Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Björns- son fæddist á Vakursstöðum í Vopnafirði 21. maí 1904. Hann lést á Landspítalanum 19. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Rjörn Pálsson, gullsmiður og bóndi í Vopnafirði, f. 31. desember 1854, d. 21. mars 1944, og Rannveig Nikulásardóttir, f. 27. nóvember 1875, d. 9.júlí 1955. Björn og Rannveig bjuggu sín fyrstu búskaparár á Vakursstöðum í Vesturárdal en síðar á Refstað I Hofsárdal í Vopnafirði. Síð- ustu æviárin bjuggu þau á heimiii Gunnars i Reykjavík. Alsystkin Gunnars voru Mar- grét, f. 14. janúar 1907, gift Kára Tryggvasyni rithöfundi, og Karl, gullsmiður í Reykjavík, f. 20. febrúar 1908, d. 16. ágúst 1980, kvæntur Júlíönu Jensdótt- ur, d. 1959. Fóstursystir þeirra var Guðrún Siguijónsdóttir, f. 1. október 1916, d. 9. október 1981, gift Þorbergi Jónssyni, verslunarmanni, d. 1983. Björn Pálsson var tvíkvænt- ur en fyrri konu sína, Margréti Björnsdóttur, missti hann haustið 1901. Þau áttu fjögur böm, tvo syni Vigfús og Bjöm, sem báðir dóu ungir, og tvær dætur, Dórhildur, f. 1892, d. 1925, og Lára Guðrún, f. 1890, d. 1973, en hún bjó í Kanada þar sem afkomendur hennar búa nú. Gunnar kvæntist 7. janúar 1933 Margréti Bjömsdóttur, bankafulltrúa, f. 25. maí 1902, d. 2. maí 1981, Stefánssonar verslunarstjóra á Djúpavogi og Vopnafirði og Margrétar Katr- ínar Jónsdóttur prófasts í Það er bjart yfir minningunum. Á árinu 1964 eru dóttirin og fjöl- skylda hennar að flytjast heim með búslóð eftir þriggja ára búsetu er- lendis. Umbúnaðurinn um búslóð- Hjarðarholti í Döl- um Guttormssonar. Gunnar og Mar- grét þjuggu í Reykjavík öll sín búskaparár, síðast á Langholtsvegi 186. Böm þeirra era: 1) Rannveig, húsmóðir og félagsráðgjafi, f. 11. febrúar 1935, eiginmaður hennar er Sigurður Tómas- son. Dætur þeirra em Hildur, f. 1957, d. 1987, Sigrún, f. 1962, og Sigríður Ása, f. 1970. 2) Þórarinn Bjöm, bifreiðasmiður og kennari, f. 25. október 1938, eiginkona hans er Ólafía B. Matthíasdóttir. Böra þeirra era Gunnar, f. 1958, Jónína, f. 1959, Ragnar, f. 1962, og Matthias, f. 1974. Gunnar ólst upp hjá foreldr- um sínum í Vopnafirði en flutt- ist til Reykjavíkur um tvítugt og lærði húsasmíði og starfaði við iðn sina um nokkur ár. Hann ávann sér síðar meistararéttindi sem bifreiðasmiður þegar iðn- greinin var löggilt. Árið 1942 stofnaði hann ásamt öðram fyr- irtækið Bílasmiðjan hf., sem annaðist smiði yfirbygginga á stórar fólksflutningabifreiðar auk annarra verkefna. Við fyr- irtækið starfaði hann allt til starfsloka sinna árið 1981. Gunnar starfaði einnig mikið að félagsmálum iðnaðarins, var einn af stofnendum Félags bif- reiðasmiða, varaformaður og síðar formaður þess félags um nokkurra ára skeið og heiðurs- félagi árið 1978. Hann var í stjórn Landssambands iðnaðar- manna um nokkurra ára bil. Útför Gunnars fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudag- inn 30. desember, og hefst at- höfnin klukkan 15. ina er góður trékassi. Á þeim árum voru þeir ekki búnir að finna upp gáma fyrir íslandsferðir. Óþarfi ætti að vera að henda slíkum kosta- grip sem einn umbúðakassi er. Húsasmiðurinn var ekki lengi að sjá not fyrir kassann. Hvað er kassi svo sem annað en hús án dyra? Á þessum árum varði Gunnar flestum frístundum í uppbyggingu sumar- húss í landsspildu í austanverðu Norðlingaholti við Eiliðavatn. Það vantaði geymslu- og verkfæraskúr við nýreistan bústaðinn. Undirstöð- ur voru gerðar og umbúðakassinn settur á grunninn, sagað úr fyrir hurð og settur mænir á kassann til að geyma orfíð, hrífuna og önn- ur skaftlengri verkfæri. Alla tíð síðan hefur títtnefndur umbúða- kassi staðið á sínum grunni og þjónað þeim tilgangi sem hagleiks- maðurinn hafði séð fyrir. En síðar var umbúðakassinn ljósmyndaður úr lofti og skráð á hann fasteigna- mat. Á síðasta ári krónur eitt- hundrað og eitt þúsund. Þannig varð þessi umbúðakassi að gjald- stofni fyrir ríki og bæjarfélag og ófáar krónurnar í formi eignar- og fasteignaskatta hafa runnið í „sameiginlegar þarfír þjóðfélags- ins“ af þessari auðlind. Okkur Gunnari fannst þetta alltaf undar- legt í meira lagi og biðum eiginlega eftir að innheimt yrði byggingar- leyfís- og skipulagsgjald vegna kassans. Kannski gerðu „þeir“ það og Gunnar hefur borgað. Því eng- um vildi hann skulda. Hann bjó sér til sínar auðlindir úr næsta litlu. Hann ræktaði. Urð og stórgrýti landsspildunnar við Elliðavatn var ekki hindrun heldur miklu frekar ögrun til að bæta. Skógrækt heillaði hann. Ásamt fjölskyldu sinni og mágfólki var gróðursett í reitinn við Elliðavatn. Síðar komu byggingarnar. Á þess- um stað sem aldrei hlaut sérstakt nafn - uppí stykki eða uppí land hefur það heitið - hefur fjölskyldan átt saman margar dýrðarstundir að sumarlagi. Skógræktin sem byrjaði á fímmta áratugnum hefur skapað skjól og fegurð sem fjöl- skyldan hefur notið - langt frá öllum skarkala bæjarlífsins - en þó svo stutt frá bænum. Óneitan- lega brá okkur dálítið þegar blokk- irnar í Breiðholtinu risu og við sáum í efstu hæðimar úr sólarlaut- inni. En við vissum líka að trén mundu skýla okkur frá sérhveijum ágangi. Hvergi naut hann sín betur en í þessu landi sínu. í ellinni varð hann ungur á ný þegar hann kom á þennan stað. Oll uppbygging þar var gerð með það fyrir augum að þangað gæti fjölskyldan komið og notið útivistar. Gunnar flutti ungur frá Vopna- firði og hóf nám í húsasmíði í Reykjavík um 1925. Hann lauk því námi og vann við húsabyggingar um nokkurra ára skeið. Árið 1933 sneri hann sér að bifreiðasmíði. Hann hefur sjálfur sagt svo frá að atvinnuleysi þess tíma hafi orðið til þess að hann sneri sér að bif- reiðasmíði. Verkefni fyrir húsa- smíði hafi verið fá og þótti gott ef menn höfðu vinnu 4 til 6 mán- uði á ári. Á þeim tíma voru það trésmiðir sem byggðu yfir fyrstu bílana enda bifreiðasmíðin að mestu trésmíðavinna. Hann byijaði í bifreiðasmíðinni hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur hf. Við fáum ei- litla hugmynd um verkefnin á þess- um tíma þegar við látum Gunnar sjálfan segja frá. „Fyrstu vagnarn- ir, sem voru nógu háir til að menn gætu staðið uppréttir í þeim, voru smíðapir þarna hjá Strætisvögnun- um. Ég teiknaði þá reyndar. Ég gerði dálítið af því að teikna, en átti í voðalegri togstreitu við þá hjá Strætó. Ég mátti ekki fara í þá hæð sem ég vildi. íjóðveijar voru komnir með strætisvagna sína í 2,10 metra hæð og ég vildi fara eins hátt, en það var ekki við það komandi." Ég gerði dálítið af því að teikna, segir hann af sinni þekktu hófsemi. Ég held að sann- ara væri að segja að á þessum árum og fyrstu tvo áratugina eftir að iðngreinin hlaut viðurkenningu voru flestar teikningar og verklýs- ingar yfirbyggðra langferðabif- reiða unnar af Gunnari. Árið 1942 varð bifreiðasmíði lög- gilt iðngrein hér á landi og var Gunnar einn þeirra sem urðu meist- arar í sinni iðngrein við þetta upp- haf. Þetta sama ár stofnuðu fimm félagar nýtt fyrirtæki, Bílasmiðjan hf., til að byggja yfír bfla og gera við yfírbyggingar. Sjötti maðurinn bættist í hópinn árinu seinna og saman ráku sexmenningarnir iðn- fyrirtæki sitt og störfuðu við það allt til starfsloka hvers og eins. Þeir sem til þekkja segja að rekstur Bílasmiðjunnar hafí lyft mörgu Grettistaki í þróun í smíði yfirbygg- inga hér á landi. Á mælikvarða ís- lensks iðnaðar var fyrirtækið stórt og þegar mest var mun hátt í 100 manns hafa unnið við fyrirtækið. Tvær stórbyggingar í Reykjavík reistu þeir félagar vegna starfsem- innar, aðra að Laugavegi 176 þar sem nú er Sjónvarpið og hina að Tunguhálsi 2 þar sem nú er Þvotta- hús ríkisspítalanna. Bílasmiðjan var blómlegt fyrirtæki um sína daga sem byggt var upp af hugsjón og bjartsýni og óbilandi trú á framtíð íslensks iðnaðar. En eins og ávallt er í rekstri varð að takast á við margskonar erfíðleika. Vandi efna- hagsmála almennt, fjárskortur og ójöfn samkeppnisaðstaða við er- lenda framleiðendur setti um síðir endapunkt við bifreiðasmíði sem stóra iðngrein hér á landi. En þeir eru enn margir vinimir og við- skiptavinimir sem minnast þessara fmmkvöðla í bifreiðasmíði með eft- irsjá og virðingu. Gunnar Björnsson er síðastur sexmenninganna að kveðja þennan heim. í einkalífí sínu varð Gunnar þeirrar gæfu aðnjótandi að kvæn- ast einstakri ljúflingskonu, Mar- gréti Björnsdóttur. Þau féllu vel að hvort öðru. Bæði voru fædd og uppalin í Vopnafirði og höfðu leitað til Reykjavíkur til mennta. Hún í Menntaskólann í Reykjavík, hann í iðnmám sitt. í Reykjavík áttu þau heimili sitt öll hjúskaparárin. Mar- grét var útivinnandi húsmóðir sem tók þátt í baráttu og gleði iðnaðar- mannsins. í frístundum unnu þau saman að sínum hugðarefnum í garðrækt og tijárækt. Lítill garður við heimili þeirra og gróðurreitur- inn við Elliðavatn báru fagurt vitni natni þeirra og umhyggju. Sumar- ferðir þeirra til Vopnafjarðar urðu næsta óteljandi til að heimsækja gamlar slóðir, vini og frændfólk sem áfram bjó í Vopnafirði. En Gunnar átti sér einnig áhugamál, laxveiði og árnar í Vopnafirði em eftirsóttir veiðistaðir. Hann átti hlut að veiðifélagi í Vesturdalsá og þeir félagar höfðu reist skála í túnfætinum við Vakursstaði, æskuheimili Gunnars. Það var í einni slíkri ferð sem hann fékk tengdasoninn til að vaða með stöng í hendi út í á og hljóðlega og mjúk- lega leiðbeindi honum að láta gras- fluguna renna aðeins nær bakkan- um hinum megin og svo bíða róleg- ur. Um síðir var það laxinn sem gafst upp á biðinni. Ég held næst- um Gunnar hafí verið stoltari en veiðimaðurinn þegar maríulaxinn lá við fætur mína. Það var honum yndi að sjá aðra geta notið þess sem hann sjálfur naut. Mannlýsingar geta verið mis- GUNNAR BJÖRNSSON € € : (i i C í í unni að það hafí frekar verið Marcí sem bar umhyggju fyrir okkur yngri systkinunum. Það var mjög gott að eiga hana sem systur. Segir það sína sögu að núna í haust áður en hún fór á spítalann kom hún og í færði okkur systkinunum innramm- , aða mynd af okkur með henni og * fylgdi það gjöfínni að hún vildi ekki vera sett niður í skúffu. Eiginmenn okkar Marcíar eru systkinasynir svo það má segja að við værum tengd- ar á tvo vegu. Þá var það henni einnig mjög mikilvægt að lifa það að halda upp á sextugsafmælið sitt í vor og fá til sín alla ættingja og vini og það heppnaðist svo sannarlega hjá henni og var með ólíkindum hvaða orku | hún hafði alla veisluna út í gegn. Sárast þykir mér að hún fékk ekki að eyða jólunum í nýju íbúð- inni þeirra Eiríks sem þau fluttu í viku áður en hún dó og var sérstak- lega keypt til að auðvelda henni líf- ið, þar sem íbúðin þeirra á Ásbraut- inni, sem þau höfðu lengst af búið í, var uppi á þriðju hæð og henni t var orðið það ofviða að komast hvort sem var upp eða niður. Að lokum vil ég þakka þér Marcí ( mín hvað þú reyndist okkur alltaf vel og bið algóðan Guð að blessa minningu þína og hjálpa Eiríki og bömunum öllum í gegnum sorgina. Særún Sigurgeirsdóttir. + María Magnús- dóttir var fædd í Reykjavík hinn 30. apríl 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 20. desember síð- astliðinn. María var ættleidd af Magnúsi V. Guðmundssyni, f. 19. júlí 1906, d. 18. ágúst 1963, og Steinunni Halldórs- dóttur, f. 24. júní 1909, d. 30. mars 1970. Foreldrar Maríu voru Þórður Þórðarson, f. 16. október 1917, og Hulda Guðmundsdóttir, f. 21. september 1919, d. 16. júlí 1979. Hinn 29. október 1955 giftist María Eiríki Rafni Thoraren- sen, f. 24. nóvember 1929. For- eldrar hans vora Ólafur Thor- arensen, f. 31. ágúst 1908, d. 27. janúar 1969, og Ingveldur ' Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1911, d. 14. ágúst 1991. Böra Maríu og Eiríks eru: 1) Rafn Thorarensen, f. 6. maí 1954, kvæntur Bryndísi Þorsteins- dóttur, börn þeirra era Þor- steinn Valur, f. 14. maí 1978, og íris Erla, f. 4. október 1983. Fyrir hjónaband átti Rafn dótt- ur, Mariu Sonju, f. 9. apríl 1974, í sambúð með Þor- keli Kristinssyni, dóttir þeirra er Hulda Margrét, f. 13. febrúar 1993. 2) Elín Guðfinna Thor- arensen, f. 23. mars 1956, dætur hennar era María Helen Eiðsdóttir, f. 7. júní 1977, og Sigurrós Eiðsdóttir, f. 3. apríl 1981. 3) Ingveldur Thorarensen, f. 25. nóvember 1958, í sambúð með Ragn- ari Eysteinssyni. Börn hennar era: Ingi Þór Ein- arsson, f. 10. apríl 1980, Sóley Stefánsdóttir, f. 20. október 1986, og Eiríkur Rafn Stefáns- son, f. 7. febrúar 1988. 4) Guð- mundur Magnús Thorarensen, f. 22. maí 1961. Böra hans era: Egill Ólafur, f. 17. janúar 1984, Magnus Ryno Sebastian, f. 21. desember 1989, og Carl Michael Christian, f. 29. febrúar 1992. 5) Jón Thorarensen, f. 23. maí 1969, unnusta hans er Inga Dóra A. Gunnarsdóttir. Síðustu ár starfaði María hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Útför Maríu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun mánu- daginn 30. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. Til þess hefur hugur minn hlakkað mest um jólin, að hými og bláni himininn og hækki á lofti sólin. Þegar myrkra þraut ég finn þjaka sál og hjarta, þá er svo dýrmætt, Drottinn minn, dagan’ að líta bjarta. Þó geti ég lítil gert þér skil og glepji mig ýmsar tafir, lofa ég þig fyrir ljós og yl, lífs og heilsugjafir. Margt hef ég, Guð, að þakka þér, þó á ýmsu kendi. Þú munt ei, það eftir er, af mér sleppa hendi. Bráðum við mér brosir há brún á fegra degi. Komi svo það, sem koma á. Kvíða skal ég eigi. Með þessum fallegu ljóðlínum langalangömmu okkar, Herdísar Andrésdóttur, viljum við kveðja elsku mömmu okkar. Hennar veika en samt svo sterka hjarta, gaf sig að lokum eftir mikla og erfíða bar- áttu. Elsku mömmu þökkum við allt sem hún gaf okkur. Guð blessi minningu hennar. Börnin. Undirbúningur jólanna var í há- marki og í erli dagsins leið tíminn hratt, alltof hratt. Ég vissi að Marcí systir var á spítala og um helgina hafði ég ákveðið að fara til hennar. Ég hringdi upp á spítala á föstu- dagsmorguninn um klukkan ellefu og ætlaði að fá að heyra í henni hljóðið, en þá sagði hjúkrunarkonan að hún svæfí svo vært að hún tímdi ekki að vekja hana. Svo leið dagur- inn og um kvöldið hringdi Ella til mín og sagði að mamma sín hefði dáið um sjöleytið. Svona er lífíð og oft sannast málshátturinn sem seg- ir Geymdu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag. Það voru ábyggilega engir nema hennar nánustu sem vissu í raun hvað hún hafði þjáðst. Aldrei heyrði ég hana kvarta og alltaf var það hennar takmark að bijótast áfram og meira að segja núna í vetur stefndi hún að því að fara að vinna eftir áramótin, sem manni fannst með ólíkindum að gæti ræst. Hug- urinn bar hana svo sannarlega hálfa leið og alltaf var stutt i hláturinn og auðvelt átti hún með að sjá það spaugilega í lífínu. Hún var mjög greind kona, vel lesin og félagslynd og hafði mikið yndi af því að ferðast. Þegar Marcí var lítil stúlka var hún nokkur sumur í sveit á Guðna- bakka hjá Helgu móðursystur okkar og sagði frænka mín að Marcí hefði haft orð á því hvað norðurljósin, tunglið og stjömurnar væru falleg í sveitinni, svona væri ekki hægt að sjá í Reykjavík. Móðir mín var gift Magnúsi móð- urbróður Marcíar og tóku þau hana sem kjördóttur. Síðar eignuðust þau dóttur sem var skírð Guðfinna og dó hún úr lungnabólgu á fyrsta ári. Örlögin réðu því að við Marcí ólumst ekki upp saman, hún var ellefu árum eldri en ég og var farin frá mömmu þegar ég fæddist. Samt held ég að við hefðum ekki orðið neitt nánari sem systur en raun bar vitni. Og hef ég það á tilfinning- Tregi og þakklæti fyllir hugi okk- ar er við kveðjum kæra vinkonu, •, Maríu Magnúsdóttur. Vinátta sem hófst í barnæsku og stóð til síðustu stundar er hér þökkuð og gerum við ( eftirfarandi orð að okkar orðum: MARÍA MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.