Við Olla sendum Siggu, börnum, bamabörnum og eftirlifandi eigin- konu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Okkur þykir leitt að geta ekki fylgt þessum góða vini okkar til hinstu hvflu. í guðs friði. Grétar Hjartarson. Kveðja frá Stýrimannafélagi Islands Lærði að þekkja bakka, brok, bólstra, mekki, þoku, fok, brælu, strekking, rumbu, rok, reynslu fékk um tregðu og mok. (Om Amarson) Stórbrotinn maður er fallinn frá. Meðan Pétur Sigurðsson starfaði sem stýrimaður á kaupskipunum var hann að sjálfsögðu félagsmaður í Stýrimannafélagi Islands. Eins og vænta mátti gerði hann sig þar gild- andi. Þegar félagið réðst í það stór- verkefni að byggja orlofsheimili fyr- ir félaga sína var Pétur kosinn í nefnd sem sá um þær framkvæmdir og var hann formaður fjáröflun- arnefndar en í því verkefni lá að sjálfsögðu grundvöllurinn að því að verkefnið tækist, og það tókst. í bókinni Siglingasaga Sjómanna- dagsráðs í 50 ár líkir Asgeir Jakobs- son Sjómannadagsráði við skip og segir: „Ef þeim (áhöfninni) sýndist skip- inu slá af settri stefnu komu þeir hlaupandi uppí brú, að ræða málið við skipstjórann. Þeir höfðu sett stefnuna á loftsýn, en hún eyddist ekki fyrir þeim, svo sem náttúra er slíkra sýna. Þeir trúðu svo sterkt á þessa loftsýn, að hún varð jarðlægur veruleiki: hús yfir mörg hundruð gamalmenni.“ í þessum tilvitnuðu orðum er öllu til skila haldið um þann hugsjónar- eld og baráttu, sem bjó að baki starfsins á fyrstu árum Sjómanna- dagsráðs. Þessu skipi stýrði Pétur Sigurðsson í 31 ár og hélt uppi merki frumherjanna, og vel það, enda var hann, pokamaðurinn á tog- aranum Þórólfi, alla tíð meðvitaður um uppruna sinn og það mikilvæga hlutverk sem honum var trúað fyrir í þessum samtökum. Hann lét reyndar ekki þar við sitja og beitti sér, jafnt á Alþingi sem utan þess, að öllum þáttum í hagsmunamálum sjómanna, svo sem bættum aðbún- aði, öryggismálum, menntamálum, bættum vinnuskilyrðum og orlofs- málum. Hiklaust má skipa Pétri í hóp þeirra manna, sem mest og best hafa unnið íslenskri sjómanna- stétt. Þó Pétur þætti oft hijúfur á yfirborðinu var hann í raun afskap- lega góðviljaður og hlýr maður og Hraunáss í Grímsnesi til 1992. Hann var í stjóra Fiskimálasjóðs 1983-1987 og formaður örygg- ismálanefndar sjómanna 1984- 1986. Hann var kosinn í vinnu- tímanefnd 1961 og var formað- ur hennar og hann átti sæti í stjóm Atvinnuleysistrygginga- sjóðs 1963-1987, formaður frá 1983. Yfirskoðunarmaður ríkis- reikninga var hann 1968-1975. Hann var fulltrúi á þingi Evróp- uráðsins 1967-1972 og 1975- 1984, átti sæti á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna 1972 og 1975, í Norðurlandaráði 1983- 1987 og í Vestnorræna þing- mannaráðinu 1986. Fonnaður bankaráðs Landsbanka Islands var hann 1985-1989. Kona 1. (11. sept. 1952) Sig- ríður Sveinsdóttir, f. 1. júlí 1931, húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar Sveinn Ingvarsson, sonur Ingvars Pálmasonar alþm. og k.h. Ásta Fjeldsted. K. 2. Ásthildur Jóhannesdóttir (f. 16. febr. 1942) ræstitæknir. For.; Jóhannes Eiðsson og k.h. Guðbjörg Lilja Einarsdóttir. Börn Péturs og Sigriðar: Sig- urður (1955), Ásta (1956), Skúli (1961), Margrét (1964). Sonur Péturs og Auðar Gísladóttur: Pétur Rafn (1958). Synir Péturs og Láru Þorsteinsdóttur: Þor- steinn (1961), Hjálmar (1968). Útför Péturs fer fram frá Víðistaðakirkju á morgun, mánudaginn 30. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. vildi leysa hvers manns vanda. Til hans var gott að leita. Pétur Sigurðsson var maður þeirrar gerðar að láta verkin tala. Á formannstíma Péturs í Sjómanna- dagsráði hafa samtökin lyft grettis- taki í málefnum sem þau láta sig einkum varða og eru málefni gam- als fólks. Hrafnistu í Hafnarfirði, sem stundum hefir verið nefnd „kraftaverkið hans Péturs," einhver metnaðarfyllsta framkvæmd á sínu sviði, sem um getur, ber þar náttúr- Iega hæst. Kappið og dugnaðurinn var engu líkt og gekk hann þó ekki heill til skógar í áratugi. Að leiðarlokum þakkar Stýri- mannafélag íslands Pétri Sigurðs- syni, fyrir sitt leyti, störfm í þágu íslenskrar sjómannastéttar. Blessuð sé minning Péturs Sig- urðssonar. Guðlaugur Gíslason. Það var á fyrstu dögum sumars 1960. Ms. Gullfoss leið út úr hafnar- mynni Reykjavíkurhafnar, hafn- sögumaðurinn yfirgaf skipið og var þá ferðinni heitið til reglubundinna viðkomustaða Gullfoss, Leith og Kaupmannahafnar. Hann var kom- inn um borð 12. þingmaður Reyk- víkinga, Pétur Sigurðsson sem 3. stýrimaður, en hann hafði verið stýrimaður á Gullfossi áður en hann settist á Alþingi í fyrsta sinn. Strákar, komið þið með mér fram á þilfar, við skulum klára að sjóbúa þar, það er leiðindasjólag hér fyrir utan. Ég hafði ekki verið á mörgum kaupskipum, en nokkuð var það mismunandi hvernig stýrimenn stjórnuðu vinnu, hvað þá heldur með þátttöku, en Pétur var ekki síðri þeim sem fyrir voru um borð. Við vorum 14 um borð í Gullfossi sem töldumst til háseta. Ég hafði byijað um áramótin 1959-60 og eins og nærri má geta voru umræðurnar i messanum fjörugar og kjamyrtar, fékk þar hver sitt sem hann átti, tæpitungulaust. Þeir höfðu oft nefnt það í messanum að drengur góður kæmi sem 3. stýrimaður þá Alþingi lyki störfum. Ég þurfti ekki langan tíma til að sannfærast. 1960 var Pétur kjörinn ritari Sjómannafélags Reykjavíkur og 1962 var hann kjör- inn formaður sjómannadagsráðs og nú fóru verkefnin að hlaðast á hann, enda ekki mörg sumrin eða til 1963 sem tími gafst til farmennskunnar. Pétur var afkastamikill formaður sjómannasamtakanna hvar stjórn- armenn studdu heilshugar við bakið á honum á tímum mikillar uppbygg- ingar DAS og að öðrum með- stjórnarmönnum Péturs ólöstuðum var Guðmundur heitinn Oddsson hinn sterki bakhjarl sem sá um fjár- mál samtakanna. Sumarið 1969 mættu nokkrir fé- lagar frá stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði austur í Hraunkot í Grímsnesi þar sem sjó- mannasamtökin höfðu keypt 740 ha jörð. Tvo íbúðaskála sænsku verktakanna sem byggðu Sunda- höfn kéyptu samtökin og fluttu austur, en fyrirhugað var að starf- rækja sumardvaiarheimili fyrir börn sjómanna. Allt sumarið var um hveija helgi ijölmenni sjálfboðaliða og voru allir tilbúnir að vinna með Pétri að lagfæringu húsanna. Að ári var barnaheimilið opnað og naut mikilla vinsælda. Pétur var ritari Sjómannafélags Reykjavíkur þegar ég var kjörinn í stjórn félagsins sem gjaldkeri og gerðist starfsmaður félagsins 1972. Á ýmsu hafði geng- ið í verkalýðspólitíkinni á undan og eftir að Pétur tók sæti í stjórn Sjó- mannafélagsins en kratar höfðu ráðið þar ríkjum um áratugaskeið. Samstarf innan stjórnar Sjómanna- félagsins var sérstakt. Pétur naut þar mikils trausts, enda ávallt heill í samstarfi, úrræðagóður og tók fullt tillit til skoðana annarra. Pétur var í stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur frá 1960 til 1994, lengst af sem ritari. Pétur sat fjölda þinga Alþýðusambandsins og Sjómanna- sambandsins sem fulltrúi Sjómanna- félagsins. Oft voru hörkuátök um menn og málefni á þessum þingum hvar Pétur var þá í eldlínunni. Ég minnist orða Péturs þegar við sem oftar ræddum um málefni aldraðra hvar hann gat þess þá hann tók við formennsku í sjómannadagsráði 1960 hafði hugur hans hvergi hvarflað að þessum málafiokki. Þeg- ar blöstu vandamálin við og menn áttuðu sig betur á þeirri ferð braut- ryðjenda sjómannadagssamtakanna sem hafín var til að hlúa að öldruð- um sjómönnum sem voru komnir í land „langt um aldur fram vegna erfiðis og vosbúðar í sjómannsstarf- inu,“ eins og segir í samþykkt á fundi sjómannadagsráðs þá ákveðið var að byggja Hrafnistu. Og nú lögðust menn á eitt undir forystu Péturs, byggðar þijár vist- og hjúkr- unarálmur við Hrafnistu í Reykja- vík, orlofshús sjómanna í Hraun- koti, þá félagsheimili og sundlaug og hjónaíbúðir við Jökulgrunn. Öll- um sem til þekkja ber saman um einstakan dugnað Péturs við upp- byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði, en fyrsta skóflustungan að þeirri byggingu var tekin 1974 og á þeim tíma mörkuð ný framfarasinnuð stefna í málefnum aldraðra á ís- landi. Þar sem væri fyrir aldraða: vistheimili, hjúkrunarheimili, þjón- ustumiðstöð með vinnu- og tóm- stundaaðstöðu, bókasafn og kennsla, dagvistun, skammtíma- dvöl, göngudeild með endurhæf- ingu, fæðissendingar heim til aldr- aðra, rannsóknaraðstaða á öldrun- arsjúkdómum og félagslegra vanda- mála aldraðra, aðstoð við heimadvöl í sérhönnuðum íbúðum fyrir aldraða og öryrkja á lóð Hrafnistu. Háleit voru markmiðin en flest náðu þau fram að ganga. Nýbygging Hrafnistu í Hafnar- fírði var vígð á sjómannadaginn 1977 og hjúkrunarálma tekin í notk- un 1982, þá verndaðar þjónustu- íbúðir fyrir aldraða byggðar við Hrafnistu i Hafnarfirði, við Boða- hlein og Naustahlein og síðar við Jökulgrunn, Hrafnistu í Reykjavík. Fjölmörg mál flutti Pétur á Alþingi meðal annars um öryggismál sjó- manna. Ber hæst framgöngu hans í lagasetningu frá 1977 um tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa. Of langt mál yrði hér upp tekið ef allt það sem gert var væri tínt til við leiðarlok góðs vinar og fé- laga. í miklum sviptingum hraða og framfara á yfir þriggja áratuga formannsferli Péturs hefur margt áunnist sem skráð verður á spjöld sögu Sjómannasamtakanna. En oft vill það verða svo að miklum tíma hefur þá verið fórnað sem hvað mest bitnar á fjölskyldunni og þess þá sjaldnast getið. Ég hitti Pétur nokkru fyrir andlátið. Hann var þá orðinn vistmaður á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði, hvar hugur hans var nokkuð á reiki, en samt miklar bollaleggingar um í hvaða sjávarplássi við ættum að byggja næstu Hrafnistu. Slagorð bygg- ingarátaksins var klárt: „Lát engan líta smáum augum á elli þína.“ Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfírði þakka Pétri Sigurðssyni fyrir góða samfylgd í liðugum byr samstarfsins og votta ástvinum hans samúð. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður, formaður sjó- mannadagsráðs. Pétur Sigurðsson var stórbrotinn maður. Á þessari stundu er mér efst í huga hin mannlega hlið Pét- urs, umburðarlyndi og æðruleysi hans. Mesta gæfa hvers manns eru góðir vinir, um það vorum við sam- mála. Hann hafði yfírgripsmikla og raunsæja yfirsýn um hag og þarfír eldri borgara og sjómanna. Við ákvarðanatöku var slík festa, að eftir var tekið og þá var hvergi hvikað frá þeim málstað er hann taldi réttan. Saga Hrafnistu-heimil- anna mun varðveita nafn þessa merka manns og mun margt skráð gullnu letri. Af djúpri virðingu, ein- lægri vináttu og af hjartans þakk- læti kveð ég vin minn. Fjölskyldu hans færi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð veri með honum. Jón Bjarni Þorsteinsson. Þann 30. desember kveðjum við félaga okkar Pétur Sigurðsson. Pét- ur fór ungur til sjós eins og oft tíðk- aðist. Hann hafði verið á sjó um tveggja ára skeið þegar hann gekk í Sjómannafélag Reykjavíkur árið 1945. Strax sýndi hann mikinn áhuga félagsmálum sjómanna. Pétur gekk í stjóm Sjómannafé- lags Reykjavíkur 1962 og var í stjóm félagsins óslitið til 1994. Frá þeim tíma hefur Pétur setið í trúnaðar- mannaráði félagsins, til dauðadags. Af eldmóði gegndi Pétur fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið sitt, Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Hann sat m.a. mörg þing ÁSÍ og SSÍ. Pétur sat á Alþingi 1959 til ársins 1983. Var hann þar eins og annars staðar traustur fulltrúi sjómanna. Pétur var fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur í Sjómannadagsráði og formaður þess um árabil. Þar gerði hann kraftaverk í uppbyggingu Hrafnistuheimilinna, sérstakiega með byggingu Hrafnistu í Hafnar- fírði. Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur átti mjög gott og náið sam- starf við Pétur Sigurðsson. Var hann ætíð úrræðagóður og traustur liðsmaður. Ég þakka Pétri drenglyndi og gott samstarf. Skarð Péturs verður ekki auðfyllt í röðum okkar Sjó- mannafélagsmanna. Ég votta eiginkonu hans, Ásthildi Jóhannesdóttur og öðmm ættingj- um, samúð mína. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Það var um vorið 1971, að við Pétur Sigurðsson kynntumst er hann réð mig til að veita forstöðu Barnaheimili Sjómannadagsráðs á Hrauni í Grímsnesi. Þar var ég und- ir stjórn góðs yfírmanns í ellefu sumur og eignaðist góðan vin. Við vorum ekki alltaf sammála, en virt- um hvort skoðanir annars og aldrei bar skugga á samstarf okkar. Pétur var einhver sá duglegasti, skemmti- legasti og einlægasti hugsjónamað- ur sem ég hefí kynnst. Ef nokkur kunni þá list að færa í stílinn, þá var það hann. Minnið alveg ótrúlegt og frásagnargetan snilld. Pétur var gleðigjafi af Guðs náð. Ég mun ávallt minnast hans með þakklæti og virðingu. Börnum hans og aðstandendum votta ég dýpstu samúð mína. Kristín Guðmundsdóttir. „Það horfði til þess að Péturs Sigurðssonar væri ekki minnst á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.