Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
FRÉTTIR
Niðurstöður efnafræðiprófs í HÍ kærðar til Háskólaráðs
Nemendur íhuga að
fá úrskurð dómstóla
HÁSKÓLARÁÐI hafa borist kærur
frá tveimur nemendum vegna mis-
taka sem urðu í tímavörslu í efna-
fræðiprófí á fyrsta ári í læknadeild
Háskóla íslands í desember. Nem-
endur i einni prófstofunni fengu
allt að 20 mínútum lengri tíma en
aðrir til að ljúka prófinu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Stúdentaráðs, segir að nem-
endur sem ekki komust áfram í
úrtökuprófum í læknadeild íhugi
jafnvel að kæra málið til dómstóla,
fáist ekki viðunandi niðurstaða inn-
an Háskólans. Að tillögu stúdenta
hefur Háskólaráð samhljóða ákveð-
ið að ráðast í gagngera endurskoð-
un á prófvörslu í skólanum, sérstak-
lega í samkeppnisprófum.
Deildarráð læknadeildar úr-
skurðaði á mánudag að atvikið hefði
ekki haft áhrif á hvaða nemendur
fengu að halda áfram. „Fjölmargir
nemendur hafa varpað fram kvört-
unum og spumingum til deildarinn-
ar, til dæmis við hvaða forsendur
deildin styðjist þegar hún metur það
að þetta hafí ekki haft áhrif á
prófniðurstöður," segir Vilhjálmur.
„Þeir nemendur sem ég hef rætt
við, sem eru næstir því að komast
áfram í deildinni, eru tilbúnir að
ganga langt til að ná rétti sínum.
Þeir hafa nefnt það að kæra málið
til dómstóla. Finnist ekki viðeigandi
lausn fínnst mér það mjög líklegt.“
Niðurstöður
endurskoðaðar
Nemendur sem fengu lengri próf-
tökutíma voru tuttugu talsins. Alls
komust níu þeirra áfram í læknis-
fræðinni, eða 45%. Hlutfallið hjá
öðmm nemendum var 17,5%. Sam-
kvæmt tölfræðilegu mati sem gert
hefur verið innan Háskólans em
innan við eins prósents líkur á þess-
ari niðurstöðu hefði aðstaða nem-
enda verið jöfn. Á fundi Háskóla-
ráðs sem haldin var í gær var ákveð-
ið að fela kennslunefnd í lækna-
deild að fara að nýju yfir prófniður-
stöður.
Grunur leikur á að einn nemenda
sem sat efnafræðiprófíð hafi brotið
prófreglur með því að beita forritan-
legri vasatölvu. Talið er að hann
hafi geymt glósur í tölvunni og
notað þær til að svara prófspurning-
um. Nemandinn var einn þeirra sem
komust áfram í deildinni en ef
gmnurinn reynist réttur gæti verið
að hann glataði sæti sínu.
Styrktaruppboð hjá Christies í Lundúnum
Dagar í Laxá boðnir upp
HIÐ fræga uppboðsfyrirtæki
Christies í Lundúnum gengst fyrir
sérstöku alþjóðlegu styrktamppboði
23. apríl nk. og rennur allur ágóði
til Norður-Atlantshafs laxasjóðsins,
NASF, sem Orri Vigfússon hefur
veitt forstöðu frá upphafi og hefur
að markmiði að kaupa eða leigja öll
veiðiréttindi á laxi í söltu vatni.
Meðal þess sem á boðstólum
verður eru tveir dagar á besta tíma
í Laxá á Ásum sumarið 1998, báð-
ar dagsstangimar, en þar er um
gjöf frá Veiðifélagi Laxár á Ásum
að ræða. Miðað við verð veiðileyfa
í ánni síðustu sumur gætu dagarnir
farið á allt að 800.000 krónur.
Veiðileyfi í mörgum ám
„Ég bind að sjálfsögðu miklar
vonir við þetta uppboð," sagði Orri
Vigfússon í samtali við Morgun-
blaðið. Orri og samstarfsmenn hans
hafa unnið að því ötullega síðustu
mánuði að fá hagsmunaaðila til að
gefa veiðileyfí og ýmsa gripi á upp-
boðið. Hefur sú vinna gengið að
óskum að sögn Orra.
Auk veiðidaga í Laxá á Ásum
hefur NASF fengið veiðileyfí í
Norðurá frá SVFR, Ytri-Rangá frá
Þresti Elliðasyni, Straumfjarðará
frá leigutökum árinnar og Laxá í
Aðaldal frá Laxárfélaginu.
Einnig verða á uppboðinu veiði-
leyfí í ýmsar af þekktustu laxveiði-
ám beggja vegna Atlantsála, m.a.
í Noregi, Rússlandi, írlandi og
Kanada. Þá verða listaverk og eitt
mesta veiðiflugusafn sem til er,
hnýtt af flestum fremstu fluguhnýt-
urum heims á uppboðinu.
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
SAMNINGANEFNDIR sjómanna og útvegsmanna komu saman
hjá ríkissáttasemjara í gær. Á myndinni eru Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambandsins og Þórir
Einarsson ríkissáttasemjari.
Arangurslaus sátta-
fundur sjómanna
ENGINN árangur varð af stuttum
sáttafundi milli samninganefnda
Sjómannasambandsins, LÍU og VSÍ
sem haldinn var hjá ríkissáttasemj-
ara í gær en þetta var fyrsti við-
ræðufundurinn sem fram fer frá
því að sjómenn vísuðu kjaradeilu
sinni við útgerðarmenn til sátta-
semjara.
Aðalkrafa sjómanna er að allur
afli verði seldur um fiskmarkaði en
mikið ber í milli með deiluaðilum.
Var ákveðið að halda viðræðu-
tilraunum áfram 24. janúar, skv.
upplýsingum Morgunblaðsins.
Nokkur félög á almenna vinnu-
markaðinum og félög opinberra
starfsmanna hafa þegar vísað
kjaradeilu sinni til sáttasemjara en
skv. upplýsingum blaðsins er búist
við að mikill fjöldi verkalýðsfélaga
vísi deilum sínum til sáttasemjara
15. janúar í samræmi við viðræðu-
áætlanir sem gerðar hafa verið.
Samkvæmt nýsettum lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur verða
samningsaðilar að hafa vísað kjara-
deilu til sáttasemjara og reynt þar
til þrautar að ná samningum með
milligöngu sáttasemjara áður en
heimilt er að viðhafa atkvæða-
greiðslur um boðun vinnustöðvunar.
Aðeins tveir stóðust samkeppnispróf á fyrsta ári í tannlæknadeild
*
Argangurinn í
deildinni er eitt par
Morgunblaðið/Golli
PARIÐ Erna Sigurðardóttir og Stefán Pálsson voru þau einu
sem náðu samkeppnisprófum í tannlækningum á fyrsta ári. Þau
voru að vonum ánægð með árangurinn í gær en höfðu vart
áttað sig á þvf hver yrðu örlög þeirra í deildinni.
Framboð
Guðrúnar
skuldlaust
FORSETAFRAMBOÐ Guðrúnar
Pétursdóttur er nú skuldlaust eða
því sem næst.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verður endanlegt uppgjör
framboðsins birt opinberlega ein-
hvern næstu daga. Skuldirnar hafa
verið greiddar með framlögum fyr-
irtækja og einstaklinga.
Guðrún Agnarsdóttir
skuldar 4,3 mil\jónir
Forsetaframboð Guðrúnar Agn-
arsdóttur skuldar enn um 4,3 millj-
ónir króna. Að sögn Elínar Þor-
steinsdóttur, fjármálastjóra fram-
boðsins, skilaði fjáröflunarskemmt-
un sem haldin var í október síðast-
liðnum 1,1-1,2 milljónum króna.
Engar ákvarðanir hafa verið teknar
um framhaldið.
♦ ♦ ♦--
Árekstur við
einbreiða brú
TVEIR fólksbílar skullu saman við
brúna yfír Kaldaklifsá undir Aust-
ur-Eyjafjöllum síðdegis í gær. Báð-
ir ökumennimir voru fluttir á
Sjúkrahús Reykjavíkur til aðhlynn-
ingar en farþegi í öðrum bílnum
slapp ómeiddur.
Áð sögn lögreglunnar á Hvols-
velli er brúin einbreið yfír Kalda-
klifsá. Bílamir komu úr gagnstæðri
átt og skullu saman rétt austan við
brúarstólpann. Báðir bílarnir em
taldir ónýtir.
AÐEINS tveir stóðust samkeppn-
ispróf í tannlækningum á fyrsta
ári sem þreytt voru í desember
sl. en af þeim sökum tókst ekki
að fylla numerus clausus í deild-
inni. Aðeins níu reyndu við próf-
in að þessu sinni en síðustu ár
hefur sex nemendum verið
hleypt áfram í deildinni. Svo
skemmtilega vill til að hinir
heppnu, Erna Björg Sigurðar-
dóttir og Stefán Pálsson, eru par.
Samkvæmt reglum deildarinn-
ar komast þeir 6 nemendur sem
eru með hæstu meðaleinkunn
áfram, nái þeir öllum prófum á
annað borð.
Guðjón Axelsson, deildarfor-
seti tannlæknadeildar, segir að
þessum tveimur nemendum verði
kennt á sínu námsári, eins og
ekkert hafi í skorist, enda taki
Háskólinn þá skyldu á sig við
innritun nýnema hvert haust að
mennta þá til loka.
Ánægð en hógvær
Þau Stefán og Erna voru að
vonum ánægð með árangurinn
þegar Morgunblaðið ræddi við
þau í gær en jafnframt mjög
hógvær. Þau komust nú áfram í
annarri tilraun en það heyrir
orðið til undantekningar að
menn nái clausus í fyrstu tilraun
í tannlækningum, sjúkraþjálfun
eða læknisfræði.
Margir spyrja sig eflaust
hvaða áhrif það muni hafa á sam-
bandið að hefja sex ára nám sam-
an í tveggja manna bekk. Stefán
sagðist alls ekki óttast að þetta
mundi hafa slæm áhrif áþað.
Upplýsti hann að raunar væru
þau ekki saman öllum stundum
sólarhringsins þar sem þau hefðu
tekið þá ákvörðun að lesa ekki
námsefnið saman. „Við hittumst
á hinn bóginn í skólanum og
auðvitað berum við saman bækur
okkar ef eitthvað vefst fyrir okk-
ur,“ sagði Stefán.
Níu hleypt inn næst?
Gárungarnir hafa þegar tekið
upp á því að kalla skötuhjúin
dýrustu tannlæknanema frá upp-
hafi en aldrei hafa færri staðist
samkeppnispróf. Aðspurður
kvaðst deildarforsetinn vona að
umræða um að réttast væri að
leggja niður tannlæknanám á
íslandi kviknaði ekki að nýju.
Sagði hann takmark deildarinn-
ar að mennta eins marga tann-
lækna og aðstaða leyfði en af
þeim sökum hefur fjöldi nem-
enda verið takmarkaður við sex.
Guðjón segir vel koma til
greina að rýmka numerus claus-
us á næsta ári, hleypa þá allt að
níu nemendum inn ogtryggja
þannig að aðstaða til að mennta
tannlækna í deildinni nýtist til
fullnustu. Segir hann deildina
hafa heimild til að taka inn fleiri
nemendur til að útskrifuðum
tannlæknum fækki ekki skyndi-
lega.
Deildarforsetinn útilokar að
nemendunum verði annað hvort
flýtt í námi eða þeir látnir bíða
eftir næsta hópi. Þá er útilokað
að haldin verði ný samkeppnis-
próf til að fjölga í hópnum.
Ein ástæða þess að fleiri náðu
ekki clausus er að tiltölulega fáir
reyndu við samkeppnisprófin.
Innritun í tannlækningar og
sjúkraþjálfun hrundi í haust og
aðeins 14 innrituðu sig í tann-
lækningar. Engu að síður segir
deildarforsetinn að miðað við
fallhlutfall síðustu ára hefðu
fjórir átt að ná prófum.
Karlar í meirihluta
í sjúkraþjálfun
Á námsbraut í sjúkraþjálfun
reyndu 46 manns við samkeppn-
ispróf. Reglur um clausus kveða
þar svo á að 18 hæstu komast j
áfram, nái þeir öllum prófum.
Að þessu sinni náðu aðeins 18
prófunum og fylltu þess vegna
kvótann sjálfkrafa. I fyrra náðu
t.d. 40 manns öllum prófum af
80 sem reyndu en samt komust
aðeins 18 áfram.
Samkvæmt upplýsingum
Hjördísar Ingvarsdóttur, skrif-
stofustjóra, urðu þau tíðindi í
fyrsta sinn í 20 ára sögu náms-
brautarinnar að karlmenn voru
í meirihluta þeirra sem stóðust
clausus.