Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bíllinn fór 22 metra í loftinu Vogum. Morgunbladið ÖKUMAÐUR bifreiðar sem fór út af Reykjanesbraut og slasað- ist á höfði og baki segir lækna segja líknarbelg og sprengibelti hafa komið í veg fyrir að hann hlyti innvortis meiðsl. Bifreiðin fór út af veginum og kastaðist 22 metra í lofti, snerist í loftinu og stakkst á endann og endaði á toppnum í moldarflagi. Ökumaðurinn, Pálmi Erl- ingsson, segist hafa fundið fyr- ir því að bíllinn hentist til í hjólförunum. Hann hafi verið með hraðastilli á bílnum á 90 km hraða þegar bíllinn hentist út af. Hann reyndi árangurs- laust að beygja inn á veginn aftur. Pálmi kveðst muna vel eftir sér. Bíllinn hafi snúist í loftinu til hægri og hann hafi séð jörðina fyrir sér út um gluggann. Bíllinn hafi síðan stungist niður á framendann og lagst á toppinn í moldarflag eftir að hafa farið 22 metra í loftinu. Pálmi fann fyrir því þegar líknarbelgurinn þrýsti að hon- um og sprengibeltið festi hann í sætið. Þegar bíllinn hafði stöðvast var Pálmi fastur í sæt- inu á hvolfi. Reyk lagði frá flakinu og óttaðist Pálmi þá að eldur hefði komið upp i bílnum. Honum tókst að losa sig og skríða út um afturgluggann. Þurfti að sauma 26 spor í andlit Vegfarendur komu strax að og annar bíll sem kom á staðinn var sjúkrabíll á leið til Kefla- víkur eftir að koma frá því að flytja sjúkling til Reykjavíkur og var Pálmi fluttur á sjúkra- hús í Reykjavík. Hann hafði hlotið djúpan skurð í andliti þar sem þurfti að sauma 26 spor og 3 hryggjarliðir voru brotnir. Hann hefur mátt og fór á fætur daginn eftir slysið og getur gengið í spelku sem skorðar hrygginn. Þannig þarf hann að vera næstu 2-3 mánuði. Eftir 5 daga á sjúkrahúsi fékk hann að fara heim. Pálmi segir lækna segja að líknarbelgurinn og sprengi- beltið hafi bjargað sér frá því að hljóta innvortis meiðsl en bílbeltið hékk á bláþræði eftir átökin. Pálmi segist heppinn að hafa verið í bílbeltinu og það hafi líka verið heppni að hafa verið einn í bílnum. BÍLLINN gjörónýtur. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson PÁLMI og unnusta hans, Ásdís Arna Gottskálksdóttir, eftir að hann kom heim. Fyrirhuguð virkjun íBjarnarflagi Hætt við mat á umhverfis- áhrifum LANDSVIRKJUN hefur afturkallað erindi sitt til Skipulags ríkisins um frummat á umhverfisáhrifum jarð- varmavirkjunar í Bjamarflagi. Frum- athugun hefur því verið hætt. Nátt- úruvemdarstofnun snerist gegn framkvæmdinni og telur hana ekki samrýmast lögum um vemdun Mý- vatnssvæðisins. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að fyr- irtækið sé nú að meta stöðuna. Hann sagði að Landsvirkjun gæti lagt erindið fyrir aftur síðar. Jarð- varmavirkjun við Bjamarflag hefur verið framarlega í um. Margir aðrir virkjunarkostir em þó fyrir hendi, t.d. Vatnsfellsvirkjun, Búðarhálsvirkjun, virkjun í Villinga- nesi í Skagafirði og Fljótsdalsvirkjun. Til þess að anna orkuþörf hugsan- legs álvers Columbia Ventures á Grundartanga og hugsanlegrar stækkunar Jámblendiverksmiðjunn- ar mun Landsvirkjun ráðast í fram- kvæmdir við Hágöngumiðlun og Sultartangavirkjun. Einnig kæmi til raforka frá Nesjavallavirlq'un. Hatt a lofti Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Innritunar- gjöld hækka um 33% FRÁ og með áramótum hafa innrit- unargjöld sem innheimt eru af þátt- takendum í félagsstarfi aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar hækkað úr 300 krónum í 400 krónur á mán- uði eða um rúm 33%. Með greiðslu 400 kr. innritunar- gjalda á mánuði vegna félagsstarfs öðlast aldraðir m.a. rétt til afnota af vélum og tækjum á saumastofum, þátttöku í leikfimi tvisvar í viku; þeir geta fengið aðgang að vinnu á smíðaverkstæði eða vinnu við bók- band. Stella Kristín Víðisdóttir, fjár- mála- og rekstrarstjóri Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, sagði að hækkun innritunargjaldanna tengdist því að Reykjavíkurborg hefði tekið upp rammafjárhagsáætl- anir. Við gerð fjárhagsáætlunar í haust hefðu margar stofnanir fengið minni fjárveitingar en áður og við skoðun á rekstrinum og möguleikum á niðurskurði, hagræðingu og verð- hækkun hefði niðurstaðan orðið sú að hækka innritunargjöldin úr 300 kr. í 400 kr. Stella sagði að innritun- argjöldin stæðu undir litlu broti af kostnaði við félagsstarfið. Að sögn forstöðumanna í félags- og þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru þátttökugjöld tekin upp fyrir nokkrum árum og hafa þau verið 300 krónur frá þeim tíma þar til nú að hækkun í 400 krónur á mánuði tók gildi. Sultartangavirkjun og Hágöngumiðlun Útboð aug- lýstí janúar LANDSVIRKJUN mun auglýsa eftir tilboðum í verkþætti vegna Sultar- tangavirkjunar og Hágöngumiðlunar í þessum mánuði. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafíst í sumar. Um er að ræða gröft fyrir stöðvar- húsi Sultartangarvirkjunar og stíflu og jarðvinnu við Hágöngumiðlun. Þessir virkjunarkostir fela í sér framkvæmdir upp á milljarða króna, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Lokaákvörðun um hvenær ráðist verður í framkvæmdimar liggur þó ekki fyrii- fyrr en ljóst er hvort Col- umbia Ventures nær samningum um fjármögnun álvers á Grundartanga. SPENNANDI er að leika sér í nýrri klifurgrind í mjómskála- garði. Það fannst börnunum I heilsdagsskóla Melaskóla að minnsta kosti þegar ljósmynd- ari hitti þau í vikunni. Formaður BSRB vill að sveitarfélögin fari sömu leið og LSR Sveitarfélögin gætu I veitingastaðurimi ódvr kostur gerst aðilar að LSR íhádeginu Snitzel Veitingastaður ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, telur að sveitarfélögin ættu að skoða þann kost að ganga inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins áður en þau ákveða að stofna sér- stakan lífeyrissjóð fyrir starfsmenn sveitarfélaganna. Það sé mikilvægt að lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins og starfsmanna sveitarfé- laganna verði sem líkust. Nefnd á vegum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tillögu um að öll sveitarfélög í landinu stofni sjálfstæðan lífeyris- sjóð sem sníði reglur sínar að reglu- gerð almennu lífeyrissjóðanna, en 5,5% viðbótariðgjald verði lagt í séreignarsjóð. Ögmundur sagðist telja mikil- vægt að stefna að samræmingu líf- eyrisréttinda og það yrði gert þann- ig að réttur þeirra sem minnstan rétt hafa yrði aukinn. Einfaldast væri að sveitarfélögin færu sömu leið og farin var við breytingar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. „Eitt af því sem mælir með því að hafa samræmt kerfi þar á milli er að iðulega er verið að skáka verkefnum á milli ríkis og sveitarfé- laga og ef réttindin eru svipuð verð- ur flutningur af þessu tagi auðveld- ari. Það væri því öllum til hagsbóta ef ríkið og sveitarfélögin væru með sams konar kerfi. Sá kostur er fyrir hendi að sveitarfélögin færu með sín lífeyris- mál alfarið inn í LSR. Ég tel að það sé kostur sem sé mikilvægt að menn íhuguðu mjög rækilega áður en þeir gæfu hana frá sér,“ sagði Ögmundur. Semjum ekki fyrr en lífeyrismál eru útkljáð Ögmundur benti á að grunn- skólakennarar, sem nú væru starfs- menn sveitarfélaga, yrðu áfram aðilar að LSR óháð því hvort sveit- arfélögin stofnuðu eigin lífeyrissjóð- Menn hlytu því að spyija sig þeirr- ar spurningar hvort rétt væri að búa til kerfi með annars konar rétt- indum fyrir þá starfsmenn sveitar- félaganna sem ekki væru starfs- menn grunnskólanna. Ögmundur sagði að BSRB gæti ekki gengið frá samningum við sveitarfélögin fyrr en lífeyrismál starfsmanna sveitarfélaganna væru útkljáð. Jr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.